Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 15
MENNING
SPIKE Lee, kvik-
myndaleikstjór-
anum bandaríska,
hefur verið veittur
styrkur sem kall-
ast Wecner Prize,
að andvirði ríflega
þrjár milljónir
króna. Styrkurinn
er viðurkenning
fyrir frumleika,
gæði og heiðarleika í fari listamanns.
Spike Lee er þrettándi listamað-
urinn sem hreppir þetta hnoss.
Spike Lee
fær styrk
Þrjár milljónir fyrir
frumleika og gæði
Spike Lee
VERÐUR íslenska brátt ónothæf í
vísindasamfélaginu á Íslandi? Þess
spyrja Vísindafélag Íslendinga og
Íslensk málnefnd á málþingi sem
fram fer í dag kl. 14-17 í stofu 101 á
Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Framtíð íslenskrar tungu í vísinda-
samfélaginu á Íslandi er aðal-
umræðuefnið, en að margra mati eru
þar blikur á lofti. Aðstandendur mál-
þingsins minna á eftirtaldar stað-
reyndir:
– Fræðiskrif á íslensku eru minna
metin í vinnumatskerfi Háskóla Ís-
lands en skrif á öðrum tungumálum,
einkum ensku.
– Kennsla í íslenskum háskólum
fer sums staðar fram á ensku.
– Margar deildir Háskóla Íslands
gera þá kröfu að doktorsritgerðir
séu skrifaðar á ensku.
– Innan við þriðjungur dokt-
orsritgerða við Háskóla Íslands á ár-
unum 2000-2007 er á íslensku.
Aðstandendur málþingsins benda
á að Háskóli Íslands stefni nú að því
langtímamarkmiði að verða meðal
100 bestu háskóla heims og aðrir ís-
lenskir háskólar stefni líka hátt.
Spurt er hvort það samrýmist þeim
markmiðum að tala og skrifa ís-
lensku.
Einar Sigurbjörnsson, prófessor
og formaður Vísindafélagsins, stýrir
þinginu. Hann segir að frummæl-
endur hafi verið valdir úr öllum
greinum vísinda, og að þeir eigi það
sameiginlegt að hafa bæði tekið þátt
í erlendu samstarfi á háskólastigi og
látið mjög til sín taka hér heima
einnig. Þeir eru Ástráður Eysteins-
son, prófessor í bókmenntafræði við
Háskóla Íslands, Haraldur Bern-
harðsson málfræðingur, Íslenskri
málnefnd, Sigurður J. Grétarsson,
prófessor í sálfræði við Háskóla Ís-
lands, Þorsteinn Vilhjálmsson, pró-
fessor í vísindasögu og eðlisfræði við
Háskóla Íslands, og Örnólfur
Thorlacius, fv. rektor.
Málþingið er hið þriðja í röð ellefu
málþinga sem Íslensk málnefnd
stendur fyrir á vormisseri um ýmsar
hliðar íslenskrar málstefnu en
nefndin vinnur nú að tillögu að mál-
stefnu fyrir menntamálaráðuneytið.
Verður
íslenskan
ónothæf?
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
áhugamanna heldur tónleika
sunnudaginn kl. 17 í Seltjarn-
arneskirkju. Leikin verða
Quiet City eftir Aaron Copl-
and, Concertino í G-dúr fyrir
englahorn eftir Donizetti og
Sinfónía nr. 5 eftir Ralph
Vaughan Williams. Einleikari á
englahorn og ástaróbó er Peter
Tompkins og á trompet Jens B.
Guðjónsson. Stjórnandi er Óli-
ver Kentish.
Með tónleikunum minnist hljómsveitin þess að
hálf öld er liðin frá láti breska tónskáldsins
Ralphs Vaughan Williams, sem margir telja með-
al merkustu tónskálda síðustu aldar.
Tónlist
Englahorn
og ástaróbó
Peter
Tompkins
AUÐMÝKT er heiti myndlist-
arsýningar Birgis Snæbjarnar
Birgissonar sem verður opnuð
í Gallery Turpentine kl. 18 í
dag. Birgir segir titilinn hæfa
verkunum vel, þau séu hógvær
og auðmjúk. „Þetta eru verk
sem byggja á nokkrum postu-
línsstyttum sem ég hef fundið
og málað,“ útskýrir hann. „Ég
hef átt farsælt samstarf við
Vigfús Birgisson ljósmyndara
og í sameiningu hefur okkur tekist að skapa heim
eða andrúm í kringum þessar styttur. Andrúm
sem á í raun fátt skylt við ljósmyndir og er einnig
komið ansi langt frá upprunalegu hlutnum.“
Sýning Birgis stendur til 1. mars.
Myndlist
Auðmýkt Birgis
í Turpentine
Birgir Snæbjörn
Birgisson
EIN þekktasta djasssveit
Letta, Riga Groove Electro,
heldur tónleika á Gauki á
Stöng í kvöld. Riga Groove
Electro hefur tekið þátt í fjöl-
mörgum djasshátíðum um all-
an heim, og er nú komið að Ís-
landi. Í tilkynningu segir að
tónlist sveitarinnar sé blanda
af nokkrum stefnum, þ.á.m.
electro jazz, groove og drum
& bass, ásamt svonefndum
funky & free jazz. Sveitin hefur starfað með lista-
mönnum á borð við Sofiu Rubin, Neff Irizarry,
Valerius Ramoska, Brian Melvin og Toomas
Rull. Sérstakur gestur er Seth Sharp. Húsið
verður opnað kl. 19 og aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Lettneskur djass
á Gauki á Stöng
Seth
Sharp
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ er akkúrat núna, þegar þú
heldur að fyrsta blessaða vornálin sé
farin að stinga sér upp úr iðrum
jarðar, að … Æ! það byrjar allt upp
á nýtt, snjór, kuldi, kóf og bítandi
bölvuð ísnál, og þig langar í sól-
arferð. Og nú er hún einmitt í boði á
verði sem þú hefur aldrei séð fyrr.
„Sólarferð hefur staðist tímans
tönn. Ég er mikill aðdáandi þessa
verks, og reyndar fleiri verka eftir
Guðmund Steinsson, eins og Stund-
arfriðar og Garðveislu. Þetta er stór-
brotin íslensk klassík sem hlýtur að
verða partur af leikhefðinni og þeirri
„karúsellu“ leikrita sem rúlla gegn-
um leikhúsin á 10 ára fresti, rétt eins
og Shakespeare, Ibsen og Strind-
berg eru leiknir reglulega. Þetta eru
stóru verkin okkar, verkin sem tala
til okkar, alltaf.“
Þetta segir Benedikt Erlingsson,
en hann leikstýrir uppfærslu Þjóð-
leikhússins á Sólarferð eftir Guð-
mund Steinsson sem frumsýnd verð-
ur á stóra sviðinu í kvöld.
Það ósagða æpir á mann
„Það sem sérstaklega höfðar til
mín er leikstíllinn. Gagnrýnendur á
sínum tíma skutu fast á Guðmund og
sögðu að þetta væri fátæklegur
texti. Það er engin eftirminnileg
setning í leikritinu. En það er snilld
Guðmundar, hvernig fólk talar um
ekki neitt, fánýta hluti, en milli
orðanna eru þagnir og sagnir sem
segja okkur allt. Það ósagða æpir á
mann. Þetta er leiktexti. Það hefur
verið óskaplega gaman og stórkost-
leg skemmtun fyrir okkur leikhús-
fólkið að vinna með þennan fánýta
texta. Hann gefur okkur tækifæri.
Og svo ég haldi áfram að mæra
handverkið, þá er líka mikil drama-
túrgía innbyggð í þá undarlegu
framvindu, sem varla er framvinda,
en heldur okkur við efnið.“
Að halda prímatanum við efnið
Benedikt segir að það sé starf
leikstjórans að vinna með dramatúr-
gíu sýningarinnar, halda „prímat-
anum“ í salnum við efnið, með fram-
vindu og breytingum á tempói og
öðrum tiltækum meðulum. Hins
vegar sé þessi vinna innbyggð í verk
Guðmundar. „Með vinnu minni í
verkinu er ég að hneigja mig fyrir
höfundarleikhúsinu.
Við höfum öll lagt á það gífurlega
áherslu að læra textann okkar orð-
rétt utan að, og leika þankastrik
Guðmundar sem þagnir og hlýða
honum. Það hefur verið prinsipp að
hnika engu til. Gamlir málfars-
brandarar, þar sem Guðmundur læt-
ur fólk staðfastlega tala vitlaust mál,
fá að halda sér og það heyrist líka
hvernig málsnið okkar hefur breyst
á þrjátíu árum.“
Benedikt segir heimspeki verks-
ins liggja í leit manneskjunnar að
paradís, í hjónabandinu og sam-
böndum fólks. „Það eru stórar til-
vistarspurningar í verkinu. Við
þekkjum þetta öll í einhverri mynd,
jafnvel þótt við höfum ekki farið á
sólarströnd. Þeir sem hafa farið í
sumarbústað eða laumast eitthvað í
burtu, eða átt í ástarsambandi um
lengri tíma, geta fundið til sam-
kenndar með Nínu og Stefáni.“
Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer með
hlutverk Nínu og Ingvar E. Sigurðs-
son er Stefán. „Þetta eru stærstu
hlutverk í íslenskum leikbók-
menntum. Þau eru á sviðinu allan
tímann, allt verkið á enda – sjö
þætti, og tala saman um fánýta
hluti.“
Þjóðleikhúsið sýnir Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
Snilld í fánýtum orðum
Við fylgjumst með hópi íslenskra ferðamanna sem er samankominn á
spænskri strönd. Þessa dugnaðarforka, afkomendur víkinganna, þyrstir í
að njóta lífsins lystisemda á þessum heita, framandi stað, þar sem allt flóir í
ódýru áfengi og boð og bönn hins venjubundna lífs eru víðs fjarri. Leit
ferðafélaganna að lífshamingju í þessu „himnaríki holdsins“ birtist okkur á
bráðfyndinn hátt, en undir niðri kraumar sársauki sem erfitt er að leyna.
Á sandölum og ermalausum bol
ÞANN fyrsta janúar sl.
felldi Listasafn Reykjavík-
ur niður aðgangseyri að
söfnum sínum, þ.e. Kjar-
valsstöðum, Ásmundarsafni
og Hafnarhúsi. Þótt stutt sé
liðið frá þessu, aðeins einn
og hálfur mánuður, er
marktækur munur á að-
sókn, að sögn markaðs- og
kynningarfulltrúa safnsins,
Soffíu Karlsdóttur. Sé sama tímabil árið 2006
skoðað (Kjarvalsstaðir voru lokaðir á þessum
tíma í fyrra þannig að þar var ekki hægt að
bera þetta tímabil saman við tímabilið í ár) hef-
ur aðsókn aukist um heil 240%. „Það er rosaleg
aukning,“ segir Soffía.
Soffía segir að engar stórsýningar hafi verið
á þessum tíma, enginn Ólafur Elíasson, þannig
að ekki sé hægt að skýra aðsóknina með því.
„Við erum að bera saman sambærilega hluti,“
segir Soffía. Aðsóknin sé mæld í söfnunum þó
svo að ekki sé rukkað inn og meira að segja sé
fylgst með aldri og kyni sýningargesta. Það sé
iðulega fullt af fólki í söfnunum, einkum þó á
Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi. Þá hefur
vörusala aukist um 160% og veitingasala um
230%. Soffía telur tvennt koma til, fleiri komi í
safnið og fólk eyði frekar peningum í vörur og
veitingar þurfi það ekki að greiða aðgangseyri.
Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort aukin
veitinga- og vörusala vegi upp á móti því að fá
ekki lengur tekjur af sölu á aðgöngumiðum. Þá
verði einnig að hafa í huga að opið sé í Hafn-
arhúsi á fimmtudagskvöldum og boðið upp á
viðburði sem eru vel sóttir, að sögn Soffíu. Að-
gangur hafi aukist að Listasafni Reykjavíkur
undanfarin ár, en greinilegt stökk hafi verið nú
í upphafi sýningarárs með ókeypis aðgangi.
Aðsókn að söfnum jókst um 240%
Morgunblaðið/Einar Falur
Í Hafnarhúsi Feneyjasýning Steingríms
Eyfjörð, Lóan er komin, stendur enn yfir í
Hafnarhúsi og allir geta séð hana ókeypis.
Soffía Karlsdóttir
♦♦♦
Sólarströnd Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í notaleg-
heitum sem Nína og Stefán í leikriti Guðmundar Steinssonar.
Sólarferð Róbert Arnfinnsson og
Þóra Friðriksdóttir í frumupp-
færslu Sólarferðar árið 1976.
Höfundur: Guðmundur Steinsson
Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Leikmynd: Ragnar Kjartansson
Búningar: Margrét Sigurðardóttir
og Ragnar Kjartansson
Tónlist: Kristinn Árnason
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Est-
her Talía Casey, Halldóra Björns-
dóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Juan
Camilo Ronán Estrada, Kjartan
Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.
Sólarferð