Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 47 Vígaguðinn e. Yasminu Reza Örfá sæti laus um helgina Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Uppselt í febrúar!! aukasýningar í mars komnar í sölu! Aðdáendur Hugleiks munu fagna því að fá enn eitt tækifæri til að sjá ímyndunarafl hans lifna við á sviði." Martin Regal, Mbl. 12/2 Baðstofan eftir Hugleik Dagsson sýn. 15/2 og 16/2 örfá sæti laus „Eitursnjallt leikrit". Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2. „Sýningin er besta skemmtun". Þröstur Helgason, Mbl., 9/2 Gott kvöld e. Áslaugu Jónsdóttur Sprellfjörug barnasýning með brúðum og söngvum Allra síðustu sýn. sun. 17/2 NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á ensku • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Á dönsku • Véltækni • Véltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði Hjá VIA University College (Vitus Bering Denmark) í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Kynningardagur í Norræna húsinu í Reykjavík: Fulltrúar skólans, Annemette Glyngø og Johan Eli Ellendersen verða á Íslandi (Norræna húsinu) laugardaginn 16. febrúar 2008, frá kl. 11-16. Áhugasamir geta haft samband í síma 5901400 (Hótel Plaza). Leggið inn skilaboð og við munum hringja til baka eða hringið beint í Johan í síma 8458715. VIA UNIVERSITY COLLEGE CHR. M. ØSTERGAARdS VEJ 4 dK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5100 EMAIL: UC@VIAUC.dK. www.viauc.dk Lýstu eigin útliti: Misviðráðanlegt hár, óræð afstaða milli táa. Góð hné. Hvaðan ertu? Úr uppsveitum Árnessýslu. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Jök- ulfirði? (Spurt af síðustu að- alskonu, Sigrúnu Pálmadóttur söngkonu). Sumar, gönguskór, nesti og ævintýri. Hvað vantar þig helst í búið? Ég er að æfa mig í að vera nægjusöm, þannig að ég segi af mikilli staðfestu að mig vanti ekki nokkurn skapaðan hlut. Ertu í einhverjum samtökum? Ég borga í barnahjálp á tveim- ur stöðum. Hefur þú búið í kommúnu? Já, fjölskyldukommúnu. Hefðir þú viljað búa í komm- únu milli Selfoss og Hvera- gerðis árið 1975? Í góðum fé- lagsskap getur maður verið hvar sem er. Ég held nú samt að ég hefði valið útlönd á þess- um tíma. Dragt eða blómakjóll? Blóma- kjóll hvenær sem er. Hvað ætlaðirðu að verða þeg- ar þú yrðir stór? Læknir, hestakona, arkitekt, blaða- kona og leikkona. Skemmtilegasta hlutverkið til þessa? Það var einstaklega hressandi með bekkjarfélögunum í Spítalaskipinu í Nemendaleikhúsinu. Súrrealískt og mikið hlegið. Hvaða bók lastu síðast? Eat Pray Love. Hvað gerirðu á frumsýningardegi? Reyni að halda ró minni, dreifa huganum og borða. Bað. Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Jaques Brel er nálægt hjartanu, þótt ég nenni ekki alltaf að hlusta á hann. Það er til svo mikið af góðri tónlist. Fer allt eftir stemningu. Helstu áhugamál? Í augnablikinu er það að borða, elska og gleðjast. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Leyndarmál, ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér. Fékkstu blóm í dag? (Haldið var upp á Valentínusardag víða um heim í gær). Er nú ekki al- gjör óþarfi að minna mann á það? Hver vina þinna er frægastur? Gael. Ef þú myndir hitta Lukas Moo- dysson í partíi, hvað myndirðu segja við hann? Blee-ssaður, svo myndi ég taka hann í bónda- beygju. Ég geri ráð fyrir að það væri smá stuð þarna. Hver er fyndnasti maður sem þú hefur hitt? Ég get hlegið endalaust með Aðalheiði Kon- ráðsdóttur, og hlæ örugglega að Guðjóni Davíð bekkjarbróður. Svo eru nokkrir leiklistarspaðar sem hafa sprellið í blóðinu. Ég sleppi því að nafngreina þá svo egóið þeirra springi ekki. Áttu þér uppáhaldsleikrit? Nei. En uppáhaldsleikara og -leik- konu? Uppáhalds og ekki uppáhalds. Á stund og stað virkar eitt betur en annað, bæði fyrir leikara og áhorfanda. Þetta er eins og músíkin, fer eftir stemningu. Hvor er sætari, Atli Rafn eða Gael García? Brosið hans Atla og augun hans Gael geta brætt hvaða stúlkusnót sem er. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hvernig er það, ætlarðu að koma og heimsækja okkur í Kommúnuna og fara í smá fíling? SARA DÖGG ÁSGEIRSDÓTTIR AÐALSKONA VIKUNNAR SÁST FYRST Í MYRKRAHÖFÐINGJANUM OG HEFUR GLATT LANDSMENN Á SKJÁNUM Í NÆTURVAKTINNI OG PRESSUNNI. HÚN LEIKUR NÚ HIPPA Í LEIKRITINU KOMMÚNUNNI SEM BYGGT ER Á KVIKMYNDINNI TILSAMMANS. Kommúna Sara Dögg Ásgeirsdóttir segir Gael Garcia Bernal frægasta vin sinn. Morgunblaðið/Frikki HIN fagurskapaða Heidi Klum hefur verið valin kynþokkafyllsta fyrirsæta í heimi af vefsíðunni Models.com. Það var ekki aðeins útlitið sem kom Klum í fyrsta sætið heldur líka viðskiptahæfileikar hennar, en hún er með sjónvarps- þáttinn Project Runway, er á samningi hjá Victoria’s Secret og hannar sína eigin skó- og skartgri- palínu auk þess sem hún er tveggja barna móðir. Í öðru sæti er fyrrverandi unn- usta Leonardos DiCaprios, Gisele Bundchen, og brasilíska fyrirsætan Adriana Lima er í því þriðja. At- hygli vekur að Kate Moss komst ekki hærra en í 18. sæti listans. Tíu kynþokkafyllstu fyrirsæturnar: 1. Heidi Klum 2. Gisele Bundchen 3. Adriana Lima 4. Tyra Banks 5. Karolina Kurkova 6. Alessandra Ambrosio 7. Isabeli Fontana 8. Yamila Diaz-Rahi 9. Ana Beatriz Barros 10. Natalia Vodianova Klum kyn- þokkafyllst Hæfileikarík Heidi Klum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.