Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 12
12 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SKIP Eskju á Eskifirði, Jón Kjart- ansson og Aðalsteinn Jónsson, hafa verið á kolmunna frá því í byrjun janúar. Þau lönduðu bæði góðum afla á Eskifirði í vikunni. Samtals eru skipin búin að veiða um 6.000 tonn. Aðalsteinn var með heilfrystan kolmunna en Jón Kjartansson land- aði til bræðslu. Skipin voru að veið- um syðst í lögsögu Færeyja, en síð- ustu dagana datt veiðin niður. Skipin lönduðu áður í Færeyjum, þar sem sigling til Eskifjarðar er mjög löng eða um 700 kílómetrar. Frysti kolmunninn er seldur til Rússlands og er markaðurinn tal- inn þokkalegur. Heildarkvóti ís- lenzkra skipa af kolmunna er 232.000 tonn á þessu ári. Sam- kvæmt stöðulista Fiskistofu er búið að tilkynna um samtals 7.650 tonn afla. Nú er verið að búa skipin undir loðnuveiði, en nú ætti loðnan að vera byrjuð að ganga inn á land- grunnið við Suðausturlandið ef allt er með felldu. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Löndun Aðalsteinn Jónsson kom með fullfermi af heilfrystum kolmunna til Eskifjarðar í byrjun vikunnar. Kolmunninn fer á markað í Rússlandi. Með 6.000 tonn af kolmunna erfitt hjá línubátum líka og fiskur- inn lélegur. Menn komast ekkert í burtu, bara rétt út og henda veið- arfærunum niður og rífa þau nánast strax upp aftur,“ segir Alfreð. Hann segir að sé töluvert líf í kringum eyna. „Við höfum orðið Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er bara bræla og aftur bræla. Það er ekkert annað þessa dagana. Við getum rétt skotizt út á sjó á milli, en vonandi fer þetta nú að ganga niður. Seinni hluti janúar og nánast allur febrúar hefur verið mjög erfiður. Við erum að brasa með eina til þrjár trossur í sjó og skutlast í þær á milli lægða, missa niður trossur og tómt vesen bara. Brjálaður straumur og alltaf stór- viðri,“ segir Alfreð Garðarsson, stýrimaður á Þorleifi EA frá Gríms- ey. Nú er komin hægari sunnanátt og Alfreð vonaðist til að þeir gætu stundað sjóinn fram yfir helgi. Þeir lögðu netin í gær. En hvernig er fiskurinn? „Þetta er bara hefðbundinn fjögra til fimm kílóa fiskur. Fyrstu dagana í janúar fengum við á litlum bletti þorsk sem var óvenjuvænn, eða um 10 kílóin. Það skiptir reyndar litlu máli hvað fiskurinn er stór, þegar maður kemst aldrei í þetta. En það er greinilega einhver fiskur að koma, við höfum séð tonn í trossu, 10 til 12 neta trossur, ef við höfum komizt á sjó. Það er búið að vera varir við töluvert af loðnu. Það er líka mikið af svartfugli við eyjuna og höfrungum, en stórhvelin sjáum við ekki. Það getur líka verið vegna veð- ursins. Fuglinn virðist vera í rauð- átu eða einhverju svoleiðis,“ segir Alfreð. Bræla og aftur bræla Morgunblaðið/Helga Mattína Sjósókn Alfreð Garðarsson stýrimaður með tvo væna þorska. ÚR VERINU ÞRÁTT fyrir að töluverðar breyt- ingar virðist framundan í þjóðarbú- skapnum telur bankastjórn Seðla- banka Íslands enn ekki efni til þess að hverfa frá nóvemberspánni sem fól í sér óbreytta stýrivexti fram yfir mitt ár 2008. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, á fundi með fjölmiðlum í gær. Sagði hann bankann hins vegar mundu fylgjast grannt með framvindu efnahagsvís- bendinga á næstu vikum og útilokaði ekki vaxtabreytingar, til hækkunar eða lækkunar. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75%, en Davíð segir verðbólgu enn töluvert meiri en það markmið sem bankanum er sett. Þá séu verðbólguhorfur til skamms tíma lakari en í nóvember og desem- ber síðastliðnum. „Hagvísar benda til þess að eft- irspurn, sérstaklega einkaneysla, hafi vaxið hratt allt til loka sl. árs. Þá gætir enn spennu á vinnumarkaði og kjaraviðræðum er ekki lokið. Gengi krónunnar hefur lækkað og hefur að undanförnu verið lægra en reiknað var með í nóvemberspánni. Verð- bólguhorfur til skamms tíma eru því lakari en í nóvember og við stýri- vaxtaákvörðun bankastjórnar í des- ember,“ segir Davíð. Lækkun fasteignaverðs líkleg Á hinn bóginn segir Davíð að fjár- málaskilyrði hafi versnað enn frá síð- ustu vaxtaákvörðun, bæði á alþjóð- legum markaði og innanlands. Dregið hafi úr framboði lánsfjár til heimila og fyrirtækja og lánskjör hafi versnað. „Þá hefur hlutabréfa- verð lækkað verulega það sem af er ári sem eykur fjármagnskostnað og veikir efnahagsreikning fyrirtækja og heimila. Líklegt er að verðlag fasteigna muni lækka á komandi tíð. Lækkun var spáð í nóvember en hún gæti orðið meiri en þá var reiknað með þótt hún hefjist síðar.“ Segir Davíð að þessi þróun vinni með aðhaldsstefnu Seðlabankans og dragi úr vexti eftirspurnar og verð- bólguþrýstingi, auk beinna áhrifa lækkandi fasteignaverðs á verðbólg- una. „Óvíst er hve hratt þetta gerist en ólíklegt er þó að meiri samdráttur í efnahagslífinu en Seðlabankinn spáði í nóvember leiði til hraðari hjöðnunar verðbólgu framan af spá- tímabilinu,“ segir Davíð. Útilokar ekki vaxtahækkun Hvað varðar gengi krónunnar og áhrif hennar á verðbólgu sagði Davíð að um leið og drægi úr framboði er- lends fjármagns gæti gengi krón- unnar veikst. Það geti ýtt undir verð- bólguvæntingar, valdið launaskriði og þannig tafið hjöðnun verðbólg- unnar. Sagði Davíð á fundinum að Seðlabankinn myndi fylgjast með gengi krónunnar og hugsanlega hækka vexti sæi hann ástæðu til þess. Hann tók þó fyrir það að bank- inn hefði ákveðið gengismarkmið sem hann tæki mið af við þá ákvörð- un. Seðlabankinn vill ekki fullyrða að verðbólguhorfur til lengri tíma hafi breyst að marki frá því í nóvember. Óvissa sé þó mun meiri en áður, ekki síst um áhrif versnandi fjármálaskil- yrða, bæði minna framboðs lánsfjár og hærra vaxtaálags, á framvindu eftirspurnar og verðbólgu. „Til lengri tíma ræðst verðbólguþróunin einkum af samspili gengisþróunar og framleiðsluspennu. Seðlabankinn mun fylgjast mjög grannt með fram- vindu efnahagsvísbendinga á kom- andi vikum, ekki síst vísbendingum um áhrif slakari fjármálaskilyrða á útlán og eftirspurn,“ sagði Davíð. Óbreyttir stýrivextir Seðlabanka Íslands Bankinn útilokar ekki vaxtabreytingu fyrir apríl, til hækkunar eða lækkunar Í HNOTSKURN » Stýrivextir Seðlabankanseru 13,75 og voru síðast hækkaðir þann 1. nóvember í fyrra, úr 13,30%. » Stýrivextir hafa ekki ver-ið lækkaðir hér á landi síð- an 10. febrúar 2003, þegar þeir voru lækkaðir úr 5,4% í 5,0%. » Vextirnir voru svo hækk-aðir að nýju þann 6. maí 2004, úr 5,0% í um 5,2%. » Markmið Seðlabankans erað halda verðbólgu sem næst 2,5% og eru stýrivextir helsta leiðin að því marki. Árvakur/Kristinn Ingvarsson Horfur Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir verðbólguhorfur verri nú en í desember. ● LÁRUS Welding segir ákvörðun Seðlabankans valda ákveðnum von- brigðum þó kannski megi segja að hún hafi verið fyr- irsjáanleg þar sem Seðlabank- inn hafi boðað að- hald. „Hinsvegar má spyrja sig hvort bankinn sé ekki enn að auka aðhald með því að lækka ekki vexti þar sem vaxtamunur hefur verið að aukast vegna vaxtalækkana í löndunum í kringum um okkur. Þó svo ákvörðun Seðlabanka ráðist fyrst og fremst af áhyggjum bankans af verðbólguþróun mátti ráða af um- mælum seðlabankastjóra að bank- inn liti líka til óhagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Í ljósi stöðunnar þykir mér líklegt bankinn muni lækka vexti á næsta vaxtákvörðunardegi,“ segir Lárus. Aukinn vaxtamunur ● SIGURJÓN Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir ákvörðun Seðlabankans ákveðin vonbrigði. „Ég batt vonir við að bankinn myndi lækka vexti, en ég skil á ákveðinn hátt að bankinn hafi vilj- að bíða eftir að kjarasamningar yrðu kláraðir áður en vextir yrðu lækkaðir. Nú þegar út- lit er fyrir að kjarasamningar verði gerðir á hæfilegum nótum miðað við aðstæður muni Seðlabankinn endur- skoða afstöðu sína. Mér sýnist hægt að lesa það á milli línanna í rök- stuðningi bankans að hann telji tíma til kominn að hefja lækkunarferli, og þá jafnvel fyrr en seinna.“ Ákveðin vonbrigði ● HREIÐAR Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, telur að Seðla- bankinn hefði átt að hefja vaxta- lækkunarferli sitt í gær. „Vextir í mörgum af okkar helstu við- skiptalöndum hafa farið lækkandi og vaxtamunur við útlönd því í raun hækkað. Það eru skýr merki komin fram um umtalsverðan sam- drátt í efnahagslífinu og því hefði verið full ástæða til að hefja lækk- unarferlið strax.“ Hefði átt að lækka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.