Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HØGNI Hoydal, fyrsti utanríkis- ráðherra Færeyja, átti fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ut- anríkisráðherra í gær. Þau ræddu ýmis mál, m.a. á grundvelli Hoyvík- ursamningsins, fríverslunarsamn- ings Færeyja og Íslands. Þar á meðal samstarf á sviði menntamála, heilbrigðismála, alþjóðamála og sjávarútvegsmála. „Mér finnst mikill heiður fyrir okkur að fyrsti færeyski utanríkis- ráðherrann skuli fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mér finnst það undirstrika þá vináttu og tengsl sem eru á milli þessara þjóða,“ sagði Ingibjörg Sólrún, er þau hittu blaða- og fréttamenn að loknum fundi sínum í Ráðherrabú- staðnum í gær. Høgni sagði það einnig mikinn heiður fyrir sig að hafa verið boðið til Íslands. Póstverslun með lyf og loðna Meðal mála sem bar á góma var möguleikinn að opna fyrir verslun með lyf milli landanna. Ingibjörg Sólrún sagði að með því móti gætu Íslendingar t.d. keypt lyf gegnum póstverslun frá Færeyjum og eins gætu Færeyingar þá boðið í lyfja- kaup hér á landi. Ávinningur Fær- eyinga af þessu yrði af viðskiptun- um og Íslendingar gætu með þessu móti fengið ódýrari lyf. Einnig var rætt um aukið samstarf á sviði heil- brigðismála, m.a. með því að skiptast á heilbrigðisstarfsfólki. Þá bar loðnuna á góma, þótt mál- efni varðandi fiskveiðar séu á borð- um sjávarútvegsráðherra land- anna. Høgni sagði loðnuna vera viðkvæmt mál. Nú eru takmarkanir á því hvað Færeyingar fá að landa miklu af loðnu veiddri í íslenskri lögsögu utan Íslands og það á einn- ig við um löndun í heimahöfn í Fær- eyjum. Høgni sagði Færeyinga vonast til þess að hægt yrði að semja um breytingar á þessum tak- mörkunum. Einnig voru rædd mál sem varða starfsemi íslenskra trygginga- félaga í Færeyjum en þarlend lög- gjöf hefur verið ákveðinn þröskuld- ur varðandi hana. Rætt er um breytingar á henni sem auðveldi þessa starfsemi. Aukin stúdentaskipti Færeyski utanríkisráðherrann vakti athygli hins íslenska kollega síns á því að fáir færeyskir náms- menn væru við nám á Íslandi. „Auð- vitað ættu miklu fleiri Færeyingar að hafa áhuga á að læra við íslenska háskóla og við gætum haft meiri stúdentaskipti á milli landanna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Høgni kvaðst vona að næsta skref á grundvelli Hoyvíkursamn- ingsins yrði á sviði menntamála og telur að aukin samvinna á sviði menntamála sé mjög gott mál. Taldi Høgni samstarf þjóðanna á mennta- sviðinu hafa verið undarlega lítið í ljósi nálægðar landanna og sam- skipta. Hann sagði að Færeyingar hefðu byggt upp Fróðskaparsetrið, sem væri menntastofnun á háskóla- stigi, og þeir vildu efla færeyskt há- skólastarf með alþjóðlegri tilvísun. Í Færeyjum er m.a. áhugi á að efla háskólakennslu á sviði lögfræði og auðlindafræði og munu færeyskir háskólakennarar á þeim sviðum vera í samvinnu við íslenska kollega sína. Aukið samstarf Íslendinga og Færeyinga í menntamálum getur t.d. orðið með nemenda- og kenn- araskiptum og samvinnu á sviði kennslu. Taldi Høgni æskilegt að samvinna þjóðanna á menntasvið- inu næði beint og óbeint til allra skólastiga og nefndi hann menntun leikskólakennara í því sambandi. Færeyingar vilja í EFTA Færeyingar vilja fá aðild að Frí- verslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Ingibjörg Sólrún sagði Ís- lendinga hafa tekið málið upp á vettvangi EFTA og stutt ósk Fær- eyinga. Svisslendingar hefðu verið tregir til og talið aðild Færeyja geta skapað ýmis vandkvæði í fríversl- unarsamningum EFTA við önnur ríki. Høgni sagði Norðmenn hafa tekið upp stuðning við umsókn Færeyinga eftir að Íslendingar gerðu það. Hann kvaðst vona að skipuð yrði nefnd til að skoða aðild- arumsókn Færeyja. Færeyingar vona að ný afstaða sé að mótast í málinu innan EFTA og að það verði rætt á komandi ári, enda aðildin mikilvæg fyrir Færeyjar. Nú hefur landið fríverslunarsamning við Evr- ópusambandið en hefur ekki þau al- þjóðlegu viðskiptatengsl sem Fær- eyjar þurfa og telur Høgni EFTA-aðild vera góða lausn. Sjálfstæði aftur til umræðu Hljótt var um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga á kjörtímabili síðustu landstjórnar, að sögn Høgna. Ekki er eining í nýrri landstjórn sem flokkur Høgna, Þjóðveldisflokkur- inn, á aðild að um fullt sjálfstæði strax. Hann sagði stjórnina hins vegar sammála um að stíga skref í þá átt að gera Færeyjar gjaldgeng- ar meðal annarra þjóða. Í því felst m.a. að byggja upp utanríkisþjón- ustu og að taka í eigin hendur mála- flokka sem nú eru í höndum Dana. Høgni sagði að af 21 málaflokki ætl- uðu Færeyingar að taka fjórtán í eigin hendur á þessu kjörtímabili. Þar á meðal eru málefni sem varða borgaraleg réttindi, flugumferð, hluta dómsmála, fjármálaeftirlit og innflytjendamál. Stjórnarskrárnefnd hefur starfað í níu ár og er stefnt að því að bera færeyska stjórnarskrá undir at- kvæði þjóðarinnar árið 2010. „Ég vona að Færeyingar greiði þjóðaratkvæði um fullt sjálfstæði á næsta kjörtímabili,“ sagði Høgni. Fyrsti utanríkisráðherra Færeyja fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Íslands Póstverslun með lyf frá Færeyjum til umræðu Morgunblaðið/Ómar Náin tengsl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ásamt Høgna Hoydal, uatnríkisráðherra Færeyja, í Ráðherrabústaðnum. Morgunblaðið/Ómar Fánar Þjóðfánarnir settu sinn táknræna svip á fundinn. Í HNOTSKURN »Ný landstjórn tók við völd-um í Færeyjum 2. febrúar síðastliðinn. Aðild að henni eiga Þjóðveldisflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Mið- flokkurinn. »Høgni Hoydal, formaðurÞjóðarflokksins, er fyrsti utanríkisráðherra Færeyinga og kom til Íslands í sína fyrstu opinberu heimsókn. SKYLDUSLEPPING á laxi, 3,5 kg og þyngri, var samþykkt samhljóða á aðal- fundi Veiðifélags Þverár í Borgarfirði. Þetta var að tillögu Sigurðar Más Ein- arssonar, deildarstjóra Vesturlands- deildar Veiðimálastofnunar. Unnið verður að því í samvinnu við leigutaka árinnar að taka þetta fyrirkomulag upp. Fjöldi stórlaxa úr Þverá í Borgarfirði var í sögulegu lágmarki árið 2007. Þá veiddust aðeins 132 tveggja ára laxar sem eru einungis 5,5% laxveiðinnar í ánni. Fyr- ir um tveimur áratugum veiddust þar um 500 stórlaxar á hverju ári og voru þeir þá um 30-40% af veiðinni, að því er fram kem- ur á vef Veiðimálastofnunar. Ekki er vitað hvað veldur svo mikilli fækkun stórlaxa og hefur m.a. aðstæðum á beitarsvæðum í hafinu og hárri dánartíðni á öðru ári laxins í sjó verið kennt um. Stórlöxum í Þverá sleppt Morgunblaðið/Einar Falur Stór Lax úr Þverá sem hefði verið sleppt næsta sumar samkvæmt nýjum reglum. SVEITARSTJÓRN Súðavíkurhrepps hef- ur fyrir sitt leyti samþykkt að togari Frosta hf., Andey ÍS, verði seldur fær- eyskum aðila, að því er segir á vefnum bb.is. Fá verður samþykki sveitarfélagsins fyrir sölu á eignum félagsins. Ekki hefur verið gengið formlega frá sölunni en Andey hefur legið við bryggju á Ísafirði undanfarið og verið á söluskrá. Samþykk sölu Andeyjar ÍS Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sala Færeyskur aðili hefur sýnt áhuga á að kaupa Andey ÍS frá Súðavík. TVÆR stórar sveiflur urðu með verulegri fjölgun nýrra öryrkja árin 1993 til 1995 og frá árinu 2003. Báðar þessar sveiflur verða samhliða veru- legri aukningu atvinnuleysis. Örorka hefur síðan hjaðnað í kjölfar þessara uppsveiflna, þó að ekki sé það í sama styrk og hjöðnun atvinnuleysis. Þetta kemur fram í grein í Lækna- blaðinu eftir Sigurð Thorlacius og Stefán Ólafsson. Í seinni sveiflunni kom fjölgun ör- yrkja ári síðar en aukning atvinnu- leysis, auk þess sem fjölgun öryrkja varð meiri. Sambandið heldur á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggðinni í heild en fráviks gætir á Suðurnesj- um, Suðurlandi og Norðurlandi vestra þar sem nýskráningum ör- yrkja fækkaði minna en annars stað- ar í kjölfar minnkandi atvinnuleysis. Ályktun greinarhöfunda er að ný- skráning öryrkja ráðist af heilsufari umsækjenda en sveiflur í tíma tengj- ast einnig umhverfisáhrifum á vinnumarkaði, einkum atvinnuleysi. „Skipan velferðarmála, einkum bóta- og endurhæfingarkerfa, sem og umfang og áhrif virkniaukandi aðgerða á vinnumarkaði hafa einnig áhrif á fjölda örorkulífeyrisþega í landinu. Nýr örorkumatsstaðall gæti hafa haft einhver áhrif á framvind- una á seinni hluta tímabilsins og auk- in sókn fólks með geðræna kvilla inn í örorkulífeyriskerfið virðist hafa haft talsverð áhrif á fjölgun örorku- lífeyrisþega,“ segja höfundar. Þekkt er að örorka tengist at- vinnuleysi. „Í könnun á högum þeirra sem urðu öryrkjar á Íslandi árið 1997 reyndust 45% þátttakenda einhvern tíma hafa verið atvinnu- lausir, þar af 35% á undanförnum fimm árum. Í Svíþjóð hefur vaxandi örorka einnig verið tengd auknu at- vinnuleysi og umtalsverður hluti ör- yrkja hefur verið atvinnulaus áður en sótt er um örorkubætur. Í rann- sókn þar sem skoðaðar voru breyt- ingar á nýgengi örorku og atvinnu- leysisstigs hér á landi ár frá ári á tímabilinu 1992 til 2003 var sýnt fram á sterkt tölfræðilegt samband milli þróunar atvinnuleysis og breyt- inga á nýgengi örorku og leiddar lík- ur að því að um orsakasamband gæti verið að ræða. Á síðasta árinu sem rannsóknin náði til, árinu 2003, varð mikil aukning bæði á nýgengi örorku og atvinnuleysi hjá báðum kynjum. Í kjölfarið hefur atvinnuleysi farið minnkandi. Ef atvinnuleysisstig er áhrifaþáttur fyrir nýgengi örorku má gera ráð fyrir að nýgengi örorku hafi einnig minnkað,“ segja greinar- höfundar. Nýskráning öryrkja fylgir sveiflum á atvinnuleysi Öryrkjum fjölgar með auknu atvinnuleysi og fækkar að sama skapi dragi úr því Í HNOTSKURN »Niðurstöðurnar eru unnar úrgögnum Tryggingastofnunar um örorkumat og Hagstofu Ís- lands um skráð atvinnuleysi á ár- unum 1992 til 2006. »Ef atvinnuleysisstig er áhrifa-þáttur fyrir nýgengi örorku má gera ráð fyrir að nýgengi ör- orku hafi einnig minnkað. FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavík- urborgar hefur fengið nýtt nafn og heitir nú framkvæmda- og eignasvið. Var breytingin gerð að beiðni sviðs- stjóra en hún hefur verið samþykkt í borgarráði. Á vef borgarinnar segir að nýja nafnið endurspegli breyttar áherslur í rekstri sviðsins. Breyting- in felist í því að starfsumhverfið muni nú líkjast því að um sjálfstætt fyrirtæki sé að ræða. „Markmiðið er að auka sjálfstæði sviðsins, stuðla að auknu gegnsæi í kostnaði og að kostnaðarvitund innan borgarkerfis- ins muni aukast. Fyrir notendur þjónustunnar, íbúa borgarinnar, verktaka og aðra samstarfsaðila verður breytingin óveruleg, að öðru leyti en því að gæði þjónustunnar og faglegur metnaður sviðsins mun vaxa með auknu sjálfstæði og ábyrgð,“ segir á vefnum. Framkvæmda- og eignasvið ber ábyrgð á öllum verklegum fram- kvæmdum sem tengjast mannvirkj- um borgarinnar, húseignum hennar og gatnakerfi. Sviðið fær nýtt nafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.