Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 31 H-dagurinn Hægri umferð tók gildi á Íslandi 26. maí. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mótmæli Natofundi í Reykjavík og fasisma mótmælt 4. mars fara um 20 þúsund manns í mörgum verkalýðsfélögum í verk- föll, sem standa í rúman hálfan mán- uð. 18. mars er undirritað samkomulag um greiðslu verðlagsuppbóta í áföngum og rúmlega hálfsmán- aðarverkfalli aflýst. 19. mars býður dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, sig fram til for- seta. 22. mars tilkynnir dr. Gunnar Thor- oddsen, sendiherra í Kaupmanna- höfn, forsetaframboð sitt. 25. mars hrapar bandarísk herþota af Keflavíkurflugvelli í Landssveit og reyndist hún vera með 24 flug- skeytum, ætluðum til að granda óvinaflugvélum. 3. maí liggur hafís fyrir norðan og austan og hefur ísinn að sögn fróðra manna ekki verið meiri hér við land síðan 1915. 26. maí tekur hægri umferð gildi og Íslendingar eru hvattir til að fara út að aka. 24. – 25. júní er ráðherrafundur Atl- antshafsbandalagsins haldinn á Ís- landi í fyrsta sinn. Andstæðingar Nato efna til mótmæla og skera nið- ur einn Natofána. 30. júní var Kristján Eldjárn kjörinn forseti Íslands. Í ágúst eru haldnir fjölmennir úti- fundir til að mótmæla innrás Rússa og fylgiríkja þeirra í Tékkóslóvakíu. 24. ágúst er Norræna húsið vígt. 3. september hefjast viðræður full- trúa allra stjórnmálaflokkanna um hið alvarlega efnahagsástand þjóð- arinnar. 3. október kemur út ný skáldsaga, Kristnihald undir jökli, eftir Halldór Laxness. 11. nóvember Gengi íslenskrar krónu er fellt um 35,2% gagnvart erlendri mynt. Seðlabankinn segir ástæðuna léleg aflabrögð síðustu tveggja ára og lækkandi fiskverð á erlendum mörkuðum. 17. nóvember heldur Alþýðusamband Íslands fjölmennan útifund þar sem mótmælt er þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu sem felst í nýaf- staðinni gengisfellingu. 21. desember verða átök milli lög- reglu og fólks sem var að koma úr Tjarnarbúð af fundi í tilefni af 8 ára afmæli þjóðfrelsishreyfingar Víet- nams. Átta manns eru handteknir og tvennt flutt á slysadeild. Heimild: Öldin okkar 1968 Innlent vissir þú að... • Nýir tímar - nýjar hugmyndir www.or.is ÍS L E N S K A / S IA .I S /O R K 4 06 54 0 2/ 08 Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur Veittir eru styrkir í tveimur flokkum. Í opnum flokki ræður þitt hugarflug ferðinni. Í lokuðum flokki höfum við sérstakan áhuga á að styrkja eftirtalin verkefni: • Heilsufarslegur ávinningur af greiðu aðgengi að veitum • Áhrif breytinga á veðurfari á starfsemi veitna • Hagkvæmniathugun þess að fara alfarið í fjarmælingar raforkunotkunar • Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding • Snefilefni í ferskvatnsfiski • Rannsóknir á botnseti í Skorradalsvatni • Áhrif gufu og heits vatns á gróður og vistkerfi umhverfis upprunastaðinn • Upphitun náttúrulegra grasvalla með heitu vatni • Lestarsamgöngur • Orkugjafar í samgöngum • Varmalosun frá jarðstrengjum • Umhverfisáhrif lýsingar • Rannsóknir á virkni settjarna í Reykjavík • Rannsókn á umhverfisþáttum snjóframleiðslu. Sendu inn umsókn um styrk Markmið Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs OR er að veita vísindamönnum, stúdentum og öðrum sérfræðingum á sviði um- hverfis- og orkumála tækifæri til að hrinda góðum rannsókna- hugmyndum í framkvæmd. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, s.s. úthlutunarreglur, til- högun umsókna, skilmála og verkefni í lokuðum flokki eru á vef sjóðsins, www.or.is/uoor Einungis er tekið við rafrænum umsóknum, útfylltum á vef sjóðsins og er síðasti skiladagur umsókna 1. apríl 2008. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, sem hefur 100 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2008. Sérstaklega er hvatt til umsókna um styrki til þverfaglegra rannsókna. Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.