Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 69

Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 69 Do you want to study Computer Science or IT? Grundtvigs Allé 88 Sønderborg Tlf. 45 7412 4141 www.sdes.dk ● Do you want to study in Denmark? ● Do you want to study in Denmark in an international environment? ● Are you looking for education which give good job possibility after graduation? ● Are you interested in computers and IT? ● Are you looking for a short education at university level? Do as Hrund Brynjólfsdóttir and other brave young students. Every year The Academy for Business and Technical studies in Sønderborg Denmark welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg has an active "Íslendingafélag". Visit our website www.sdes.dk to read more of your future in Denmark. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir hreyfiráðleggingum og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 4. mars! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 40 43 3 03 /0 8 Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Fersk sending • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: lifshlaupid.is Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2008 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2008. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2008. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2. hæð, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs s. 5901520 og 590152. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HUGSANLEGT er að Hinn íslenski Þursaflokkur fari í tónleikaferð um landið í kjölfar mjög vel heppnaðra tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll síðastliðinn laug- ardag. „Það er ákveðin stemning í hópnum að láta reyna á það, og það er verið að skoða nokkra staði eins og Ísafjörð, Akureyri og Fjarðarbyggð. Aðilar frá öllum þessum stöðum hafa sett sig í sam- band við okkur og vilja fá þá,“ segir Ísleifur Þórhallsson sem skipulagði tónleikana í Höllinni. Ekki er nóg með að tónleikar sveitarinnar í Laugardalshöll hafi gengið vel og fengið framúrskar- andi dóma gagnrýnenda, heldur hefur sala á kassa með öllum plöt- um Þursaflokksins gengið framar vonum. Kassinn mun vera upp- seldur hjá útgefanda, en alls voru gefnir út rúmlega þúsund kassar í fyrstu atrennu. Að sögn Höskuldar Höskuldssonar hjá Senu seldist kassinn gríðarlega vel á tónleik- unum sjálfum, en hugsanlega er hægt að grípa eitt af síðustu ein- tökunum í plötubúðum. Höskuldur segir að nú þegar sé búið að panta fleiri kassa, framleiðsla þeirra taki hins vegar nokkuð langan tíma og því sé ekki von á nýrri sendingu fyrr en eftir um það bil hálfan mánuð. Morgunblaðið/Golli Í ham Tómas Tómasson og Egill Ólafsson í banastuði á æfingu. Þursar út á land? Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.