Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐAKUREYRI
TILLAGA Björns Ólafs arkitekts að
breytingu á deiliskipulagi Kvos-
arinnar við Ingólfstorg fékk góðar
undirtektir á fundi skipulagsráðs
Reykjavíkur í fyrradag.
Skipulagsráð lýsti ánægju með til-
löguna í bókun sem gerð var á fund-
inum. Þar segir að vel hafi tekist til
„sérstaklega varðandi samspil upp-
byggingar og verndun þess sem fyr-
ir er. Tillagan er vel unnin, í góðu
samstarfi margra aðila og sýnir t.d.
að öll eldri húsin á reitnum, eins og
gamla sjálfstæðishúsið, Hótel Vík og
Aðalstræti 7 fá að standa en þau áttu
að fara samkvæmt fyrra skipulagi.
Skipulagsráð er sammála um nauð-
syn þess að nýta tillöguna til end-
urbóta á umræddu svæði, sér-
staklega Vallarstræti, en ítrekar þá
afstöðu sína að umsækjendur skoði
leiðir til að tryggja að sögufrægur
salur, sem nú tilheyrir Nasa, fái að
standa í sem upprunalegastri
mynd.“
Björn Ólafs arkitekt kynnti skipu-
lagsráði hugmyndir sínar um breyt-
ingu á deiliskipulagi svæðisins 21.
nóvember síðastliðinn. Málið hefur
verið rætt á nokkrum fundum ráðs-
ins síðan og fengin umsögn fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar.
Viðkvæmur hlekkur
Í inngangsorðum tillögunnar kem-
ur fram að sunnan við Ingólfstorg og
meðfram Vallarstræti sé einn við-
kvæmasti hlekkurinn í sögulegum
minjum elsta hluta Reykjavíkur. Þar
standi þrjú gömul timburhús sem
æskilegt sé að varðveita á staðnum.
Þau eru gamli Kvennaskólinn við
Austurvöll, gamla Hótel Vík við Vall-
arstræti og Brynjólfsbúðin, Að-
alstræti 7. Lagt er til að Kvennaskól-
inn verði á sínum stað en hin tvö
húsin færð framar á Ingólfstorg og
nær hvort öðru. Þessi hús verði gerð
upp að utan sem innan og tengd ann-
arri starfsemi við torgið.
Húsin standa nú í skugga glugga-
lausra fimm hæða hárra brunagafla
Landssímahússins og Markaðarins.
Tillagan nær til suðurhluta Ing-
ólfstorgs, Vallarstrætis og lóðanna
Thorvaldsensstrætis 2, Vall-
arstrætis 4 og Aðalstrætis 7. Lagt er
til að lóðirnar þrjár verði sameinaðar
og hluti Ingólfstorgs, þar sem áður
var Hótel Ísland, verði sameinaður
fyrrnefndum lóðum ásamt gangstíg
milli Aðalstrætis 7 og Vallarstrætis
4. Nýja lóðin verði alls 1.643,5 m2.
Lagt er til að Vallarstræti verði ný
verslunargata og að vesturhluti þess
verði yfirbyggður og verði hluti hót-
els. Innigatan á að tengja rými hót-
els sem komið verði fyrir á neðri
hæðum gömlu húsanna og í fram-
haldi þeirra í nýbyggingu. Leyft
verði að byggja fimm hæða hús með-
fram brunagöflum Aðalstrætis 9 og
Landssímahússins.
Þá er lagt til að tvær smábygg-
ingar, sem nú standa norðarlega á
torginu, verði fjarlægðar svo að
Fálkahúsið, sem myndar norðurhlið
torgsins, fái notið sín í borgarmynd-
inni.
Sögulegar byggingar við
Ingólfstorg njóti sín betur
Tölvumynd/Björn Ólafs
Ingólfstorg Suðurhlið Ingólfstorgs samkvæmt tillögunni. Fremst má sjá vernduðu húsin og nýbyggingu á bak við.
Nýbyggingin kemur framan við brunagafla Landssímahússins og Markaðarins og gömlu húsin færð fram á torgið.
Tölvumynd/Björn Ólafs
Vallarstræti Horft inn eftir Vallarstræti frá Austurvelli. Gert er ráð fyrir
að byggt verði yfir vesturhluta strætisins.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
AKUREYRARBÆR ætlar að halda
svokallaðan lýðræðisdag í vor, þar
sem bæjarbúum gefst tækifæri til
þess að koma saman og ræða um
ýmislegt varðandi daglegt líf í bæn-
um.
„Það er ekki meiningin að ég sem
bæjarstjóri sitji uppi með mörg
hundruð hugmyndir sem fólk vill að
ég láti bæinn koma í framkvæmd
heldur hvað ég sem íbúi í þessu 17
þúsund manna samfélagi geti gert
öllum til heilla,“ sagði Sigrún Björk
Jakobsdóttir bæjarstjóri þegar
Morgunblaðið forvitnaðist um hug-
myndina.
Stór íbúaþing hafa verið haldin
hér á landi, t.d. Akureyri í öndvegi í
höfuðstað Norðurlands, en Sigrún
veit ekki til þess að boðið hafi verið
upp á lýðræðisdag eins og hér um
ræðir. Hugmyndina fengu bæjaryf-
irvöld á Akureyri frá Sundsvall,
tæplega 50 þúsund manna bæ við
miðja austurströnd Svíþjóðar.
Á lýðræðisdaginn, laugardaginn
12. apríl, verða nokkrar málstofur
þar sem rædd verða fyrirfram
ákveðin málefni. Þau verða ákveðin
í samráði við hverfisnefndir bæj-
arins og Sigrún segir að nú þegar
hafi ýmislegt verið nefnt sem fólki
liggur á hjarta. „Ég get nefnt svif-
ryk, vistvernd,
endurvinnslu,
flokkun og ýmis
fleiri samfélags-
mál eins og
hvernig við hlú-
um að börnunum
okkar. Þetta
gæti orðið mjög
skemmtilegt; við
ætlum að bjóða
fólki til sam-
ræðna, niðurstöður verða síðan
teknar saman og kynntar og verða
vonandi til góðs.“
Íbúaþingið Akureyri í öndvegi,
sem áður er nefnt, þótti takast afar
vel. „Þetta er annað form á svip-
uðum hlut; þingið brotið upp í
minni einingar og fólk getur valið
sér það málefni sem það hefur
mestan áhuga á.“
Sigrún segir bæjaryfirvöld ekki
ætla að leggja fram neinar tillögur;
haldin verði inngangserindi og mál-
in síðan rædd fram og til baka.
„Við rennum auðvitað dálítið
blint í sjóinn. Vitum ekki hvort 50
manns koma eða 500 en okkur
finnst það þess virði að reyna og
svo metum við stöðuna varðandi
framhaldið eftir því hvernig til
tekst,“ sagði bæjarstjóri í samtali
við Morgunblaðið.
Málstofur á lýðræðisdaginn
verða í Brekkuskóla.
Lýðræðisdagur
um daglega lífið
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
TRYGGVI Þór Haraldsson, forstjóri
RARIK, vill að RES Orkuskóli, sem
settur var í fyrsta skipti í Ketilhús-
inu á Akureyri um síðustu helgi,
verði sameinaður sambærilegum
skóla Orkuveitu Reykjavíkur. RA-
RIK er einn eiganda RES og
Tryggvi ávarpaði einmitt samkom-
una fyrir hönd eigenda og upplýsti
raunar að stefnt hefði verið að sam-
einingu skólanna síðustu mánuði.
„Það er ljóst að samkeppnin er
hörð og við öfluga keppinauta að
etja. Þess vegna varðar miklu, að við
Íslendingar stöndum saman um
þetta mikilsverða frumkvöðlaverk-
efni og deilum ekki kröftunum.
Stofnað hefur verið til sambærilegs
skóla á vegum Orkuveitu Reykjavík-
ur. Tveir slíkir, mjög sambærilegir
skólar, hér á Íslandi deila óhjá-
kvæmilega kröftum okkar, hvort
sem um er að ræða mannauð eða
fjármagn. Ég bind miklar vonir við
að takast muni að sameina þessar
tvær stofnanir, eins og að hefur verið
stefnt undanfarna mánuði, og við
munum því í framtíðinni eiga enn öfl-
ugri orkuskóla en til var stofnað hér,
það yrði okkur öllum til heilla,“ sagði
Tryggi.
Forstjóri RARIK sagði það gamla
sögu og nýja að þegar frumkvöðlar
hryndu nýrri hugmynd í fram-
kvæmd sæju aðrir umsvifalaust gildi
hennar. Ekki hefðu aðeins verið
kynnt áform um sambærilegar
stofnanir á innlendum vettvangi,
heldur reyndu aðrar þjóðir að ná for-
skoti Íslendinga. Tryggvi sagði Ís-
land eiga þess kost að verða alþjóð-
leg miðstöð þekkingar og fræða á
sviði vistvænnar orku. „Miðað við
hvernig til hefur tekist hingað til, get
ég ekki annað en verið bjartsýnn á
að sá sproti sem við nú gróðursetj-
um, verði á skömmum tíma gildur
stofn með mörgum greinum sem
bera ríkulegan ávöxt,“ en fleiri yrðu
þá að leggjast á árarnar. „RES
Orkuskóli hefur þá sérstöðu að vera
einkafyrirtæki, í nánu og traustu
sambandi við Háskóla Íslands og
Háskólann á Akureyri. Slíkt form
skóla á háskólastigi er vissulega ekki
einsdæmi, en sérstaðan felst ef til vill
einkum í því, að skólinn nýtur ekki
enn jafnstöðu við aðra háskóla á Ís-
landi þegar kemur að framlagi hins
opinbera. Ég vil því nota hér tæki-
færið og hvetja menntayfirvöld til
virkrar þátttöku í uppbyggingu þess
skóla, sem byggður er vegna ríkrar
þarfar á fleiri og betur menntuðum
starfsmönnum fyrir jafnt innlendan
markað sem og orkuútrás.“
Hann hvatti menntamálayfirvöld
einnig til að taka virkan þátt í upp-
byggingu skólans t.d. með því að
leggja honum til nemendagildi: „það
yrði ekki aðeins til að styðja við
þessa nýsköpun í íslenskum mennta-
málum, heldur einnig og ekki síður
til að hvetja ungt fólk til að mennta
sig á sviði endurnýjanlegrar orku.“
RES og skóli
OR sameinaðir?
Tíska og förðun
Stórlæsilegt sérblað um tísku og förðun
fylgir Morgunblaðinu 22. febrúar.
• Húðin og umhirða hennar
- krem og fleira
• Hárið er höfuðprýði.
• Gleraugnatíska.
• Ásamt fullt af fróðleiksmolum
og spennandi efni.
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 18. febrúar.
Meðal efnis er:
• Vortískan 2008.
• Fatnaður og fylgihlutir.
• Ilmvötn - nýjustu ilmvötnin.
• Umfjöllun um tískuhönnuði
- innlenda og erlenda.
• Snyrtivörur fyrir karlmenn.