Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 2
2 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TILRAUNABORANIR vegna gerð- ar nýrra Hvalfjarðarganga eru komnar vel á veg, að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spal- ar. Ráðgert er að þeim ljúki í lok þessa mánaðar. „Þetta lítur bara vel út,“ sagði Gísli. Bundnar eru vonir við að nið- urstöður borananna geri kleift að grafa nýju göngin 20-30 metrum grynnra en núverandi göng sem fara alveg niður á 165 metra dýpi undir sjávarmáli. Með því verða nýju göngin styttri, ódýrari og veghallinn upp úr þeim minni. Hugmyndin er að nýju göngin verði um 40 metrum innar í Hvalfirði en núverandi göng. Gísli segir að Skipulagsstofnun hafi sagt að ný göng þyrftu ekki að fara í sérstakt umhverfismat. Spölur hf. hafi talið rétt að kanna betur jarðfræðilegar aðstæður, þrátt fyrir að rannsóknir sem gerðar voru áður en núverandi göng voru grafin hafi reynst mjög góðar. Spölur stefnir að því að ljúka öllum undirbúningi á miðju þessu ári, á tíu ára afmæli ganganna, þannig að næsta skref verði hönnunarvinna. „Þá eru menn klárir í að tvöfalda þegar þeir hafa náð niðurstöðu um hvernig á að fjár- magna og hvernig þeir vilja sjá fram- tíðina í þessu,“ sagði Gísli. Í upphafi voru Hvalfjarðargöng hugsuð fyrir 5.000 bíla á sólarhring, en umferðin nú er allt að því 5.500- 6.000 bílar. „Ég er þeirrar skoðunar að þegar þetta er farið að nálgast 6.000 bíla verði ekki undan því kom- ist að gera ný göng. Til að leysa fyr- irsjáanlegan vanda sé ég ekki annað en að menn verði að komast af stað á næstu tveimur árum,“ sagði Gísli. Menn ættu að horfa til þess að hafa tvöfaldað göngin og gert tvöfaldan veg á Kjalarnesi innan fjögurra ára. Borholurnar voru boraðar út frá Hvalfjarðargöngum neðst í göngun- um. Hefur verið borað til suðurs og norðurs á ská upp á við. Fyllsta ör- yggis er gætt gagnvart hugsanleg- um vatnsleka inn í göngin. Bergið hefur reynst mjög þétt og ekki hefur orðið vart við teljandi leka. Hugmyndin var að bora alveg upp í setlögin í botni Hvalfjarðar og kanna eðli þeirra, að því er fram kemur á heimasíðu Spalar. Það verð- ur í fyrsta sinn sem borkjarnar fást úr setinu ofan við göngin. Spölur samdi við Alvarr hf. um að annast verkefnið í samvinnu við sænska fyrirtækið Drillcon AB. Þessi fyrirtæki hafa áður unnið sam- an að tilraunaborunum, m.a. vegna Sundabrautar og vestur á fjörðum. Nýju Hvalfjarðargöngin munu verða á minna dýpi Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Sýnataka Kjarnaborinn er á botni Hvalfjarðarganga og sækir borkjarna til að kanna bergið þar sem ný göng gætu komið á næstu árum. Tilraunaboranir undanfarið lofa mjög góðu HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í nauðgun- armáli þar sem maður var sýknaður af ákæru fyrir að nauðga konu á sal- erni Hótels Sögu. Hefur málið verið sent til héraðsdóms á ný, m.a. vegna þess að Hæstiréttur telur að lögskýr- ingar héraðsdóms fái ekki staðist. Sakborningnum og konunni bar saman um að hún hefði gengið inn á kvennasalerni í kjallara hótelsins en önnur kona þar hefði hindrað ákærða í að komast inn. Brotaþoli sagðist hafa farið inn í klefa og lokað á eftir sér en þegar hún hefði komið út hefði ákærði verið kominn inn á kvennasal- ernið og verið einn fyrir framan klef- ana. Um atvik upp frá þessu bar þeim mikið í milli. Konan sagði ákærða hafa ýtt sér inn í klefa, læst að þeim, dregið niður sokkabuxur hennar og nærbuxur og ýtt henni niður á gólfið og haft við hana mök. Sagðist hún sökum andlegs áfalls hvorki hafa kall- að á hjálp né veitt mótspyrnu fyrr en hún fann fyrir miklum sársauka af völdum samfaranna og henni tókst að komast undan. Ákærði sagði hins vegar að þau hefðu haft samfarir í kjölfar atlota og samtals. Hún hefði síðan viljað hætta samförunum og farið út úr klefanum. Fjölskipaður dómur héraðsdóms komst að þeirri niðurstöðu að ef byggt yrði á frásögn konunnar um að ákærði hefði tekið hana úr fötunum og ýtt henni niður á gólfið væri ekki hlutrænt séð um ofbeldi að ræða í skilningi kynferðisbrotakafla hegn- ingarlaga, en þetta eitt nægði ákærða til sýknu. Hæstiréttur taldi hins veg- ar að þessi ályktun um lögskýringu stæðist ekki í ljósi dómaframkvæmd- ar. Hæstarétti fannst hér skorta á að héraðsdómur tæki skýra afstöðu til þess hvort byggja ætti á frásögn kon- unnar um þessi atriði eða hver atvik að öðru leyti yrðu lögð til grundvallar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla- son, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson og Stefán Már Stef- ánsson prófessor. Sýknudómur í nauðg- unarmáli ómerktur Í HNOTSKURN »Hæstiréttur segist ekki getahorft fram hjá því að mað- urinn fór inn á salerni eingöngu fyrir konur og beið þar fyrir framan lokaðan bás. Ekki var hægt að sjá að hann hefði talið að konan hefði viljað að hann kæmi inn á salernið eða hvatt hann til þess. »Hugræn afstaða mannsins íþessu sambandi skipti því máli að mati Hæstaréttar. ÍVAR Jörgens- son, 18 ára pilt- urinn sem fannst látinn á Norður- Jótlandi á þriðju- dag, var fæddur 25. júlí 1989 og bjó í foreldra- húsum á Hjort- hsvej 6 í bænum Havndal. For- eldrar hans eru Hallfríður Arnarsdóttir og Jörgen Erlingsson. Ívar hafði átt heima í Danmörku í 11 ár. Hans hafði verið saknað í á aðra viku þegar hann fannst látinn sl. þriðjudag í um 1 km fjarlægð frá yfirgefnum bíl sínum. Danska lögreglan telur dán- arorsök vera drukknun og að slysið verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi utanaðkomandi aðila. Fannst látinn í Danmörku Ívar Jörgensson TÓLF mánaða verðbólga mun mæl- ast 6,5% í febrúar, en hún var 5,8% í janúar, gangi spá greiningar- deildar Landsbankans eftir. Það svarar til 1,1% hækkunar vísitölu neysluverðs, en verðbólgan hefur ekki mælst hærri frá því í febrúar 2007, þ.e. áður en matarskattur var lækkaður. Helstu áhrifavaldar hækkunar eru útsölulok og hús- næðisliður vísitölunnar, auk verð- hækkana á bensíni, en bensínverð er nú 22% hærra en fyrir ári. Þá hefur heimsmarkaðsverð á hrávöru hækkað umtalsvert og krónan veikst á móti. Verðbólgunni er spáð hámarki, 7,5%, í mars nk. Verðbólga í febrúar 6,5%? HALLDÓR Sæv- ar Guðbergsson var kjörinn for- maður Ör- yrkjabandalags Íslands á aukaað- alfundi í gær. Halldór hefur verið formaður Blindrafélagsins frá 2005. Hann hefur unnið sem íþróttakennari, sundþjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra, markaðs- fulltrúi Blindrafélagsins og sinnt fullorðinsfræðslu fatlaðra. Halldór formaður Halldór Sævar Guðbergsson LJÓST er að mikil hætta skap- aðist þegar bíll hafnaði í Elliða- ánum á miðvikudagskvöld þegar ökumaður missti stjórn á bílnum á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Hann er grun- aður um ölvun við akstur og var próflaus að auki. Lögreglan er með málið til rannsóknar og seg- ir manninn, sem er 21 árs að aldri, hafa komið við sögu lög- reglu m.a. vegna umferð- arlagabrota. Maðurinn er ekki eigandi bíls- ins en hafði hann til umráða að sögn lögreglunnar. Er bíllinn töluvert skemmdur eftir óhappið. Maðurinn kom á talsvert mikilli ferð niður Bústaðaveginn og ók þvert yfir Reykjanesbrautina og þaðan út af, niður brattan fláa og loks út í á. Lögreglan segir að maðurinn hafi mátt þakka fyrir að sleppa lítið meiddur úr óhapp- inu, að ekki sé talað um þá hættu sem hefði getað steðjað að gang- andi fólki við ána. Maðurinn yfirgaf bílinn og gekk til baka og fann lögreglan hann við Tunguveg og færði á slysadeild. Mikil hætta skapaðist við útafaksturinn                    INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra setti í gær Bridge- hátíðina 2008 – Icelandair Open, á Hótel Loftleiðum. Við sama tilefni opnaði Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Ice- landair, nýja heimasíðu mótsins. Talið er að þúsundir innlendra sem erlendra bridge-áhugamanna muni fylgjast með gangi hátíðarinnar gegnum heimasíðuna. Á annað hundrað para er skráð til leiks í tvímenningi sem fór fram í gær og heldur áfram í dag en um helgina fer fram sveitakeppni þar sem tæplega sjötíu lið etja kappi. Á myndinni má sjá Ingibjörgu Sólrúnu segja fyrstu sögnina en skömmu áður fékk hún kennslu í grundvallaratriðum spilsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti Bridgehátíðina 2008 í gærkvöldi Þúsundir fylgjast með Árvakur/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.