Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 8
8 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝIR kjölfestufjárfestar hafa kom- ið að Capacent-samstæðunni með kaupum á 20% hlut í IMG Holding, eignarhaldsfélagi Capacent. Um er að ræða Capa Invest, nýstofnað fjárfestingafélag í meirihlutaeigu Salt Investments, félags Róberts Wessman, og Draupnis, félags í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, fv. framkvæmdastjóra hjá Glitni. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál en Glitnir veitti ráðgjöf og leiddi samningaferlið milli kaupenda og seljenda. Capa Invest verður stærsti ein- staki hluthafinn en meirihluti fé- lagsins er þó áfram í dreifðri eign stjórnenda og starfsmanna. Af þeim fer Skúli Gunnsteinsson, for- stjóri samstæðunnar, með stærsta hlutann. Að sögn Skúla hefur alltaf staðið til að fá fagfjárfesta í hluthafahóp- inn, til að styrkja félagið til áfram- haldandi vaxtar og þá fyrst og fremst á erlendri grundu, en Capa- cent hefur t.d. komið sér vel fyrir í Danmörku. Í tilkynningu lýsir Skúli yfir ánægju með aðkomu fjárfest- anna og telur að með virkri þátt- töku í starfi félagsins geti þeir miðl- að af reynslu sinni og haft jákvæð áhrif á þróun mála. Innan samstæðu Capacent starfa nú um 340 manns, þar af um 120 hér á landi. Kaup F.v. Árni Harðarson, Salt Investments, Jóhann G. Jóhannsson, Glitni, Skúli Gunnsteinsson og Hrannar Hólm, Capacent, og Jón Diðrik, Draupni. Róbert Wessman og Jón Dið- rik Jónsson kaupa í Capacent ÍSLANDSPÓSTUR gefur nú út tækifærisfrímerki í annað sinn en þau komu fyrst út árið 2005. Mynd- efnin voru þá blóm en eru núna kossar. Tækifærisfrímerkin er hægt að nota við ýmis hátíðleg tækifæri m.a. á boðskort, vegna afmæla, brúðkaupa o.s.frv. Verðgildi frí- merkjanna er 65, 75 og 85 krónur. Hönnuður er Anna Þóra Árnadótt- ir, grafískur hönnuður hjá Enn- Emm auglýsingastofu. Einnig kemur út frímerki í tilefni 100 ára afmælis Kennaraskóla Ís- lands. Hann er jafngamall op- inberri fræðsluskyldu í landinu, stofnaður með lögum 1907. Kenn- araskólinn varð að Kennaraháskóla Íslands, þegar kennaramenntun var færð á háskólastig með lögum árið 1971. Kennaraháskólinn og Háskóli Íslands verða sameinaður 1. júlí 2008. Hany Hadaya, grafískur hönn- uður hjá H2hönnun, hannaði frí- merkið sem hefur verðgildið 85 kr. Kossar prýða ný frímerki STJÓRN Bandalags háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við kröfu Samtaka atvinnulífsins á hendur ríkisstjórninni í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum markaði. Þar er þess krafist að hið opinbera fylgi sömu launastefnu og SA hefur sett fram gagnvart sínum viðsemj- endum. „Ríki og sveitarfélög hafa ekki komið að mótun þeirrar stefnu, hvað þá samtök opinberra starfmanna, og dæmalaust ósvífið að ætlast til þess að kjör opinberra starfsmanna verði ákveðin af öðrum en þeim sem um þau eiga að semja. Stéttarfélög Bandalags háskólamanna eru með sjálf- stæðan samningsrétt og munu að sjálfsögðu standa á þeim rétti. Launa- kannanir hafa ítrekað sýnt fram á að laun hjá hinu opinbera eru 20-30% lægri en á almennum markaði og úr því þarf að bæta,“ segir í ályktuninni. Stjórn Bandalags háskólamanna minnir einnig á að í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að dregið skuli úr kynbundnum launamun og að sérstaklega verði hugað að því að bæta kjör kvennastétta. Til að ná þessum markmiðum þarf verulegar leiðréttingar á kjörum stórra hópa hjá hinu opinbera. BHM segir kröfur SA ósvífnar ÁRSFUNDUR Rannsóknastofu í vinnuvernd, verður haldinn í dag, föstudag, kl. 15-16.30 í Háskóla Ís- lands, Odda, stofu 101. Ársfundurinn er helgaður um- ræðunni um persónuvernd á vinnu- stöðum og skráningu heilsufars- upplýsinga í tengslum við veikindafjarvistir starfsmanna. Ársfundur BORGARRÁÐ fjallaði á fundi sín- um í gær um niðurstöðu Hæsta- réttar í málum, sem borgin höfð- aði gegn olíufélögunum Skeljungi hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Keri hf. Gerði borgarráð eftirfar- andi bókun um málið: „Borgarráð fagnar niðurstöðu olíusamráðsmálsins og því mik- ilvæga fordæmi sem það skapar í sambærilegum málum. Þá vill borgarráð þakka Vilhjálmi H. Vil- hjálmssyni hrl. og öðrum lög- mönnum sem að málsókn borg- arinnar hafa komið fyrir árangursríkt starf í þágu al- mannahagsmuna.“ Borgarráð fagnar Á FUNDI bæjarráðs Bolungarvíkur hinn 12. febrúar var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð Bolungarvíkur tekur heilshugar undir með sveit- arstjórn Súðavíkur þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar undirbúning að gerð jarð- ganga á milli Álftafjarðar og Skut- ulsfjarðar. Hættan á ofanflóðum í Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð er óviðunandi eins og nýleg dæmi und- irstrika svo rækilega. Minnt er á að þessi leið er hluti af vegi sem tengir norðanverða Vestfirði við þjóðveg eitt.“ Vilja ný göng STUTT Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLANDSHÁTÍÐIN Iceland on the Edge hefst í Brussel í Belgíu í lok febrúar og stendur yfir fram í júní, en þar verður íslensk menning í fyr- irrúmi að því er fram kom á kynning- arfundi um hátíðina í gær. Hátíðin verður formlega opnuð 26. febrúar. Um er að ræða eitthvert stærsta landkynningarverkefni sem ráðist hefur verið í að því er Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra sagði á blaðamannafundi. Hún sagði markmið hátíðarinnar að efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi og sýna þann kraft sem byggi í íslensku menningar- og lista- lífi. Hátíðin samanstendur af við- burðum á fjórum sviðum: menning- ardagskrá, kynningum á viðskiptum, ferða- og ráðstefnumálum og orku- málum. Sendiráðið með frumkvæði „Það skiptir verulegu máli fyrir stöðu okkar í alþjóðlegu samhengi vegna þess að menning og list og sá kraftur sem í henni býr skapar verð- mæti,“ sagði ráðherra. Hún sagði að hátíðin væri haldin að frumkvæði ís- lenska sendiráðsins í Brussel, en sendiráðið hefur haft yfirumsjón með framkvæmdinni fyrir hönd utanrík- isráðuneytisins. Dagskráin hefur m.a. verið unnin í samstarfi við menntamálaráðuneytið, en ráðherra sagði að auk þess hefðu fjölmargir opinberir og einkaaðilar tekið þátt í samstarfinu. Þar á meðal eru fjögur ráðuneyti og Reykjavíkurborg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist telja mikilvægt að utanríkis- og mennta- málaráðuneyti héldu áfram samvinnu á sviði sem þessu. Hún sagði að menningarkynning sem haldin var í Frakklandi árið 2004 hefði tekist mjög vel. Þorgerður fór yfir það helsta sem verður á boðstólum meðan á hátíð- inni í Brussel stendur. Mikil áhersla væri á að vekja athygli á yngri kyn- slóð listamanna. Víða væri gróska, til að mynda í tónlistinni, og nefndi Þor- gerður Katrín Iceland Airwaves sem dæmi. Ráðherra sagði að í upphafi hátíð- arinnar í lok febrúar færu fram þrjár myndlistarsýningar. Íslensk sam- tímalist verður sýnd, m.a. fossaverk- efni listakonunnar Rúríar. Líka verð- ur sýning á verkum Kjarvals, Kristjáns Davíðssonar og Georgs Guðna. Þá munu sviðslistamenn taka þátt í kynningunni og til stendur að gera bókmenntum skil, en Halldór Guðmundsson stýrir bókmennta- kvöldi um Halldór Laxness. „Inn í þetta fléttast tónlistardagskrá í um- sjón Einars Arnar Benediktssonar í Smekkleysu,“ sagði Þorgerður Katr- ín. Kvikmyndahátíð verður haldin í lok maí í tengslum við kynninguna. Í upplýsingum um verkefnið segir að mikið hafi verið lagt í kynning- arvinnu þess. Efni um Ísland hafi m.a. birst í 350.000 eintökum í kynn- ingarefni Bozar. Framundan séu sjónvarpsauglýsingar, sjónvarps- þættir um Ísland, plakataherferðir og kynningarviðburðir. Þorgerður Katrín kvaðst telja að kynning sem þessi væri ákjósanleg og heppileg leið til þess að kynna ís- lenska menningu. „Við eigum að fara markvisst í svona verkefni,“ sagði hún. Brussel „kjörlendi“ Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Brussel, sagði borgina „kjörlendi fyrir svona verk- efni. Því hún er svo alþjóðleg“. Brussel hefði í raun stærsta alþjóða- samfélagið á eftir Washington. Stef- án Haukur benti á að í borginni væru 160 sendiráð, fjöldi frjálsra fé- lagasamtaka, 1.600 fjölþjóðafyr- irtæki hefðu þar skrifstofur og ESB væri með höfuðstöðvar. Þetta sam- félag væri ákjósanlegur markhópur fyrir það sem verið væri að gera. Auk þess sem menning og listir sköpuðu sess og kjarna væru viðskiptakynn- ingar hluti af Íslandskynningunni. Þá væri samstarf við ferðaskrifstofur sem sérhæfðu sig í Íslandsferðum og aðrar sem sérhæfðu sig í ráð- stefnuferðum. „Markmiðið er líka að kynna Ísland sem áhugaverðan vett- vang fyrir ráðstefnur og fundi. Í Brussel eru þúsundir funda og ráð- stefna á hverju ári. Þáttur í dag- skránni er sérstök arkitektakynning á nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.“ Árvakur/Frikki Kynning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu Íslandshátíðina í gær. Í HNOTSKURN »Hátíðin stendur frá lokumfebrúar og fram í júní. »Hátíðin er haldin í samstarfivið menningar- og lista- miðstöðina Bozar, sem er sú stærsta á sínu sviði í Belgíu. »Kostnaður við kynninguna erum 120 milljónir að sögn ut- anríkisráðherra. Þar af leggur Ísland til um helming og Bozar um helming. Fjögurra mánaða menn- ingarkynning í Brussel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.