Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 36
minningar 36 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Prógram Globe Theatre með aðalleikurum. I. Móðir mín Soffía E. Har-aldsdóttir (1902-1962)átti sér tvær óskir umferðalög, sem ekki höfðu ræst. Hana langaði til Eng- lands og að sjá Vestfirði. Faðir minn Sveinn M. Sveinsson (1891-1951) hafði aldrei haft tíma til þess að sýna konu sinni England að nokkru ráði og ef Vestfirðir voru nefndir, þá bar hann fyrir sig sjóveiki, svo að af heimsókn þangað varð aldrei. Því bauð ég móður minni í strandferð með Goðafossi III., en hann var smíðaður hjá Burmeister & Wain skipasmíðastöðinni í Kaupmanna- höfn árið 1948 og afhentur 3. mars 1948. Skipstjóri í þessari júlíferð okkar var Sigurður Jóhannsson (1914-1972), mjög geðslegur maður, sem reyndist okkur farþegunum hið besta, 1. vélstjóri var Gestur ÓSKAR Friðbergsson (1902-1982) marg- fróður maður beggja vegna landa- mæranna og mjög fær í lófalestri. Fór vel á með okkur Óskari svo og allri áhöfninni, úrvalsáhöfn. Komið var á ellefu hafnir á átta dögum, allt frá Kópaskeri til Vestmannaeyja. Meðal farþega voru þau hjónin Kol- brún Jónasdóttir (1921-1987) og Björn Ólafsson (1917-1984) fiðluleik- ari, Baldvin Einarsson (1901-1979) skipamiðlari og kona hans Sjöfn Sig- urðardóttir (1909-2000). Einnig voru með í för þau hjónin Þorsteinn Eg- ilsson (1913-1983) þá fulltrúi hjá Ís- lenskri Endurtryggingu og kona hans Snæfríð Jóhanna Davíðsdóttir (1915-2001). II. Það man ég helst úr Kópaskers- heimsókninni, að Goðafoss gat ekki lagst að bryggju, svo skipa varð dilkakjötinu, sem átti að fara á Am- eríkumarkað út á nótabát, sem lóðs- báturinn dró. Á Kópaskeri kom Björn Ólafsson um borð, en hann hafði verið með Sinfóníuhljómsveit Íslands á hljómleikaferð um Norður- land, sem nú var lokið. Landgang- urinn var erfiður og varð Björn að biðja skipsdreng um að halda á fiðlu- kassanum um borð. Sá vissi ekki, að hér var um Stradivariusarfiðlu að ræða, svo hann sveiflaði kassanum eins og um venjulega fiðlu væri að ræða. Sá ég að Björn svitnaði meðan stráksi kom fiðlunni um borð. Á Húsavík var alllöng viðstaða, þar sem töluverðu magni af frosnum fiski var skipað þar út til Ameríku. Vern- harður Bjarnason (1917-2001) skaut okkur fjórum farþegum til Reykja- hlíðar í Mývatnssveit, þar sem engan leigubíl var að fá á Húsavík. Viðkoma var einnig á Akureyri, Siglufirði, Sauðárkróki, en best man ég eftir heimsókninni til Ísafjarðar. Þar var okkur boðið af frænda okkar Kjart- ani Jóhannssyni (1907-1987) lækni og konu hans Jónu Breiðfjörð Ingv- arsdóttur (1907-1994) í sumarbústað þeirra í Tungudal og var veður þá hið fegursta eins og það getur orðið best við Djúp. Eftir heimsókn okkar hélt Kjartan þegar með bíl sinn með Fagranesinu til Arngerðareyrar og ók sem leið lá um Þorskafjarðarheiði til Reykjavíkur, því þar var sum- arþing vegna stjórnarskrárbreyting- arinnar, sem þá hafði verið gerð um veturinn og var síðan samþykkt á Al- þingi þann 14. ágúst 1959. III. Í ferð þessari komum við til þriggja kauptúna á Vestfjörðum, Flateyrar, Þingeyrar og Bíldudals. Á Þingeyri fengum við son Sigmundar kaupmanns Jónssonar til þess að aka okkur yfir Hrafnsfjarðarheiði til Hrafnseyrar, þar sem við skoðuðum fæðingarstað Jóns forseta Sigurðs- sonar og kirkjuna þar á staðnum. Sigmundur var tvíburabróðir Guð- mundar Mosdal (1886-1956), en dó ekki fyrr en 1974. Guðmundur Mos- dal var teiknikennari við skólana á Ísafirði, byggði húsið Sóltún þar í bæ, sem nú er í eigu Ísfirðingafélags- ins og við hjónin höfum gist í nokkrar nætur. Á Bíldudal var æskuheimili Muggs (Guðmundur Thorsteinsson (1891-1924 )), en þar hafði faðir hans Pétur Thorsteinsson (1854-1929) rekið stórútgerð og þótti saltfiskur hans bera af öðrum saltfiski og þekktur um alla Suður-Evrópu sem Bíldudals-baccalà. En nú var lítið um að vera á Bíldudal, bryggjan svo lé- leg, að Goðafoss skemmdi hana, er hann bakkaði með landfestar bundn- ar í pollann á bryggjuhorninu, svo bryggjan leit út eins og tígull, er við sigldum brott. Veður var frábært all- an tímann okkar á Vestfjörðum, mat- urinn frábær um borð og þjónusta öll hin prýðilegasta. IV. Næsti áfangi var Akranes og gekk ég þegar á fund Odds Jónassonar (1903-1981) umboðsmanns Morg- unblaðsins, því við höfðum ekki feng- ið Moggann í nokkra daga. Ekki sagðist Oddur eiga blaðið frá 25. júlí, en hann ætti nokkur eintök af 17. júní-blaðinu, hvort ég vildi ekki fá eintak af því, það hefði verið svo ágætt blað. Ekki hafði ég áhuga því, enda löngu búinn að lesa það. Eftir þessa stuttu heimsókn til Akranes var stefnan tekin á Vestmannaeyjar og var þar frændum að mæta á Fögrubrekku hjá þeim heiðurs- hjónum Laufeyju Sigurðardóttur (1895-1962) og Ársæli föðurbróður mínum (1893-1969) og börnum þeirra Sveini, Ástu og Ársæli yngra. Til Reykjavíkur var svo haldið og þess- ari 8 daga ferð lokið, sem ellefu hafn- ir höfðu verið heimsóttar í. En merkilegt þótti mér við komuna til Reykjavíkur, að þar varð að sæta sjávarföllum, skipið fullhlaðið og djúprist. Biðum við í 2 ½ tíma eftir að komast að bryggju. V. Móðir mín var eldhress eftir sjó- ferðina og var nú ákveðin Englands- för í byrjun október. Erfitt reyndist að fá hótel í London, en eftir langa bið tókst Ásbirni Magnússyni (1921- 1990) vini mínum á Ferðaskrifstof- unni Orlofi að útvega okkur tvö her- bergi á Strand Hotel, en það var 1100 herbergja hótel, en nokkuð frum- stætt, t.d. voru ekki salerni eða böð nema fram á gangi. Þarna gistum við í hálfan mánuð í hinu besta veðri, óvenju heitt í október að vera, þeir kölluðu þetta „Indian summer“, bað- staðir opnir fram í miðjan október, t.d. í Brighton. Við fórum fjórum sinnum í leikhús. Í Haymarket sáum við „The pleasure of his company“ með m.a. Nigel Patrick, á Globe Theatre sáum við „The Complaisant Lover“ með þeim Ralph Richardson og Paul Scofield, en í Queens Theatre sáum við „The Aspern Pa- pers“, þar sem léku m.a. Michael Redgrave og Flora Robson. Óperett- una My Fair Lady sáum við í Drury Lane leikhúsinu. Það var eftirmið- dagssýning, en á Strand Hotel út- vegaði móttökustjórinn okkur að- göngumiðana á yfirverði, hálft pund aukalega á miðann. Þetta kölluðum við í gamla daga „miðaokrara“, og var fjöldi þeirra starfandi bæði við Gamla og Nýja Bíó, því hermenn- irnir bættust við alla bíósækna Reykvíkinga á stríðsárunum 1940- 1945. Þá voru betri sæti í Nýja Bíó, sem kostuðu kr. 2.50, seld á kr. 8.00 miðinn. VI. Í London heimsóttum við Björn Björnsson (1898-1982) stórkaup- mann og konu hans Huldu (1908- 1959), en móðir mín þekkti hana frá gamalli tíð í Reykjavík. Jóhann Sig- urðsson (1925-2004) var þá umboðs- maður Flugfélags Íslands hf. og út- vegaði hann okkur bíl með bílstjóra, sem við höfðum til umráða í heilan dag. Héldum við rakleiðis til Bur- rows Lea í Surrey, þar sem hinn frægi læknamiðill Harry Edwards hafði bækistöð. Var okkur sagt, að fundur væri hjá honum eftir hádegi, svo við báðum bílstjórann að vísa okkur á góðan matstað. Stöðvaði hann mann á götunni skömmu seinna og bað hann að mæla með matstað. „What kind?“ spurði sá, en bílstjóri okkar svaraði: „The best“. Snæddum við síðan á „The Black horse“ og urð- um ekki fyrir vonbrigðum, afbragðs kjúklingur eins og hann gerist best- ur. Að lokinni máltíð fórum við á fundinn hjá Harry Edwards. Fór hann höndum um alla þá, sem hjálp vildu þiggja, en við vorum ekki meðal þeirra. Móðir mín lét ávallt aðra sitja fyrir hjálp ef lækningamiðlar voru heimsóttir. Merkilegast þótti mér, er hann spurði einn fundargesta: „Who is your healer?“, hver er heilari þinn? Hér heima hefði þótt eðlilegra að spyrja hver væri heimilislæknir hans, en sinn er siður í hverju landi. Nokkrum dögum seinna heimsóttum við frú Parrish, ekkju hins heims- kunna lækningamiðils hr. Parrish. Bjó hún í mjög snyrtilegri íbúð og er mér ógleymanlegur liturinn á stofu- teppi hennar, það var blátt og minnti á hafið (navy blue). VII. Eftir þessa hálfsmánaðardvöl í London héldum við flugleiðis til Kaupmannahafnar og dvöldum á Pension Askestad í tvær vikur og áttu þær vinkonurnar frú Ingibjörg Cl. Þorláksson (1878-1970) og móðir mín margar ánægjustundir þar, en frú Ingibjörg hafði verið formaður Hringsins frá 1923-1957, að móðir mín tók við formannsstarfinu af henni og vann ötullega að fjársöfnun fyrir Barnaspítala Hringsins til dauðadags og sá draum sinn rætast, að Barnadeild var opnuð á Landspít- alanum. VIII. Móðir mín var hin ánægðasta með þessa tveggja landa sýn, en þegar innheimtumaður okkar í Völundi, Al- exander Guðjónsson (1899-1975), spurði hana, hvort það hefði ekki ver- ið stórkostlegt að koma til Englands, þá svaraði hún: Það er fallegt á Vestfjörðum. Minningar frá sumrinu 1959 Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Kort af Vestfjörðum, þar sem Ísafjörður, Tungudalur, Skálavík, Flateyri, Þingeyri og Bíldudalur sjást.                              Ljósmynd af Goðafossi III úr bókinni Eimskip eftir Guðmund Magnússon. Höfundur í Skálavík í ágúst 1994.Ísland stendur enn undir nafni – jólakort „Frá Ströndum“ 1965. Eftir Leif Sveinsson Soffía E. Haraldsdóttir Ingibjörg Cl. Þorláksson Sigurður Jóhannsson skipstjóri E.Í. Gestur Óskar Friðbergsson 1. vélstjóri E.Í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.