Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 44
Fréttir í tölvupósti 44 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN vissir þú að... EFTIR áralanga bið eru rafræn- ar mælingar á áhorfi og hlustun loks orðnar að veruleika á Íslandi. Sjónvarps- og útvarpsmiðlar lands- ins í samstarfi við rannsóknarfyr- irtækið Capacent hafa fjárfest í búnaði sem ríflega sex hundruð þátttakendur bera á sér á hverjum tíma og meðtekur sjónvarps- og útvarpsbylgjur. Á miðnætti dag hvern, eða þar um bil, er tækið sem er á stærð við gömlu símboðana sett í hleðslu og sam- tímis er halað niður í gegnum símalínu upp- lýsingum um fjöl- miðlanotkun þess sem tekur þátt í rann- sókninni. Vikulega fá nú aug- lýsendur, sjónvarps- og útvarpsmiðlar nið- urstöður um fjöl- miðlanotkun lands- manna. Rýnt er í heildaráhorf vikunnar og einnig hvaða þætt- ir fá mesta áhorf og hlustun. Bylting er eina orðið sem hægt er að nota um þessa nýjung en til þessa hafa einungis verið gerðar 4-6 svokall- aðar dagbókakann- anir um vikulegt áhorf og hlustun. Upplýsingar voru því af skornum skammti fyrir auglýsendur og að- ferðafræðin ekki eins nákvæm og nú er. Fjölmiðlar ráðast í þessa miklu fjárfestingu til að auglýsendur fái nákvæmar upplýsingar um fjöl- miðlanotkun til að tryggja há- marksnýtingu fjármuna fyrirtækja til markaðsstarfs. Einnig nota dag- skrárdeildir þessar upplýsingar til viðmiðunar í efnisvali og uppröð- unar á dagskrá. Niðurstöður úr rafrænum mæl- ingum sýna að heildarútvarps- hlustun er sú sama og eldri dag- bækur hafa gefið til kynna en sjónvarpsáhorf er 10-15% meira í rafrænum mælingum og því hafa sjónvarpsstöðvarnar ástæðu til að gleðjast. Enn á þó eftir að þróa að fullu hvernig þessi gögn verða birt. Eitt af því sem Stöð 2 mun beita sér fyrir á komandi vikum í þróun mælinga og birting á niðurstöðum er að meðaláhorf verði notað sem lykilmælikvarði en ekki uppsafnað áhorf á tiltekna efnisliði. Líkt og blaðamaður Morgunblaðsins benti réttilega á í liðinni viku gefur það ranga mynd af vinsældum sjón- varpsþátta hversu margir horfðu í fimm mínútur eða lengur (upp- safnað áhorf) á móti því hve margir raunverulega horfðu að jafnaði (meðaláhorf). Það grátbroslega við þessa nálgun á uppsöfnuðu áhorfi er að lengri þættir fá því betri nið- urstöðu en þeir sem styttri eru. Dæmi um þessa túlkun er að Laugardagslög Ríkissjónvarpsins hafi velt Spaugstofunni úr sessi sem vinsælasta sjónvarpsefni RÚV í vetur enda með meira uppsafnað áhorf. Hið rétta er að meðaláhorf Spaugstofunnar er meira en Laug- ardagslaganna og því Spaugstofumenn enn sem fyrr með vinsæl- asta þáttinn á RÚV. Auglýsendur sem meta faglega áhorf skoða einungis meðaláhorf því það gefur þeim raunsanna mynd af því hverjir horfa á tiltekið auglýsingahlé. Upp- safnað áhorf segir þeim ekkert um hvort eða hvenær auglýs- ingin þeirra náði aug- um og eyrum tiltekins markhóps. Þessu verð- ur augljóslega að breyta. Að sama skapi þarf að birta vinsældalista sjónvarpsþátta þar sem opið sjónvarp og lokað sjónvarp er ekki borið saman heldur listar þeirra birtir hlið við hlið. Þannig er þetta gert erlendis þar sem reynslan af rafrænum mælingum er áratuga gömul. Má benda á Nielsen Media Rese- arch í þessu sambandi, www.nielsen.com, en þeir eru fremstir á sviði fjölmiðla- mælinga í heiminum. Þeim myndi aldrei detta það í hug að bera sam- an áskriftarsjónvarp í læstri dag- skrá og opið sjónvarp, líkt og t.d. Rúv á Íslandi er borið saman við Stöð 2 líkt og sambærilegar þjón- ustur væri að ræða. Við sem stöndum að rafrænum mælingum höfum fjárfest marga tugi milljóna í þessum mælingum þar sem markmiðið er skýrt, að tryggja auglýsendum nákvæmar upplýsingar um áhorf og hlustun á hverjum tíma. Þannig tryggjum við réttan og gagnsæjan gjaldmiðil á þessum markaði og að auglýsendur geti treyst því að hámarka auglýs- ingafé sitt. Umræðan um rafrænar mælingar á að snúast um þetta eitt en ekki hvaða sjónvarpsþættir skila miklu uppsöfnuðu áhorfi sem engu máli skiptir. Umræða á þeim nót- um er einungis til þess fallin að verðfella þessa mikilvægu fjárfest- ingu. Fyrir hönd Stöðvar 2 óska ég auglýsingamarkaðnum til hamingju með að rafrænar mælingar séu nú orðnar að veruleika. Starfsfólki Capacent óska ég sömuleiðis til hamingju með þennan áfanga. Rödd þeirra sem hlusta og horfa mun nú heyrast sem aldrei fyrr. Á hvað ertu að horfa? Pálmi Guðmundsson skrifar um rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi Pálmi Guðmundsson » Fjölmiðlar ráðast í þessa miklu fjárfestingu sem rafrænar mæl- ingar eru til að tryggja auglýs- endum ná- kvæmar upplýs- ingar um fjölmiðlanotk- un. Höfundur er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.