Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 43

Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 43 UMRÆÐAN ERU sjúkraskrár mínar á Land- spítalans (LSH) galopnar fyrir tryggingafélagslækni? Já, segir Hæstiréttur og það fyrir lækni sem vann álit í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut og það fyrir Vátrygginga- félag Íslands (VÍS). Í dómi Hæstaréttar Ís- lands nr. 201/2007 er Hæstiréttur Íslands að fara rangt með, brjóta lög og hvetja til lög- brota. Þetta eru stór orð og alvarlegar ásak- anir á þá dómara Hæstaréttar sem dæmdu í máli nr. 201/ 2007. Eftirfarandi sannar að þetta er rétt. Þáverandi lögmaður minn fór þess á leit við Vátryggingafélag Ís- lands (VÍS) að tekið yrði upp að nýju uppgjör skaðabóta til mín vegna umferðarslyss sem ég varð fyrir árið 1999. Í tilefni þessarar beiðni um endurupptöku bótaupp- gjörs leitaði VÍS til læknis í Orku- húsinu við Suðurlandsbraut, en þar var hann með stofu og í 20% starfi, en einnig í 80% starfi sem bækl- unaryfirlæknir á Landspítalanum Fossvogi. Persónuvernd úrskurðaði þetta ólöglegt 27. febrúar 2006 í máli nr. 2005/479 og Héraðsdómur Reykja- víkur staðfesti þann úrskurð í dóms- orði hinn 21. desember 2006 í máli E-2183/2006, en hinn 6. des. 2007 feldi Hæstiréttur Íslands úr gildi úrskurð stefnda Persónuverndar í máli nr. 2005/479 um að áfrýjanda, hafi verið óheimilt að fara 30. maí 2005 í sjúkraskrá stefnda Guðmundar Inga Kristinssonar fyrir VÍS. Hæstiréttur segir að það sé í lagi að stela sjúkraskrám hjá LSH fyrir VÍS í þeim eina tilgangi að hafa af mér löglegar skaðabætur vegna umferðarslyss. Ég var í 100% rétti. Þetta gerir læknir þeirra sem felur sig í Orkuhúsinu og misnot- ar síðan aðgang sem hann hefur að sjúskra- skráarkerfi LSH sem yfirlæknir, VÍS í hag. Ég undirritaði umboð handa þá- verandi lögmanni mínum til að gæta hagsmuna minna og gaf honum ein- um fulla heimild til að fá afrit af sjúkraskrám mínum um afleiðingar slyss míns og úr sjúkraskrá mínum þau gögn sem lögmaður minn metur eða telur nauðsynleg. Ekkert í um- boðinu gaf yfirlækni LSH og lækni VÍS heimild til að fara í og vinna upp úr sjúkrskrám mínum sem voru í vörslu og á ábyrgð lækninga- forstjóra LSH. Hæstiréttur segir að læknirinn hafi haft umboðið og að hann hafi ekki þurft að nota það rétt, til að fá aðgang að sjúkrskrám mínum hjá lækningaforstjóra LSH. Þetta er ekki satt og eftirfarandi sannar það. Í áliti læknisins fyrir VÍS segir að með beiðni 2. maí 2005 hafi VÍS ósk- að eftir áliti hans og með beiðninni fylgdu gögn 1 til 12, auk þessa hafi hann fengið röntgenmyndir. Í þess- um gögnum er ekki umboðið eða skriflegt samþykki frá mér sem leyfir honum að nota röntgen- myndirnar. Í álitinu hans er umboð- ið aldrei nefnt á nafn. Í svari hans til Niels Chr. Nielsen, aðstoð- arlækningaforstjóra Landspítala – háskólasjúkrahús, dags. 14. ágúst 2005 segir hann orðrétt: „Undirrit- aður er ekki trúnaðarlæknir VÍS. Hann er í hlutastarfi á sjúkrahúsinu en starfar þess utan sjálfstætt. Vann undirritaður álit sitt sem sjálf- stætt starfandi enda beindi VÍS er- indi sínu til hans sem slíks á lækna- stofu hans í Orkuhúsinu. Var álitið unnið algerlega utan sjúkrahúss- ins.“ Og einnig orðrétt síðar í bréf- inu: „Þau einu gögn voru höfð til hliðsjónar við vinnslu álitsgerð- arinnar sem um er getið í fyrsta hluta hennar og voru send undirrit- uðum af matsbeiðanda.“ Í þessu bréfi læknisins til yf- irstjórnar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) er umboð það sem Hæstiréttur Íslands og hann ljúga um að hann hafi haft ekki nefnt á nafn. Ef læknirinnn hefði haft umboðið þá hefði hann notað það í þessu tilefni til að verja sig, en í þess stað laug hann að yfirstjórn LSH er hann sagði orðrétt: „Var álitið unnið algerlega utan sjúkra- hússins. Þau einu gögn voru höfð til hliðsjónar við vinnslu álitsgerð- arinnar sem um er getið í fyrsta hluta hennar og voru send undirrit- uðum af matsbeiðanda.“ Í sjúkraskrárkerfi SAGA um upp- flettingar í sjúkraskrár mínar sem yfirstjórn LSH sendi Persónu- vermd er það staðfest að læknir VÍS hafi verið að ljúga að þeim um að hann hafi ekki farið í sjúkraskrár mínar hjá LSH. Þarna komst upp um lygi hans og að hann fór í sjúkraskrár mínar og vann úr þeim og notaði í álitinu fyrir VÍS. Síðan notaði VÍS það álit til að sleppa við að borga skaðabætur. Í gögnum málsins er ekki skrif- legt samþykki mitt fyrir fyrir notk- un læknisins eða VÍS til aðgangs að röntgenmyndum mínum hvað þá fyrir fullum og ótakmörkuðum að- gangi hans að sjúkraskrám mínum hjá LSH. Ekkert, alls ekkert skrif- legt frá mér nema undirskrift mína á umboðið, sem var eingöngu fyrir lögmann minn. Við að skrifa upp á „umboðið“ fyrir lögmann minn, þar sem hann á að gæta hagsmuna minna afsala ég mér lögum og rétti? Hæstiréttur Ís- lands segir í dómi nr. 201/2007 að með undirskriftinni á umboðið hafi ég ekki lengur rétt á friðhelgi einka- lífs sem er stjórnarskrárvarinn og einnig varinn í Mannréttinda- sáttmála Evrópu, þá ekki rétt til persónuverndar samkv. Persónu- verndarlögum og þá hafi einnig við undirritun umboðsins orðið óvirk lög um réttindi sjúklinga, þ.e.a.s. lög um sjúkraskrár og aðgang að þeim með löglegum hætti. Hvaða lög leyfa það, lögmenn? Dómur nr. 201/2007 fer fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Eru sjúkraskrár LSH galopnar í boði Hæstaréttar Íslands? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar um aðgang að sjúkraskrám » Við að skrifa upp á „umboðið“ fyrir lög- mann minn þar sem hann á að gæta hags- muna minna afsala ég mér lögum og rétti? Guðmundur Ingi Kristjánsson Höfundur er öryrki. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Í boði eru morgun-, hádegis- og síðdegisnámskeið Vertu velkomin í okkar hóp! Ný námskeið að hefjast Innritun í síma 581 3730 Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri. TT-1 Frá toppi til táar! • Lokuð 9 vikna námskeið 3 x í viku • Fræðslufundir 1x í viku, vigtun og mælingar • Líkamsrækt • Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi þar sem alger trúnaður ríkir • Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin Nýr TT-flokkur þri, fim, fös. kl. 10:30 Vertu ígó ummálum! vissir þú að...                   !"# $%%&       '  '(  )*  ("+,                                      !"# $ %  & !  '"()*+,-./   %   %    0.$123&1(   45                      6 (  #7.', ' 0%%/   %  *) % ) . 8  9  4       !  " #  $  #  %   "      7   1 '  : )  ":(;/   %   %    0.$123&1(            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.