Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í AÐDRAGANDA Ólympíu- leikanna 8. ágúst næstkomandi standa þjóðir heims frammi fyrir þeirri áleitnu spurn- ingu hvernig leikarnir geti stuðlað að bættri stöðu mannréttinda- mála í Kína. Stofn- skrá Ólympíuleikanna kveður á um að íþróttir skuli styðja heildræna þróun manneskjunnar, frið- armenningu og varð- veislu manngildisins, en réttlæting Ólymp- íunefndarinnar, fyrir þeirri ákvörðun að út- hluta kínverska Al- þýðulýðveldinu sumarólymp- íuleikum ársins 2008 fólst í þeirri sannfæringu að þannig væri unnt að þrýsta á um úrbætur í landinu. Úthlutunun var því þeim skil- yrðum bundin að mannréttindi yrðu loks virt í Kína. Á síðustu árum hafa sjálfstæð alþjóðleg samtök eins og Amnesty International, Human Rights in China og Human Rights Watch hins vegar haldið því fram að staða mannréttindamála hafi ekki færst til betri vegar í Kína … heldur versnað. Undir það tekur fjöldi annarra, svo sem Int- ernational Society for Human Rights, Reporters Without Bor- ders, Doctors Against Forced Org- an Harvesting, China Aid Associa- tion og Olympic Watch. Sjálfstæð samtök sem rannsaka ofsóknir á hendur Falun Gong í Kína (CIPFG) hafa vakið athygli á auknum fjölda mannréttindabrota í landinu. Þau benda á glæpi gegn friði og hinum ólympíska anda, líf- færa-rányrkju í gróðaskyni, of- sóknir á hendur kristnu fólki, kúgun tíbetsku þjóðarinnar, virðingarleysi gagn- vart tjáningar og skoðanafrelsi, skemmdarverkum gagnvart þeim sem vinna gegn þjóð- armorðum Súdan í Darfur-héraði og her- ferð Junta gegn munkum í Búrma. Vegna þessa ástands sem kínversk stjórn- völd hafa skapað áttu samtökin frumkvæði að heims- hlaupi með mannréttindakyndil sem hóf för sína í hjarta Aþenu- borgar að kvöldi 9. ágúst síðastlið- ins. Í upphafsathöfninni komu þátttakendur frá ólíkum heims- hornum en röð atburða tileinkaðra málstaðnum um gervalla Evrópu og Ástralíu og Bandaríkin, hefur verið tilefni borgarstjóra, þing- manna, afreksfólks í íþróttum og mannréttindahugsuða til að lýsa opinberlega áhyggjum sínum. Auk þess að eiga aðild að alþjóð- legum mannréttindasáttmálum eru öll grundvallarréttindi fólks lög- bundin í stjórnarskrá Alþýðu- lýðveldisins, þar með talið tjáning- arfrelsi, frelsi fjölmiðla, félagasamtaka og trúfélaga og varðhald án dómsúrskurðar ólög- mætt. Lögfræðingar sem láta reyna á það fyrir dómi þegar slík lög eru brotin geta hins vegar bú- ist við harðræði og ofsóknum. Einn þeirra virtasti, Gao Zhis- heng, sem hlotið hefur útnefningu til friðarverðlauna Nóbels, var numinn brott af heimili sínu 22. september síðastliðinn. Fyrr á árinu gaf hann út bókina, A China More Just. My fight as a rights la- wyer in communist China og ritaði 16 síðna greinagerð til Bandaríkja- stjórnar, – ákall til alþjóða- samfélagsins, tveimur dögum fyrir brotthvarf sitt. Í nafni Mannrétt- indakyndilsins hafa ástralskir lög- fræðingar kallað á tafalausa lausn Zhishengs og annarra samvisku- fanga, ekki síst þeirra sem brotið hefur verið á í nafni Ólympíu- leikanna sjálfra. Friðsamleg mót- mæli úr hópi einnar og hálfrar milljónar íbúa Bejing sem misst hafa heimili sín vegna byggingar ólympíumannvirkja, án sann- gjarnra skaðabóta, hafa verið brotin á bak aftur og skipuleggj- andi þeirra, Ye Guozhu, sætt fang- elsun og pyntingum um fjögurra ára skeið. Íslenskir blaðamenn sem og annað fjölmiðlafólk sem hyggst miðla fréttum frá landinu næsta sumar, á á hættu að þurfa að sætta sig við ólöglega skerðingu á frelsi til miðlunar upplýsinga um það sem raunverulega á sér stað í þessu fjölmenna landi, en fram hefur komið að ítarlegum persónu- legum upplýsingum um alla blaða- menn sem hyggjast fara á leikana er safnað í gagnagrunn. Sannleik- urinn er frelsandi afl en stjórnvald sem sífellt þarf að hylma yfir verk sín, lifir í þrúgandi ótta við sann- leikann, siðmenninguna og vilja þegnanna. Starfi 30.000 netlög- regluþjóna sem ,,vernda“ kín- verska alþýðu fyrir upplýstri um- ræðu um lýðræði, mannréttindi og trú er raunverulegur vitnisburður um slíkan ótta. Við upphaf sumarólympíuleik- anna, 8. ágúst næstkomandi, mun Mannréttindakyndillinn hafa heim- sótt 35 lönd og 150 borgir. Á ferð sinni um heiminn minnir hann á að hátíðarandinn sem helgar stærsta íþróttaviðburð þjóðanna er borinn uppi af virðingu fyrir lífinu og varðveislu þess. Áður en kastljós fjölmiðlanna beinist að afrekum íþróttafólks í Bejing næstkomandi sumar þurfa íþróttasamtök, stjórn- völd, fjölmiðlafólk og almenningur um allan heim að taka afstöðu til þess með hvaða hætti megi koma í veg fyrir að ólympíuhugsjónin verði misnotuð með afgerandi hætti. Hvernig ólympíuhugsjónin kemur þjóð sem hefur meiri áhuga á að njóta sjálfsagðra mannrétt- inda en að halda stærstu íþrótta- leika sögunnar, til góða. Ólympíuleikar og glæpir gegn mannkyni geta ekki átt samleið. Metnaðarfull og afdráttarlaus af- staða núverandi ríkisstjórnar Ís- lands í utanríkismálum þar sem mannréttindi, friðarmenning og þróunaraðstoð eru grundvallarvið- mið mun án efa halda þeirri stað- reynd á lofti á nýju ári. Mannréttindakyndill – Ísland á leik Þórdís Hauksdóttir fjallar um stöðu mannréttindamála í Kína » Friðsamleg mótmæli úr hópi 1½ milljónar íbúa Bejing sem misst hafa heimili sín vegna byggingar ólympíu- mannvirkja, án sann- gjarnra skaðabóta, hafa verið brotin á bak aftur. Þórdís Hauksdóttir Höfundur er kennari. EINSTAKLINGAR sem ítrekað hafa þurft á læknisaðstoð að halda síðastliðin ár þekkja flestir afslátt- arkort frá Tryggingarstofnun rík- isins og hafa kortin komið sér vel fyrir marga. Samkvæmt upplýs- ingum frá þjónustuveri TR voru þessi kort upphaflega tekin upp 1987 og kölluðust þá „fríkort“. Nokkrum ár- um síðar var þessari fyrirgreiðslu breytt í „afsláttarkort“, senni- lega í tengslum við ákvörðun þáverandi heilbrigðisráðherra um að taka gjöld fyrir alla þjónustu á sjúkra- húsum og heilsu- gæslum. Afsláttarkortin í dag Núverandi afsláttarkort eru af- hent þeim einstaklingum sem vegna veikinda sinna hafa greitt fyrir heil- brigðsþjónustu að ákveðinni upphæð og er lögbundinn réttur allra skatt- greiðenda. Greiðslumörk á árinu 2007 voru kr. 4.500 fyrir öryrkja og kr. 18.000 fyrir aðra. Þetta lækkaði verulega allan kostnað sem sjúklingar hefðu annars þurft að greiða fyrir lækna- og heilsutengdar rannsóknir sem er hið besta mál og heilbrigðisþjónustu Íslendinga til mikils sóma. En það er stór galli á gjöf Njarðar því að afsláttarkortin miðast við almanaksárið (jan.–des. 2007) al- gjörlega óháð því hvenær á árinu við- komandi einstaklingur veiktist eða hafði áunnið sér rétt til niðurgreiðslu læknisþjónustunnar, sem þýðir þar með að öll afsláttarkort falla úr gildi um hver áramót óháð því hvenær réttur til afsláttarins hófst. Ekki er miðað við þann tímapunkt hvenær afsláttur á útgjöldum vegna lækna- og annarra heilsutengdra rannsókna tók gildi. Þeir sem hafa verið svo „heppnir“ að veikjast í byrjun árs geta þar með nýtt sér stærri hlut af sínum lög- bundna rétti til velferðarsamfélags- ins heldur en þeir sem eru svo óheppnir að veikjast síðar á árinu. Hvers á sá að gjalda sem veikist í nóv.–des. miðað við þann sem þarf á þjónustunni að halda fyrr á árinu? Göngum þá út frá því að báðir aðilar hafi greitt sinn skerf til vel- ferðar- og heilbrigð- isþjónustunnar með út- svari og sköttum á lífsleiðinni. Reynsla mín af störf- um innan heilbrigð- iskerfins frá árinu 1988 er að þessi umræða um breytingar á afsláttarkorta- tímabilinu (almanaksárinu) hefur komið upp nánast árlega síðan 1997. Á þeim tíma voru ævinlega gefnar þær skýringar að slík breyting væri of flókin og dýr, m.a. vegna þess að þá þyrfti að meta hvert mál eða til- felli fyrir sig og því ekki hægt að framkvæma þannig breytingu á ára- mótafyrirkomulaginu með afslátt- arkortin. Breyttir tímar Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, betri og hraðvirkari tölvu- tækni litið dagsins ljós, ekki síst hjá TR sem og öðrum opinberum stofn- unum. Mín perónulega staða nú er að ég hef þurft á ýmiss konar lækn- isþjónustu að halda frá september s.l. og er rétt tæplega hálfnuð í þeirri hrinu sem yfir mig hefur dunið sl. mánuði. Þá komst ég að því að sá af- sláttarréttur sem ég hafði áunnið mér var snögglega útrunninn (um s.l. áramót) óháð því hvar ég var stödd í sjúkdómsferli mínu. Þessi reynsla mín rifjaði upp fyrir mér umræðu liðinna ára um gildistíma svokallaðra afsláttarkorta (sem ég hélt að væri löngu búið að leiðrétta). Enda kom það mér skemmtilega á óvart þegar ég þurfti að sækja um alþjóða- sjúkratryggingaskírteini hjá TR en það gildir í flestum Evrópuríkjum til tveggja ára, þá stóð ekki á þjónust- unni. Það tók innan við 10 mínútur að ganga frá því korti sem gilti 2 ár frá dagsetningu þess (þar truflaði ekki nein almanaksársregla). Ljóst er því að TR hefur nú yfir þeirri tækni að ráða að auðvelt er að dagsetja rétt- indakort til ákveðins tíma frá útgáfu þess. Þeir sem þurfa á mikilli og langvarandi þjónustu heilbrigð- iskerfins að halda eru varla það margir að hér sé um háar upphæðir né mikla fyrirhöfn að ræða fyrir TR. Ég sem heiðarlegur skattgreið- andi tel mig eiga rétt á fjárhagslega viðráðanlegri heilbrigðisþjónustu þegar hennar er þörf og ætla ég að þannig sé ástatt um aðra í sömu sporum. Niðurstaða Svar óskast sem fyrst með rök- stuðningi. Og að sjálfsögðu, sem væri skynsamlegast fyrir TR, að leiðrétta þetta óréttlæti sem allra fyrst og þá afturvirkt. Að mínu áliti, og ég veit að sennilega tala ég fyrir munn margra, væri það réttlætismál að leiðrétta þetta sem fyrst. Er hugsanlegt að stofnunin hafi einhver hliðstæð málefni sem hafi verið leið- rétt og það jafnvel afturvirkt? Afsláttarkort almanaksárið, af hverju? Guðbjörg Þórðardóttir skrifar heilbrigðisráðherra » Þeir sem hafa verið svo „heppnir“ að veikjast í byrjun árs geta þar með nýtt sér stærri hlut af sínum lög- bundna rétti til velferð- arsamfélagsins ... Guðbjörg Þórðardóttir Höfundur er öryrki. NÝLEGA rituðu tveir stjórnarþing- menn grein á opnu Morgunblaðsins um stöðuna á fjármála- og peningamarkaði. Grein þessi hefur fengið talsverða um- fjöllun en spurningar vakna hvort nægilega djúpt er farið. Ógætileg orð Í greininni segir að breytingar til hins betra þurfi að koma á fjármálamarkaði og auka þurfi traust er- lendra markaðsaðila ella „verður fjár- mögnun bankanna óheyrilega dýr eða í versta falli ómöguleg“. Þegar tveir stjórn- arþingmenn láta að því liggja opinberlega að fjármögnun bank- anna kunni að verða ómöguleg er það al- varlegt mál. Í því ölduróti sem nú ríkir á fjármálamarkaði eru slík skilaboð til um- heimsins vægast sagt óheppileg, skilaboð frá þingmönnum sem al- mennt eru taldir með þeim efnilegustu á þinginu. Allir gera sér grein fyrir afleiðingum þess ef fjámögnun bankanna verður ómöguleg, lán falla með ófyr- irsjáanlegri útkomu. Verðbólgulausn Um nokkurn tíma hefur sú um- ræða verið t.d. í Bandaríkjunum að slaka beri á baráttunni gegn verð- bólgu en einbeita sér að því að koma í veg fyrir alvarlegar afleið- ingar fjármálakreppu. Þingmenn- irnir nefna fræðimanninn Frederic S. Mishkin en fleiri hafa verið boð- berar þesarar leiðar. Ég nefni aðal- hagfræðing Lehmann Brothers og fleiri slíka. Þingmennirnir tveir hafa tekið þessa stefnu upp á sína arma en þá þarf sérstaklega að gæta að grundvallarmun á hagkerfi Íslendinga og þeirra þjóða sem velta fyrir sér verðbólgulausn við þessar aðstæður. Verðtrygging og veik króna Áhrif verðbólgu eru talsvert önn- ur á Íslandi en t.d. í Bandaríkj- unum. Hér er verðtrygging fjár- skuldbindinga víðtæk. Flest heimili hafa fjármagnað húsnæðiskaup sín með verðtryggðum lánum. Missi menn verðbólguna upp hækka skuldir heimilanna og þar með greiðslubyrði verulega. Vegna hinna háu húsnæð- islána, allt að 90%, geta lánin fljótlega orðið hærri en verðgildi íbúðanna og mál heim- ilanna því illleysanleg. Lausn á láns- fjárvanda bankanna yrði því breytt í fjár- málavanda heimilanna samfara því að aukin verðbólga veldur minnkun kaupmáttar. Þessu er á annan veg farið í Bandaríkjunum. Reyndar er sagt að ein meginorsök fjár- málakreppunnar í Bandaríkjunum sé erf- iðleikar heimilanna að standa í skilum með húsnæðislán. Velta heimilanna í Banda- ríkjunum er stundum talin um 30% af veltu hagkerfis heimsins þannig að áhrif heim- ilanna eru gríðarleg. Aukin verðbólga þar rýrir verðgildi doll- arans og léttir því til lengri tíma byrði heim- ilanna sbr. þegar skuldir brunnu upp í verðbólgu hér á fyrri árum. Verðbólga í Bandaríkjunum gæti þannig rýrt skuldir heimilanna. Fjártilfærsla milli skuldara og lánardrottna er með öðrum hætti í þeirra hagkerfi en okkar, skuldir Bandaríkjanna er- lendis í dollurum þýða að útlend- ingar borga þegar dollarinn rýrnar í verðbólgu. Hér virðast lang- tímalán bankanna í krónum, hús- næðislán, vera fjármögnuð með skammtímalánum í erlendri mynt, jöklabréf, sem enn eykur á mismun- inn. Áhrifin yrðu því í grundvall- aratriðum önnur hér. Að undanförnu hafa fyrirtæki og jafnvel einstaklingar tekið erlend lán í auknum mæli. Aukin verð- bólga hér leiðir til gengislækkunar krónunnar og hækkunar þessara skulda. Þetta gæti haft alvarleg áhrif í för með sér fyrir marga. Þannig leiðir sérstaða íslensku krónunnar til annarra áhrifa verð- bólgu hérlendis en í Bandaríkj- unum. Því þarf dýpri greiningu áð- ur en menn yfirfæra hugmyndir frá erlendum hagkerfum yfir á okkar sérstæðu aðstæður. Fjármálakreppa eða verðbólga Guðmundur G. Þórarinsson ber saman fjármálin á Íslandi og í Bandaríkjunum Guðmundur G Þór- arinsson » Í því ölduróti sem nú ríkir á fjármálamark- aði eru slík skilaboð til um- heimsins væg- ast sagt óheppi- leg, skilaboð frá þingmönnum sem almennt eru taldir með þeim efnileg- ustu á þinginu. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.