Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆKKUN á heimsmarkaðsverði tilbúins áburðar og korns undanfarið gefur tilefni til þess að líta í auknum mæli til lífræns landbún- aðar hér á landi. Þetta segir Ólafur Dýr- mundsson, landnýtingarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands. Bændum sem stunda lífrænan búskap hefur ekki fjölgað að ráði á umliðnum árum. Alls eru þeir um þrjátíu talsins af yfir 4.000 bænd- um, eða innan við 1% bænda í landinu. Flestir bændanna rækta lífrænt grænmeti, en fram- leiðsla á lífrænum kjöt- og mjólkurvörum er á þremur búanna. Lítið sem ekkert er framleitt af eggjum, svína- og nautakjöti. Þegar kemur að lífrænum landbúnaði fylgja Íslendingar Evrópureglum, en byggt er á reglugerð Evrópusambandsins um kröfur sem gerðar eru til lífrænnar landbún- aðarframleiðslu á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hér á landi er ein vottunarstofa, Tún, en hún vottar býli og fyrirtæki sem framleiða, vinna úr, pakka og markaðssetja lífrænar af- urðir. Ólafur hefur í meira en áratug leiðbeint um lífrænan búskap. Hann segir að á þessum tíma hafi áhugi bænda á slíkum búskaparháttum lítið aukist. Fyrir þessu séu ýmsar ástæður. „Hér hefur aldrei verið mótuð opinber stefna eins og búið er að gera í nágrannalöndunum. Það hafa aldrei verið sett nein markmið,“ seg- ir Ólafur. Að vísu hafi á dögunum verið lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um stuðning við lífrænan landbúnað þar sem er sett fram markmið um að 15% framleiðsl- unnar verði vottuð lífræn þegar komið er fram til 2020, en hún er innan við 1% í dag. Ólafur kveðst telja þetta raunhæft markmið og bendir á að í Noregi hafi menn einsett sér að ná sama markmiði fyrir árið 2015. Ólafur segir að í þingsályktunartillögunni sé jafnframt fjallað um aðlögunarstuðning, vilji bændur hefja lífrænan búskap. Þessi stuðningur sé miklu minni hér en annars stað- ar á Norðurlöndunum og endurskoða þurfi reglur um hann. Spurður um hvort lífrænn búskapur henti alls staðar segir Ólafur svo ekki vera, enda séu gæði jarðvegs á jörðum og aðstæður breytilegar. Þá sé erfiðara að fara yfir í lífrænan búskap eftir því sem sér- hæfingin á búunum verði meiri. „Það þarf að meta þetta eftir hverju einstöku búi hvar þetta hentar og eins eftir því hvaða búgreinar eru þar.“ Uppgangur í lífræna markaðnum Framleiðslukostnaður við lífrænan búskap er hærri en í öðrum búskap. Ólafur segir að það komi m.a. til af því að í sumum tilvikun sé efnum skipt út fyrir vinnu, sérstaklega í garð- ræktinni. „Menn eyða ekki illgresi með eitur- efnum heldur nota tækjabúnað og jafnvel fólk í það.“ Þá sé meira um- stang við búféð. „Það eru meiri kröfur gerðar til góðrar meðferðar á búfé, umönnunar og þess að það sé rýmra á búfénu og þá þarf heldur stærra hús- rými fyrir það. Síðan þarf að láta búféð út daglega þegar veður leyfir.“ Nú þegar áburðarverð og annað hráefni hefur hækkað verulega er spurning hvort sam- keppnishæfni lífrænna matvara aukist ekki, en þær hafa verið allt frá 20% og upp í helm- ingi dýrari en vörur framleiddar með hefð- bundnum hætti. „Þá minnkar þessi munur í framleiðslukostnaði. Þá getur farið svo að líf- rænu vörurnar verði ennþá samkeppnishæf- ari,“ segir Ólafur. Staðreyndin sé þó sú að mikill uppgangur hafi verið í lífræna markaðnum, þrátt fyrir að lífrænar vörur hafi verið dýrari en hefð- bundnar landbúnaðarvörur. „Neytendur eru komnir langt á undan framleiðslunni. Það hefur margfaldast sala á lífrænt vottuðum vörum síðustu árin og mest af því er innflutt. Það sem er framleitt í land- inu svarar engan veginn eftirspurn, það er langt frá því.“ Þeir sem kaupa lífrænar vörur séu ekki endilega tekjuhærra fólk. Hann kveðst telja að það sé ekki síst ungt fólk sem kjósi lífrænan mat. Ólafur segir að fram til þessa hafi hefð- bundnar landbúnaðarvörur lækkað mikið í verði til neytenda en „nú held ég að þeirri veislu sé að ljúka. Þetta eru það miklar kostn- aðarhækkanir sem hafa bæst við. Þá er að verða kominn verðmiði á útblástur vegna að- gerða gegn gróðurhúsalofttegundum“, segir hann. Í þessu sambandi þurfi að huga að flutningskostnaði matvæla, einkum flutn- ingum með flugi. Íslenska búféð hentar vel Að sögn Ólafs hentar íslenskt búfé mjög vel til þess að stunda lífrænan landbúnað, en það nýti vel gróffóður. „Við getum framleitt mikla mjólk af kúnum án fóðurbætis og sauðfé er mest á gróffóðri og hrossin nær ein- göngu. Gömlu norrænu kynin í landinu eru eins og sniðin fyrir lífræna búskapinn.“ Hann segir að til þess að hægt sé að stunda lífrænan búskap þurfi að hafa nóg af lífrænum úrgangi og nýta megi slíkan úrgang mun betur en gert er í dag. Hægt sé að framleiða lífrænan úrgang úr fiskiúrgangi sem ekki nýtist í ann- að og einnig megi nýta moltu í lífrænum bú- skap. Um tíma hafi Sorpa verið með moltu- gerð, en því hafi verið hætt. Ennfremur sé hægt að framleiða áburð úr slátur- húsaafgangi. Sóknarfæri fyrir lífrænan landbúnað Ólafur Dýrmundssson Þegar ég var unglingur aðalast hér upp fannst mérþetta dálítið „ódýrt“, aðbera tilbúinn áburð á túnin, og velti því fyrir mér hvort það gæti gengið upp. Svo fór ég að forvitnast og heyra um lífræna ræktun,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra- Hálsi í Kjós. Þar hafa hann og kona hans, Dóra Ruf, í mörg ár rekið líf- rænt bú, en Kristján er fæddur og uppalinn á Neðra-Hálsi. Til að byrja með ræktuðu hjónin lífrænt grænmeti en hafa í seinni tíð snúið sér eingöngu að lífrænum kúabúskap. Í dag eru 39 mjólkandi kýr á Neðra-Hálsi, sem eru eingöngu grasfóðraðar og því snerta hækkanir á áburði og korni ekki búskapinn þar. Var gæluverkefni fyrst um sinn Kristján er spurður frekar um ástæður þess að þau Dóra sneru sér að lífrænum búskap. Hann segir að þar hafi það meðal annars komið til að Dóra, sem er frá Sviss, hafi þekkt lífræna ræktun frá heimalandi sínu. Þá var Kristján um tíma haldinn ex- emi og fór í jóga. „Þar sagði kenn- arinn mér að ég yrði að breyta mat- aræðinu og borða hreinna fæði. Ég var í því að framleiða mat og fór að hugsa minn gang,“ segir Kristján. Þau hjónin segja lífrænu rækt- unina hafa verið gæluverkefni til að byrja með. „Þetta var gæluverkefni allt fram til 1988. Þá fórum við að breyta túnunum [svo hægt væri að stunda lífræna ræktun] og tókum upp fyrstu gulrótauppskeruna árið 1989.“ Upp frá því fóru hjónin fyrir alvöru að breyta túnum sínum svo hægt væri að stunda lífrænan kúabúskap á Neðra-Hálsi og fengu vottun sam- kvæmt Evrópustöðlum árið 1996. „Þetta hefur verið margra ára þró- un hjá okkur,“ segir Dóra en þau hjón benda á að tíma taki að laga túnin að lífrænum búskap. „Það eru viðbrigði fyrir plönturnar að fá ekki áburð,“ segir Dóra. Kristján bendir á að þeg- ar tilbúinn áburður er notaður verði grösin háð honum. Rótarkerfi þeirra þurfi þá lítið að hafa fyrir því að taka næringarefnin upp úr jarðveginum. „Þær aðlaga sig þeim aðstæðum. En ef þær fá þetta ekki þurfa plönt- urnar að skapa rótarkerfi til þess að leita að fæðu.“ Auk þess fælist frá ánamaðkar og aðrar örverur sem hjálpi til við sprettu, þegar tilbúinn áburður er borinn á. En hvað þarf til að hægt sé að stunda lífrænan búskap og hverjir eru helstu kostir og gallar? Kristján segir að aðalmálið sé að hafa nóg af frjósömu landi. Til þess þurfi að nýta allan lífrænan úrgang, aðallega frá búinu sjálfu en einnig megi nýta lífrænan úrgang annars staðar frá. Kristján segir að einhæfni í búskap sé visst vandamál í dag, en með meiri fjölhæfni fáist meiri úrgangur og það auki möguleika á að bæta grasrækt- ina. Spurður um framleiðslugetu í líf- rænum búskap segir Kristján að hún sé minni en í hefðbundnum landbún- aði. Bændurnir fái minni mjólk úr hverri kú en í lífrænni ræktun má hlutfall korns í fæðu dýranna ekki fara yfir 20%. Í hefðbundnum búskap fá kýrnar allt upp í 80% fæðu sinnar úr korni. Hjónin segja kostina við lífrænan búskap marga. Kristján bendir á að bústofninn sé heilbrigðari, kýrnar séu ekki látnar mjólka eins mikið og kýr sem gefið er kjarnfóður og álag á þeim sé því minna. Dóra bendir á að neytendur fari fram á að maturinn sé sem ódýrastur og kjarnfóður hafi verið svar bænda við því. Þegar hjónin voru að hefja gras- fóðrun kúa sinna árið 2001 voru þau vöruð við af dýralæknum og öðrum sem sögðu að kýrnar gætu orðið veik- ar af fóðrinu ef ekkert korn væri not- að. Annað hefur komið á daginn. „Þetta hefur gengið ljómandi vel og við höfum alltaf fyllt okkar kvóta,“ segir Kristján, en árlegur mjólk- urkvóti á Neðra-Hálsi er 150.000 lítr- ar. Á Neðra-Hálsi fást að meðaltali um 3.800 lítrar á kú á ári meðan við hefðbundinn búskap fást um 5.000 lítrar. „Ég er alveg sallaánægður,“ segir Kristján um nytina í kúnum. Hann bendir á að hann spari það fé sem fer í áburðarkaup og einnig féð sem fer í korn handa dýrunum. Hins vegar þurfi hann að kaupa nokkuð af fiski- mjöli og heyi. Það kemur til af því að tún eru knöpp eða aðeins um 50 hekt- arar en það er of lítið fyrir þá 80 gripi sem eru á fóðrun, en til stendur að auka ræktunina. Þau hjónin segja að dýrunum virð- ist líka vel að lifa á grasinu. „Við vilj- um láta dýrunum líða vel, það er líka grunnurinn að því að þær framleiði vel og gefi það sem þær geta,“ segir Kristján. En er meiri vinna við lífrænan bú- skap en hinn hefðbundna? „Vegna þess að við fóðrum ekki á korni erum við með fleiri kýr,“ segir Kristján, en á Neðri-Hálsi eru 39 mjólkandi kýr. Þau hafa venjulega einn starfsmann á búinu yfir vetr- artímann, en fleiri á sumrin. Stærstur hluti mjólkurinnar sem kýrnar á Neðra-Hálsi gefa af sér fer í lífræna jógúrt sem fyrirtækið Bíóbú, sem hjónin eiga stærstan hluta í, framleiðir. Einnig fer nokkur hluti framleiðslunnar í lífræna drykkjar- mjólk. Og bændurnir á Neðra-Hálsi hafa ekki undan við framleiðsluna. Mikill áhugi neytenda „Það er mikill áhugi meðal neyt- enda, við finnum það á jógúrtfram- leiðslunni,“ segir Kristján, en hún hófst árið 2003. „En það sem vantar hér hjá okkur er að stjórnvöld og for- ysta landbúnaðarins fari að mæla með þessu og beina fjármagni inn í þetta. Þarna eru sóknarfæri fyrir bændur. Og ég segi það fyrir mig að mér finnst lífræni búskapurinn miklu skemmtilegri búskapur [en sá hefð- bundni],“ bætir hann við. Þau hjónin hafa hug á að framleiða fleiri lífrænar mjólkurvörur. „Það hefur verið draumurinn í mörg ár, en við eigum ekki neina mjólk, það er vandamálið. Við gerum það um leið og við sjáum fram á að fá meiri mjólk,“ segir Kristján. Meðal þess sem þau hafa áhuga á að framleiða er ostur og smjör. En er það hugsjónamennska að stunda lífrænan búskap? „Nei, ég held að þetta sé mjög skynsamlegt,“ segir Kristján. Með lífrænni ræktun skapi bændur sjálfbæran búskap. „Ég spái því að hefðbundinn landbún- aður muni á endanum lenda í vand- ræðum því með honum er verið að rýra frjósemi landsins.“ Aðalmálið að eiga nóg af frjósömu landi Bændahjónin á Neðri-Hálsi í Kjós framleiða lífræna jógúrt og mjólk. Elva Björk Sverrisdóttir hitti þau og ræddi við þau um þessa tegund landbúnaðar sem nýtur aukinna vinsælda hjá neytendum Morgunblaðið/Árni Sæberg Neðri-Háls Þegar Kristján og Dóra voru að hefja lífrænan búskap ræktuðu þau grænmeti. Um þessar mundir eru þau með eplatré í garðskála sínum sem gáfu að sögn Dóru, nokkra tugi bragðgóðra epla af sér í fyrra. Ungviði Þessi ungi nautkálfur vappaði um meðal kúnna í fjósinu. Viðbót Kristján og Dóra hafa hug á að framleiða lífrænan ost og smjör Í HNOTSKURN »Á Neðra-Hálsi er ekkertkorn notað við framleiðsl- una, bara íslenska grasið. »Hjónin benda á að afurðirdýra sem aðeins eru fóðruð á grasi njóti síaukinna vin- sælda. »Dóra segir að víða, til aðmynda í Bandaríkjunum, séu mjólkurafurðir úr kúm sem aðeins eru fóðraðar á grasi mikið í tísku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.