Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 22
borðfélagar hennar og á öllum borð-
um þykir tómatsósa hið besta með-
læti með bollum, kartöflum og salati.
„Maður verður ekki feitur af
grænmeti,“ heyrist frá einum litlu
spekinganna. Aðrir þiggja meira á
disk sinn og enn aðrir hlusta áhuga-
samir á Ásu útskýra hvaða mat þau
borði í dag. Öll virðast þau vera með
það á hreinu að grænmeti sé góður
matur sem allir hraustir krakkar eigi
að borða nóg af.
Tófú-bollur
1 pk. tófú, 500g
1 pk. sveppir
1 bolli brauðrasp
1 bolli spelthveiti (eða hveiti)
3 hvítlauksrif
3 msk. Tamari-sósa (eða soja-sósa)
1 msk. grænmetiskraftur (t.d. kraft-
urinn frá Rapunzel, fæst í Yggdrasil)
5-6 lauf af ferskri basilíku
svartur pipar
1 dl matarolía
Hroðin föt og tómir diskarblasa við í matsalnum áleikskólanum Rauðhóliþegar blaðamaður og
ljósmyndari mæta á staðinn. Yngri
börnin hafa lokið við að borða og
kunnu greinilega vel að meta það
sem í boði var. Í eldhúsinu heyrast
þær sögur að svo hraustlega hafi ver-
ið tekið til matar síns að útlit hafi
verið fyrir að ekki væri til nóg. Einn
snáðinn hafi til dæmis hesthúsað ein-
um sex bollum – sem þætti kannski
ekki frásögu færandi nema hvað boll-
urnar umræddu eru tófú-bollur,
nokkuð sem sumir þeirra sem eldri
eru væru vísir með að fitja upp á nef-
ið yfir án þess að smakka.
Krakkarnir á Rauðhóli vita hins
vegar betur og tófú-bollurnar reyn-
ast einkar ljúffengar eins og blaða-
maður kemst fljótt að.
„Almennt séð myndi ég segja að
það væri lítið mál að fá börnin til að
borða grænmeti og ávexti,“ segir
matráðskonan Ása Lísbet Björgvins-
dóttir sem er á fullu í eldhúsinu
ásamt aðstoðarkonu sinni Edytu
Kudla. „Auðvitað er þetta alltaf svo-
lítið misjafnt og vissulega fáum við
hingað inn krakka sem ekki eru til-
búnir að borða hvað sem er. Þeir eru
hins vegar yfirleitt fljótir að venjast
matnum. Þau allra þrjóskustu halda
kannski út í tvo til þrjá mánuði, en þá
gildir bara að gefa sig ekki, því börn
borða þegar þau eru svöng. Á heild-
ina litið standa þau sig hins vegar vel.
Þau eru til dæmis sérstaklega dugleg
að borða brokkolí og hrásalat og eins
virðist spínat-lasagnað falla í góðan
jarðveg hjá stelpunum.“ Hún bætir
við að sé sætum safa, t.d. peru- eða
appelsínusafa hellt yfir salatið þá
geri krakkarnir því enn betri skil.
Leikskólinn Rauðhóll var opnaður
í mars á síðasta ári og Ása hefur
starfað þar frá upphafi. „Það er búið
að sækja um grænfánann fyrir Rauð-
hól og því fylgir að skólinn þarf að
fara eftir ákveðnum reglum, t.d.
varðandi vistvæn innkaup, flokkun á
rusli og endurvinnslu. Ég ákvað því
að fara út í að kaupa meira af líf-
rænum matvælum. Við höfum hins
vegar takmarkað fé til matarinn-
kaupa og því felur þetta í sér að mað-
ur þarf að spara á öðrum stöðum.
Þannig baka ég til dæmis allt brauð
sjálf, enda er brauð dýrt í inn-
kaupum. Eins hakka ég fiskinn í
fiskibollurnar og vinn eiginlega allan
mat frá grunni. Vinnslan er nefnilega
oft svo dýr,“ segir Ása og viður-
kennir að fyrir vikið séu þær Edyta
vissulega á fullu í eldhúsinu allan
daginn.
Frammi í sal leggja þau tvö börn á
borð ásamt leikskólakennurunum,
enda taka þau þátt í þessum hluta
leikskólastarfsins sem öðrum. Börn-
in læra einnig um endurvinnsluna
sem þar fer fram og bera ábyrgð á
orkusparnaði. Þau skiptast til að
mynda á að gegna hlutverki slökkvi-
stjóra, sem gætir þess að ekki logi
ljós að óþörfu, og eins sjá börnin um
að fylgjast með vatninu – að það sé
ekki látið renna lengur en þörf er á.
„Þau eru þegar farin að passa upp á
okkur sem hér vinnum, þannig að ég
efast ekki um að þau láti foreldra
sína líka vita ef þau standa sig ekki.“
Frammi í sal eru börnin farin að
tínast að borðunum og þegar allir eru
sestir hefjast leikskólakennararnir
handa við að skammta á diskana. Og
hér kann fólk að bíða eftir að matur
sé kominn á alla diska.
Líkt og yngri börnin taka þau eldri
líka hraustlega til matar síns. Lítil
dama í bleiku sýnir tófú-bollunum ör-
litla tortryggni í fyrstu en borðar
þær síðan með góðri lyst eins og
Byrjið á að setja hvítlauk, basilíku
og matarolíu í matvinnsluvél, saxið
sveppi smátt og steikið upp úr blönd-
unni. Tófú brotið upp lauslega í hönd-
unum, allt sett í hrærivél og hrært í
smá-tíma eða þangað til það loðir vel
saman. Búnar til bollur, steikt í eld-
föstu móti eða á plötu í ofni við 180 °C
í ca. 10-15 mín.
Penslaðar að ofan bæði fyrir og
eftir steikingu með olíu.
Góðar hakkbollur
með kús-kús
500 gr. blandað hakk (eða annað
hakk)
1 bolli kús-kús
1 bolli spelt-hveiti
1 laukur
1 tsk. salt
1 tsk. grænmetiskraftur
½ tsk. pipar
1 egg
Laukurinn saxaður smátt eða sett-
ur í matvinnsluvél, öllu blandað sam-
an í hrærivél, steikt á pönnu eða í
ofni við 180°C í 20 mín. Þessar bollur
eru mjög góðar líka í tómatsúpu, en
þá borgar sig að hafa þær frekar litl-
ar, sleppa því að steikja þær, heldur
sjóða þær bara í súpunni.
Tómatsúpa
1 dós tómatar (maukaðir)
1 dós tómatpúrra
11⁄2 l vatn
200 g rjómaostur
1 msk. grænmetiskraftur
grænmeti að vild, t.d. brokkolí og
gulrætur
Byrjið á að sjóða bollurnar í vatn-
inu í ca. 10 mín. Allt nema rjómaost-
urinn soðið saman í ca. 15 mín. Ost-
urinn settur í fyrir síðustu 5 mín.
Múslí-brauð
500 g spelt-hveiti (fínmalað)
1 bolli ávaxta-múslí (Rapunzel frá
Yggdrasil)
1 tsk. salt
30 g instant ger (franskt ger, fæst
m.a. í Bónus)
volgt vatn
Hnoðað, látið hefast, slegið niður
og hnoðað aftur, látið hefast og bakað
við 170°C í 20-25 mín.
Spínat-lasagna
1 poki spínat
1 pk. sveppir (smátt saxaðir)
1 stór dós kotasæla
1 dós tómatar (maukaðir)
1 msk. grænmetiskraftur
2-3 hvítlauksrif (marin)
svartur pipar
matarolía
heilhveiti-lasagnablöð
rifinn ostur
Sveppir steiktir í olíu með hvít-
lauk, grænmetiskrafti og pipar.
Kotasæla, tómatar og sveppir
blandað saman (sósan).
Síðan sett til skiptis blöð, spínat og
sósa í eldfast mót, best að hafa 4
hæðir, byrjað og endað á sósu, smá af
rifnum osti efst, bakað í ofni við
160°C í 30-40 mín.
Með bestu lyst Bjarki Þór (f.v.), Anton Þór, Eydís Ósk og Sóley tóku hraustlega til matar síns.
Sætt og gott Grænt salat með perum bragðast vel. Alltaf að Það er nóg að gera í eldhúsinu hjá Ásu.
Góðir grænmetisdagar
Á leikskólanum Rauðhóli eru þriðjudagar grænmetisdagar og matráðskonan
Ása Lísbet Björgvinsdóttir virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að fá
börnin til að borða. Anna Sigríður Einarsdóttir og Kjartan Þorbjarnarson
brugðu sér í heimsókn og hittu lystuga krakka sem hámuðu í sig hollustuna.
Árvakur/Golli
Kátir krakkar Katrín Vala og Daníel Smári kunna vel að meta tófú-bollur.
Hollt og gott Tófú-bollur og kartöflur.
matur
22 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ