Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 14
14 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÖKUMENN þeirra bíla, sem menga mest, verða að greiða 25 pund, um 3.300 kr. ísl., í hvert sinn sem þeir koma inn á mestu umferðarsvæðin í London. Mengunarminnstu bílarnir sleppa hins vegar alveg við gjald- töku. Ken Livingstone, borgarstjóri í London, tilkynnti þetta fyrir nokkr- um dögum en í Bretlandi og víða á meginlandinu sækir „herferðin“ gegn jeppum og öðrum eyðslufrek- um bílum stöðugt í sig veðrið. Sem dæmi um það má nefna, að fyrrver- andi stjórnarformaður Shell hefur lagt til, að bensínhákarnir verði með öllu bannaðir innan Evrópusam- bandsins. Nýja gjaldið tekur gildi 27. októ- ber í haust og er áætlað, að það muni leggjast á 33.000 bíla daglega miðað við umferðina nú. Því er hins vegar spáð, að fljótlega muni draga úr um- ferð bensínhákanna á fyrrnefndum svæðum um tvo þriðju. Eru áætlaðar tekjur borgarinnar af gjaldinu á bilinu tveir til sex milljarðar kr. Gjaldið leggst á alla bíla, sem láta frá sér meira en 225 g af koltvísýr- ingi á km og á bíla, sem voru skráðir fyrir mars 2001 og eru með vélar stærri en 3.000 cc. Bílar, sem sleppa alveg, gefa frá sér minna en 120 g á km. Talið er, að nú falli 17% bíla- umferðarinnar undir háa gjaldið en aðeins 2% nái lægstu mörkunum. „Við eigum ekki að líða það, að umhverfinu sé spillt með bensínfrek- um jeppum í miðborginni,“ sagði Li- vingstone. „Koltvísýringsmengun frá öflugustu jeppunum og sportbíl- unum er oft fjórföld á við mengunina frá sparneytnustu bílunum.“ Aðgerðir víða Víða í Bretlandi er verið að grípa til aðgerða gegn stórum bílum, til dæmis í Newcastle þar sem eigendur þeirra verða að borga hærri bíla- stæðagjöld í miðborginni og í Edin- borg þar sem allir verða að greiða nokkurt gjald fyrir að leggja bíl, líka á götunni fyrir utan eigið heimili. Gjaldið fyrir stóru bílana verður hins vegar hækkað. Mark Moody-Stuart, fyrrverandi stjórnarformaður Shell, hvatti til þess fyrir skömmu, að bensínhák- arnir yrðu bannaðir innan ESB. Sagði hann, að þeir væru „yfirleitt með öllu ónauðsynleg farartæki“. Morgunblaðið/Frikki Bensínhákar „Yfirleitt með öllu ónauðsynleg farartæki.“ Atlagan að bensín- hákunum harðnar Skorað er á Evrópusambandið að banna þá alveg KÍNVERSK stjórnvöld sögðust í gær harma þá ákvörðun banda- ríska kvikmyndaleikstjórans Ste- vens Spielbergs að hætta sem list- rænn ráðgjafi skipuleggjenda ólympíuleikanna í Peking vegna óánægju með stefnu Kínverja í málefnum Súdans. Kínverjar eru á meðal helstu við- skiptaþjóða Súdana sem selja um tvo þriðju olíuframleiðslu sinnar til Kína. Kínverjar hafa einnig selt Súdönum vopn sem sagt er að ar- abískir vígamenn hafi notað gegn íbúum Darfur-héraðs. Kínverjar hafa ennfremur verið gagnrýndir fyrir að hindra tilraunir innan ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á grimmdarverkin í Darfur. Talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins hafnaði þessari gagnrýni í gær, sakaði Spielberg og skoðanabræður hans í málinu um „leyndar hvatir“ og sagði að það samræmdist ekki ólympíu- andanum að tengja ólympíuleikana við „pólitísk markmið“. Breska dagblaðið The Independ- ent birti í gær yfirlýsingu frá 80 handhöfum friðarverðlauna Nóbels, íþróttakempum, listamönnum og stjórnmálamönnum þar sem þeir hvetja Kínverja til að beita áhrifum sínum til að stuðla að „réttlátum friði í Darfur“. „Með því að taka ekki á sig þá ábyrgð jafngildir það að okkar mati stuðningi við rík- isstjórn sem heldur áfram grimmd- arverkum gegn eigin þjóð.“ Hafna gagnrýni Spielbergs Kínverjar segja það óviðunandi að ólympíuleikarnir séu tengdir við baráttuna gegn grimmdarverkum í Darfur Í HNOTSKURN » Áætlað er að 200.000 mannshafi dáið af völdum átakanna í Darfur. Um 2,5 milljónir Darf- ur-búa hafa flúið heimkynni sín. Kínverjar segjast hafa beitt sér fyrir friði í Darfur, m.a. með því að skipa sérstakan sendimann og senda þangað friðargæslulið. HALDIÐ var upp á Valentínusardaginn víða um heim í gær en hann er kenndur við Valentínus, einn af písl- arvottum frumkristninnar. Af þeim sökum hefur víða verið amast við honum meðal fólks, sem játar aðra trú, en engu að síður virðist sigurför hans um heiminn vera óstöðvandi. Hann tengist líka ástinni og hana fær ekk- ert stöðvað. Myndin er frá Peking en Kínverjar hafa verið iðnir við að tileinka sér ýmsa vestrænu siðu. AP Rauðar rósir á Valentínusardegi FULLTRÚAR stríðandi fylkinga í Kenýa undirrituðu í gær sam- komulag fyrir milligöngu Kofis Annans, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur reynt að binda enda á átökin í landinu eftir um- deildar forsetakosningar. Ekki voru veittar neinar upplýs- ingar um samninginn í gær en Kofi Annan hyggst skýra frá honum á blaðamannafundi í dag. Rauði krossinn í Kenýa segir að yfir þúsund manns hafi beðið bana í óeirðum sem blossuðu upp eftir for- setakosningarnar. Um 300.000 manns hafa þurft að flýja heim- kynni sín. Samkomulag í Kenýa fyrir milligöngu Kofis Annans Raila OdingaMwai Kibaki VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, staðfesti í gær, að hann myndi taka við embætti for- sætisráðherra að loknum kosningunum 2. mars og sagði, að hann hygðist beita öllu því valdi, sem embættið heimilaði. Pútín gagnrýndi vestræn ríki harðlega fyr- ir að ætla að styðja sjálfstæðisyfirlýsingu Kos- ovos og sagði, að Rússar myndu beina eld- flaugum að þeim sovétlýðveldum fyrrverandi, sem leyfðu NATO að setja þar upp herstöðvar eða eldflaugavarnakerfi. „Ég er reiðubúinn að taka við forsætisráð- herraembættinu,“ sagði Pútín en öllum er ljóst, að úrslit kosninganna eru nú þegar ráð- in og Dmítrí Medvedev mun verða forseti. Ljóst að Pútín ætlar sér að stjórna áfram í nýju embætti Vladímír Pútín á fundi með blaðamönnum í gær. KONUNGSMÖRGÆSIN, ein af þekktustu dýrategundum Suð- urskautslandsins, er í útrýming- arhættu vegna loftslagsbreytinga, að sögn franskra vísindamanna. Langtímarannsókn þeirra á helstu varpstöðvum konungs- mörgæsanna leiddi í ljós að örlítil hlýnun hafsins í grennd við Suð- urskautslandið af völdum El Nino- veðrakerfisins stórdró úr fæðu- framboðinu og líkunum á því að mörgæsirnar lifðu af. Hlýnunin nam aðeins 0,25 gráðum á Celsíus en líkurnar á því að fullorðnar mörgæsir lifðu af minnkuðu um 9%. Reynist spár vísindamanna um enn meiri hlýnun á næstu áratug- um af völdum gróðurhúsaáhrif- anna svonefndu réttar er mikil hætta á því að konungsmörgæsin deyi út, að sögn frönsku vísinda- mannanna. Konungsmörgæsin er óvenjuleg að því leyti að það tekur hana 14- 16 mánuði að verpa, klekja út og koma ungunum upp. Mörgæsirnar eru því mjög viðkvæmar fyrir sveiflum í fæðuframboðinu. Konungsmörgæsin talin í hættu vegna hlýnunar  ' (  ) * &( &$  &+,(   #  ! * &  -(  ) &   &+  &(   !&   ) ( *    ! (  .                      '/01203            345/                     !       "267 "  # $%  38&    9:0;'  # ()     %   *+*,* - +.   /   !  $%  0 $ 1  2    $% * 3 & "4 ' 56 '    ! " #$%"&'# #   ( )   ( '* ( &7874&9'7"& 5':;8 + ,   -. //0  12  3212         STUTT Innrettingar www.innx.is SKOTÁRÁS var gerð seint í gær- kvöldi í háskóla í bænum De Kalb, norðvestur af Chicagoborg í Banda- ríkjunum. Samkvæmt upplýsingum AFP- fréttastofunnar í gærkvöldi særðust alls 18 manns í árásinni en enginn féll utan árásarmannsins sem skaut sig eftir verknaðinn. Starfsmenn Kishwaukee-sjúkra- hússins, sem tóku við hinum særðu, sögðu enn tvísýnt um fjóra þeirra, en þeir höfðu hlotið skotsár á höfði og bringu. Auk þeirra særðust átta manns alvarlega, en sex hlutu minni- háttar meiðsli. Að sögn eins nemandans réðst skotmaðurinn inn í fyrirlestrarsal og hóf fyrirvaralaust að skjóta með haglabyssu á rúmlega hundrað nem- endur sem þar voru. Chicago Sun-Times sagði frá því í gærkvöldi að árásarmaðurinn hefði litið út eins og venjulegur háskóla- nemi. Hann var vopnaður hagla- byssu og skammbyssu. Skotárás í banda- rískum háskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.