Morgunblaðið - 02.03.2008, Side 1

Morgunblaðið - 02.03.2008, Side 1
Magnaðar stundir í leikhúsinu Kommúnan >> 68 Leikhúsin í landinu STOFNAÐ 1913 61. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HRAFN Sveinbjarnarson, héraðs- skjalavörður í Kópavogi, segir að týnd skjöl séu tifandi tímasprengjur á Íslandi. Af á annað þúsund skjala- brettum í Þjóðskjalasafni segir hann minnsta hlutann fullnægjandi skráð- an, en óskráð skjöl eru týnd skjöl. Hrafn segir Þjóðskjalasafn Ís- lands enga burði hafa til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með op- þær reglur sem Þjóðskjalasafnið hefur sett. Hrafn bendir á að skjalasafn sé ekki einasta til fyrir hagsmuni þess opinbera heldur líka borgaranna. Það sé ein af forsendum réttarrík- isins að allir séu jafnir fyrir lögunum um rétt til skjala og þar sem skjala- vörzlu er áfátt þar er borgaralegum réttindum og sjálfu réttarríkinu ógn- að. Tifandi tímasprengjur Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður segir að ónóg skjalaskráning bitni á réttindum ríkisins og borgaranna inbera kerfinu og ekki geri mennta- málaráðuneytið neitt til þess að bæta þar úr. Því sé nauðsynlegt að koma safninu úr ráðuneytinu og undir Al- þingi sem eftirlitsstofnun á borð við Ríkisendurskoðun. Eftir höfðinu dansa limirnir og linka menntamála- ráðuneytisins um málefni Þjóð- skjalasafnsins hefur leitt af sér, að fyrirmæli safnsins eru að litlu eða engu höfð í opinbera geiranum og í upplýsingafræði í Háskóla Íslands eru kennd atriði sem ganga þvert á  Lausungin ógnar rétti | 10 Ef lögreglan í Austurríki hefði far- ið eftir vísbendingum um Wolfgang Priklopil, sem árið 1998 rændi henni og hélt í átta ár, hefði mátt bjarga henni nokkrum vikum eftir að hún hvarf. Enn uppnám vegna Kampusch Paul Gascoigne var snillingur í fót- bolta, en reyndist erfitt að höndla frægðina og álagið, sem fylgdi íþróttinni. Og enn hefur sigið á ógæfuhliðina eftir að ferlinum lauk. Gæfan ekki á sveif með Gascoigne Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is „Í KRINGUM 1968 var hugmyndafræðin komin í þrot, það urðu pólitísk og menningarleg skil, heimurinn var ekki bara svartur og hvítur,“ segir Birna Þórðardóttir um árið sem kynslóð hennar er kennd við. „Það var sprenging í allri list- sköpun,“ segir Benóný Ægisson um þetta tiltekna ár og Kristjáni Guðlaugssyni eru efst í huga þeir stóratburðir sögunnar, sem mynduðu rammann um þessa „kynslóð“ og á við Víetnamstríðið, inn- rás sovéska hersins í Tékkóslóvakíu og fleiri at- burði, sem kyntu undir vaxandi æskuhreyfingu um alla veröld. Sjálfur man hann helst eftir að hafa kastað tómat í Pípínellís, utanríkisráðherra grísku herforingjaklíkunnar, og að árið 1968 endaði með að honum var vikið úr MH fyrir leið- ara í skólablaðinu um hrottaskap lögreglunnar. Hjá Birnu endaði árið með því að hún var barin í hausinn á miðjum Austurvelli og þar með úr við- urkenndu borgaralegu samfélagi að eigin sögn. Í ár er afmæli 68-kynslóðarinnar, hún er fertug og þeir sem henni tilheyra því á sextugs- og sjötugs- aldri. Af því tilefni fékk Morgunblaðið sextán manns til að svara nokkrum spurningum, sem varpa ljósi á hugsjónir þeirra þá og nú, tíðarand- ann árið 1968 og arfleifð þessa róstusama tíma- bils þegar unga kynslóðin lét að sér kveða sem aldrei fyrr. Og hafi einhver vaðið í þeirri villu og svíma að 68-kynslóðin hafi upp til hópa verið hippar kemur annað á daginn, a.m.k. samkvæmt hinni þröngu skilgreiningu um kommúnu, dóp og frjálsar ástir. Margir mótmæltu þó ýmsum borgaralegum gild- um, auðvaldshyggju, stríðsrekstri, úreltu skóla- kerfi og þar fram eftir götunum og héldu á lofti baráttumálum svo sem jafnrétti kynja, kynþátta og samkynhneigðra. Kjartan Gunnarsson segir að þótt ekki hafi ver- ið ætlun hippanna að styrkja hið borgaralega þjóðskipulag, hafi þeir gert það með óbeinum hætti, þeir hafi opnað huga hinna borgaralega sinnuðu jafnaldra sinna fyrir þeim möguleika að skoða heiminn nýjum augum og gefa sér ekki að óbreyttu hugsunarhátt stöðnunar. Tónlistin sameinaði Eitt sameinaði þó 68-kynslóðina umfram ann- að, en það var tónlistin. „Tónlistin var notuð sem skilaboðakerfi og varð mjög leitandi og til- raunakennd,“ segir Magnús Kjartansson. Þótt Jó- hann Páll Valdimarsson dýrki enn tónlist frá þessum tíma, finnst honum óþægilegt að heyra hvað fíkniefni voru samofin henni í mörgum til- fellum. Raunar nefndu flestir fíkniefnaneyslu sem helsta ljóð á ráði allt of margra af 68- kynslóðinni. 68-kynslóðin  Tíðarandinn  Viðhorfin  Hugsjónirnar  Arfleifðin Benóný Ægisson Anna Sigríður Pálsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Birna Þórðardóttir Kjartan Gunnarsson Þuríður Sigurðardóttir Jafet S. Ólafsson Álfheiður Steinþórsdóttir Kristján Guðlaugsson Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Magnea J. Matthíasdóttir Kristín Jóhannesdóttir Úr fjötrum fortíðar Jóhann Páll Valdimarsson Jón Ársæll Þórðarson Magnús Kjartansson Lóló Guðmundsdóttir Kynslóðin sem var um tvítugt kringum 1968 og oftast er kennd við það ár eða hippa þótti uppreisnargjarnari og fara aðrar leiðir en ungu kynslóðirnar á undan  Blómatími 68-kynslóðarinnar | 22 VIKUSPEGILL Þegar Kosovo lýsti yfir sjálfstæði brutust út mótmæli og óeirðir í Belgrad, höfuðborg Serbíu, þar sem þjóðernissinnar fóru með rull- ur upp úr gömlum handritum. Berserksgangur í Belgrad SUNNUDAGUR DANS- VEISLA ÍSLANDSMEISTARA- MÓT TÍU DANSA UPPSKERUHÁTÍÐ >> 59 SPÁ- MAÐUR LAZARUS LIFNAR VIÐ Á TIMES-TORGI NÝ PLATA HJÁ NICK CAVE >> 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.