Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 33 ✝ Kristinn Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1954. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Herdís Sím- onardóttir, f. í Reykjavík 23. júní 1921, d. 20. nóv- ember 2002 og Kristján Sím- onarson stýrimað- ur, f. í Reykjavík 21. október 1920, d. 5. ágúst 1955. Systkini Kristins eru: 1) Ása, f. 1946, gift Sigurði Haukssyni, 2) Margrét, f. 1947, gift Þorsteini J. Stefánssyni, 3) Ingibjörg, f. 1947, sambýlismaður Sverrir Ingólfs- son, Ingibjörg var gift Þórarni Einarssyni, og 4) Símon, f. 1952, kvæntur Sigríði Guðbergsdóttur. hóf ungur kennslu í íslensku; kenndi við Námsflokka Reykja- víkur með námi og var sendikenn- ari í Helsinki í Finnlandi 1980– 1981. Hann kenndi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1984-1989, einn vetur við Iðnskólann í Reykjavík, en lengst af kenndi hann í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Þar var hann einn af frumkvöðlum fjarkennslu og samdi einnig kennsluefni fyrir fjarkennslu. Áð- ur hafði hann samið kennslubók í íslensku; Íslenskar bókmenntir 1550–1900 (útg. 1996). Kristinn var einn stofnenda fé- lags sem hafði það að markmiði að efla veg íslenskra glæpasagna; Hins íslenska glæpafélags. Hann var fyrsti foringi félagsins og heiðursforingi þegar hann lést. Kristinn ritstýrði glæpasögunni Leyndardómar Reykjavíkur 2000 (útg. 2000) sem skrifuð var af átta glæpasagnahöfundum. Kristinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kristinn lætur eft- ir sig soninn Vilberg, f. 22. desember 1986, sem hann átti með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Bryndísi Vilbergs- dóttur, f. 1959. Kristinn ólst upp í Hlíðunum, gekk í Fram á unga aldri og var mikill áhuga- maður um fótbolta. Hann hóf skólagöngu sína í Ísaksskóla, fór þaðan í Hlíðaskóla og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hann stundaði nám í íslensku og lauk BA-prófi 1979. Hann lauk Cand. Mag-prófi í íslenskum bók- menntum 1983 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1984. Kristinn Kær bróðir er látinn. Það er erfitt að skrifa minningargrein um yngri bróður en aðeins tvö ár voru á milli okkar. Við vorum góðir vinir og mikið saman í æsku. Við bræður ólumst upp á Miklubraut 88 ásamt þremur eldri systrum og einstakri móður. Faðir okkar féll frá árið 1955 þegar Kristinn var aðeins 11 mánaða gam- all. Æskuárin voru góð á Miklubraut og lifa margar góðar minningar. Við bræður æfðum fótbolta með Fram og byrjuðum í ruslinu eins og það var kallað á gamla Framvellinum. Við vorum ungir að árum, Kristinn að- eins 5 ára og með þeim yngstu á æf- ingum. Á þessum árum var mikil æv- intýraför að ganga frá Miklubraut á gamla Framvöllinn og er sérstaklega minnisstætt að klifra niður brekkuna hjá Sjómannaskólanum sem þótti frekar há fyrir stutta fætur. Við áttum skemmtilegar stundir í Kaldárseli nokkur sumur, en mikil gæfa var fyrir okkur að komast í sveit að Fjalli á Skeiðum þar sem Kristinn dvaldi í fimm sumur og hafði mikla ánægju af. Það var þroskandi fyrir borgarstráka að kynnast lífinu í sveitinni, okkur þótti sveitavinnan skemmtileg og þá sérstaklega að fá að keyra dráttarvélarnar. Á Fjalli var mikill áhugi á bókmenntum, mik- ið til af góðum bókum og gömlum tímaritum og var lesið þegar tími gafst til. Kristinn hafði alltaf sýnt bókmenntum mikinn áhuga en ég tel að þarna hafi áhugi hans á bók- menntum aukist. Kristinn las alla tíð mikið og var Borgarbókasafnið í Þingholtunum einn af hans uppá- haldsstöðum. Hann gat horfið í lang- an tíma og þegar farið var að leita fannst Kristinn liggjandi bak við sófa að lesa Kim-leynilögreglubækurnar eða Nonna og Manna. Kristinn var góður námsmaður og mjög samviskusamur. Menntun hans var cand. mag. í íslenskum bók- menntum frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Aðalstarf Kristins var síðan kennsla og hafði hann mikinn áhuga á starfinu og að fræða ung- menni um bókmenntir þó áhugi væri misjafn hjá nemendum. Kristinn hafði alltaf mikinn áhuga á glæpasögum og átti stóran þátt í að vekja athygli og áhuga á glæpasög- um á Íslandi. Kristinn var fyrsti glæpaforingi Hins íslenska glæpa- félags og starfaði í samvinnu með sambærilegum félögum á Norður- löndum og í Evrópu. Hann var mjög áhugasamur um þessa samvinnu og hafði á orði að þetta væri hans golf. Síðustu ár voru Kristni erfið vegna alkóhólisma. Það er mín von að Kristni líði betur núna og ég er viss um að vel verður tekið á móti honum. Við Sigga, Kristján og Guðbjörg Huld vottum Vilberg okkar dýpstu samúð og megi góðar minningar um góðan föður hjálpa honum á þessum erfiðu tímum. Símon Kristjánsson. Í fórum mínum á ég ljósmynd þar sem við stöndum fjórir menntaskóla- strákar framan við Menntaskólann við Hamrahlíð nýbyggðan. Myndin er góð og mér verður oft hugsað til hennar, þó aldrei meir en síðustu daga eftir að ég frétti lát eins fé- lagans á myndinni, Kristins Krist- jánssonar. Á myndinni erum við á morgni lífsins og vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, hvernig hátti hádegi lífs okkar eða kvöldi. Við Kristinn ólumst upp sitt hvor- um megin Miklubrautarinnar löngu áður en gatan varð að þeirri umferð- arelfur sem hún síðar varð. Allt frá upphafi skólagöngu okkar beggja til stúdentsprófs, vorum við aldrei fjarri hvor öðrum. Eins og gerist fækkar þeim skiptum þegar skólabræður rekast hver á annan þegar brauð- stritið tekur völdin. Allra síðustu ár bar fundum okkar Kristins nokkrum sinnum saman af tilviljun og sögðum við hvor af annars högum. Hann hafði augljóslega mikla ánægju af og hafði sett sig vel inn í heim glæp- areyfara. Sérstakt blik var í augum hans þegar hann sagði mér af syni sínum og einnig því að hann væri að kaupa íbúðina á Miklubrautinni þar sem hann ólst upp. Meðal þeirra sem voru okkur sam- tíða í skóla var Gylfi Guðlaugsson, vinur minn úr Skaftahlíð. Gylfi lést langt fyrir aldur fram fyrir tæpum þrjátíu árum. Gylfi og Kristinn urðu miklir vinir og félagar á unglingsár- unum þegar samskipti unglinga eiga til að breytast og vinahópar skipast með öðrum hætti en á bernskuárun- um. Það er sárt til þess að vita að þeir félagar skulu nú báðir látnir. Það er sama hvernig við hugsum lífshlaup okkar, ef við leggjum yfir- leitt á ráðin með það, því atburðir og aðstæður breyta stöðugt því sem áð- ur kann að hafa verið ráðgert. Þannig skipta viðbrögðin við hinum ófyrir- séðu aðstæðum meiru en þær háleitu hugmyndir sem við kunnum að hafa lagt upp með á morgni lífs okkar. Blessuð veri minning hins góða drengs, Bolli Héðinsson. Vorið 1999 komu norrænir glæpa- sagnahöfundar í heimsókn til Reykjavíkur og tóku þátt í dagskrá sem haldin var í Norræna húsinu. Einnig voru pallborðsumræður með þátttöku gesta í sal. Meðal þeirra sem þar komu við sögu var Kristinn Kristjánsson íslenskukennari. Eftir upplesturinn var móttaka þar sem erlendu höfundarnir mættu ásamt íslenskum höfundum og fleiri gestum. Þar sagði Kristinn frá SKS, norrænu glæpasagnasamtökunum, sem hann hafði kynnst í gegnum starf Norræna sumarháskólans. Hvatti hann alla góða menn sem þarna voru staddir til að stofna með sér félag sem gæti orðið aðili að SKS. Það fékk góðar undirtektir og var skipuð undirbúningsnefnd. Þetta sama haust var svo haldinn stofnfundur í Gunnarshúsi og þar var ákveðið nafnið „Hið íslenska glæpa- félag“. Kristinn var kjörinn „foringi“ og það varð síðar „glæpaforingi“ í daglegu tali. Starf félagsins fór af stað með krafti. Það voru skipulagðir upp- lestrafundir og fljótlega var efnt til fyrstu smásagnasamkeppninnar af mörgum. Skipuð var dómnefnd sem árlega valdi íslenska glæpasögu til að taka þátt í samkeppni SKS um bestu norrænu glæpasöguna. Snemma árs 2000 kom Félag bókaútgefenda að máli við Kristin og bað hann um að standa fyrir og rit- stýra bókargerð þar sem 8 glæpa- sagnahöfundar skrifuðu hver sinn kaflann, hver á eftir öðrum og án alls samráðs. Þannig varð til bókin Leyndardómar Reykjavíkur 2000 og var hún gjafabók í viku bókarinnar það vorið. Kristinn stjórnaði þessu verki af skörungsskap og er hann skrifaður sem meðhöfundur að síð- asta kaflanum því það þurfti glöggan mann til að hnýta alla lausa enda. Annars hafði Kristinn engan áhuga á að skrifa sjálfur sögur, hann kaus að rannsaka, lesa og njóta. Í lögum HÍG stendur að félagið skuli stuðla að viðgangi íslensku glæpasögunnar. Segja má að það hafi tekist fullkomlega því nú koma út fjölmargar sögur á hverju ári og eru jafnan meðal þeirra söluhæstu. Ís- lenskar glæpasögur eru gefnar út um allan heim og seljast í stórum upp- lögum. Félagið hefur því náð tilgangi sínum en það er sjaldgæft hjá svona þrýstihópum. Það er enginn vafi á að Kristinn er sá einstaklingur sem þarna kom mestu í verk. Um leið má þakka honum að margir Íslendingar sem aldrei lásu bók eru nú sokknir á kaf í íslenskar glæpasögur og lesa nú bækur sér til mikillar ánægju. Allur lestur er þroskandi og lestur á einni grein bókmennta leiðir til lesturs á annarskonar bókum líka. Við höfum heyrt margar sögur af því. Kristinn sagði frá því að hann hefði lent inn á þessari „glæpabraut“ vegna þess að hann var fús til að við- urkenna að hann læsi og hefði áhuga á glæpasögum. Það var sjaldgæft hjá virðulegum íslenskufræðingi og þess vegna var honum ýtt út í þessi sam- skipti við Norræna sumarháskólann þar sem hann kynntist SKS. Kristinn var brautryðjandi í þessum menning- arheimi og verður hans minnst sem slíks með söknuði. Stjórn Hins íslenska glæpafélags. Meira: mbl.is/minningar Er þegar öflgir ungir falla sem sígi í ægi sól á dagmálum. (Bjarni Thorarensen.) Lífið er eitt allsherjar ferðalag og þeir sem verða samferða um stund eiga sameiginlegan fjársjóð í minn- ingunum. Árið 1990 bættist Kristinn í hóp okkar íslenskukennara Fjöl- brautaskólans við Ármúla og í mörg ár störfuðum við saman sem sterk liðsheild. Hópurinn sótti námskeið hérlendis sem erlendis og mynduð- ust þá sterk vinatengsl. Í minning- unni eru margar ógleymanlegar stundir frá ferðalögum og námskeið- um, hvort sem var á slóðum víkinga í Noregi, með frændþjóðinni í Færeyj- um eða við klifum Drangey í Skaga- firði með starfsfélögum. Kristinn hafði næmt auga fyrir náttúrunni, hvort sem var himingeimurinn, land- ið eða gróðurinn. Hann hjólaði gjarn- an til vinnu og lengst af var hann göngugarpur mikill. Deildarfundir voru oftast haldnir í heimahúsum, þar á meðal bæði á Grundarstíg og á Miklubraut. Einn síðustu þessara funda var haldinn á bernskuheimili Kristins þar sem hann var orðinn húsbóndi og ógleym- anleg er stundin þegar hann leiddi okkur um íbúðina, útskýrði hvar hvert systkinanna hafði aðsetur, og sýndi okkur hluti frá fyrri tíð. Hann talaði af hlýju um fjölskyldu sína og dáðist að dugnaði móður sinnar sem varð ung ekkja með stóran barnahóp. Sjálfur var hann ábyrgur uppalandi og deildi með okkur sýn sinni á föð- urhlutverkið. Þegar kom að því að skólinn okkar gerðist þróunarskóli í upplýsinga- tækni vann Kristinn ómetanlegt frumkvöðlastarf sem enn sér stað á heimasíðu skólans. Hann var ákaf- lega hugmyndaríkur hvort sem var í leik eða starfi, samdi oft handrit að leikþáttum og hvers kyns uppákom- um sem deildin þurfti að standa fyrir. Hann var frábær fagmaður, höfund- ur kennsluefnis og oft manna fyrstur til að koma auga á nýjar leiðir í kennsluháttum. Síðastliðið ár skildu leiðir og sá skilnaður var okkur öllum erfiður en vonin um að úr rættist var alltaf til staðar. Nú er samferðinni lokið en minningin um vel gefinn og skemmti- legan félaga lifir. Við sendum Vil- bergi syni hans, systkinum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Una Þóra, Sveinbjörg, Ólafur Hjörtur og Eiríkur Páll. Kristinn Kristjánsson íslensku- kennari er látinn langt fyrir aldur fram. Hann kenndi lengst af við Fjöl- brautaskólann í Ármúla og fyllti þar flokk öflugra móðurmálskennara. Hann var brautryðjandi m.a. í fjar- kennslu og var höfundur kennslu- bóka. Kristinn var lengi virkur þátttak- andi í starfi Samtaka móðurmáls- kennara. Hann sótti helstu fundi og ótal námskeið á þeirra vegum bæði hérlendis sem erlendis um langt ára- bil. Kristinn var góðum gáfum gædd- ur, ljúfur og spaugsamur félagi. Við sem nutum samvista við hann við leik og störf sjáum á bak góðum félaga með söknuði. Samtök móðurmálskennara senda syni Kristins innilegar samúðar- kveðjur sem og fjölskyldu hans og vinum. Fyrir hönd Samtaka móðurmáls- kennara, Guðlaug Guðmundsdóttir. Við áttum saman að sælda margra ára skeið í FÁ og bar ekki skuggann á – fyrr en undir starfslok mín við skólann, en þá var Kristinn orðinn slíkur vörzlumaður í víngarði heims- ins að háði honum í starfi og gekk nærri heilsu hans og þeim mun meira sem hann var viðkvæmur í lund og auðsærður, vetrarkvíðinn að jafnaði – og neitaði að leita sér læknishjálp- ar. Hann var úrvalskennari meðan tók á heilum sér, hugkvæmur verk- efnasmiður, setti saman kennslu- bækur, vel að sér í allri upplýsinga- tækni sem gagnast nemendum og kennurum, skyggn og gefandi á gott efni, nákvæmur og oft smámunasam- ur, eftirgangssamur við vanskilafólk, en raungóður þeim sem áttu undir högg að sækja og hélt hjörð sinni vel til haga; hljóðlátur og hlýlegur í fasi og brosti upp til augna meðan verald- arhjól snerist honum í vil. Hann hafði gott skopskyn, sá heiminn oft í ská- höllu ljósi, fjölfróður um ótrúlegustu hluti – t.d. glæpasögur og fótbolta; var reyndar efnismaður í þeirri íþrótt; hjálpsamur og liðtækur við hvers konar verk, traustur vinur. Samt var hann einfari og batt ekki trúss sín svo auðveldlega með öðrum heima fyrir. Hann bjó lengst af einn, var nákominn móður sinni og reynd- ist henni vel, átti einn son sem hann var afar stoltur af, manndómspilt. Vinum og samstarfsfólki var mikil raun að sjá Kristin sigla undir fullum seglum út á einhvers konar ómælis- djúp þar sem sífellt færri áttu sam- leið með honum. Margir reyndu að fá hann til að rifa segl, en árangurslaust til lengdar þótt stundum sæi hann til lands, en þó ekki til að ná áttum. Í raun sagði hann skilið við heim hins hversdagslega vafsturs og síðustu misseri hélt hann löngum stundum til á einhvers konar sjálfsköpuðum Harðskafa. Kristinn varð bráðkvaddur á heim- ili sínu um liðna helgi. Ég kveð hann með vísu úr ljóði eftir Grím Thomsen og vona að skáldið hafi rétt fyrir sér: Verður skyggn, að sólu setztri, sál er losnar holds við ok; stjarnan skæra skín í vestri, skoða ég hana í vökulok. Vilberg syni hans, systkinum og öðrum ástvinum sendi ég samúðar- kveðju Sölvi Sveinsson. Testosteron er sennilega ekki það fyrsta sem fólki datt í hug þegar það mætti okkur félögunum, mér og Kristni á förnum vegi. Ekki svo að skilja að við værum ekki þokkalega á okkur komnir, en hvorki líktumst við Skarphéðni né Gunnari, hvað þá vaxtaræktarköppum nútímans. En þannig er að fyrir margt löngu var ég að koma heim með henni Kollu minni. Við höfðum verið að sjá kvikmyndina Skagen málararnir, hugljúfa mynd og ég með tár á hvarmi. Þegar heim var komið var klukkan langt gengin í miðnætti. Ég rauk beint í símann og hringdi í Kristin. Ég tjáði honum að nú gengi þetta ekki lengur, hann yrði að fara sem fyrst með mér á almenni- lega testosteronmynd. Þar með varð Testosteronklúbburinn til. Markmið klúbbsins var að fara á níu myndir á ári. Myndir þar sem karlmennskan og glæpurinn væru í aðalhlutverki. Markmiðið með níu myndir á ári náð- ist aldrei. Mig minnir að metið hafi verið fimm myndir á einu ári en mikið skemmtum við okkur. Fljótlega bættust tveir í hópinn, þeir Sveinn og Pálmi. Við Kristinn stjórnuðum og völd- um myndir, hinir höfðu tillögurétt. Kristinn, þessi friðsemdarmaður, hafði góðan smekk fyrir glæpum og hetjum sem gátu leyst úr hinum flóknustu flækjum. Ætíð urðu úrvals- myndir fyrir valinu. Aðeins einu sinni varð okkur á í messunni. Við vorum að fara tveir félagarnir að sjá Brúsa í Hörðum dauðdaga, man ekki númer hvað. Við vorum seinir fyrir. Rudd- umst inn í salinn og komum okkur fyrir. Ræman var farin að rúlla. Eitt- hvað fannst okkur þetta skrýtið. Ég leit í kringum mig og sagði við Krist- in: Hér eru sko ansi fáir Brúsa-aðdá- endur! Augnabliki síðar varð okkur ljóst að við vorum lentir á myndinni Svefnlaus í Seattle. Við þeyttumst út, fundum rétta salinn en misstum af upphafssenunni hjá Brúsa … Nú er orðið of seint fyrir okkur Kristin að fara saman og sjá upphaf myndarinnar. Þessi góði félagi minn er fallinn frá. Í byrjun desember fór- um við saman að sjá trylli með einni uppáhaldsleikkonunni okkar, henni Jodie Foster. Við sátum einir í bíó- salnum. Bara við tveir félagarnir. Frábær mynd. Ég kvaddi félaga Kristin á tröppunum við Miklubraut- ina með þá heitu ósk á vörum að við yrðum þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja saman gamlir menn á elliheim- ilinu. Sitja þar og ræða um allar te- stosteronferðirnar og hræra öllum myndunum saman í einn graut. Þetta var síðasta samvera okkar Kristins. Við sjáum ekki fleiri glæpamyndir saman. Við í Testosteronklúbbnum munum sakna hans. Við munum halda uppi merki klúbbsins lengi. Velja myndir af kostgæfni og velta fyrir okkur hvað Kristinn hefði sagt að mynd lokinni. Við félagarnir sendum Vilbergi, systkinum Kristins og öllum vinum og vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Testosteronsklúbbsins Gísli Þór Sigurþórsson. Kristinn Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Krist- inn Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.