Morgunblaðið - 10.03.2008, Page 23

Morgunblaðið - 10.03.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 23 UMRÆÐAN HVATNING er eitt af heitu mál- unum í dag. Ef þú nærð að virkja krafta þína áfram með hvatningu, þá ertu sigurvegari! Þú getur notað þessi sjö skref til að hvetja sjálfan þig áfram með einföld- um hætti. Fyrsta – Trúðu á sjálfan þig og vertu sáttur við sjálfan þig. Annað – Settu þér raunhæf, hvetjandi og mælanleg markmið, sem ögra þér. Settu dagsetningu hvenær þú ætlar að ljúka markmiðinu. Með þeim hætti sérðu hvort og hvenær þú nærð markmiðum þínum, það hvetur þig líka áfram. Þriðja – búðu til sýn af markmið- inu. Sjáðu sjálfan þig ná hverju markmiði. Hvernig lítur það út fyrir þig og hvernig líður þér? Sem dæmi, ef þú ert með markmið um að ná niður stressi um 50% fyrir ein- hvern ákveðinn dag, settu mark- miðið þitt upp í draumaborðinu á www.velgengni.is, finndu t.d. á int- ernetinu mynd af persónu, sem er að ganga hamingjusöm um göngu- stíg, brosandi að njóta lífsins og skemmta sér. Veldu mynd sem endurspeglar það sem þú vilt ná fram, finndu líka hvernig það er að upplifa þetta. Settu myndina með markmiðinu þínu á draumaborðið, skoðaðu það nokkrum sinnum á dag. Láttu draumaborðið senda þér þetta í tölvupósti eða sem myndskilaboð á símann þinn. Fjórða – Þegar þér finnst þú vera búinn að missa sjónar á markmiðinu eða líður illa og ert yfirbugaður, gefðu þér þá smátíma í næði og líttu yfir markmiðin þín. Endurvektu hjá þér tilfinninguna, hvernig þér muni líða þegar þú hafir náð markmiðinu. Lestu yfir öll markmiðin þín aftur og skoðaðu myndirnar vel yfir. Skrifaðu þau aftur niður eða bættu við lýsinguna. Það hjálpar þér að skýra frekar myndina og tengjast markmiðum þínum betur. Rifjaðu upp hvers vegna þau eru áríðandi fyrir þig og hvers vegna þú vilt þau. Tilfinningin að líða illa og upplifa sig yf- irbugaðan er oft vegna skorts á einbeitni. Með því að setjast niður í einrúmi og skoða lausn á vandamáli þá finnur maður oft lausnina sem kemur manni á sporið til að halda áfram. Það er eins og þungu fargi sé létt af manni. Þér líður mun betur og ert betur tilbúinn til að takast á við verkefnin. Skortur á ákvörðunar- töku veldur því að þig skortir hvatn- ingu og kemst ekki áfram. Svo byrj- aðu að taka ákvarðanir um hvernig þú ætlar að halda áfram. Fimmta – Skráðu niður leiðir að markmiðinu, hvað þú ætlar að gera til að ná því. Búðu til aðgerðaplan í draumaborðinu, sem mun leiða þig að því að ná þeim árangri sem þú ert að sækjast eftir. Skoðaðu aðgerðaplanið daglega og vertu stöðugt að færast áfram til að ná markmiðinu. Hafðu aðgerðaplanið með dagsetningum, þannig að þú sért að vinna skipulega. Hugsaðu jákvætt. Sjötta – Haltu áfram að læra. Lestu bækur, greinar, hlustaðu á diska eða horfðu á myndir til að byggja upp nýja þekkingu í kring- um markmiðið þitt. Að læra eitt- hvað nýtt færir þér betri innsýn, sem er mjög öflugt. Betri innsýn færir þér eldmóð, hvatningu og áhuga. Betri innsýn fær þig til að upplifa betur hvernig þér muni líða þegar þú hefur náð markmiðinu. Allar þessar gleði- og hamingju- tilfinningar láta adrenalínið flæða um líkamann og fylla okkur spennu og hvatningu. Þér líður vel og full/ur af orku. Lykillinn að velgengni og hvatningu er að halda stöðugt áfram að læra og móttaka nýjar upplýs- ingar um markmið okkar. Sem bón- us er þetta líka mjög góð þjálfun fyrir heilann. Sjöunda – Leitaðu eftir aðstoð ef þig vantar hana. Leitaðu til fjöl- skyldu, vina eða annarra eftir að- stoð eða upplýsingum. Leitaðu eftir hvar þú getur fengið aðstoð eða upplýsingar, sem hjálpa þér að ná markmiði þínu og njóta velgengni. Biðja um aðstoð þegar þig vantar hana. Verðlaunaðu þig í hverjum áfanga sem þú nærð, það hvetur þig áfram. Stöðug og jákvæð áminning er öflug leið til að hjálpa fólki að ná árangri. Nýttu þér verkfærin í draumaborðunum á www.velgengni- .is til að senda þér áminningu reglu- lega. Byrjaðu núna, æfðu þig og finndu út leiðina sem hentar þér og þú átt eftir að vera undrandi hversu frá- bærar niðurstöðurnar eiga eftir að verða. Gangi þér vel, hugsaðu jákvætt og skemmtu þér. Sjö skref hvatningar Sigurður Erlingsson segir að þú eigir að hvetja sjálfan þig »Hvatning er eitt af heitu málunum í dag. Ef þú nærð að virkja krafta þína áfram með hvatningu, þá ertu sigurvegari! Þú getur notað þessi sjö skref .. Sigurður Erlingsson Höfundur ritar greinar á www.velgengni.is NÚ, Á yfirstandandi bændaþingi, boðar forseti landsins yfirvofandi hungursneyð sem svara verði með áframhaldandi samningum við bænd- ur. Hvers konar samningum? Um áframhaldandi meðlög með bænda- stéttinni? Nýjum fjöllum úr keti og sméri? Á Ríkið að kaupa þau? Hvar á að geyma þau? Kannski í jöklum landsins? Annað? Nokkru fyrir þing fór svo áróð- ursmaskínan góða og gamla í gang með því að útvarpa út um allar jarðir, hve allt hefði nú hækkað hjá bless- uðum bændunum (eins og ekkert annað hefði hækkað í landinu). Auk þess sáu sumir bændur fram á það að „þurfa“ að selja kotin og verða „múltimillar“ ef ekkert yrði að gert. Og hvað var til bjargar? Jú, auðvitað biðu þeir eftir því að ríkisstjórnin heyrði harmakveinin og segðist koma þeim til bjargar með einhverjum ráð- um. Kannski með afnámi tolla fyrir innfluttum aðföngum fyrir þá (ekki aðra) eða áframhaldandi meðlögum? En áður þurfti að finna upp eitt- hvert flott „plott“. Og það fannst. Forsetinn, sem alltaf er frekar „treg- ur“ til að auglýsa sig og sýna í fjöl- miðlum, lét sig hafa það að setja þing- ið með hugljúfri ræðu um … að semja þyrfti alveg sérstaklega við bændur um matvælaöryggi vegna yfirvofandi í hungursneyðar í heiminum. Málið leyst, „því ef forsetinn segir það, þá er það þjóðin sem talar“! En í alvöru talað hafa þeir aðeins um eitt að velja og það er það að velta öllum hækkunum út í verðlagið. Þá kemur bara í ljós hverjir vilja allt sykraða mjókursullið og ofurfeita ketið … og hverjir ekki. Heilbrigð samkeppni. Þannig er þetta á öllum sviðum atvinnulífsins. Við fáum t.d. hræódýrt vinnuafl inn í allan iðnað og fleiri störf og þeir sem ekki vilja und- irbjóða sig, verða einfaldlega að hverfa til nýrra starfa. Þannig verða bændur líka að fara að. Selja allt og hverfa til nýrra starfa. Að vísu þyrftu fæstir bændur að hafa áhyggjur af nýrri vinnu því verðið er svo yf- irþyrmandi hátt á jörðum í dag að nægir til að framfleyta nokkrum kyn- slóðum. Í guðanna bænum, bændur. Hætt- ið að barma ykkur og „gerið eitthvað“ eins og Bjartur í Sumarhúsum sagði við syni sína er þeir höfðu ekkert ann- að fyrir stafni en rífast og slást. Þjóð- in er orðin yfirmáta þreytt á að borga með ykkur, og alveg sérstaklega með þeim sem enn níða landið með ofbeit, sem reyndar tilheyrir fortíðinni hjá öllum siðmenntuðum þjóðum. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Melteigi 4, Akranesi. Hræðsluáróðurinn í hámarki Frá Margréti Jónsdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í 100 ár hefur miðpunktur bíla- framleiðslu veraldar verið í Michig- anríki í USA. Á næsta ári verður hann ekki lengur þar heldur einhvers staðar í Asíu. Þar verða fram- leiddir 20 milljón bílar, einni milljón fleiri en í Norður-Ameríku. Gæði evrópskra bíla halda áfram að rýrna. Gæði japanskra bíla eru byrjuð að rýrna vegna keppinauta í Suður-Kóreu sem framleiða sífellt betri bíla fyrir minna verð. Hyundai mælist með sömu eða meiri gæði og Toyota í Bandaríkj- unum. Á árinu 2007 hefur orðið sprenging í bíla- framleiðslu í Kína. Gríðarleg aukning hef- ur orðið í bílafram- leiðslu á Indlandi og í Rússlandi, að ekki sé minnst á stöðugt vax- andi framleiðslu bíla í Tékkóslóvakíu –+- bíla sem eru betur smíðaðir en þýskir af sömu stærð. Markaðssérfræðingar spá því að á næsta ári verði framleiddir 100 milljón bílar og aukningin, 30 milljón bílar, komi að stærsta hluta frá Kór- eu, Kína, Indlandi og Malasíu. Enn sem komið er eiga einungis 2% Kín- verja bíl. Því er spáð að 2017 muni 33 milljónir bíla seljast árlega í Kína. Nú þegar seljast 5 milljón bílar í Kína á ári sem þýðir að Kína er orðið annar stærsti bílamarkaður veraldar á eftir Norður-Ameríku – söluaukn- ingin í Kína janúar–júlí á þessu ári stefnir í 26%. Bílaframleiðendum í Kína hefur fjölgað á 2 árum í 47 og þar eru nú framleiddar 82 tegundir. Fleiri verksmiðjur eru í byggingu. Bílaframleiðslan ásamt annarri iðn- væðingu í Kína fær megnið af rafork- unni frá orkuverum sem brenna kol- um án mengunarvarna. Það tók Japani 30 ár að ná Vest- urlöndum í framleiðslu á bílum og Suður-Kóreumenn 20 ár. Flest bendir til að Kínverjar leiki þann leik eftir á 15 árum. Vaxandi velmegun í Kína mun gera það að verkum að nánast öll bílaframleiðslan fer á heimamarkað auk stór- kostlegs innflutnings. Allt bendir til að sama þróun sé að hefjast á Indlandi. Indverjar eru 1136 milljónir og fjölgar örast af stórþjóðum. Kínverjar eru 1300 milljónir. Talið er að Indverjar nái Kínverj- um að fólksfjölda 2030. Þessar þjóðir munu krefjast, og eiga rétt á, sömu lífskjörum og við Íslendingar (einn bíll á mann) geti þær skapað sér þau af eigin ramm- leik. Ekki þarf að rekja þetta dæmi lengra til að sjá hvers konar vanda- mál bíða næstu kyn- slóða. Stundum er engu líkara en að ís- lenskir pólitíkusar ætli sér að segja þessum þjóðum fyrir verkum, sam- anber umræðu um losun koldíoxíðs – en vægi Íslands í því efni (jafnvel þótt tækist að stöðva alla losun kol- díoxíðs hérlendis) er á við eina hundsmigu í Kyrrahafið – en mun engu að síður verða tilefni til auk- innar skattlagningar! Þessar stað- reyndir réttlæta samt ekki að við höldum áfram að darka í umhverfi okkar eins og svín. Nokkrar alvarleg- ar staðreyndir Leó M. Jónsson fjallar um sprengingu í bílaframleiðslu í Kína Leó M. Jónsson »Kína er þeg- ar orðinn annar stærsti bílamarkaður heims. Gert er ráð fyrir að Kín- verjar kaupi 33 milljónir bíla ár- ið 2017. Höfundur starfar sem iðnaðar- og vélatæknifræðingur. HAUSTIÐ 1998 vann atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar at- vinnumálastefnu fyrir bæjarfélagið. Þessari vinnu stýrði Valur Knúts- son, þáverandi formaður nefnd- arinnar, af elju og dugnaði. Að verk- efninu komu fulltrúar atvinnulífsins á Akureyri, verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, auk fulltrúa op- inberra stofnana. Þarna var lagður grunnur að mörgum framfaramálum sem mörg hver hafa komist í höfn, en önnur eru í vinnslu og sum hver áttu ekki lífsvon. Það var áberandi í tillögugerð atvinnu- málanefndarinnar til bæjarstjórnar Ak- ureyrar, í kjölfar þess- arar vinnu, hversu mikil áhersla var lögð á úrbætur í samgöngu- málum. Á þeim grunni hefur bæj- arstjórn Akureyrar síðan unnið að framgangi mála; t.a.m. lengingu flugvallarins á Akureyri, hálend- isvegi og gerð Vaðlaheiðarganga. Sum af þeim málum sem nefnd voru til sögu höfðu áður verið til umræðu, en höfðu legið í láginni, voru þá vak- in upp með látum og eru sem betur fer að líta dagsins ljós eitt af öðru. Þannig má nefna að bráðlega hefst lenging flugvallarins á Ak- ureyri og úrbætur gerðar í tækja- kosti hans, stofnað hefur verið félag um veg yfir hálendið og komið er á koppinn samstarf við Sunnlendinga um þetta sameiginlega hagsmuna- mál landshlutanna. Loks vil ég nefna gerð Vaðlaheiðarganganna, sem nú má ætla að verði að veruleika innan fárra ára. Árið 2003 var félagið Greið leið ehf. stofnað af tuttugu sveit- arfélögum og tíu fyrirtækjum á starfssvæði Eyþings. Félaginu var ætlað að vinna að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og nemur inn- borgað hlutafé hátt í 100 mkr. Gera má ráð fyrir að þegar hafi verið lagt í kostnað sem nemur u.þ.b. 70 mkr. Fyrirhuguð jarðgöng yrðu líkast til einna lengstu jarðgöng landsins eða um 7,4 km að lengd og áætlaður kostnaður er um 5 milljarðar króna. Frá upphafi hefur verið ljóst að verkefnið verði unnið í einka- framkvæmd og gert ráð fyrir að greiðslur úr ríkissjóði og veg- gjöld af umferð myndu standa undir kostnaði verksins. Í viðhorfskönnunum hefur komið fram gríð- arlegur stuðningur íbúa svæðisins við þessar samgöngu- bætur og mun fátítt að svo stór áform í samgöngumálum njóti jafn víðtæks stuðnings og gerð Vaðla- heiðarganga. Í mínum huga er afar ljóst að skýringarnar á þessum víð- tæka stuðningi eru þær helstar að íbúar svæðisins sjá vel nauðsyn þess að stytta vegalengdir í þágu atvinnu- uppbyggingar. Þeir skynja vel mik- ilvægi góðra samgangna fyrir vöxt og viðgang samfélagsins. Við skjótum styrkari stoðum und- ir líf og starf fólks á Norðurlandi með hvers kyns samgöngubótum. Það er brýn nauðsyn til styrktar bú- setu í landinu að samkeppnisstaða Norðurlands verði styrkt með jarð- göngum undir Vaðlaheiði. Jarðgöng undir Vaðlaheiði Kristján Þór Júlíusson skrifar um samgöngubætur » Í viðhorfskönnunum hefur komið fram gríðarlegur stuðningur íbúa svæðisins við þess- ar samgöngubætur og mun fátítt að svo stór áform í samgöngu- málum njóti jafn víð- tæks stuðnings … Kristján Þór Júlíusson Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.