Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ingu á því sem við varðveitum, sem ég tel felast í góðri sagnfræðikunnáttu að ógleymdri þekkingu á lögum. Skjöl eru varðveitt vegna þess að í þeim felast réttindi og skyldur á bein- an eða óbeinan hátt.“ – En eru skjölin ekki svona heimur til þess að gleyma sér í? „Margt er heillandi í skjalaheim- inum. En skjalavörðurinn má ekki verða þátttakandi eða hluti af því sem í skjölunum er. Skjalaverðir eru hættulegir ef þeir rjúfa trúnað með hnýsni eða hlutast til um það sem í skjölunum er; fara út fyrir sín valdmörk og fara að stjórna. Forstöðumenn á hverjum stað eru ábyrgðarmenn skjalavörzlunnar. Þeir geta sett fulltrúa til verka fyrir sína hönd, en bera alltaf ábyrgðina; þeir stjórna. Skjalaverðir eru þjónar stjórnsýslunnar, ekki stjórnendur. Sá sem hefur ekki til að bera auðmýkt og háttvísi til að skilja það ætti að taka sér eitthvað annað en skjalavörzlu fyrir hendur.“ – Hvernig stendur skráning skjala hjá okkur. „Af á annað þús- Júgóslavíu, hafa gerendur reynt að eyða öllum vitnisburði sem þeir hafa komið höndum yfir um fórnarlömbin, bæði sem einstaklinga og hóp, menn- ingu þeirra og sögu. Þá hefur skjala- söfnum verið eytt. Þetta eru grodda- leg dæmi en lýsandi. Skilningur á gildi skjalasafna birtist í umbúnaði og öryggisráðstöfunum í kringum þau, bæði á jákvæðan og nei- kvæðan hátt. Sums staðar vilja stjórn- völd beinlínis að skjöl hverfi, það er merki um spillingu og í þeim ríkjum hverfur fólk líka sporlaust. Þessa eru dæmi í S-Ameríku. Staða skjalavörzlu er alvörumál og sýnir menningarstig þjóðfélags, en hefur sjaldan kjör- þokka eða auglýsingagildi. Það er svo- lítið sorglegt fyrir Íslendinga.“ – Hvers konar starf er að vera skjalavörður? „Margir halda að við séum grúsk- arar með nefið ofan í öllu. En það er ekki svo. Sumt af því sem við fáum til varðveizlu höfum við ekki heimilan að- gang að, ekki frekar en aðrir. Við höldum utan um skjalasöfnin og verð- um að hafa yfirsýn og staðgóða þekk- „Ónei. Ég skrifa mína skattskýrslu á pappír og undirrita hana. Satt að segja finnst mér umhugs- unarefni, hvers virði skattskýrsla er, þegar framteljandinn skrifar ekki undir hana. Það eru mörg slík álita- efni uppi, en meðan ekkert reynir á þau eru hlutirnir í óvissu. Það eru takmarkanir á því að geyma rafræn gögn til langframa, ekki bara tæknilegar heldur líka fjár- hagslegar. Hingað kom skjalavörður frá Ríkisskjalasafni Dana, Kirsten Villadsen Kristmarr, fyrir röskum tveimur árum og í hennar máli kom fram að rafræn skjalavarzla reyndist miklu dýrari en sú hefðbundna.“ – Að kostnaðurinn taki fram fyrir hendurnar á okkur með rafrænu skjölin? „Já. Og ég get varla beðið eftir því! Skjalasöfn eru ekki ruslahaugar, þau eiga að varðveita áreiðanleg skjöl sem mark er á takandi. Ég bendi til dæmis á skjöl sem eru sönnun fyrir afsali eða framsali rétt- inda eða vottfestan vitnisburð. Þetta er hvorki varðveitanlegt í rafrænu formi né munnlegu.“ – En þar sem við notum rafræn gögn: er nokkuð að gera nema afrita þau með reglulegu millibili? „Tækjadellan er stórhættuleg og menn tala í Þýzkalandi um stafræna minnisglapasýki, „digitaler Alzheim- er“, samfélagsins. Þar í landi eru menn fremur að velta fyrir sér sam- þættingu míkrófilmutækni og tölvu- tækni, en hægt er að varpa miklu á milli þessara miðla á stuttum tíma. Filman varðveitir í um 100 ár, tölvan er hentug til aðgengis. Það er líklega skásta vandræðalausnin. Það gengur ekki bara að afrita í sí- bylju. Skjal hefur ákveðið útlit og þegar því er varpað milli miðla yfir á annað form þá breytist það; tapar einhverju af sínum útlitseinkennum og uppruna- leika, kópían verður einhvers konar staðgengill frumrits og þannig koll af kolli. Það hefur ekki reynt á sjálfstætt sönnunargildi slíkrar rafrænnar kópíu svo ég viti til. Hitt er aftur að kerfisbundin afrit- un mikilvægustu skjala í vörzlu hins opinbera á míkrófilmur er lögskipuð á Íslandi, en er dauður lagabókstafur. Einu míkrófilmurnar sem hér eru að ráði létu mormónar taka af kirkjubók- um og fleiri ættfræðilegum heim- ildum. En að við höfum tekið til hend- inni sjálfir er af og frá! Það er skelfileg tilhugsun hvað það yrði auðvelt að afnema talsvert af borgaralegum réttindum á Íslandi með einföldum hryðjuverkum gegn skjalasöfnum.“ – Hvernig þá? „Vandalisma þarf ekki að kenna eða lýsa frekar en annarri villimennsku. Að eyða eða ræna opinberu skjali, hvort sem það er gert með hávaða og ofbeldi eða þegjandi og hljóðalaust með leynd, er vandalismi. Refsingar eru lagðar á opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum og Evrópu fyrir ólög- lega eyðingu skjala, þar er borin virð- ing fyrir skjölum. Öryggisafritun skjala á míkrófilmur er eðlilegur þátt- ur í starfsemi skjalasafna í Evrópu. Nýleg dæmi um vandalisma má nefna, en ég veit ekki hvort öryggisafrit hafa verið fyrir hendi: Þegar turnunum tveimur í New York var rústað 2001 eyddust mikilvæg skjöl. Þjóð- skjalasafn Íraka var rænt og brennt í apríl 2003, þar hefur ekki orðið lítið tjón. Í þjóðernisútrýmingum, til dæmis í fyrrverandi und mannhæðarháum skjalabrettum í Þjóðskjalasafni Íslands er minnsti hlutinn fullnægjandi skráður. Í hér- aðsskjalasöfnum er ástandið líkt – sama upp á teningnum svo ekki sé minnzt á það sem er óskráð í ýmsum stofnunum. Þegar ég var skjalavörður við Þjóð- skjalasafnið skráði ég skjöl á nokkr- um tugum vörubretta. Innan um þetta var eitt bókhaldsfylgiskjal, gömul kvittun, sem hægt var að finna vegna skráningarinnar og nýttist rík- inu við að sanna eignarrétt á landi. Það sparaði víst ríkinu millj- ónakostnað. Svo eru fylgiskjöl bók- halds kölluð „eyðingarskjöl“ í kennslu í upplýsingafræði við Háskólann, það er undarleg hugmynd! Svoleiðis hug- myndir kunna að reynast dýrar með tímanum. Fylgiskjöl bókhalds eru auðvitað málsskjöl hjá því opinbera samkvæmt upplýsingalögum. Þetta staðfestir líka að óskráð skjöl eru týnd skjöl. Týnd skjöl eru tifandi tímasprengja á Íslandi.“ Flugeldasala undir skjalasafninu „Það er of mikil lausung í kringum skjalavörzlu á Íslandi. Þess eru dæmi að skjöl sem ekki eiga að liggja á glámbekk hafi orðið fræg fyrir hið gagnstæða í fjölmiðlum. Ábyrgð- armenn þeirra skjala hafa aldrei verið dregnir til ábyrgðar öfugt við það sem gerðist nýlega í Englandi. For- stöðumenn skilaskyldra stofnana bera ábyrgð á skjalavörzlu stofnana sinna. En menn líta framhjá hlut- unum í skjóli þess að skjalasöfnin búa við fjársvelti og starfsmannaskort.“ – Hvað með öryggismálin? „Nú um áramótin fékk ég óskemmtilegan vágest hér í safn- húsið. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafði veitt leyfi fyrir flugeldasölu í húsinu! Hugsaðu þér! Flug- eldasölu undir héraðs- skjalasafninu! Menn mega þó eiga það að þeir brugðust vel við umkvörtun minni og flugeldasölunni var lokað. En þetta sýnir hvað skjalasöfnin eru í raun óvarin, ekkert formlegt sam- starf er milli lögreglu og skjalasafna, varnirnar eru í höndum einstakra skjalavarða og kaup á öryggisþjón- ustu verða að vera við einkafyrirtæki. Eini ríkisráðni öryggisvörður við vörzlu skjala á Íslandi er næt- urvörður Árnastofnunar; líklega í minningu brunans í Kaupmannahöfn 1728.“ – Ef þú mættir ráða, hvað fyrst? „Ég tel það forgangsmál að koma Þjóðskjalasafninu frá mennta- málaráðuneytinu og undir Alþingi sem eftirlitsstofnun á borð við Rík- isendurskoðun. Menntamálaráðu- neytið hefur reynzt ófært um að sjá til þess að Þjóðskjalasafnið geti sinnt eftirlitshlutverki sínu. Fyrirmælum safnsins er ekki hlítt í opinberri stjórnsýslu og þar eru lögbrot á hverju strái af því að margar opinber- ar stofnanir hafa ekki borið skjala- vörzlukerfi sín undir Þjóðskjalasafn- ið. Og í Háskóla Íslands fer kennsla í upplýsingafræði á svig við fyrirmæli Þjóðskjalasafns. Endurteknum at- hugsasemdum Þjóðskjalasafnsins virðist ekki sinnt! Frægt er að í skýrslu nefndar um varðveizlu tölvugagna í stjórnsýsl- unni 1998 segir að of kostnaðarsamt hafi verið að taka saman opinbert gagnamagn í vörzlu SKÝRR hf. og voru þó fulltrúar Þjóðskjalasafnsins í nefndinni sem spurði. Á þessum tíma voru SKÝRR einkavæddar og op- inber gögn, óvíst hve mikið, fylgdu með. Maður veltir fyrir sér, hvar þessi gögn eru niðurkomin og hvað það kosti að kalla þau nú fram. Lögin um Þjóðskjalasafnið eru eins og stagbætt flík. Þau voru fram- úrstefnuleg 1985, en barn síns tíma og nú ætti að mínu mati að endur- skoða þau og þá meðal annars styrkja eftirlitsþátt safnsins.“ – Það gerist ekki allt hjá því op- inbera. Hvað með einkasöfnin? „Það er tómt mál að tala um að skjalavörzlustofnanir geti sinnt einkaskjalasöfnum á viðunandi hátt meðan höfuðskyldunni er ekki betur sinnt en raun ber vitni. En auðvitað taka þær á móti þeim til varðveizlu eftir beztu getu. Það er partur af þeim umbótum sem ég sé fyrir mér að komið verði á fót sérstöku safni í einkarekstr- arformi fyrir skjöl einkafyrirtækja. Finnar hafa komið sér upp slíkum söfnum; ríkið greiðir 80% kostnaðar- ins og fyrirtækin 20%. Þetta gengur vel hjá Finnum og ég held að það ætti það líka að gera hjá okkur. Það þarf bara að tryggja að þar ráði vandaðir sagnfræðingar ferðinni svo fyr- irtækið verði ekki sorpflokkunarstöð fremur en skjalasafn. Slíkt safn myndi að minnsta kosti létta mjög á opinberu skjala- söfnunum.“ Morgunblaðið/Ómar Fyrirmyndargangur Hér er allt flokkað, skráð og á sínum stað í Þjóðskjalasafninu. Til Alþingis Hrafn segir það yrði hans fyrsta verk að færa Þjóðskjalasafnið frá menntamálaráðuneytinu og undir Alþingi. » Tölvur eru afbragðs vinnutæki, en það á ekki aðnota þær til að geyma skjöl, enda eru þær ekki hannaðar sem geymslutæki. Týnd Óskráð skjöl á brettum í Þjóðskjalasafninu. Þau eru týnd skjöl. GÖGN Í ÓREIÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.