Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 32
32 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét EsterKratsch fæddist
í Reykjavík 6. jan-
úar 1924. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans í Reykja-
vík 5. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þor-
björg Ólafsdóttir, f.
23.12. 1902, d. 30.4.
1992 og Walter
Kratsch, f. 21.10.
1899, d. 12.7. 1969.
Ester er næstelst
fjögurra systkina,
bræður hennar eru Ólafur Valtýr
Reynir, f. 1922, nú látinn, Osvald
Heinrich, f. 1925 og Marteinn Her-
bert, f. 1931.
Hinn 5.6. 1948 giftist Ester Auð-
unni Gunnari Guðmundssyni, f.
24.11. 1919, d. 5.10. 1980. For-
eldrar hans voru Guðmundur Auð-
unsson, f. 31.7. 1895, d. 18.5. 1966
og Jóhanna Viktoría Þorsteins-
dóttir, f. 19.2. 1896, d. 30.12. 1969.
Börn Esterar og Gunnars eru fjög-
ur: 1) Auður Auðunsdóttir Larsen,
f. 9. 3. 1949. Maki Finn Larsen, f.
7.11. 1942. 2) Þorbjörg, f. 21.2.
1954. Maki (skilin) Guðlaugur Guð-
jónsson, f. 11.7. 1949, d. 20.7. 2004.
Dætur a) Auður Ester, f. 24. 9.
1975, maki Bjarni Þór Jónsson,
sonur Guðjón Daníel, f. 21.5. 2006,
og b) Hanna Laufey, f. 21.4. 1981.
3) Guðmundur, f. 30.3. 1955. Maki
(skilin) Eva Pia Nörst, f. 11.12.
1958. Dóttir Carina, f. 6.3. 1984.
Gunnar hófu búskap sinn að
Klapparstíg 11, en fluttu árið 1965
að Bólstaðarhlíð 44 þar sem þau
bjuggu síðan. Ester var lengst af
húsmóðir og gætti bús og barna.
Hún gætti einnig um lengri og
skemmri tíma barna fyrir ættingja
og vini og áttu mörg börn athvarf
á heimili Esterar og Gunnars.
Seinna tók svo við umönnun barna-
barnanna. Gunnar lést skyndilega
af hjartaáfalli árið 1980 og eftir lát
hans fór Ester að vinna á veitinga-
húsinu Pottinum og pönnunni, en
þegar heilsu móður hennar hrak-
aði, hætti hún þeim störfum og
helgaði sig umönnun hennar þar
til yfir lauk. Ester var mikil handa-
vinnu- og handverkskona og var
hennar helsta áhugamál að sauma
og prjóna flíkur og fleira til gagns
og gjafa. Á árinu 1996 fékk hún
sjaldgæfan mænusjúkdóm, sem
leiddi til þess að hún varð frá þeim
tíma að ferðast um í hjólastól, og
fékk hún því inni í Dvalarheimilinu
Seljahlíð. Þar undi hún sér vel og
átti góða daga lengst af, eða á
meðan hún naut óbilaðs þreks til
ýmiss konar handavinnu og fönd-
urs. Ester blómstraði í vinnustof-
unum í Seljahlíð og fékk útrás fyr-
ir listræna hæfileika sína, og hafði
þar tíma og aðstöðu til að njóta sín
með góðri aðstoð starfsfólksins
sem hvatti hana og hrósaði óspart.
Leirverk hennar voru einstök og
munu börnin og barnabörnin njóta
góðra gjafa hennar löngu eftir
hennar dag.
Útför Esterar Kratsch verður
gerð frá Fríkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Maki Hrafnhildur
Þorgeirsdóttir, f.
18.12. 1952. Börn: a)
Arnar Þór Hafþórs-
son, f. 11.5. 1974,
maki Karen Sif Þor-
valdsdóttir, f. 12.3.
1976, börn Bryndís
María, f. 12.7. 1997,
Dagur Steinn, f. 18.2.
2003, og Haukur
Logi, f. 7.9. 2007, b)
Auður Hafþórsdóttir,
f. 1.4. 1986, maki
Gunnar Sveinn Krist-
insson, f. 20.6. 1981.
4) Guðlaug, f. 9.10. 1956, maki Ei-
ríkur Finnur Greipsson, f. 20.10.
1953, börn a) Auðunn Gunnar, f.
10.2. 1976, maki Fanney Finns-
dóttir, f. 30.7. 1980, dóttir Kristín
Salka, f. 28.2. 2007, b) Grétar Örn,
f. 15.10. 1981, maki Róslaug G.
Agnarsdóttir, f. 1.9. 1983, sonur
Daði Snær, f. í Reykjavík 1.12.
2006, og c) Smári Snær, f. 13. 8.
1988.
Ester fædd og ólst upp í Reykja-
vík og bjó fjölskylda hennar að
Laugavegi 157. Í byrjun stríðs var
faðir hennar tekinn til fanga af
Bretum og sendur sem stríðsfangi
á eyjuna Mön, var framseldur það-
an til Þýskalands og kom heim sjö
árum síðar. Ester var 16 ára er
faðir hennar var numinn brott og
til að hjálpa til við heimilisrekst-
urinn starfaði hún við að hand-
sauma hanska í hanskagerðinni
Rex um nokkurt skeið. Ester og
Að liðnum ævidögum Esterar
Kratsch er efst í huga stolt yfir því
að hafa fengið að kynnast og eiga
samleið með slíkri öðlingskonu. Hún
var alin upp af þeirri kynslóð sem
mat mikilvægi þess að hafa atvinnu
og taldi því iðni og vinnusemi æðstar
allra dyggða. Þessi gildi tók Ester í
arf og var sjálf verðugur fulltrúi
þeirrar stéttar sem nú er að hverfa,
þ.e. hinnar heimavinnandi húsmóð-
ur. Ekkert verk var talið ómerkilegt
og öll unnin af alúð og vandvirkni.
Hún bar virðingu fyrir húsmóður-
starfinu og sannaði að það skiptir
máli að rækta garðinn sinn og sinna
sínum. Við gátum ætíð gengið að því
gefnu að hún væri til staðar fyrir
börnin okkar, en höfum trúlega varla
kunnað nægjanlega að meta hið
sjálfgefna né þakkað nóg. Þrátt fyrir
annríki og erfiðisvinnu við að afla
lífsviðurværis var á heimili Esterar
og Gunnars talið mikilvægt að njóta
glaðværðar og að eiga góðar stundir
með fjölskyldunni. Samkomur og
veisluhöld voru án kynslóðabils og
sóttust börnin eftir að taka þátt í
gleðskap og söng á heimilinu, og ald-
ur skipti ekki máli þegar gleðjast
skyldi saman á góðri. Í nútíma for-
varnarstarfi er þetta víst aðalatriðið,
en hafði löngu sannað gildi sitt á
heimili Esterar og Gunnars og lifir
áfram í næstu kynslóð og vonandi
áfram.
Eftir að Ester missir Gunnar sinn
fer hún aftur út á vinnumarkaðinn,
en heldur samt áfram að gæta barna
og sér jafnframt um umönnun móð-
ur sinnar, sífellt meir eftir sem
heilsu hennar hrakaði. Hún stóð
vaktina á öllum vígstöðvum og þurfti
því ekki á treysta á stofnanir né að-
stoð „kerfisins“ til að halda öllu
gangandi. Hún var líka alltaf mjög
dugleg við að viðhalda heilsunni með
daglegum sundferðum og göngum
sem trúlega hjálpaði henni seinna að
takast á við heilsubrest.
Eftir að Ester kom til dvalar á
Dvalarheimilinu Seljahlíð kom enn
og aftur í ljós hve hún var afkasta-
mikill verkmaður og þau verk sem
hún vann þar voru unnin af krafti og
áhuga. Á vinnustofunum í Seljahlíð
var í boði ýmis konar handavinna,
föndur og einnig er unnið í leir. Þeg-
ar Ester tók sig til, var þó varla hægt
að tala um „föndur“ því afköstin voru
þvílík að magni og gæðum að með
ólíkindum má teljast. Börn og barna-
börn og fleiri nutu góðs af verkum
hennar allt til síðasta dags.
Á Seljahlíð fékk Ester tóm til að
njóta sinna góðu hæfileika sem
handverkskona og einkum fann hún
sig vel í að skapa listaverk í leirinn
og sýndi þar sérstakan stíl og ótrú-
lega fjölbreytni. Er hinu frábæra
starfsfólki í föndrinu og leirvinnu-
stofunni á Seljahlíð sérstaklega
þakkað af aðstandendum fyrir
hvatningu og aðstoð.
Þrátt fyrir að ýmis áföll hafi dreg-
ið úr þrekinu á síðustu árum héldust
allt til enda hennar góðu eiginleikar;
kraftur og seigla, iðjusemi og mynd-
arskapur, sem svo margir höfðu not-
ið góðs af fyrr og síðar á hennar lífs-
leið. Henni verður seint fullþökkuð
umönnun barna og barnabarna sem
nú sitja eftir með söknuðinn, en
einnig góðar minningar. Hvíl í friði,
kæra Ester.
Þess óskar þín tengdadóttir,
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir.
Mikil mannkostakona var Ester
tengdamóðir mín. Lífshlaupið stór-
brotið, en nú hefur Himnasmiðurinn
kallað. Ég kynntist Ester árið 1976,
en frá fyrstu kynnum hefur hún ver-
ið mér sem góð móðir. Reyndar
stundum svo góð að þörf umvöndun í
minn garð snerist uppí hirtingu á
dóttur hennar!
Tengdaforeldrar mínir voru ekki
fædd með gullskeið í kjafti. Saga
þeirra er saga alþýðufólks, sem var
vinnu- og nægjusamt, traust og lífs-
glatt. Það hlýtur að vera 16 ára ung-
lingi erfið lífsreynsla að sjá föður
sinn handtekinn af yfirlýstum
fulltrúum frelsis. Fyrir þá sök að
vera þýskur, og þrátt fyrir að hafa
verið á Íslandi í 20 ár! Sjö árum síðar
komst hann til Íslands. Tengda-
mamma var ekki mikið að flíka til-
finningum sínum varðandi lífs-
reynslu sína.
Ég minnist dásamlegra samveru-
stunda með tengdaforeldrum mínum
og vinum þeirra. Gunnar var eldheit-
ur allaballi, en Ester flíkaði ekki
pólitískum skoðunum. Skemmtileg-
ar pólitískar snerrur átti ég, íhaldið,
við mannvininn Gunnar. Þá lét Ester
sig ávallt hverfa! Harmónikkuleikur
Gunnars gerði lífið ótrúlega
skemmtilegt. Við fráfall Gunnars
misstum við öll mikið en Ester auð-
vitað mest, þá varð ég þess var í
fyrsta sinn að þessi einstaka kona
beygði af, hið síðara var þegar fjöl-
skyldan fagnaði endurfundum á
hafnarbakkanum í Reykjavík eftir
að hafa bjargast úr snjóflóðinu mikla
1995.
Engan hef ég þekkt, sem tekið
hefur sársauka með jafn ótrúlegri
yfirvegun. Hún kvartaði aldrei,
þannig að ég yrði þess var. Árið 1996
urðu verkirnir viljanum yfirsterkari
og hún gat ekki lengur gengið á eigin
fótum; varð að fara í hjólastól.
Hræðilegt, búandi á 4. hæð í húsi
með enga lyftu! Kvalir urðu hennar
daglegi fylgifiskur þar til yfir lauk,
en m.a. margbrotnaði hún. Fjöl-
skyldan kannaði möguleika hennar á
vistun. Margt var skoðað, en hún tók
ekki í mál að fara annað en í Selja-
hlíðina. Og inn komst hún! Þar leið
henni vel, þökk sé starfsfólkinu þar.
Ester kom á Flateyri, til að vera við
fermingu Smára Snæs en því miður
varð hún fyrir því óhappi að detta á
heimili okkar eftir kirkjuathöfnina
og brotnaði illa á fæti. En að fara á
spítala kom bara ekki til greina fyrr
en að lokinni veislunni! Hún ætlaði
ekki að missa af henni, né eyðileggja
ánægju Smára!
Það hefur oft verið nefnt af minni
hálfu við konu mína, systur hennar
og mág, að þýska blóðið sé ótrúlegt!
Í jákvæðri merkingu þrautseigju,
tryggðar, viljastyrks og dugnaðar.
Allt mannkostir sem prýddu tengda-
mömmu auk margra annarra. Ég er
þakklátur hvernig hún tók mér á
heimili sínu, svo vel að sögur af
vondum tengdamæðrum skil ég
ekki. Að kynnast jafn ósérhlífinni
konu og tryggum vini eru forrétt-
indi. Algóði Himnafaðir, nú hefur þú
orðið við hundruðum bæna minna
um að lina þjáningar Esterar, þó það
yrði með öðrum hætti en ég hefði
viljað. Ég þarf hins vegar ekki að
biðja þig um að taka vel á móti henni,
lífsstarf hennar og gæska þín er næg
trygging þess.
Kæra Ester, góða ferð til nýrra
heimkynna og þakkir fyrir það sem
þú hefur kennt og gefið mér og öðr-
um.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Nú þegar þú ert farin frá okkur,
amma mín, þá rifjast upp allar góðu
minningarnar um þig. Og þær eru nú
margar því ég bjó hjá þér í nokkurn
tíma með pabba þegar ég var lítil.
Góði maturinn sem þú eldaðir er enn
í uppáhaldi, sérstaklega kartöflu-
kökurnar. Ennþá bið ég um þær á af-
mælinu mínu, en pabbi nær þeim
aldrei eins vel og þú, hvað sem hann
reynir og reynir.
Ein helsta minningin eru sund-
ferðirnar í Laugardalslaugina,
amma fór alltaf í sund á hverjum
morgni og fylgdum við krakkarnir
með. Þar syntirðu allnokkrar ferð-
irnar á meðan við lékum okkur í
barnalauginni, en alltaf vissum við af
þér því við sáum í hvítu sundhettuna
á ferðinni. Einmitt þess vegna var
svo sorglegt að það skyldi koma fyrir
þig að veikjast og þurfa að vera í
hjólastól, þú sem varst alltaf svo
hress og dugleg í gönguferðum og
öllu. En þú lést sko ekki hjólastólinn
stoppa þig, hélst áfram að koma í
veislur og boð eins lengi – eða eig-
inlega lengur en þú mögulega gast,
varst sífellt prjónandi og byrjaðir
svo að vinna alls konar hluti í leir á
Seljahlíð. Enda eigum við krakkarn-
ir marga fallega og gagnlega hluti í
búið frá þér. Þar kepptirðu líka í
boccia með eldri borgurunum og
fékkst meira að segja verðlaun, allt-
af sami krafturinn í þér.
Elsku amma mín, nú ertu farin til
afa og líður vonandi miklu betur. Ég
á eftir að sakna þín mikið, þú varst
alltaf svo hress og dugleg. Og svo
flink í höndunum og allt sem þú
prjónaðir var svo flott og vel gert.
Fyrir ekki löngu langaði mig í lopa-
peysu sem var komin í tísku og
nefndi það við þig – og áður en ég
vissi af varstu búin að prjóna nýtísku
peysu á mig sem var alveg eins og
hún átti að vera. Eitt það flottasta
sem þú gerðir var svo skírnarkjóll-
inn sem þú heklaðir og þú varst svo
stolt af, og hefur sannaralega komið
að góðum notum í fjölskyldunni
hingað til og vonandi áfram.
Mikið varð ég glöð þegar þú komst
í útskriftarveisluna mína núna í vor,
ég veit að þú lagðir mikið á þig til að
komast, en það lýsir þér einmitt svo
vel, að þú lést ekkert stoppa þig ef
þú ætlaðir þér eitthvað. Kannske
ætti ég að taka þig mér til fyrir-
myndar í því eins og svo mörgu öðru,
þú varst okkur öllum gott fordæmi í
lífinu.
Þín
Carina.
Elsku besta amma mín, nú er sá
kafli liðinn sem ég fékk að hafa þig
hjá mér í þessu jarðlífi. Minningarn-
ar hafa verið að streyma í gegnum
huga minn síðan mamma hringdi í
mig og sagði mér að þú værir dáin.
Ég minnist þess helst þegar ég var
lítill, hvað þú varst alltaf tilbúin að
fara með mig í sund í Laugardalinn á
morgnana, fara með mig í Kringluna
og já svo fórstu stundum með mig í
strætó og lést hann rúnta með okkur
heilan hring, bara vegna þess að mér
fannst alltaf svo gaman í strætó.
Allur sá tími sem ég náði að vera
með þér er ómetanlegur og svo nú
þegar ég get ekki heimsótt þig leng-
ur finnst mér ég hafa farið alltof
sjaldan í heimsókn til þín. Það er svo
margt sem maður átti eftir að segja
við þig og þakka þér fyrir. Heilsan
þín seinustu árin var kannski ekki
upp á það besta og hugsaði ég oft
hvernig almættið gæti komið svona
fram við þig, hvernig einhver sem er
almáttugur getur látið svona fram
hjá sér fara, að kærleiksrík og góð
kona eins og þú þyrftir að þjást
svona mikið. Ekki býst ég við að fá
svar við þeim spurningum, alla vega
ekki í hinu jarðneska lífi.
Þó að erfitt sé að kveðja þig amma
mín, þá veit ég að þú skildir sátt við
okkur og þetta líf, og hef ég ekki trú
á öðru en að Auðunn Gunnar afi hafi
tekið vel á móti þér þarna hinumeg-
in. Nú er nýr kafli tekinn við hjá þér
og veit ég að þú verður jafn sterk þar
og þú varst hér hjá okkur.
Vertu sæl elsku Ester amma mín,
þín verður sárt saknað.
Grétar Örn Eiríksson.
Það kemur svo margt upp í hug-
ann þegar ég kveð hana Estu
mömmu mína. Ekki það að ég muni
eftir okkar fyrstu kynnum enda var
ég bara 3 mánaða gömul og komin í
pössun til þeirra Estu mömmu og
Gunna pabba og ég var hjá ykkur í
pössun á daginn þar til ég var 9 ára.
Þetta var yndislegur tími.
Þegar ég fór að muna eftir mér þá
var alltaf tilhlökkun að fara í Ból-
staðarhlíðina. Ég kom á morgnana
og við drukkum morgunkaffi saman,
ég, þú og Gunni pabbi, samlokur og
svart kaffi með miklum sykri og þeg-
ar hann Gunni pabbi fór í vinnuna þá
fórum við í sund. Það voru nú ansi
margar ferðirnar í Laugardalslaug-
ina sem við fórum saman og allt
þetta fórum við gangandi. Oft kom-
um við við í búðinni og höfðum með
okkur nesti í laugarnar, þetta var nú
bara dýrðin hjá svona kríli eins mér.
Ég var nú ekki gömul þegar þú sagð-
ir við mig að nú skyldum við bara
vera í útiklefa í sundlaugunum, það
hefðu allir gott af því, enda urðum
við aldrei veikar.
Ég man eftir bíltúrunum sem við
fórum öll saman í á Bjöllunni ykkar
og það brást ekki, ef Gunni pabbi
keyrði okkur niður Laugarveginn,
að þá var keyptur ís. Við áttum svo
sannarlega góðar stundir saman,
elsku Esta mamma mín. Þegar þú
svo fluttir í Seljahlíð þá bjuggum við
okkur til okkar hefð, ég kom alltaf til
þín fyrir jólin og við pökkuðum inn
gjöfunum sem þú hafðir búið til sjálf
handa börnunum þínum og barna-
börnum og nú um síðustu jól líka
handa barnabarnabörnunum sem þú
varst svo stolt af og hafðir svo gam-
an af að sýna mér myndir af þeim.
Þrátt fyrir öll þín veikindi þá varstu
alltaf svo glöð og kát þegar ég kom í
heimsókn en þó varstu nú farin að
tala um það seinni árin að það væri
nú gaman að fara að hitta hann
Gunna pabba aftur. Nú hefur það
ræst og og þú ert horfin okkur en ég
veit að hann hefur beðið eftir þér. Ég
mun sakna stundanna okkar saman
en minningin um þig lifir. Þú munt
alltaf eiga stórt pláss í hjarta mínu.
Hvíl í friði, elsku Esta mamma
mín.
Ester Harðar.
Nú hefur hún amma okkar kvatt
okkur og lagst til hinstu hvíldar. Það
eru margar minningar sem koma
upp í hugann þegar maður lítur til
baka. Við minnumst allra þeirra
góðu stunda sem við áttum með þér.
Við nutum þeirra forréttinda að hafa
þig sem barnapíu þegar við vorum
lítil og var þolinmæði þín og afa með
eindæmum. Það voru ófáar strætó-
ferðirnar sem amma fór með okkur í
eingöngu okkur til skemmtunar og
var endastöðin iðulega sú sama og
upphafsstöðin.
Amma var afskaplega dugleg að
fara með okkur í sund og fórum við
oftast gangandi frá Bólstaðarhlíð og
niður í Laugardalslaug og var það
aðallega gert til að leyfa okkur að
skoða stytturnar í Ásgrímssafni. Það
var aldrei neitt vandamál að fara í
virkisleiki, þar sem meira og minna
öll stofan var notuð sem leiksvæði.
Ömmu þótti mjög gaman að spila og
leggja kapal og sátum við oft lengi
saman við eldhúsborðið og spiluðum.
Amma var mjög dugleg að fara
með Auði út á myndbandaleigur og
leigja dans- og söngvamyndir og var
Fred Astaire í miklu uppáhaldi hjá
þeim. Auður fékk mjög oft að gista
hjá ömmu sinni og þótti henni fátt
skemmtilegra. Amma passaði þá
alltaf upp á að hafa uppáhaldsmatinn
og átti hún alltaf eitthvað gotterí
uppí skáp.
Auðunn minnist þess tíma þegar
hann bjó hjá ömmu á menntaskóla-
árum sínum og eru margar spaugi-
legar sögur frá þeim tíma. Helst ber
að nefna að áhugi ömmu á handbolta
jókst gríðarlega eftir að Auðunn
flutti inn, en hann komst að því
seinna að hún hafði meiri áhuga á að
horfa á Auðun horfa á handbolta en
að horfa á handboltann sjálfan.
Amma vildi alltaf vel við mann gera
og þar á meðal að elda uppáhalds-
matinn, en það gat orðið pínu þreytt
þegar hann var á borðum 4 til 5 sinn-
um í viku og koma þá „medisterpyls-
ur“ upp í hugan. Einnig er ein
strætóferð mjög minnistæð, þar sem
amma þrætti við strætóbílstjórann
um hvort græna kortið gilti fyrir alla
fjölskylduna.
Eftir því sem við urðum eldri var
ömmu farið að lengja eftir því að fá
langömmubörn og var þá sérstak-
lega mikil pressa á okkur tvö. Það
var því mjög gleðilegt þegar henni
varð loks að ósk sinni og fékk þrjú á
einu ári. Það var alltaf jafn gaman að
sjá hvað hún var glöð að fá að hitta
Guðjón Daníel, Daða Snæ og Krist-
ínu Sölku og auðvitað voru þau öll
undrabörn í hennar huga.
Ömmu verður sárt saknað en það
er ákveðin huggun að vita af henni á
betri stað þar sem henni líður von-
andi betur.
Auðunn Gunnar og Auður Ester.
Margrét Ester Kratsch