Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 9
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SKIPULAGSSTOFNUN telur að
tilkynna beri fyrirhugaða landfyll-
ingu við Ánanaust til ákvörðunar um
matsskyldu þar sem framkvæmdin
sé hluti þeirrar 35 hektara landfyll-
ingar sem Aðalskipulag Reykjavík-
ur 2001-2024 geri ráð fyrir á um-
ræddu svæði. Þetta kemur fram í
bréfi dagsettu 11. febrúar sl. sem
Skipulagsstofnun hefur sent skipu-
lags- og byggingarsviði borgarinnar.
„Reykjavíkurborg telur greini-
lega að þar sem þessi áfangi, sem er
3 ha, nái ekki þeim mörkum sem tal-
in eru upp til þess að um tilkynning-
arskylda framkvæmd sé að ræða,
sem er 5 ha, þá þurfi ekki að til-
kynna þetta. Skipulagsstofnun er
hins vegar þeirrar skoðunar að þessi
landfylling sé bara hluti af 35 ha fyll-
ingu og þess vegna beri að tilkynna
hana inn í heild og síðan sé hægt að
framkvæma hana í áföngum,“ segir
Stefán Thors, skipulagsstjóri rík-
isins, í samtali við Morgunblaðið.
Hefur engin lagaleg úrræði
Í fyrrgreindu bréfi minnir Skipu-
lagsstofnun jafnframt á að í grein-
argerð Aðalskipulags Reykjavíkur
2001-2024 segi m.a.: „Við gerð heild-
arskipulags af landfyllingunni verð-
ur stærð hennar og afmörkun end-
urskoðuð í samráði við íbúa á
nærliggjandi svæði og Seltjarn-
arneskaupstað. Áður en fram-
kvæmdir hefjast við gerð landfyll-
ingarinnar mun fara fram mat á
umhverfisáhrifum framkvæmdar-
innar.“ Í bréfinu komi fram að sam-
kvæmt svarbréfi Reykjavík-
urborgar til Skipulagsstofnunar,
dagsettu 29. október sl., komi fram
að framkvæmdaleyfi hafi ekki verið
gefið út og að mat á umhverfisáhrif-
um framkvæmdarinnar hafi ekki
farið fram.
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Stefán á að Skipulagsstofnun hafi
ekki nein lagaleg úrræði til þess að
þvinga Reykjavíkurborg til að til-
kynna framkvæmdina kjósi hún að
gera það ekki. Hins vegar sé al-
menningi, samkvæmt 6. gr. laga um
mat á umhverfisáhrifum nr. 106/
2000, heimilt að tilkynna fram-
kvæmd eða bera fram fyrirspurn
um matsskyldu framkvæmda til
Skipulagsstofnunar og skal stofn-
unin þá leita upplýsinga um fram-
kvæmdina hjá framkvæmdaraðila
og leyfisveitanda og taka ákvörðun
um hvort hún heyri undir viðkom-
andi grein.
„Til þess að almenningur geti til-
kynnt um framkvæmd þarf að skila
inn viðeigandi gögnum til þess að
Skipulagsstofnun geti fjallað um
málið,“ segir Stefán. Spurður hvað
þá taki við segir hann að viðeigandi
gögn málsins yrðu send til umsagn-
ar hjá Umhverfisstofnun og vænt-
anlega líka Hafrannsóknastofnun og
í framhaldi af því myndi Skipulags-
stofnun taka ákvörðun um hvort
framkvæmdin þurfi að fara í mat á
umhverfisáhrifum.
Vilja að borgin fari að lögum
„Þetta er áfangasigur og stað-
festir það sem höfum allan tímann
haldið fram, þ.e. að þessi fram-
kvæmd sé tilkynningarskyld varð-
andi umhverfismat,“ segir Einar
Arnarsson, íbúi við Vesturgötu, sem
sendi Skipulagsstofnun fyrirspurn
um málið. Spurður um næstu skref
segir hann ljóst að íbúar á svæðinu
muni halda áfram að berjast á móti
landfyllingunni. „Við munum gera
það sem þarf til þess að stoppa þetta
og tryggja að borgin fari að lögum,“
segir Einar og ítrekar að íbúar á
svæðinu hafi aldrei lagst gegn nauð-
synlegum sjóvörnum á svæðinu
heldur aðeins landfyllingunni sjálfri.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar,
vildi ekkert tjá sig um málið á þessu
stigi þegar eftir því var leitað.
Landfyllingin tilkynningarskyld
Mótmæli Íbúar við Ánanaust hafa
lagst gegn landfyllingunni.
Íbúi við Ánanaust
telur um áfanga-
sigur að ræða
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
M
bl
.9
66
52
6
FALLEGIR
JAKKAR
Drangajökull
Grímsey
Hofsjökull
Húnaflói
Blöndulón
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Hátíð á
hálendinu
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Nokkrum ferðamönnum var brugðið þegar þeir náðu
óvænt GSM sambandi þar sem þeir voru staddir skammt
aasuður af Hofsjökli, en þar hefur ekki náð t slíkt samband
frá landnámi. Eina tiltæka skýringin er sú að hópurinn hafði
meðferðis farsíma frá Vodafone.
– Sönn saga frá 1414.
Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone
nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til
Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu
símtali í 1414 – strax í dag.
Stærsta GSM þjónustusvæðið Heimsferðir bjóða frábært
lúxustilboð til Vilnius 27. apríl.
Upplagt tækifæri til að njóta
vorsins í þessari fallegu borg og
dekra við sig í aðbúnaði.
Fararstjórar okkar kynna þér
sögu borgarinnar og heillandi
menningu. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel City Gate sem er
frábærlega staðsett í miðborginni og einnig á frábært lúxustilboð á
Hotel Radisson
SAS Astorija sem
er glæsilegt og
frábærlega
staðsett fimm
stjörnu hótel.
Vorið í Vilnius er
komið á fleygi-
ferð á þessum
tíma og þetta er
því einstakur tími
til að heimsækja
borgina. Gríptu
tækifærið og
skelltu þér í til
þessarar frábæru
borgar og njóttu
þess að hafa
allan aðbúnað í toppi. Tíminn í þessari ferð nýtast einstaklega vel
þar sem flogið er í beinu flugi frá Keflavík að morgni og komið til
Vilnius um kl. 14, en heimflugið er síðan að kvöldi fimmtudags.
Ath. aðeins fá herbergi í boði á þessum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Vilnius
27. apríl
frá kr. 36.990
Einstök vorferð til Vilnius!
Verð kr. 44.990
***** - 3 nætur
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með
morgunverði í 3 nætur á Hotel Radisson SAS
Astorija ***** með morgunmat.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Frábært lúxustilboð
5 stjörnu gisting
Radisson SAS Astorija *****
frá kr. 44.990
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 36.990
*** - 3 nætur
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
með morgunverði í 3 nætur á Hotel City
Gate *** með morgunmat.
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Verðhrun
Vandaður fatnaður
á ótrúlega lágu verði