Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 35 TÖLVULEIKIR» SKOTLEIKURINN Army of two er ný hugmynd frá Electronic Arts. Í leiknum er notast við vefspilun eða tvo spilara í einu til þess að koma tveimur málaliðum á áfangastað og sýna þannig fram á það að samvinna virkar betur en að skjóta blint út í bláinn. Söguþráðurinn fjallar um tvo mála- liða, Tyson og Elliot, sem vinna fyrir „öryggisfyrirtæki“ sem sendir þá inn á stríðssvæði til þess að hreinsa til. En það er einhver innan þessa fyr- irtækis með óhreint mjöl í pokahorn- inu og félagarnir verða varir við það að ekki er allt með felldu. Í leiknum er aðaláhersla lögð á samvinnu tveggja spilara en einnig er hægt að spila einsamall. Það er mikill munur á þessum tveimur valflokkum því ef þú spilar einn þarftu að stóla á gervigreind tölvunnar til að hjálpa þér og þá lendir þú í vandræðum. Fyrst þarf maður að venjast því að skjóta ekki út í loftið og vonast til þess að drepa sem flesta og það getur tekið smátíma. Markmiðið er að ná athygli óvinarins svo að félagi þinn geti óséður murkað úr þeim lífið. Gallinn er hins vegar sá að í eins manns spilun er félagi þinn ekkert sérlega gáfaður og á það til að vera drepinn aftur og aftur sem gerir leik- inn afar pirrandi. En þegar tveir spila í einu verður leikurinn nokkuð góður. Hægt er að spila í einni tölvu eða tengja tvær saman í gegnum netið, nú eða spila við ókunnuga úti í heimi. Í þessu formi skilar leikurinn sér eins og hann á að vera, sérstaklega ef menn kunna að spila hann almennilega. Menn verða að skipuleggja árásir og vinna vel saman ef verkefnið á að heppnast. Það eru nokkrar aðferðir til þess að vekja athygli óvinarins á manni og þar á meðal selja skotvopn- in sín fyrir gull og demanta. Fyndinn fídus en ekkert sérstaklega nauðsyn- legur. Grafíkin í leiknum er mjög góð, að- alpersónurnar eru sérstaklega vel hannaðar og allt umhverfi er sann- færandi skítugt og vel úr garði gert. Hljóðvinnslan er einnig mjög góð og nær að fanga mann með raunveruleg- um umhverfishljóðum og leikararnir ofleika ekki allt of mikið. Ef þessi leikur væri einungis eins manns leikur yrði hann ekki langlífur en netspilunin á eftir að fjölga líf- dögum hans töluvert, svo framarlega sem EA heldur mönnum við efnið. GOD of war-leikirnir hafa verið skraufjaðrirnar í hatti Playstation 2 síðan leikirnir komu fram á sjónarsviðið og sýndu hvað vélin hafði fram að færa. Nú sýna fram- leiðendur nýjasta leiksins hvers megnug lófatölvan PSP er með þessum frábæra leik sem fellur vel inn í seríuna þótt hann bjóði ekki upp á miklar nýjungar í spil- un. Spartverjinn Kratos er reiður eins og venjulega og maukar alla sem verða á vegi hans. Leið hans liggur frá borginni Attica að hellum nokkrum og alla leið niður til vítis þar sem hann þarf að taka stóra ákvörðun um örlög mann- kyns og sjálfs sín. Hér er allt til staðar sem við höfum áður kynnst í leiknum en á hinn bóginn er fátt nýtt að finna. Líkt og áður safnar maður orku- boltum sem auka styrk vopna en vandinn er sá að maður fær bara eitt annað aukavopn og aðeins nokkra galdra til að leika sér með. Þar að auki er maður frekar fljót- ur að komast á fullan styrk vegna þess hve auðvelt er að finna orku- boltana. Það gerir leikinn ef til vill aðeins of auðveldan og maður er frekar fljótur að klára hann. Framleiðendum tekst vel að flytja stjórnunina yfir á PSP-tækið og takka-hjakkið virkar vel, þótt það geti orðið þreytandi á endanum. Grafíkin sýnir ótvírætt hvað þessi litla græja getur gert og hún stendur sig mjög vel, og án þess að hiksta þegar mikið er að gerast á skjánum. Tónlistin er frábær og öll hljóð- vinnsla vel úr garði gerð og mæli ég með að menn noti heyrnartól því að hátalaratítlurnar á græj- unni sjálfri höndla ekki allan þennan bassa og drunur. Þetta er frábær leikur fyrir PSP-aðdáendur og aðdáendur God of War-leikjanna. Hann sýnir að PSP er frábær og frekar vanmetin græja og þeir sem eiga nýju PSP Slim-vélina geta tengt hana við sjónvarp og spilað leikinn þannig. Komdu smá Grikkja í lóf- ann þinn Ómar Örn Hauksson TÖLVULEIKIR PSP Ready at dawn God of war: Chains of Olympus  Spilun  Grafík  Hljóð  PATAPON er furðulegur fýr. Svona blanda af Loco Roco, Parappa the rapper og Dance dance revolution. Þetta er leikur sem krefst þess að maður haldi takti til þess að litli þjóðflokkurinn þinn haldi velli í bar- áttu sinni við óvinaheri. Patapon- fólkið álítur þig guð, guð sem drífur þau áfram með hröðum takti spil- uðum á hina heilögu trommu. Flokk- urinn er að leita að einhverjum leyndardómsfullum hlut sem finna má við endamörk heimsins og það er þitt að koma honum þangað. Á leið- inni berst hann við óvini, veiðir sér til matar og tekst á við hinar og þessar hindranir. Leikurinn er al- gjörlega einstakur og ólíkur öllu öðru sem maður hefur séð áður. Það er reyndar svolítið skrítið að PSP-vélin skuli hafa verið valin sem vettvangur leiksins því að þetta er leikur sem hefði sómt sér vel með al- vöru trommum, eins og í Rock Band eða álíka leikjum. Leikurinn spilast nokkuð vel en maður verður að læra vel á hann í fyrstu til þess að geta haldið athygl- inni við spilunina og haldið takti. Maður slær mismunandi takt til þess að fá leikmennina til að vinna ákveðin verk, labba, berjast, veiða og svo framvegis. Það er svo undir manni komið að muna eftir öllum töktunum til þess að koma Patapon- fólkinu á áfangastað. Í byrjun getur leikurinn verið djöfullega erfiður því að hann á það til að trufla mann í taktinum með aukahljóðum. En þetta kemur að lokum og brátt er maður farinn að skipa hinum og þessum til með takt- inn að vopni. Grafíkin er algjörlega frábær; ein- föld tvívíð grafík, skýr og vel hönnuð og gerir leikinn einstakan í útliti. Persónurnar eru sýndar í einföldum formum en virka mjög vel þrátt fyrir það. Hljóðvinnsla er mjög góð, sem er náttúrlega nauðsynlegt í leik sem þessum, en hátalarar PSP- vélarinnar henta ekkert sérstaklega vel. Eins og LocoRoco verður þessi leikur vanabindandi og maður finnur að maður sækir í hann aftur og aftur – eins og með alla góða leiki. Í takt við tímann Ómar Örn Hauksson TÖLVULEIKIR PSP SCE Patapon  Spilun:  Grafík:  Hljóð:  Tveir á toppnum Ómar Örn Hauksson TÖLVULEIKIR PS3 EA Games Army of two  Spilun:  Grafík:  Hljóð: 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.