Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 42
42 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 SÝND Í REGNBOGANUM eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í REGNBOGANUM Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Ástríkur á Ólympíul.. kl. 3:30 - 5:40 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI - S.V. MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞAÐ ÁTTI ENGINN AÐ MEIÐAST SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Jumper kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 12 ára Rambo kl. 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ólympíuleikum kl. 5:50 Brúðguminn kl. 8 B.i. 7 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 - 10 Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Before the devil knows you’re dead kl. 5:30 - 8 - 10:20 Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 8 B.i. 14 ára Aliens vs. Predator kl. 10:10 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI LAU/SUN - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! FRUMSÝNING SÝND Í REGNBOGANUM NJÓTTU MEÐAN Á NEFINU STENDUR LEIKSTÝRT AF SIDNEY LUMET LEIKSTJÓRA SERPICO OG DOG DAY AFTERNOON FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP, SUPERBAD OG TALLADEGA NIGHTS TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A FYRIR BESTA AUKALEIKARA STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. HAMINGJAN FELST EKKI Í EFNISLEGUM GÆÐUM. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG var mjög náinn Berg- þóru og á meðan hún lifði vorum við alltaf að tala um að gera eitthvað fyrir lögin hennar en aldrei vannst tími til þess. Þegar hún lést var fyrsta hugsunin að nú mætti þetta ekki bíða lengur,“ segir Hjörleifur Valsson fiðluleik- ari um aðdraganda minning- artónleika um tón- og söngvaskáldið Bergþóru Árnadóttur sem verða haldnir í Salnum í kvöld, 15. febrúar. Bergþóra hefði orðið sextug í dag en hún lést fyrir aldur fram í mars í fyrra. Hjörleifur hefur veg og vanda af skipulagn- ingu tónleikanna en ásamt honum koma fram á þeim tónlistarmennirnir Ragnheiður Grön- dal, Magga Stína, Lay Low, Hansa, Svavar Knútur, Jónas Sigurðsson, Björgvin Gíslason, Birgir Bragason, Ástvaldur Traustason, Steingrímur Guðmundsson og fleiri. „Með fullri virðingu fyrir þeim tónlist- armönnum sem Bergþóra vann með fannst mér mikilvægt að fá fólk sem tilheyrði ekki hennar kynslóð til að koma fram á tónleik- unum til þess að fá nýjan vinkil á lögin henn- ar,“ segir Hjörleifur. Spurður hvort lögin verði í nýjum útsetn- ingum segir Hjörleifur hvern tónlistarmann klæða lögin sem hann flytur eigin stíl. „Sumir útsetja það sem þeir flytja sjálfir, t.d. Svavar Knútur og Jónas Sigurðsson. Við í hljómsveit- inni, sem spilar undir hjá söngkonunum, erum búnir að vinna lögin þegar við hittum þær en við stillum okkar útsetningu inn á stíl þeirra. Nálgunin á lögin gæti komið þeim á óvart sem þekkja tónlist Bergþóru vel. En þetta er allt gert með mikilli virðingu fyrir lögunum.“ Hjörleifur og Birgitta Jónsdóttir, dóttir Bergþóru, völdu lögin sem flutt verða á tón- leikunum og fá þar að heyrast hennar vinsæl- ustu lög í bland við önnur óþekkt en hver tón- listarmaður flytur þrjú til fjögur lög. Von á fimm diska safni Í aðdraganda sextugsafmælis Bergþóru stendur Dimma einnig fyrir útgáfu á fimm diska safni með tónlist hennar sem spannar allan hennar tónlistarferil. „Á þessu fimm diska safni er að finna upp- runalegu plötur Bergþóru sem er búið að end- urvinna aðeins, plús lög af hljómplötu sem hún gerði í samvinnu við Graham Smith, óútgefið efni og lög sem komu út stök á safnplötum. Einnig fylgir með veglegur bæklingur um tón- listarferil Bergþóru,“ segir Hjörleifur og bæt- ir við að það sé ekki loku skotið fyrir það að tónleikarnir á föstudaginn komi einnig ein- hvern tímann út í diskaformi. „Mér finnst tón- list Bergþóru alls ekki fá að heyrast nóg í dag. Kannski er það vegna þess að hún bjó erlendis lengi og fjarlægðist tónlistarsviðið á Íslandi. En Bergþóra lagði líf og sál í plöturnar sínar.“ Fyrstu lögin með Bergþóru komu út á safn- plötunni Hrif 2 árið 1975. Tveimur árum síðar kom út fyrsta sólóplata hennar, Eintak. Síðan hver platan á fætur annarri: Bergmál (1982), Afturhvarf (1983), Ævintýri úr Nykurtjörn (1984), Það vorar (1985) og Í seinna lagi (1987). Að auki sendi Bergþóra frá sér kass- ettuna Skólaljóð (1986). Hinn 15. febrúar 1998, er Bergþóra varð fimmtug, tóku velunn- arar, vinir og fyrrverandi samstarfsmenn sig saman og gáfu út safnplötuna Lífsbókina sem hefur að geyma nokkrar perlur frá ferli henn- ar. Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson vinnur nú líka að því að gera tólf laga plötu, sem verður gefin út sumardaginn fyrsta, 24. apríl, til heiðurs Bergþóru. Minningartónleikar um Bergþóru Árna- dóttur fara fram í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30 og er miðaverð 2.700 kr. Til minningar um söngvaskáld Árvakur/Árni Sæberg Samspil Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur æfir hér ásamt hljómsveit fyrir tónleikana í Salnum. Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur www.bergthora.blog.is Bergþóra Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.