Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 3. S umu námi getum við lokið af í eitt skipti fyrir öll. Þá er námi lokið, við búin að læra, getum ekki aukið við kunnáttuna, aðeins týnt niður, ryðgað, trénast, ef við gætum ekki fengins forða. Hafi ég lært að lesa er ég búinn að því. Það er afgreitt mál – með greindum fyr- irvara. Hafi ég lært á fiðlu er ég aldrei búinn að því. Hafi ég lært að trúa og biðja er ég aldrei búinn að því. Menn geta náð öllum þeim prófum og gráðum, sem þeir sækjast eftir og kostur er á. En það vita sannmenntaðir menn, að hafi einhver náð eitthvað áleiðis í fræði- grein og þykist þá vera „búinn að læra“, þá er sá fallinn á úrslitaprófi, hvað sem gráð- um líður. Og hvenær er ég búinn að læra að lifa? Búinn að læra á sjálfan mig? Og á það fólk, sem ég á mest undir að kunna að umgang- ast? Og þó að mér kynni að finnast ég hafa heyjað mér svör við öllu, sem ég tel mig þurfa að vita, þá stendur eftir spurningin: Hver ertu sjálfur? Hvað er á bak við þessa bókstafi, sem tákna nafnið mitt? Nafn, sem var fært inn á þjóðskrá á sínum tíma og er þar, merkt einhverju númeri, en verður bráðum strikað út af skrá yfir lifandi fólk? Hvaða „númer“ er ég þá? Menn skrifa nafnið sitt og nafnnúmerið að jafnaði án neinna tilfinninga. Hvað þá önnur nöfn. Menn lesa og heyra nöfn í sífellu án þess það veki neinskonar kenndir. Samt vita allir, að það er mikið á bak við þá fáu bókstafi eða tölustafi, sem tákna manneskju, mig eða þig, hverja sem er. Hver mælir það? Hvar eru þau vísindatæki á rannsóknar- stofum, sem geti mælt það, sem kann að rúmast þar að baki af gleði og gráti, unaði og kvöl, fegurð og viðbjóði? Aldrei opnar maður dagblað eða sjón- varp án þess að sjá nöfn og myndir fólks, sem einhverjar fréttir fara af, góðar eða vondar. Þar er einn eða ein, sem nýtur frægðar og frama og hefur óskabyr við hliðina á öðrum, sem sætir verstu áföllum. Og hvert nafn, hvert andlit er leifturmynd af mann- legu lífi. Þar sé ég fulltrúa þess mannkyns, sem ég heyri til, þar er bróðir eða systir að því leyti, að þau finna til eins og ég, hafa grátið til mömmu sinnar í upphafi eins og ég til minnar og brosað við henni seinna, eins og ég við minni. Þau svíður í sár og meiðsli eins og mig. Og þau eiga sama skapara og frelsara og ég. Þau eiga framundan sitt dauðastríð eins og ég mitt. Í þessum skrifuðum orðum er ég með dagblað á borði mínu. Þar er mynd af dauðadæmdum manni, andlit hans merkt af myrkri fortíð og skelfilegum ævilokum. En á sömu síðu má sjá ung, tiginborin, glæsileg hjón, geislandi af hamingju, með nýfæddan son sinn, sem hvílir sæll á örm- um móður sinnar. Tvær svipmyndir af mannkyni dagsins í dag. Tilbrigði þeirra mynda eru eins marg- breytileg og mennskir menn eru margir. Hvað er maðurinn? Hver er hin raunverulega, sanna mynd af honum? Hvað er honum ætlað? Hvert stefnir hann? HUGVEKJA Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Menn geta náð öllum þeim próf- um og gráðum, sem þeir sækjast eftir og kostur er á. En það vita sann- menntaðir menn, að hafi einhver náð eitthvað áleiðis í fræðigrein og þykist þá vera „búinn að læra“, þá er sá fallinn á úrslitaprófi, hvað sem gráðum líður. » „ÞETTA er miklu skemmtilegra þegar karlarnir eru ekki með og það ríkir allt önnur stemning. Það er rosafjör hjá okkur og gleði, kvöldvökur með kjötsúpu, gítar og söng,“ sagði Kristín Sigurðardóttir, talsmaður stórs kvennahóps ferða- klúbbsins 4x4 er lagði upp í jeppa- ferð á föstudaginn og er væntan- legur aftur til Reykjavíkur í dag. Konurnar lögðu af stað í nokkr- um hópum og náði ljósmyndari Morgunblaðsins mynd af einum þeirra. Alls eru konurnar 56 talsins á 23 bílum og er sú yngsta aðeins tólf ára. Hópurinn heldur til í skála ferðaklúbbsins við Hofsjökul, en leggur í ferðir þaðan og var förinni m.a. heitið upp á Hofsjökul í gær. „Við förum heim á morgun og það fer eftir veðri hvort við förum yfir Langjökul,“ sagði Kristín og ákaf- inn leyndi sér ekki í röddinni. Kvennaferð ferðaklúbbsins 4x4 var farin um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvöld- vökur og kjötsúpa NIÐURSTAÐA höfunda nýrrar skýrslu Bresku læknasamtakanna (MBA) um misnotkun áfengis þar í landi er að mikilvægt sé að stjórn- völd standi fyrir öflugri vímuvarn- arstefnu. Unnið gegn vímuvarnar- stefnunni með afnámi hafta Fjallað er um skýrsluna í leiðara nýjasta heftis tímaritsins BMJ, sem gefið er út af Bresku læknasamtök- unum. Þar er á það bent að stór- aukin áfengisneysla í Bretlandi að undanförnu – en Bretar eru nú í átt- unda sæti meðal Evrópuþjóða þegar mæld er áfengisneysla íbúanna – sé engin tilviljun heldur bein afleiðing af þeirri upplausn og niðurrifi fyrri vímuvarnarstefnu breska yfirvalda sem áður hafði reynst vel. Unnið hafi verið gegn vímuvarnarstefn- unni með afnámi hafta og viðskipta- frelsi, t.d. með sólarhringsopnun og aðgengi að áfengi. Hækkun skatta getur dregið stórlega úr neyslu Leiðarahöfundur bendir á að sýnt hafi verið fram á að hækkun skatta á áfengi geti skilað sér í stórauknum samdrætti á neyslu, sérstaklega hjá yngri neytendum, auk þess sem snemmbúin afskipti og sérhæfðar meðferðir séu árangursríkar leiðir til þess að takast á við hættulega og skaðlega drykkjumenn. Meðal þess sem skýrsluhöfundar leggja til er að dregið verði úr að- gengi neytenda að áfengi, með því til dæmis að hætta að leyfa sölu áfengis allan sólarhringinn, skattar á áfengi verði hækkaðir, bannað verði að markaðssetja bragðbætta áfengisdrykki til handa ungmenn- um, tekið verði harðar á akstri undir áhrifum áfengis með því t.d. að lækka leyfilegt áfengismagn í blóði úr 80mg/ 100ml niður í 50mg/ml, leyft verði að standa fyrir tilvilj- unarkenndum áfengismælingum ökumanna án þess að grunur hafi leikið um ölvun við akstur, farið ver- ið að prenta á allar umbúðir áfengis upplýsingar um breska staðla um áfengisneyslu innan heilbrigðis- marka sem kveða á um að karlmenn skuli ekki neyta fleiri en 21 áfeng- iseininga á viku en konur ekki fleiri en 14. Skýrsluhöfundar kalla ekki síst eftir því að mótuð verði alþjóðleg stefnumið að fyrirmynd og í sam- ræmi við afstöðu WHO þegar kem- ur að tóbaksvarnarmálum. Öflug vímuvarnar- stefna er áskjósanleg KRISTÍN M. Jó- hannsdóttir, doktorsnemi í málvísindum við háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada, hefur verið ráðin yfir- maður tungu- málaþjónustu vetrarólymp- íuleikanna, sem fara fram í Vancouver árið 2010. Kristín mun hafa yfirsjón yfir hópi sjálfboðaliða sem starfa sem túlkar fyrir keppendur og mun hefja störf 1. júní næstkomandi. „Þetta er að mörgu leyti drauma- starfið,“ sagði Kristín og bætti við að algjör tilviljun hefði ráðið því að hún sótti um starfið. „Vinkona mín sendi mér auglýsinguna á netinu fyrir mánuði, daginn áður en umsókn- arfrestur rann út.“ Kristín mun starfa fyrir Vanoc, ólympíunefndina í Vancouver. „Mitt starf verður að ráða fólkið og þjálfa það til þess að túlka t.d. fyrir framan fjölmiðla. Þegar að leikunum kemur þarf að ákveða staðsetningu túlk- anna, t.d hverjir eigi að vera á flug- vellinum, á keppnissvæðinu, í fjöl- miðlum. Það þarf að fylgjast vel með greinunum og hver sé líklegur til þess að vinna og sjá til þess að túlk- ur sé fyrir þá ef þörf er á.“ Kristín segir að hún komist nú loksins á vetrarólympíuleika en hún æfði skíði í 10 ár og var í unglinga- landsliðinu á sínum tíma, og hefur því lengi dreymt um að komast á ólympíuleika. „Starfið sameinar tvennt sem ég elska, tungumál og íþróttir,“ segir hún. Yfirmaður tungu- málaþjónustu á ÓL Starfið sameinar tungumál og íþróttir Kristín M. Jóhannsdóttir SKIPTUM er lokið á þrotabúi Huga hf., sem áður var Tímaritaútgáfan Fróði hf., og greiddust um 8,6% upp í almennar kröfur en ekkert fékkst upp í eftirstæðar kröfur. Með úr- skurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 30. desember 2004 var búið tekið til gjaldþrotaskipta. Engum veðkröfum var lýst en for- gangskröfum að upphæð 5.871.205 kr. var hafnað. Almennar kröfur voru samtals 501.116.172 kr. og greiddust 43.302.952 kr. upp í þær eða um 8,6%. Skiptastjóri þrotabús- ins var Helgi Birgisson hrl. Um 8% upp í al- mennar kröfur VEGAGERÐIN og Eykt ehf. hafa skrifað undir samning um að Eykt ljúki smíði brúa vegna mislægra gatnamóta á Reykjanesbrautinni. Verkið mun hefjast um miðjan mars. Tvær brýr eru eftir á þeim níu kílómetra langa kafla sem bíður tvöföldunar. Reiknað er með að fyrri brúarsmíðinni ljúki 5. júlí og þeirri seinni í september/október. Eykt lýkur við brúarsmíði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.