Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hafdís Þór-arinsdóttir fæddist á Akureyri 22. maí 1949. Hún lést hinn 2. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Þórdís Brynjólfs- dóttir, f. 18. ágúst 1922, búsett á Ak- ureyri og Þórarinn Guðmundsson, f. 8. apríl 1915, d. 13. sept 1955. Systkini Hafdísar eru Brynj- ar, f. 10. júní 1942, d. 12. des. 1943, Brynjar Rós- berg, f. 30. apríl 1944, d. 7. nóv. 1944, Dröfn, f. 17. ágúst 1947, Guðmundur Ragnar, f. 4. okt. 1950, d. 24. okt. 1951, og Heiðar, f. 20. maí 1953, d. 29. okt. 1953. Árið 1967 giftist Hafdís Þóri Jakobssyni, f. 11. febrúar 1949. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Jakob, f. 1966, í sambúð með Hafdís gekk í barnaskóla Ak- ureyrar, og síðar í Gagnfræða- skóla Akureyrar, hún var ung að aldri, 15 ára gömul þegar hún hóf að vinna sem starfs- stúlka á fæðingardeildinni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri (FSA), nú sjúkrahúsið á Akureyri. Síðar fór hún í sjúkra- liðanám 18 ára gömul og starf- aði hún nánast alla sína starfs- ævi við FSA. Hafdís hóf starf sitt sem sjúkraliði á fæðing- ardeildinni síðar á lyfjadeildinni og einnig helgaði hún krafta sína hjúkrunardeildinni á Seli. Á síðasta ári starfaði Hafdís á Landspítalanum í Fossvogi, á deild A5. Hafdís sinnti lengi sjálfboðastarfi fyrir íþrótta- félagið Þór, bæði fyrir knatt- spyrnudeild og handknattleiks- deild, þar sem hún átti sjálf drengi sem stunduðu íþróttir hjá félaginu og einnig frænkur og frændur. Einnig var Hafdís virk í starfi SÁÁ. Hafdís verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Maren Ólu Hjalta- dóttur, þau eiga tvo drengi, Hafþór Davíð og Sigþór Marvin. 2) Hanna Bryndís, f. 1970, í sambúð með Gunn- ari Jóni Eysteins- syni, þau eiga tvær dætur, Silju Ýr og Lýdíu Ýr. Hafdís og Þórir skildu árið 1970. Árið 1976 giftist Hafdís Davíð Haukssyni, f. 23. júlí 1954. Börn þeirra eru: 1) Brynjar, f. 1975, kvæntur Grétu Björk Halldórsdóttur, þau eiga þrjú börn, Karen Mist, Andra Fannar og Ívar Bjarka. 2) Sig- urður Heiðar, f. 1977, kvæntur Sylvíu Dögg Tómasdóttur, þau eiga tvær dætur, Hafdísi Dröfn og Bryndísi Dröfn. Hafdís og Davíð skildu árið 2005. Mig langar til að kveðja elskulega tengdamóður mína með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku Dísa. Þín tengdadóttir Gréta. Elsku amma Dísa. Nú ertu komin upp til Guðs og englanna þar sem pabbi þinn og bræður þínir taka vel á móti þér. Minning þín lifir ávallt í hjörtum okkar systra, þú sem varst alltaf svo hlý og góð við okkur, alltaf máttum við dúllast með snyrtidótið þitt og tala nú ekki um að fá að máta öll þín fallegu föt í leiðinni. Það þótti okkur ekki leiðinlegt. Sofðu vel, elsku amma okkar, og við vitum að þú ert með okkur alls staðar. Þínar ömmustelpur Hafdís Dröfn og Bryndís Dröfn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þínar ömmustelpur, Hafdís Dröfn og Bryndís Dröfn. Í dag er komið að kveðjustund, elsku Dísa eða nafna eins og þú varst alltaf kölluð hjá okkur, Krissa og Júl- íu Rún fannst svo ósanngjarnt þegar þau voru lítil að Hafdís nafna þín gæti sagt nafna en þau ekki, þannig að úr varð að allir á heimilinu sögðu nafna og þú varst svo ánægð með það. Það verður erfitt að hafa þig ekki hjá okkur lengur, þú átt svo miklar þakkir skildar en kannski aldrei fengið þær allar. Umhyggja þín, hjálpsemi og glað- værð voru þín aðalsmerki, og kannski var það þess vegna sem þú gast ekki tekið við þeirri hjálp sem þú þarfnaðist svo innilega. Ég vildi að ég hefði getað gert meira þar sem þú gast alltaf hjálpað mér í gamla daga eins og við kölluðum þau ár, það var svo gott að koma til þín og fá ráð, og faðmur þinn var hlýr og styrkur. Ég vildi að minn faðmur hefði veitt þér þann styrk sem þú þarfnaðist, elsku nafna mín. Hláturinn þinn há- væri, hans verður saknað, en mun lifa í huga okkar. Það var svo ynd- islegt að fylgjast með því hvernig þú gast notað þínar dyggðir í vinnunni, því tók ég eftir þegar ég var hjúkr- unarnemi á Seli og var að vinna með þér þar. Mörgum léttir þú lífið með nærveru þinni og glaðværð, þessar stundir eru ekki gleymdar, hvorki hjá mér né þeim sem þú veittir mikla ánægjustundir og glaðan dag. Ég þakka fyrir samfylgd þína og mun sakna þín svo mikið, einnig munu Rósberg Hafdís, Haddi, Krissi og Júlía Rún sakna þín. Við hefðum óskað þess að þú hefðir dvalið hjá okkur lengur. Elsku nafna, finndu frið í sálu þinni, og ljósið sem þú leitaðir að hef- ur þú örugglega fundið. Ég veit að þú gefur okkur styrk til að finna okkar ljós. Þín Þórdís, Rósberg, Hafdís, Haraldur, Kristinn Þór og Júlía Rún. Elsku frænka, það er sárt að þurfa að kveðja þig. Mér er sagt að það fyrsta sem ég sá þegar ég kom í heiminn hafi verið brosið þitt, kæra frænka. Þá varst þú nýbyrjuð að vinna á fæðingardeild- inni og ég held að ég hafi verið fyrsta barnið sem þú tókst á móti. Þetta bros var þitt einkennismerki. Alltaf þegar ég hitti þig ljómaði andlitið þitt upp og þú tókst utan um mig og gafst mér knús og lést mig virkilega finna að þér þætti vænt um mig. Seinna flutti svo mamma í sama hús og þú, í íbúðina á móti og þá voru margar stundirnar sem við settumst saman í spjall og oft var þá glatt á hjalla. Ég gat líka alltaf leitað til þín ef eitthvað bjátaði á og fór svo bros- andi frá þér, því alltaf fannstu eitt- hvað til að gleðjast yfir. Þegar ég átti mitt fyrsta barn varstu til staðar fyr- ir mig með góð ráð og ég man eftir að rétt eftir að ég kom með hana heim leist þér ekki á blikuna yfir gesta- fjöldanum og tókst af skarið, sendir fólkið heim og tilkynntir að þetta væri einum of mikið af því góða. Þeg- ar svo annað barnið mitt fæddist, fylgdist þú vel með og bjargaðir því úr öndunarstoppi, en eins og þér er rétt lýst þá fannst þér það nú ekkert tiltökumál.Oft komstu í kaffi til okk- ar Ara en þið náðuð ótrúlega vel saman og urðuð góðir vinir. Elsku Hafdís, lífið var þér stund- um erfitt en þú barðist virkilega áfram. Það komu erfiðir tímar inn á milli en alltaf náðir þú að sigra og við sáum bjarta brosið þitt skína aftur. Loksins var allt farið að ganga vel og björt framtíð framundan. Það var því mikið áfall að fá fréttir af andláti þínu, allt of snemma, en þér er örugglega ætlað stórt hlutverk þar sem þú ert núna. Ég trúi því að það sé vel á móti þér tekið hinum megin og ég veit að þeg- ar að mitt kall kemur verður þú þar til að taka á móti mér. Elsku Dúlla, Dröfn, Tóti, Billa, Binni, Siggi og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Anna Einars. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þetta er bænin sem segir allt sem segja þarf. Elsku Hafdís frænka mín og vinkona hefur verið kölluð héðan burt til þess að sinna öðrum aðkall- andi verkefnum í efri byggðum. Stundum er lífið ósanngjarnt og erf- itt og það var það svo sannarlega hjá elsku Hafdísi minni, en nú veit ég að henni líður vel og það hefur heldur betur bæst í fallegasta englaherinn á himnum. Ég á margar góðar og fallegar minningar um frænku og sérstak- lega þegar hún dvaldi hér í Reykja- vík um tíma, þá brölluðum við margt saman og áttum góðar stundir sem ég mun ávallt minnast. Elsku Hafdís mín, ég mun sakna þín, hvíldu í friði. Ég vil votta Dúllu og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur og Guð veri með ykkur í sorginni. Hve dýrðleg er sú vissa að vita að Jesú er sá vinur, sem á himninum biður fyrir mér. Hann fyrirgefur misgjörðir, sjúka læknar sál. Hann sér og skilur ávallt hin leyndu hjartans mál. Hann elskar mig, hann elskar, hann elskar mig svo heitt. Hann veit hvað hjartað þráir og synjar ekki um neitt. Hann frá mér voða víkur og vota þerrar brá. Ég veit um elífð alla ég uni Jesú hjá. (Kristrún Soffía Jónsdóttir.) Þín frænka, Björk Andersen og fjölskylda. Elsku Hafdís. Ég trúi því ekki að þú sért farin, að ég muni ekki hitta þig, tala við þig í síma eða rekast á þig. Þetta er allt svo óraunverulegt, en samt sem áður raunverulegt. Frá því að ég man eftir mér, man ég alltaf eftir þér. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til þín enda varstu mér sem amma. Allt árið hlakkaði ég til að fara á bindind- ismótin eftirminnilegu með þér, ömmu Dröfn og Hafdísi nöfnu þinni og auðvitað fórum við á dansgólfið og skemmtun okkur svo konunglega. Þú varst alltaf svo stolt af þínu fólki. Ég minnist þess svo oft að þú klapp- aðir mér á öxlina og sagðir, ég klippti nú á naflastrenginn á þessari og ég var alltaf og er enn svo stolt. Þú lést manni alltaf líða svo vel. Síðastliðið ár vorum við í miklum samskiptum út af íbúðinni góðu sem þú baðst okk- ur Svenna að passa þegar þú varst að vinna í Reykjavík og kynntistu þá Svenna mínum betur og ég er svo þakklát fyrir að hann skyldi fá að kynnast þér svona vel enda varð frá- bært samband milli ykkar eins og milli mín og þín. Hvernig þú hjúkraðir okkur Ingu Dís mun aldrei gleymast, þú varst allavega besta hjúkrunarkona sem hefur nokkurn tíma annast mig. Svo hlý og góð og hress og yndisleg. Ég vildi að þú værir enn hérna hjá okkur og að börnin mín yrðu svo lán- söm að fá að kynnast þér. Það er ekki spurning að ég mun láta minningu þína lifa og tala mikið um þig, því þú hefur kennt mér svo margt og alltaf stutt mig. Ég held að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég veit að þú vak- ir yfir okkar. Minning þín er ljós sem mun ávallt lifa og ég mun varðveita. Elsku besta Hafdís, takk fyrir allt. Þín Pála Dröfn. Helgi Drottins dagur! dýrðar sunna þín eins og guðdóms ásján upprennandi skín; er sem opnist himinn er sem bæn og náð mætist milli skýja morgunn gyllir láð bergmálsblíð um dali berast klukknahljóð, en í hæðum óma engla sólarljóð. (Steingr. Thorsteinsson.) Já, það óma sannarlega engla- söngvar í hæðum þegar enn ein sál er kölluð burt héðan úr heimi til ann- arra starfa. Við þökkum Hafdísi samfylgdina, allar ljúfu samveru- stundirnar og biðjum henni Guðs blessunar á nýjum vettvangi. Á kveðjustund sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. Verið öll Guði falin. Erla og Guðjón. Elsku Dísa frænka. Mikið er erfitt að ímynda sér það að við eigum ekki eftir að sjá þig aft- ur. Er eiginlega bara að bíða eftir því að þú komir blaðskellandi inn um dyrnar og hlammir þér í sófann. En það verður víst ekki. En minningarn- ar sem við eigum saman eiga eftir að ylja mér og mínum. Því í öllu mínu lífi varst þú, frá því er ég fæddist, þú þá 13 ára gömul hlaupandi um alla eyr- ina og sagðir öllum að þú hefðir eign- ast frænku með kolsvart hár og brún augu. Af þessu hlógum við oft dátt, því ég er með blá augu og ljóshærð, mjög lík þér, enda algeng setning í mínu lífi, nei, Dísa er frænka mín, Dröfn er mamma mín. Í frænkuhlut- verkinu varstu frábær. Varst alltaf að gera eitthvað með mér og passa mig. Seinna meir passaði ég börnin þín og þú svo stelpurnar mínar, þær Ingu Dís og Pálu Dröfn. Og svo höf- um við elsku Dísa passað hvor aðra með öllu hinu. Já, það eru mikil og góð tengsl milli barna ykkar systra og þegar makar komu til sögunnar var það eins, allir voru velkomnir í þinn faðm og það fann hann Siggi minn vel enda spiluðu þið sömu nót- urnar og þegar þið voruð í stuði var nú hægt að roðna. Ég tala nú ekki um þegar amma Dúlla var á svæðinu, þá ætlaði þakið að rifna af vegna hrossahláturs. Elsku Dísa, fyrir þetta allt og ann- að viljum við Siggi og stelpurnar þakka þér. Þá sérstaklega fyrir hjálpina við að koma þeim í heiminn, vera viðstödd. Takk fyrir að þurrka tár og snýta litla nebba þegar mamma og pabbi voru að vinna eða á æfingu. Takk fyrir að koma alltaf á völlinn og hvetja okkur þegar við vorum að keppa. Já, Dísa, þetta gerðirðu allt ásamt henni mömmu, systur þinni, og ömmu Dúllu, mömmu þinni, sem eru ósköp einmana án þín og hálfráðvillt- ar en vertu viss, elsku Dísa, við skul- um passa þær vel og með þá vissu í hjörtum okkar að þið afi Tóti og bræður þínir fjórir séuð öll saman núna, kveðjum við þig í bili. Ástarkveðjur, Þórunn, Sigurður, Inga Dís og Pála Dröfn. Að morgni sunnudags fyrir rúmri viku barst mér hingað til Óslóar sú sorgarfrétt að Hafdís, fyrrverandi mágkona mín, væri dáin. Við þessi tíðindi sló augnabliksþögn á samtal okkar bræðra sem var tregafullt og erfitt. Það var gott að heyra í strák- unum, Brynjari og Sigurði Heiðari strax um morguninn og finna fyrir samstöðunni sem er til staðar á svona stundu og mun hjálpa okkur öllum í gegnum þessa erfiðu tíma. Davíð bróðir minn og Hafdís kynntust ung og segja má að Hafdís hafi verið hluti af fjölskyldunni alla mína ævi. Nú þegar ég sit og skrifa þessar línur og hugsa um öll þessi ár er margt sem kemur upp í hugann; sumt skýrt í minningunni – annað óljósara eins og gengur. Allar þessar minningar eiga það þó sameiginlegt að bera með sér gott viðmót, kær- leika og hlýju sem Hafdís bar ávallt í brjósti. Ófáar stundir rifjast upp af heim- sóknum mínum í æsku í Hríseyjar- götuna þar sem Hafdís bjó þegar hún og Davíð kynntust. Ég man eftir spennandi leiðangri sem var farinn gagngert í miklu fannfergi til að grafa Hafdísi út úr íbúðinni í Hrís- eyjargötu svo hún kæmist í vinnu. Flestir fullorðnu karlmennirnir voru á sjónum og það kom í hlut okkar guttanna að grafa göng í gegnum skaflinn að útidyrunum. Í Skarðs- hlíðinni voru margar góðar stundir á suðursvölunum í sumarblíðunni – við árniðinn frá Glerá – og síðan í Mela- síðunni þar sem oft var setið úti við ef svo bar undir eða við eldhúsborðið og spjallað. Umræðuefnin voru fjöl- breytt, allt frá sjóarasögum og íþróttum til flókinna þjóðmála og ávallt var glatt á hjalla yfir rjúkandi kaffi og oftar en ekki konfektsmola til að maula með. Hafdís barðist við illvígan sjúkdóm sem oft varpaði skugga á hennar innri sál en eitt vit- um við öll að Hafdís hafði gott og hlýtt hjarta. Þannig skulum við öll minnast Hafdísar okkar. Úlfar Hauksson. Elsku sötra mín. Þetta var okkar einkanafn hvor á aðra. Það voru bara tvær sötrur ég og þú. Ég spyr af hverju þurftir þú að fara en veit svarið. Það hefur vantað hressan og kraftmikinn sjúkraliða, hreinskilinn og opinn með dillandi hlátur og gott skap. Mig langar að þakka þér sam- fylgdina og allar okkar góðu stundir. Í rúmlega hálfa öld höfum við fylgst að, þar sem önnur var, var stutt í hina. Það var margt brallað í Hjalteyrargötunni og Eiðsvallagöt- unni í gamla daga. Við sátum úti í horni og þóttumst sötra kaffi þegar mæður okkar sátu við eldhúsborðið með kaffibollana sína. Við hjóluðum fram á Rauðalæk til Stínu og fengum að gista því þetta var svo langt. Það voru ekki flottu 10 gíra hjólin í þá daga bara gamli góði Möve. Í Odd- eyrarskóla áttum við margar góðar stundir, þú varst leikari af guðs náð og voru hlutverkin þín þar ófá. Ef efnið var af skornum skammti bjóstu það bara til sjálf. Afi gamli á Bjargi var eitt af þessum frábæru verkum, sá endaði nú flott (bara á milli mín og þín). Svo bættist Heiða í hópinn og þá var nú fjör, betri vinkonur var ekki hægt að hugsa sér. Þetta voru frá- bær ár sem gott er að minnast. Við fengum Bítlaæðið og allt sem því fylgdi beint í æð. Bítlakjólarnir, skórnir, klippingin og öll þessi dásamlega tónlist. Þó við höfum ekki hist eins oft síðustu árin þá slitnaði aldrei þráðurinn, alltaf gátum við leitað hvor til annarrar. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um þig, skuggarnir voru stund- um langir. Hafdís Þórarinsdóttir Elsku Hafdís. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Allar góðu stundirnar okkar og all- ar minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Ég trúi því að þú sért komin á góðan stað og að þér líði vel. Takk fyrir allt, elsku besta frænka. Minningin um þig mun alltaf lifa. Þín Eva Dögg. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.