Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 27 MINNINGAR ✝ Hjálmar Sig-urður Hjálm- arsson fæddist á Bjargi í Bakkafirði 20. október 1927. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 3. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sig- urðardóttir, f. 21.9. 1896, d. 4.5. 1993, og Hjálmar Frið- riksson, útvegs- bóndi á Bjargi, f. 24.12. 1891, d. 20.3. 1964. Systur Hjálmars eru: Ester Hjálm- arsdóttir Hansen forstöðukona, f. 19.6. 1922, d. 14.5. 2003, maki Jo- en Hansen sjómaður, f. 26.6. 1915, búsett í Vestmannaeyjum og Brynhildur Hjálmarsdóttir versl- unarmaður, f. 12.11. 1932, maki, Sigurður Jakob Magnússon húsa- smíðameistari/verkstjóri, f. 10.8. 1927, d. 19.9. 1998, búsett á Sel- tjarnarnesi. Hjálmar og Sigríður Laufey Einarsdóttir, f. 26.4. 1942, gengu í hjónaband 20. febrúar 1992. For- lengur grundvöllur fyrir fjöl- skylduútgerð. Með harðfylgi tókst að halda bátnum en reksturinn gat ekki eingöngu verið grund- völlur fyrir lífsafkomu. Þau hjón keyptu sér íbúð í Kópavogi og höfðu jafnframt heimili þar en Hjálmar stundaði sjóinn frá Bakkafirði meðan kostur var. Þegar ljóst var að stæði fyrir dyr- um frekari niðurskurður á kvóta ákvað Hjálmar að selja útgerðina sl. ár eftir ævilanga baráttu fyrir trilluútgerð á Bakkafirði. Hjálm- ar var styrk stoð fyrir sitt byggð- arlag til viðhalds atvinnulífi og góðu mannlífi á Bakkafirði. Sat í sóknarnefnd, hreppsnefnd og á fiskiþingi um árabil. Var einn af stofnendum Saltfisverkunar Út- vers á Bakkafirði. Vann þar sem matsmaður í saltfiski og skreið jafnframt eigin útgerð. Hjálmar gegndi starfi vitavarðar Digra- nesvita mörg ár allt til æviloka. Fyrstu fluglínutækin til björgunar við sjóslys voru staðsett á Bjargi í umsjá Hjálmars, í samstarfi við Hannes Hafstein, þáverandi fram- kvæmdastjóra Slysavarnarfélags Íslands. Síðar var Björg- unarsveitin Örn á Bakkafiðri stofnuð þar sem Hjálmar var einn stofnenda og aðalhvatamaður fyrstu árin. Útför Hjálmars fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. eldrar hennar voru: Laufey Guðjóns- dóttir kennari, f. 14.2. 1911, d. 4.5. 1994, og Einar Örn Björnsson bóndi, f. 15.4. 1913, d. 17.6. 1996, búsett á Mý- nesi í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði. Börn Sigríðar af fyrra hjónabandi eru: 1) Laufey Sig- ríður Jónsdóttir, maki Pétur Hans Pétursson, 2) Snæ- björn Rúnar Jónsson, maki Stef- anía Pálsdóttir, 3) Einar Örn Jónsson, maki Halldóra Ósk Sveinsdóttir. Barnabörnin eru sjö. Eftir að þau Hjálmar og Sigríð- ur Laufey tóku saman fluttu þau fljótlega að Bjargi. Nýju lífi var hleypt í útgerðina, íbúðin í Reykjavík seld, og stærri bátur keyptur. Stunduðu þau hjónin bæði sjóinn og kom Snæbjörn son- ur Sigríðar þeim til hjálpar á grá- sleppuvertíð. En þá kom reið- arslagið. Veiðiheimildir voru skertar svo mikið að ekki var Það er margs að minnast þegar ég hugsa um Hjálmar frá Bjargi, okkar fyrstu kynni voru í kringum árið 1991, þegar Sigríður, móðir mín, og hann tóku saman. Tókst með okkur strax mikið traust og virðing. Það var trúlega vegna þess að við vorum báðir sjó- menn, þó hvor úr sinni áttinni, og höfðum því margt að ræða sem tengdist sjó og sjómennsku al- mennt og ekki síst slysavarna- og björgunarmálum sjómanna. Aldrei lá hann á reynslu sinni, alltaf tilbúinn að miðla henni beint og með skemmtilegum frásögnum. Hjálmar var með trilluútgerð, meðal annars á Bakkafirði, og hafði hann einnig sótt vertíðir til Vestmanneyja hér áður fyrr. Hann hafði því lent í ýmsu enda var að- búnaður ekki eins góður þá og hann er í dag. Mikil gæfa og forréttindi hljóta það að hafa verið fyrir Snæbjörn, bróður minn, og móður okkar að vera með honum á grásleppuver- tíðum og við aðrar veiðar á Bakka- firði. Þau voru þar með manni sem þekkti öll fiskimiðin eins og lófann á sér, og síðast ekki síst var hann laginn við veiðarnar og veiðarfær- in. Það var alltaf í farvatninu að Hjálmar kæmi með mér sem far- þegi í afleysingartúr hjá Eimskip, var það fyrirhugað á sl. ári, en veikindi hans urðu til þess að ekki varð af því þá. Við náðum þó að fara saman á tvær æfingar með Björgunarskip- inu í Reykjavík og þyrlu og á flug- línuæfingu. Hjálmar hafði alltaf mjög gaman að því að prófa og sjá öðruvísi sjómennsku. Hjálmari voru slysavarna- og björgunarmál hugleikin, voru það mikil forréttindi að hafa hann með á námskeiði í fluglínutækjum á Bakkafirði fyrir um 10 árum. Þar var reyndur maður á ferð í með- ferð og notkun þeirra. Kom það best í ljós er við héldum verklega æfingu niðri við höfnina, allir hnút- ar og meðferð skotlínu á hreinu. Sumarið 1998 vorum við fjöl- skylda mín á ferðalagi um landið og var að sjálfsögðu farið í heim- sókn að Bjargi á Bakkafirði til Hjálmars og móður minnar, það stóð ekki á gestrisninni og dekrinu við börn og fullorðna. Eitt af því sem Hjálmar bauð okkur var að fara og skoða Digranesvitann sem hann sá um og var mjög stoltur af, enda var umhirða hans honum til sóma eins og allt annað sem Hjálmar tók sér fyrir hendur. Á leiðinni til og frá vitanum stóð ekki á skemmtilegum sögum og lýsingum á landi og staðháttum. Má geta þess að þessi ferð náðist að hluta á myndaband. Tveimur dögum fyrir andlát Hjálmars á Landspítalanum áttum við gott og langt spjall um daginn og veginn. Var ekki að sjá á honum eða heyra að hann væri langt leiddur af veikindum sínum. Töl- uðum við um að hann yrði að ná sér til betri heilsu til að klára dvöl- ina í Hveragerði, en þar þótti Hjálmari mjög gott að koma árlega sér til heilsubótar á seinni árum. Elsku mamma, Brynhildur og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Einar Örn Jónsson og fjölskylda. Ég kveð þig með söknuði, bróðir, en jafnframt með miklu þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég minnist bernskuáranna á Bjargi, okkar góðu foreldra og stóru systur. Nú eruð þið öll horfin yfir móðuna miklu, en eftir standa minningar um trausta og góða fjöl- skyldu. Þökk fyrir alla þína hjálp og stuðning í gegnum árin. Þú varst eins og klettur í hafi. Hvíl í friði. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þanngað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. (Örn Arnarson.) Vertu sæll, þín systir, Brynhildur. Það var sunnudagsmorguninn 3. febrúar síðastliðinn að síminn hringdi, og ég fékk þær fréttir að Hjálmar Sigurður Hjálmarsson, móðurbróðir minn, hefði yfirgefið þetta jarðlíf þá um morguninn. Jæja, Lalli frændi dáinn, en það var hann ævinlega kallaður af sín- um nánustu, aðrir kölluðu hann Hjalla eða bara Hjálmar. Hjálmar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt byggðarlag Bakkafjörð, en ég ætla ekki að fjalla um það, heldur sjómanninn Hjálmar á Bjargi. Hann fæddist 20. október 1927 og 9 ára gamall fór hann að róa á lítilli trillu með föður sínum, og eftir það stundaði hann sjó- mennsku og trilluútgerð frá Bakkafirði hvert einasta ár, þar til í sumar, eða í um 70 ár. Efa ég að nokkur hafi gert það lengur. Á gagnfræðaskólaárum mínum fékk ég að fara austur og róa með þeim feðgum, afa mínum og Lalla í fjög- ur sumur, það var góð reynsla, oft fiskaðist vel, og báturinn stundum hlaðinn eins og hægt var. Þá þurft- um við að verka allan aflann sjálfir, fletja og salta, og því lítið um hvíld þegar vel viðraði. Lalli sótti stíft, var áræðinn en líka íhugull og gæt- inn. Enda henti hann aldrei neitt óhapp til sjós. En það var ekki bara trillusjómennska, 15 ára fór hann á vertíð suður í Hafnir, var þar eina vertíð, en eftir það í yfir 20 vertíðir í Vestmannaeyjum, og öll árin, nema kannski síðasta árið hjá sömu útgerð, en þá með sama skipstjóra. Í Vestmannaeyjum reri hann á 3 bátum, sem allir hétu Ófeigur, sem þeir Þorsteinn á Blát- indi, og Ólafur frá Skuld gerðu út, og var Óli skipstjóri. Óli hafði mikla trú á Hjalla eins og hann kallaði hann. Óli sagði mér eitt sinn að er þeir voru á síld fyrir norðan, og ekkert hefði gengið, hefði hann lónað austur fyrir Langanes og inn á Bakkaflóa, og farið að svipast um eftir trillunum og hvort hann sæi Hjalla. Og hann kom auga á Hjalla, og fór til hans, Hjalli kom um borð drakk með þeim kaffi og spjallaði góða stund, síðan skiluðu þeir honum um borð í sinn bát, og héldu af stað norður. Eftir stutta keyrslu voru þeir komnir í síld, og fengu vel í bátinn, og eftir það gekk allt betur. Þetta þakkaði Óli Hjalla. Hjálmar var orðinn vel við aldur þegar hann giftist og eignaðist engin börn. Allt hans lífsstarf bar með sér staðfestu, og trygglyndi. Með þessari fátæklegu upprifjun vil ég þakka þessum góða frænda mínum allt það góða sem við höf- um átt saman í gegnum lífið. Ég vil að lokum votta eiginkonu hans og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Ingólfur Hansen. Hjálmar S. Hjálmarsson Hann Hjálmar var mjög góð- ur maður og skemmtilegur. Hjálmar var alltaf mjög góð- ur við mig og öll börn. Áður en Hjálmar lést sýndist hann ekki vera veikur. Hann var alltaf svo hress og glaður. Mér þótti vænt um Hjálm- ar og honum þótti vænt um mig. Hjálmar var mikið á sjó en ég náði ekki að fara með honum á sjóinn, bara bræður mínir. Ég gleymi aldrei Hjálmari þótt ég eldist eða öðrum ætt- ingjum mínum. Ég bið til Guðs á hverju kvöldi fyrir Hjálmari. Og segi við Guð: „Passaðu Hjálmar fyrir okk- ur“. Hvíldu í friði, Hjálmar minn, þín Margrét Ósk Einarsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS EINARSDÓTTIR HÓLM, Hlíðartúni 16, Höfn í Hornafirði, andaðist laugardaginn 9. febrúar á Krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 16. febrúar klukkan 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Björn Lúðvík Jónsson, Harpa Svavarsdóttir, Finnur Loftsson, Kristín Björnsdóttir, Einar Smárason, Jón Björnsson, Kristrún Ýr Gylfadóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir og afi, GUÐNI ODDGEIRSSON, Melási 3, Raufarhöfn, lést miðvikudaginn 13. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Rut Guðnadóttir, Ársæll Geir Magnússon, Oddgeir Guðnason, Elísabet Karlsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Árni St. Björnsson og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavik, andaðist að morgni fimmtudagsins 14. febrúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Finnbogi Haukur Sigurjónsson, Bára Marteinsdóttir, Reynir Eggertsson, Bragi Finnbogason, Guðný Guðgeirsdóttir, Birgir Finnbogason, Margrét Ásgeirsdóttir, Lárus Finnbogason, Hulda Rós Rúriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, EINAR K. SUMARLIÐASON, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 31. Janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Einarsdóttir, Hilmar Sæmundsson, Hákon Ólafsson, Sunneva Gissurardóttir, Sveinbjörn Einarsson, Kristjana Magnúsdóttir, Sumarliði Gísli Einarsson, Bjarni Einarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Helga Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, GUÐRÚN GÍGJA INGVARSDÓTTIR, Fossheiði 17, sem lést á Landspítalanum 6. febrúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 16. febrúar kl 11.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Göngum saman-hópinn, sem styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini. Reikn. 115-15-380269 kt. 650907-1750. Magnús Gunnarsson, Sveinfríður H. Sveinsdóttir, Ingvar Magnússon, Ásthildur I. Ragnarsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Lárus Helgi Kristjánsson Hjalti Magnússon, Ásdís Auðunsdóttir, Guðrún Anna Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.