Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 32

Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 32
32 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ákvað með sjálfri mér um vorið það ár að læra að gera kvikmyndir. Þetta sumar í Frakklandi sá ég bæði La Chinoise og Week End eftir Godard. Ég varð algjörlega skák og mát. Slíkt og þvílíkt frelsi hafði ég aldrei skynjað í miðlun frá því dada var og hét. Mjög uppljómandi og hafði varanleg áhrif á mig. Ekki var Godard hippi. En hann varð fyrirmynd… þangað til árið eftir þegar hann fór alveg út í móa. Þá tók eitthvað annað við. Af nógu var að taka, öll veröldin iðaði af hugmyndum en ég veit ekki hvort það var endilega hippum að þakka. 5. Það hippalegasta var ef til vill þegar ég keypti mér litasprengda boli sem ég kunni nú aldrei almennilega við, búin að henda brjósta- höldurunum mínum og sat með krosslagða fætur úti í heitri Miðjarðarhafsnóttinni og hlustaði á indverska vini mína herma eftir Ravi Shankar. 6. Ef það var eitthvað sem maður forðaðist tví- tugur að aldri var það að reyna að ímynda sér hvernig það væri að vera þroskaður ein- staklingur. Ég ætlaði bara að vera flott, æð- isleg, mögnuð, hættuleg, djörf, skapandi og skæð. Eitt var ég viss um, að leiðin lá ekki til Katmandou. 7. Ég reyni alltaf að minna mig á að hver stund er full af möguleikum ef hugurinn er frjáls… vera Dada Cool! 8. Tónlistin lifir og er síendurtekin uppgötvun fyrir ungt fólk á öllum aldri og öllum tímum. Hipparnir mega eiga það að þeir veltu mörgum tabúum og ætluðu að endurhæfa gamla heiminn og áttu með öðrum hreyfingum stóran þátt í að opna leið fyrir nýjum við- horfum, eins og umhverfisvernd (þó ekki hafi borið mikið á því í Woodstock) mannúð, friði, frjálsu kynlífi, kvenfrelsi, andstöðu gegn efn- ishyggju og svo framvegis. Sagt er að peningamarkaðurinn hafi ef til vill verið mannaður í stórum stíl af gömlum hippum og nú sé hann í óða önn að taka að sér mál sem eru talin arfleifð hippanna. Er þá ekki hægt að segja að endurhæfingu gamla heims- ins sé að ljúka eða er allt bara komið enn einn hringinn? 9. Öll völd til Dada Cool! 1. Nei, það voru engar veð- urfarslegar forsendur til að lifa sig inn í San Francisco hippalíf. Ég var í MR árið 1968 og maður hafði enn mjög óljós- ar hugmyndir um hvað það snerist að vera hippi. Mað- ur hreifst af Janis Joplin, Dylan og Doors, var frið- arsinni á móti Víetnamstríðinu og gömlum hugmyndaheimi en hvaða unglingur var það ekki? Það er sama hversu mikið ég skima þetta ár, hvergi kem ég auga á alvöru hippa. Næstu árin mættu einhverjir hippar frá útlöndum með hass og LSD með sér. Það gerði engan að betri manni. 2. Um sumarið fór ég til Frakklands. Kynntist hópi skapandi ungmenna sem tóku þátt í maí- óeirðunum og höfðu sagt skilið við gamla heiminn, töluðu fyrir friði, frelsi, réttlæti og mannúð, voru náttúruunnendur, gegn kyn- þáttafordómum og hverskonar hömlum og höftum. En þau hefðu hakkað menn í spað sem hefðu borið upp á þau að þau væru hippar. Það var reyndar í gangi hreyfing þar í landi sem kölluð var Baba Cool og var frönsk útgáfa af hippum. Mér fannst það mjög smart nafn og út frá því bjó ég til mína eigin hreyfingu sem ég kallaði Dada Cool, til heiðurs dadaistum sem ég dýrkaði og geri enn. Þessi hreyfing mín varð aldrei fjölmenn en varð mér hið vænsta veganesti. Nær komst ég ekki hippum það ár- ið. 3. Þó að hippahugsjónin hafi verið útópísk (ekki í fyrsta skipti að það hendir menn og varla það síðasta), þá er það í sjálfu sér íhug- unarvert að hálf milljón manna skuli hafa upp- götvað hvað orð eins og samhjálp, tillitssemi, réttlæti, væru máttug orð. Þetta gerðist samt á Woodstock, 1969. Allt á forsendum frelsis. Í heila þrjá sólarhringa. 4. Ég hafði uppgötvað kvikmyndalistina og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, fædd 1948 Dýrkaði dadaista – og geri enn 1. Nei, það var ég aldrei. En ég var svo sannarlega af 68- kynslóðinni. Þegar talað er um hippa þá skil ég það svo að átt sé við þá sem höfðu sérstakan lífsstíl, bjuggu í komm- únum eða sambýli, stund- um fjölmennum. Jafnvel var talið að frjálsar ástir hafi viðgengist innan hópsins og algengt með hassneyslu og hvers kyns samneyslu. Flestir sem ég þekki til sem um tíma bjuggu í komm- únu voru bara í sambýli og hjálpuðust að með leiguna og voru vinir og kunningjar eins og svo algengt er hjá stúdentum í dag. En þetta form var óvanalegt þá. Sjálf átti ég mann og barn á þessum tíma og var í stífu námi auk félagsstarfanna. Tískan í kringum 68/70 var mjög afgerandi, ég var eins og aðrar konur með slegið sítt hár og ómáluð yfirleitt. Karlmenn á þessum tíma voru frekar síðhærðir og með skegg. Fötin sem við vildum ganga í voru oft með aust- urlenskum blæ, síð pils, náttúrulegir litir og bómullarbolum kynntist ég fyrst á þessum tíma. Föt áttu að vera þægileg, náttúrulegir litir og bómull/ull en gerfiefni átti ekki upp á pallborðið hjá okkur, hvorki á börn eða full- orðna. Ég man eftir að hafa litað og gert batik- boli og pils með vinkonu minni á þessum tíma og bjó sjálf til barnamat án aukaefna. Mikið var um tónlist, bítlarnir og Bob Dylan, en ekki síður Cornelis Vreesvijk og trúbadúrar og svo auðvitað jazz. Ekkert lífsgæðakapphlaup var á mér og mínu fólki en mikið lagt upp úr að vera virkur í samfélaginu. 2. Þá var ég í námi við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð, var í félagsfræði og félagsmannfræði sem ég tók áður en ég fór yfir í sálfræðina. Mér er mjög minnisstætt á þessu ári að hafa horft á sjónvarpsfréttir frá stúdentauppreisn í Frakklandi. Ljóslifandi er fyrir mér innrásin í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968. Þá sat ég heima og horfði mjög slegin á atburðarásina í sjón- varpinu sitjandi í hægindastól með son minn sofandi. 3. Það sem var sérstakt við þessar hugsjónir var áherslan á jafnrétti fólks og barátta gegn kúgun þeirra sem valdið höfðu yfir þeim sem voru minni máttar. Við sem vorum stúdentar 68-kynslóðarinnar skipuðum okkur í raðir þeirra sem börðust gegn hvers kyns misrétti. Það átti líka við um íhaldssama afstöðu í skóla- kerfinu. Ég get nefnt dæmi um þetta: Í Mennta- skólanum í Reykjavík var það neyðarlegt þeg- ar Guðni Guðmundsson enskukennari gerði gys að okkur bekkjarsystrum í 5a bekk fyrir að skrifa svo lélegan stíl að við ættum heima í frystihúsunum en ekki í menntaskóla. Við þögðum og vorum sneyptar. Í félagsfræðitíma í Uppsölum man ég eftir svip- aðri uppákomu þegar kennari sagði að ef nem- endur næðu ekki betri árangri ættu þeir frek- ar heima á verksmiðjugólfinu. Það urðu heldur betur önnur viðbrögð af hálfu nemenda. Þeir urðu hneykslaðir og kennarinn fékk að vita að hann sýndi mikinn hroka þegar hann talaði niðrandi um vinnandi fólk og gerði lítið úr því. Hann var beðinn um að svara fyrir hvað væri að því að starfa í verksmiðjum. Sjálf hafði ég mestan áhuga á þessum tíma á Víetnam-hreyfingunni en ekki síst kvennabar- áttunni, stofnaði Grupp 8 í Uppsölum með nokkrum konum og hélt áfram í Rauðsokka- hreyfingunni eftir að til Íslands kom. 4. Ég man ekki eftir að hafa átt einhverjar fyr- irmyndir í einstaklingum en dáðist að mörgum fyrir dugnað og sköpunarkraft, ég man akk- úrat núna eftir Mikis Theodorakis sem samdi tónlist sem er svo falleg og gaf Grikkjum hug- rekki og úthald á tímum herforingjastjórn- arinnar. Þegar ég kom fyrst til Grikklands 1976 var tónlist hans bönnuð af herfor- ingjastjórninni en hægt var að kaupa hana á plötum með leynd. 5. Ég hef ekkert sérstakt svar við þessari spurningu. 6. Ég vildi hafa áhrif á það hvernig samfélagið yrði í framtíðinni, ekki síst hafði ég áhuga á framtíð barna og sálrænni líðan fólks. Vissi að ég vildi mennta mig á því sviði en óraði ekki fyrir því að ég myndi vera stödd þar sem ég er í dag, að reka eigin fyrirtæki, halda námskeið og skrifa bækur. Sérstaklega átti ég ekki von á að reka fyrirtæki 2008. 7. Mitt leiðarljós er að reyna að vera heilsteypt manneskja, við fjölskylduna, vini og í starfi en líka gagnvart sjálfri mér. Og að geta glaðst og notið lífsins í núinu hverju sinni. 8. 68-kynslóðin hafði hugsjónir sem leiddu til víðsýni og vakti alþjóðavitund. Hún lagði áherslu á mannúð og vakti áhuga á sálfræði og heimspeki, umræðu um lífsgildi og réttlæti. Konur af þessarri kynslóð fóru í stórum stíl að mennta sig og fara út á vinnumarkaðinn. Í flestum löndunum í kringum okkur fæddust því mun færri börn á fjölskyldu en áður var en við Íslendingar eigum þó enn flest börn á fjöl- skyldu. Í kjölfarið á 68-breytingunum fengu börn þó of litla ramma og of óljósar línur frá foreldrum. Það hefur fylgt uppeldi barna þess- arar kynslóðar margt gott en líka markaleysi í uppeldi sem er ekki til góðs fyrir börnin. 9. Ég hef þá hugsjón að vilja miðla þekkingu í mínu fagi, skrifa og halda námskeið og vera alltaf að læra nýtt. Í anda 68 þarf alltaf að vera að koma með og vinna úr hugmyndum, og það varð til dæmis mikilvægt að halda námskeið fyrir 68-kynslóðina þegar hún fór að komast á miðjan aldur og vildi fræðast um hvernig hægt sé að takast á við slík tímamót. Þessi kynslóð verður eflaust einnig með hugmyndir um hvernig hún ætlar að hafa það þegar hún kemst á elliárin. Hún er ekki hætt að láta í sér heyra. Af lífsstíl finnst mér það vera arfur frá stúdentsárunum að vilja gjarnan halda stór matarboð með vinum og fjöl- skyldu, skemmtilegast er þegar allir koma með mat og vín í púkkið. Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur, fædd 1949 Stofnaði kvennahreyfingu í Svíþjóð 1. Varst þú hippi kringum árið 1968? 2. Hvað varst þú að gera árið 1968 og hvað er þér minnistæðast frá því ári? 3. Hvað hreif þig mest við hugsjónir hippanna? 4. Hver var helsta fyrirmynd þín árið 1968? Af hverju? 5. Hvað er það hippalegasta, sem þú hefur gert fyrr og síðar? 6. Hvernig sást þú í stórum dráttum fyrir þér árið 1968 að líf þitt myndi þróast til dagsins í dag og þú yrðir staddur í tilverunni árið 2008? 7. Hvaða lífsmottó vildir þú helst geta haft í hávegum? 8. Hver er arfleifð hippanna, eða 68-kynslóðarinnar? 9. Hvað lifir enn af ’68-hugsuninni og lífsstílnum hjá sjálfum þér? vissir þú að... Álfheiður Steinþórs- dóttir í hippamussu. Þuríður Sigurð- ardóttir fékk fé- lagana í Hljómsveit Magnúsar Ingimars- sonar til að safna hári árið 1968. Kristín Jóhannesdóttir Kristín Jóhannesdóttir, t.h. ásamt skólafélögum sínum í MR, f.v. Signý Pálsdóttir, Hjörleifur Svein- björnsson, Þórarinn Eldjárn og Óskar Arinbjarnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.