Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 40
… ég væri alveg til í
að vera frægari en ég
er í dag … 45
»
reykjavíkreykjavík
Þeir sem voru viðstaddir afhend-
ingu Íslensku bókmenntaverð-
launanna á Bessastöðum hinn 31.
janúar síðastliðinn hafa ef til vill
tekið eftir því þegar rithöfundurinn
Andri Snær Magnason strunsaði út
í miðri athöfn. Ástæðan var ekki
óánægja Andra Snæs með athöfn-
ina, heldur eignaðist hann litla
stúlku þann dag. Um miðja athöfn-
ina varð honum litið á farsíma sinn
og sá hann þá að hann hafði fengið
sjö símtöl á mjög stuttum tíma.
Grunur hans reyndist réttur því
eiginkona hans, Margrét Sjöfn
Torp, hafði þá misst vatnið. Andri
Snær náði að vera viðstaddur fæð-
inguna sem mun hafa gengið mjög
vel. Litlu stúlkunni heilsast vel, en
hún vó 15 merkur. Þetta er fjórða
barn þeirra hjóna, og þriðja stúlk-
an.
Andri Snær strunsaði
út af Bessastöðum
Rokksveitin Noise spilar á Dillon
við Laugaveg í kvöld ásamt Ten
Steps Away. Báðar sveitirnar munu
spila nýtt efni af væntanlegum plöt-
um, sem eru í vinnslu. Tónleikarnir
hefjast kl. 22 og frítt er inn.
Rokk á Dillon
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG vissi ekki að þið dönsuðuð á Íslandi. Ég var
hálfhissa á að heyra það. Frá því ég var krakki
hef ég heyrt ýmislegt um Ísland en ég ímyndaði
mér það ekki sem dansland, ég veit í raun og veru
ekki hvað ég hélt um það,“ segir bandaríski dans-
arinn Shane Sparks sem dvelur hér á landi um
helgina ásamt Dan Karaty til að kenna á sérstöku
Dansfestivali á vegum DanceCenter Reykjavík í
Laugardalshöllinni.
Blaðamaður segir Sparks að Íslendingar dansi
mikið til að halda á sér hita. Honum finnst það
ekki fjarri lagi. „Ég er spenntur fyrir því að sjá
þá hæfileika sem búa í landinu og þá ást sem er á
dansinum á Íslandi,“ segir Sparks sem ferðast
mikið um heiminn með dansnámskeið en hefur
ekki komið hingað til lands áður.
Sparks og Karaty eru líklega þekktastir fyrir
að starfa sem dómarar og danshöfundar í raun-
veruleikaþættinum So You Think You Can
Dance? (Svo þú heldur að þú getir dansað?) sem
hefur verið sýndur hér á landi. Ákveðið hefur
verið að framleiða íslenska þætti að erlendu fyr-
irmyndinni á Dansfestivalinu og munu Shane og
Dan verða Stöð 2 innan handar við gerð þeirra.
Vill vera á bak við tjöldin
Sparks er svokallaður götudansari og kennir
aðallega hipp hopp. Hann segist hafa byrjað að
dansa þriggja ára og muni varla eftir sér öðruvísi
en dansandi.
Spurður hvort hann dansi mikið sjálfur í dag,
þegar hann er ekki að kenna, segir hann það vera
minna en áður. „Þegar ég fer út að skemmta mér
dansa ég á klúbbunum en ég kem ekki mikið fram
lengur. Ég vil frekar starfa sem danshöfundur.
Mér finnst æðislegt að vera á bak við tjöldin og
sjá sköpun mína verða lifandi á sviði.“ Hann segir
vinnuna við So You Think You Can Dance? eiga
mjög vel við sig og farsæld þáttarins eigi þátt í
því að gera dansinn vinsælli í heiminum.
„Þátturinn setti dansinn í sviðsljósið, gerði
hann lifandi fyrir mörgum. Dans hefur alltaf ver-
ið alls staðar, en þátturinn lét heiminn vita hversu
mikilvægur dans er og hvað allir hafa gaman af
því að dansa,“ segir Sparks sem vann áður sem
danshönnuður fyrir kvikmyndir, tónlistar-
myndbönd og verðlaunahátíðir.
Hipp hoppi blandað við ballett
Sparks kveður danslistina vera í stöðugri þró-
un. „Stærsta þróunin síðan ég byrjaði er að nú
eru allir óhræddir við að blanda ólíkum dans-
stílum saman, hipp hoppi er jafnvel blandað við
ballett.
Það eru kannski ekki allir sáttir við þá blönd-
um og finnst mér það gamaldags hugsunarhátt-
ur. Dans er dans þó að hann heiti ólíkum nöfnum
og sé með ólíkan stíll. Allur dans kemur af sama
grunni, tjáningu líkamans. Ég þoli ekki þegar
fólk segir að þú getir ekki tjáð þig á ákveðinn
hátt ef þér er ekki kennt það spor fyrir spor.
Dans þarf ekki að vera ákveðin spor. Þú átt að
geta gert það sem þú vilt og ef þú vilt blanda sam-
an ólíkum dansstílum áttu að vera óhræddur við
að fara á námskeið og kynna þér aðra stíla. Það
er rétt eins og þú velur að gera það.“
Sparks segir að allir geti dansað. „Það geta
kannski ekki allir snúið sér á höfðinu og farið í
splitt en það geta allir smellt fingrum og stigið til
hægri og vinstri og það er að dansa.“
Sparks og Karaty koma hingað til lands í dag
og dvelja í tvær nætur og munu nýta tímann vel
til kennslu, að sögn Sparks.
„Hvernig er annars veðrið?“ spyr hann að lok-
um.
Shane Sparks úr So You Think You Can Dance? kennir hér á landi um helgina
Hipp hopp Shane Sparks er götudansari af bestu gerð og miðlar nú hæfileikum sínum hérlendis.
Allir geta dansað
Upplýsingar um Dansfestivalið er hægt að nálg-
ast á www.dancecenter.is og á www.mys-
pace.com/dancecenterreykjavik.
„Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta
sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“
Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.
Midasala: 555 2222. www.midi.is
„Hjálmar Hjálmarsson fer á
kostum í hlutverki sjón-
varpsins“
„ ... get ég ekki annað en mælt
með sýningunni, sem er
troðfull af skemmtilegum
atriðum ...“
Martin Regal,
Morgunblaðið.
„ ... konan sem sat tveim sætum
frá mér hló oft hátt og snjallt.
Og ég er viss um að hún var í raun
og veru að skemmta sér...“
Jón Viðar Jónsson, DV.
Næstu sýningar:
Lau. 9. febr. Kl. 20.00
Lau. 16. febr. Kl. 20.00
Lau. 23. febr. Kl. 20.00
Lau. 1. mars. Kl. 20.00