Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 26
26 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLAND brýtur mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútveginum. Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindanefndin segir að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim sem upphaflega fengu úthlutað varanlegum kvóta en sumir hafi engan kvóta og geti ekki stundað útgerð og sjósókn þó þeir hafi menntað sig til þess og eignast fiskiskip.Tveir sjómenn töldu brotið á sér þegar þeim var synjað um veiðiheimildir og þeir kærðu málið til Mannréttinda- nefndar SÞ. Nefndin hefur nú fellt úrskurð sinn. Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar, sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og söl- um á markaðsverði og á leigumark- aði í stað þess að þeir renni til rík- isins á ný og sé úthlutað að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti. Allir eiga að sitja við sama borð Ragnar Aðalsteinsson hrl. segir, að ef Ísland taki ekki tillit til úr- skurðar Mannréttindanefndar SÞ verði Ísland úthrópað á alþjóðavett- vangi. Mannréttindi eru nú forgangsmál hjá ís- lenska utanríkisráðu- neytinu. Ísland sækist eftir sæti í Öryggisráði SÞ og leitar stuðnings hjá mörgum ríkjum, sem búa við skert mann- réttindi. Ísland berst fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi. Ísland getur því ekki hundsað Mannréttindanefnd SÞ. Ísland verður að taka tillit til úrskurðar mann- réttindanefndarinnar með því að breyta kvótakerfinu þannig að það byggist á sanngirni og allir borgarar landsins sitji við sama borð. Brot á stjórnarskránni Það kemur ekki á óvart að Mann- réttindanefnd SÞ skuli telja fram- kvæmd kvótakerfisins brot á mann- réttindum. Margir hafa bent á, að úthlutun gjafakvóta til fárra útval- inna og brask með þá feli í sér eitt- hvert mesta ranglæti Íslandssög- unnar. Árið 1998 felldi Hæstiréttur þann dóm, að það hefði verið ólög- mætt að synja Valdimar Jóhann- essyni um leyfi til fiskveiða. Sú synjun bryti gegn jafnréttisákvæði í 65. grein stjórnarskrár- innar. Nú bætist það við, að ein af stofn- unum Sameinuðu þjóðanna telur kerfið mannréttindabrot. Margar leiðir til að leiðrétta kerfið Það verður erfitt að leiðrétta kerfið eins og Mannrétt- indanefnd SÞ fer fram á. Til þess eru þó margar leiðir: Ríkið getur inn- kallað allar veiðiheimildir á ákveðnum tíma og úthlutað þeim á ný á sanngjarnan hátt, þannig að allir eigi kost á því að fá veiðiheim- ildir. Einnig er hugsanlegt að bjóða upp allar veiðiheimildir. Árni Páll Árnason alþingismaður varpaði þeirri hugmynd fram í Silfri Egils, að aukning veiðiheimilda vegna nið- urskurðarins sl. ár yrði látin ganga til nýrra aðila til þess að koma til móts við úrskurð Mannréttinda- nefndar SÞ. Framangreindar hug- myndir um endurbætur á kerfinu byggjast allar á því að kvótakerfinu verði haldið. En síðan væri róttæk- asta hugmyndin sú, að afnema kvótakerfið og taka upp sókn- ardagakerfi í staðinn eins og Fær- eyingar hafa. Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar Varðhundar óbreytts kvótakerfis berjast nú gegn því að nokkrar breytingar verði gerðar á kerfinu. Þeir reyna að gera lítið úr úrskurði Mannréttindanefndar SÞ og gefa til kynna, að ekki sé nauðsynlegt að fara eftir úrskurði nefndarinnar. En það er mikill misskilningur. Það verður að fara eftir áliti nefnd- arinnar. Því fyrr sem stjórnvöld átta sig á þessu því betra. Útgerð- armenn segja, að það verði rothögg fyrir þá fjárhagslega, ef kvótakerf- inu verður umbylt. En þeir hafa alltaf vitað það að fiskurinn í sjón- um væri sameign þjóðarinnar og að þeir hefðu veiðiheimildir aðeins að láni en ekki til eignar. Þeir hafa alltaf getað átt von á því að eigand- inn, ríkið, innkallaði veiðiheimild- irnar. Sjálfsagt er að koma til móts við útgerðarmenn með því að gefa þeim góðan aðlögunartíma fyrir þá breytingu á kvótakerfinu, sem þarf að gera. En breyting verður ekki umflúin. Forseti alþingis, Sturla Böðvarsson, einn af forustumönnum Sjálfstæðisflokksins gerir sér þetta ljóst. Hann flutti ræðu og sagði að stokka yrði upp kvótakerfið. Hver eru áhrifin á byggðir landsins? Í stjórnarsáttmálanum er ákvæði þess efnis að athuga skuli hvernig kvótakerfið hafi farið með byggðir landsins. Samfara þeirri athugun er unnt að kanna á hvern hátt best sé að bregðast við samþykkt mann- réttindanefndar SÞ. Í þessari grein hefur verið fjallað um nokkrar leiðir sem fara má til þess að endurbæta kerfið og gera það sanngjarnt. Ég tel víst að Samfylkingin vilji fara að vilja Mannréttindanefndar SÞ og Sjálfstæðisflokkurinn getur heldur ekki staðið á móti því. Það verður að breyta kerfinu. Kvótakerfið brot á mannréttindum Björgvin Guðmundsson fjallar um úrskurð Mannréttinda- nefndar SÞ og kvótakerfið »Mannréttinda- nefndin segir að kvótakerfið sé ósann- gjarnt. Það hygli þeim sem upphaflega fengu úthlutað kvóta... Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. UNDANFARIN þrjú ár hefur farið fram í Kennaraháskóla Ís- lands mikil endurskoðun á námi við skólann og tók ný námskrá gildi 1. ágúst 2007. Meginbreyt- ingin sem nýja námskráin hefur í för með sér er að nú býðst við skólann fimm ára samfellt nám til meistaraprófs í kennarafræðum án tillits til ákvæða um löggildingu til kenn- arastarfa. Á undanförnum ár- um hafa háværar raddir heyrst um að kennaraefni hljóti ekki næga menntun í kennslugreinum. Með nýju námskipulagi er komið til móts við þær kröfur og kennaraefnum gef- inn kostur á að dýpka nám sitt í kennslugreinum eða sérhæfa sig til kennslu ákveðinna aldurshópa. Einnig hefur verið gagnrýnt að í kennaranámi sé ekki komið nægi- lega til móts við breytt samfélag sem geri kröfu um að kennarar séu færir um að taka á ýmsum þáttum skólastarfs. Hér nægir að nefna t.d. agamál, sérkennslu, fjöl- menningu, einstaklingsmiðað nám og foreldrasamstarf. Nýtt náms- kipulag kemur líka til móts við þessar kröfur. Kennaraefni geta t.d. lagt sérstaka áherslu á kennslu- og uppeldisfræði, kennsluaðferðir, námsefnisgerð, stjórnun og skipulagningu skóla- starfs. Kennaramenntun fyrir skóla framtíðarinnar Menntamálaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um menntun og starfsréttindi kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Þar er gert ráð fyrir að kennaranám verði framvegis fimm ára nám sem ljúki með meistaragráðu. Menntamálaráðherra hefur með frumvarpi þessu sýnt framsýni og metnað sem vert er að fagna. Góð grunnmenntun er mikilvæg fyrir alla kennara hvort sem þeir kenna yngri eða eldri börnum, unglingum eða fullorðnu fólki. Það er alvarlegur misskilningur að halda því fram að kennurum yngstu barnanna nægi takmark- aðri, styttri eða minni menntun en hinum sem kenna þeim sem eldri eru. Uppeldi og menntun, nám og kennsla eru afar flókin viðfangs- efni sem krefjast vísindalegrar þekkingar og vinnubragða ekki síður en aðrar starfsgreinar þar sem krafist er meistaragráðu. Nýliðun í kenn- arastétt Ýmsir óttast að þegar kennaranám lengist muni á ákveðnu árabili engir nýútskrifaðir kenn- arar koma til starfa við skóla landsins. Sá ótti er ástæðulaus. Á undanförnum árum hefur fjölgað þeim sem kosið hafa að hefja framhaldsnám strax að loknu bak- kalárnámi. Vaxandi fjöldi bæði nýútskrifaðra og reyndra kennara finnur þörf til að bæta við sig meira námi. Nú stunda um 500 manns framhaldsnám við Kenn- araháskólann. Hluti þessa hóps er í starfi við skóla landsins en vax- andi hópur hefur þegar kosið að hefja framhaldsnám strax að loknu bakkalárnámi og mun koma til starfa í skólunum á næstu ár- um. Þess vegna er rangt að gera ráð fyrir því að engir nýir kenn- arar brautskráist fyrstu árin eftir að lenging kennaranáms verður lögfest. Vert að benda á að samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar um fjölda og menntun grunnskólakennara er gert ráð fyrir því að árin 2008-2009 muni kennaraskortur verða óverulegur eða jafnvel úr sögunni. Ef rétt reynist verða þá kjöraðstæður til þess að lengja nám grunnskóla- kennara. Hins vegar er fyr- irsjáanlegt að áfram mun skorta menntaða leikskólakennara. Það má þó ekki verða til þess að ekki séu gerðar metnaðarfullar kröfur til leikskólakennara. Betur mennt- aðir og hæfari stjórnendur og millistjórnendur í leikskólum munu skapa forsendur fyrir enn betra og árangursríkara skóla- starfi og uppeldisaðstæðum. Mestu máli skiptir þó að þeim sem koma til náms og starfa í leik- og grunnskólum séu búin laun og kjör í samræmi við mik- ilvægi starfanna. Þá munu áhuga- samir og hæfir kennarar koma til starfa í leik- og grunnskólum og þeir sem nú þegar hafa kenn- aranám að baki, en hafa kosið sér annan starfsvettvang, snúa aftur til starfa í skólakerfinu. Metnaður og framsýni Við jafn mikilvægt verkefni og menntun þjóðarinnar er, mega þröng skammtímasjónarmið ekki ráða för. Sveitarfélögin, sem hafa axlað ábyrgð á skólastarfi í land- inu þurfa að styðja mennta- málaráðherra í þeirri viðleitni að bæta og efla kennaramenntun og færa hana til jafns við það sem al- mennt telst hæfa í nágrannalönd- um okkar. Finnar gerðu t.d. meistarapróf frá háskóla að lág- markskröfu fyrir grunnskólakenn- ara árið 1979 og enginn fer í graf- götur um hversu vel finnskir skólar koma út úr alþjóðlegum könnunum. Auk þess verða þeir sem reka skólana að horfa til framtíðar og átta sig á því að kennararnir sem fyrst brautskrást úr lengra kennaranámi munu væntanlega vera starfandi við skóla landsins til miðrar 21. aldar. Enginn getur séð fyrir hvaða breytingar eiga eftir að verða á samfélaginu eða hvaða kröfur þá verða gerðar til nemenda og kenn- ara. Allir sem fylgst hafa með þró- un undanfarin ár sjá hversu mikil áhrif umfangsmiklar samfélags- breytingar hafa haft á skólastarf. Ekkert bendir til annars en að sú þróun haldi áfram. Menntun þeirra kennara sem koma til starfa í skólunum á næstu áratugum þarf að gera þá hæfa til að takast á við framtíð sem enginn sér fyrir. Það er ein- mitt eitt af markmiðum end- urskipulagningar á kennaranámi nú. Kennaranám til meistaragráðu Ólafur Proppé skrifar um menntun kennara »Menntun þeirra kennara sem koma til starfa í skólunum á næstu áratugum þarf að gera þá hæfa til að tak- ast á við framtíð sem enginn sér fyrir. Ólafur Proppé Höfundur er rektor Kennaraháskóla Íslands. ÞAÐ er margt rætt og ritað um þá óheillaþróun hérlendis að börn og unglingar fitna og heilsufari stórs hóps fari versn- andi. Mörg ráð og nefndir fara yfir hvað hægt sé að gera til að sporna gegn þess- ari þróun, hvernig hægt sé að fá börn og unglinga til að hreyfa sig meira og borða hollari mat. Margt gott er gert og eflaust á margt enn betra eftir að gerast með aukinni þekkingu og sam- stilltu átaki hinna ýmsu aðila þjóð- félagsins sem að þessum lífsstíls- málum koma. Mig langar hins vegar með þessum orðum að benda á hlutverk íþróttafélag- ana í heilsusamlegu uppeldi og fræðslu. Þar er víða pottur brotinn og þó að mörg félög hafi hug- að vel að þessum þáttum eru önnur íþróttafélög á villigötum. Ekki er nógu mark- visst hugsað um hvað börn og unglingar láta ofan í sig t.d. á keppnisferðalögum eða fyrir leiki þó svo að margsannað sé að ár- angur aukist þegar hollrar fæðu er neytt fyrir átök. Engin stefna er til innan þessara félaga og það virðist vera í sjálfsvald þjálf- aranna sett hvort og þá hvernig hugað er að þessum þáttum, hvort iðkendur eru fræddir um mikil- vægi góðs svefns, mataræðis og hvíldar á almenna heilsu og árang- ur í lífinu almennt. Ég tel mikil- vægt að þeir sem stýra íþrótta- félögum leggi línurnar, fái ráð- leggingar fagfólks og reyni að hafa innra starfið eins metnaðar- fullt og hægt er. Það er ekkert síður hlutverk íþróttafélaga að ala af sér sterka, hrausta einstaklinga með góð lífsgildi en að ala upp af- reksfólk eða góða meistaraflokka. Eitt sem ég hef margoft rekið mig á sem foreldri í íþróttafélagi er að íþróttaiðkun er gjarnan tengd við svokallað ruslfæði. Það eru haldin pizzukvöld með gosi, iðulega er verðlaunað með sykr- uðum drykkjum eða sælgæti eftir mót og styrktaraðilar margra móta eru skyndibita- keðjur. Á íþróttamót- um er oft selt eitt- hvað matarkyns og þá gjarnan til að styrkja viðkomandi flokk eða félag. Slíkt er gott og gilt og eflaust ágætis tekjulind fyrir barna- og unglingastarf íþróttafélaga. Það skýtur hins vegar skökku við að iðulega er á boðstólum gos, sykraðir svaladrykkir, súkkulaði og missykr- að bakkesli. Það hef- ur þó aðeins færst í vöxt að boðið sé upp á ávexti og hollari millibita og er það mjög góð þróun sem ég vona svo sann- arlega að haldi áfram. Þá mætti einnig end- urskoða söluvarning- inn sem seldur er í sjoppunum innan íþróttahúsanna. Þar væri hægt að taka til hend- inni og bæta verulega vöruúr- valið. Það er skoðun mín að á meðan verið er að finna leiðir til að bæta mataræði grunnskólabarna og leikskólabarna í skólum landsins geti íþrótta- og æskulýðsfélög ekki stungið höfðinu í sandinn og neitað að taka þátt í að gera heiminn betri og framtíðina létt- ari. Skora ég á íþróttafrömuði og félög landsins að sýna metnað sinn í að bjóða iðkendum íþrótta- félaga upp á fyrsta flokks þjón- ustu þar sem gleði, hreyfing og hollir lifnaðarhættir eru í fyr- irrúmi. Hættum að tengja íþrótta- iðkun og hreysti við óhollan mat. Hlutverk íþrótta- félaga í lífsstíl barna og unglinga Gígja Þórðardóttir vill að hollum mat sé haldið að ungum íþróttaiðkendum Gígja Þórðardóttir »Eitt sem ég hef margoft rekið mig á sem foreldri í íþróttafélagi er að íþróttaiðkun er gjarnan tengd við svo- kallað ruslfæði. Höfundur er sjúkraþjálfari og hefur unnið við heilsueflingu í áratug. Starf- ar sem deildarstjóri í World Class.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.