Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „UMRÆÐAN um tekjumeðal- töl aldraðra gefa ekki bestu myndina af stöðu þessa hóps,“ sagði Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins (TR), í erindi sem hún flutti um aldraða og hlut- verk almannatrygginga í vel- ferðarþjónustu á málþingi BSRB á föstudag. Hún sagði að Landssamband lífeyrissjóða og TR hefðu verið í samstarfi við að greina aldurshópa á bilinu 67–102 ára og uppruna tekna þeirra, með tilliti til þátta á borð við fjármagnstekjur, atvinnutekjur og lífeyr- issjóðstekjur. Greiningin væri gerð til að unnt væri að átta sig á því hvernig almannatryggingakerfið þyrfti að vera til að mæta betur þörfum aldraðra. „Öldruðum verður að mæta á fjölbreyttan hátt því að innan hvers hóps eru einstaklingar sem hafa mjög miklar tekjur og keyra upp meðaltalið á með- an hópurinn í heild hefur tiltölulega lágar tekjur. Það hefur komið í ljós að meðaltal tekna lækkar hvorki né eykst með neinni reglu með hækkandi aldri,“ sagði Sigríður. Hún sagði þó áberandi að aldraðir karlar hefðu mun meiri tekjur en konur. Þegar miðgildi tekna ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóð- um væri skoðað sæist að skalinn færi í 160 þúsund krónur hjá körlum en 100 þúsund krónur hjá kon- um. Í niðurstöðum greiningarinnar kom m.a. fram að um 10% fólks í elstu aldurshópunum hafa engar lífeyrissjóðstekjur og jafnframt eru yfir 60% þeirra sem eru eldri en 85 ára með innan við 50 þúsund krónur í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Einnig kom fram að um 30% fólks í aldurshópnum 65-69 ára hafa engar lífeyrissjóðstekjur. „Við verðum að átta okkur á þessu þegar við skoðum samspil þessara kerfa [almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfa]. Við verðum að tryggja þeim lífsafkomu sem engar tekjur hafa,“ sagði Sigríður Lillý. Helmingur ellilífeyrisþega undir 75 ára aldri hefur engar fjármagnstekjur Þegar aðrar tegundir tekna voru skoðaðar sást að þriðjungur fólks 65-69 ára hefur slíkar tekjur og vakti Sigríður Lillý athygli á því að helmingur elli- lífeyrisþega yngri en 75 ára hefði ekki fjármagns- tekjur, en einungis þriðjungur fólks eldra en 85 ára. Hún sagði engar haldbærar skýringar vera á því hvers vegna fjármagnstekjueigendur væru hlut- fallslega svo margir í eldri aldurshópunum. „Hugs- anlega er það svo að elstu ellilífeyrisþegarnir eru samviskusamari þegar kemur að því að veita TR tekjuupplýsingar,“ sagði Sigríður Lillý. 10% í elsta aldurshópi fá engar lífeyrissjóðstekjur Í HNOTSKURN » Landsmönnum eldri en 67 ára fer örtfjölgandi, þótt öldruðum sem eru ellilíf- eyrisþegar fari fækkandi. »Meðal aldraðra eru einstaklingar meðmjög miklar tekjur sem hækka meðaltal hópsins, hópurinn í heild hefur tiltölulega lág- ar tekjur. »60% í hópi 85 ára og eldri eru með innanvið 50 þúsund krónur í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Sigríður Lillý Baldursdóttir Tekjumeðaltal aldraðra gefur ekki besta mynd af stöðu þeirra, segir forstjóri TR TÍÐNI dag- legra reykinga hjá aldurs- hópnum 15-89 er 19% þriðja árið í röð. Tals- verður munur er á reykingum eftir menntun og eftir því sem fólk er mennt- aðra eru minni líkur á að það reyki. Þetta er meðal nýrra nið- urstaðna úr könnun á tíðni reyk- inga meðal Íslendinga sem Lýð- heilsustöð lætur gera árlega hér á landi. Af niðurstöðunum má sjá að eftir því sem fólk er menntaðra minnka líkurnar á því að það reyki. Minnkandi tíðni reykinga hefur átt sér stað í öllum aldurshópum nema meðal þeirra allra elstu. Könn- unina má nálgast í heild á vef Lýð- heilsustöðvar þar sem ítarlegar niðurstöður, greindar eftir aldri og kyni, er að finna. Reykingar eru orðnar fátíðari STÓRI bókamarkaðurinn hófst í Perlunni fyrir helgi og geta gestir og gangandi valið úr meira en 10.000 titlum. Sem fyrr kunna margir að meta úrvalið og sést það greinilega á pokunum sem fólk ber út úr Perlunni. Mikil aðsókn hefur verið síðan markaðurinn byrjaði en varla þarf nokkur að ör- vænta því vel er fylgst með hreyfingunni og reglulega fyllt á borðin. Bóka- markaðurinn er opinn daglega frá klukkan 10 til 18 til 9. mars. Morgunblaðið/Golli Margt um manninn á Stóra bókamarkaðnum FREMUR erilsamt var hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í fyrri- nótt eftir fremur rólegt kvöld. Þurftu sjö manns að gista fanga- geymslur lögreglunnar vegna ölv- unar og óspekta á almannafæri. Þá var samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eitthvað um pústra milli fólks en ekki bárust tilkynn- ingar um neinar alvarlegar líkams- árásir. Tveir voru teknir ölvaðir undir stýri og tilkynnt var um fimm árekstra í höfuðborginni frá mið- nætti. Engin slys urðu á fólki í þeim árekstrum. Erilsöm nótt hjá lögreglu í borginni Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is HAFIST verður handa við að rífa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, í varahluti í Rosswell í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í næstu viku, en þar er þekktur flugvélakirkjugarð- ur fyrir farþegaflugvélar og her- flugvélar Bandaríkjahers. Áhuga- menn um flugsögu Íslendinga á vegum flugsafnsins á Akureyri hafa reynt að fá vélina til varð- veislu hingað til lands, en það hefur ekki tekist, þar sem krafist er um 80 milljóna króna fyrir vélina, auk þess sem mikill kostnaður liggur fyrirsjáanlega í því að koma vélinni í upprunalegt horf og geyma hana hér á landi. Gullfaxi markaði tímamót og upphaf þotualdar á Íslandi er hún lenti hér á Reykjavíkurflugvelli 22. júní 1967. Fjölmenni tók á móti vél- inni sem var fyrsta þota Íslendinga. Flugfélag Íslands keypti vélina nýja frá Boeing-verksmiðjunum, en hún var af gerðinni Boeing 727-100 og tók rúmlega eitt hundrað far- þega. Vélin komst síðan í eigu Flugleiða við sameiningu Flug- félags Íslands og Loftleiða og var seld úr landi 27. janúar 1984. Eftir það komst hún í eigu bandaríska fyrirtækisins UPS (United Parcel Service) sem breytti henni og hefur notað til fraktflugs allt fram á síð- asta haust. Er nú búið að fljúga vél- inni um 50 þúsund flugtíma og hún hefur lent 32 þúsund sinnum á þessum rúmu fjörutíu árum. Hafþór Hafsteinsson, stjórnar- formaður Avion Aircraft Trading, sem er einn styrktaraðila flug- safnsins á Akureyri, hefur ítrekað reynt að fá vélina hingað til lands til varðveislu. Hann setti sig upp- haflega í samband við UPS fyrir um ári og þá var vélin föl fyrir 1,2 milljónir Bandaríkjadala eða um 80 milljónir króna. UPS seldi síðan vélina ásamt öðrum vélum sömu tegundar til aðila í Tulsa í Okla- homa, sem sér um að rífa gamlar flugvélar í varahluti. Vélin var þá einnig föl, en fyrir sama verð og áður. Hafþór sagði að það væri ekki raunhæft að flugsafnið gæti greitt slíkt verð fyrir vélina, þar sem það væri rekið á vegum einka- aðila. Hann hefði því óskað eftir að fá úr vélinni allt sem þeir gætu fengið úr stjórnklefa, eins og stýri, alla panela og slíkt, þannig að hægt yrði að útbúa minningarbás um Gullfaxa í flugsafninu. Vel hefði verið tekið í það. Væntanlega yrðu þessir hlutir sendir til Íslands innan nokkurra vikna og þeir vonuðust til að geta útbúið bás í vor eða sumar í safninu í minningu Gullfaxa. Haf- þór sagði að einnig yrði að horfa til þess að mikill kostnaður hefði verið samfara því að koma vélinni í upp- runalegt horf og geyma hana við viðunandi skilyrði. Menn hefðu einnig horft til þess að fá stjórn- klefa vélarinnar í heilu lagi til varðveislu, en kostnaður samfara flutningnum landleiðina um Banda- ríkin og sjóleiðis til Íslands hefði reynst of mikill. Þess má geta að Sólfaxi sem er sömu gerðar og Gullfaxi og kom hingað til lands 1971 verður einnig rifinn í Rosswell. Fyrsta þota Íslendinga verður rifin Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á Reykjavíkurflugvelli Gullfaxi Flugfélags Íslands kemur til lendingar. ÞRJÚ lítil snjóflóð féllu á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar á föstudagskvöld. Vegurinn var ruddur í gærmorgun en skömmu síðar var honum lokað aftur vegna mikillar snjókomu og snjóflóða- hættu. Á Vestfjörðum var víðast hvar þungfært og ófært á Steingríms- fjarðarheiði og Ennishálsi. Hætta á snjó- flóðum vestra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.