Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir Johannes Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritsch Einsöngvarar: Dorothee Jansen og Terje Stensvold Kór: Söngsveitin Fílharmónía Kórstjóri: Magnús Ragnarsson ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar. ■ Lau. 29. mars kl. 14.00 Maxímús Músíkús - Tónsprótatónleikar Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljóm- sveitarinnar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson víóluleikara.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ÞAÐ voru mikil læti – frábær stemning,“ sagði einn gesta á kveðjutónleikum hljómsveit- arinnar Jakobínurínu á skemmti- staðnum Organ á laugardags- kvöldið. Einnig tróðu upp hljómsveitirnar Singapore Sling og Mammút. Húsfyllir var á tónleikunum og greinilegt að margir vildu njóta þess að sjá ungu piltana í Jak- obínurínu, sem margir höfðu spáð vegferð undir bjartri frægð- arsól, syngja sitt síðasta á sviði. Þeir eru orðnir þreyttir á rútu- ferðalögum, innantómum kynn- ingarviðtölum og félagsskap, sem sumir segja að hæfi ekki óhörðn- uðum unglingum. Innifalin í aðgöngumiðanum á tónleikana var breiðskífa Jak- obínurínu, The Last Crusade – og heitið kannski táknrænt fyrir þessa síðustu tónleika. Morgunblaðið/Eggert Hættir Söngvari Jakobínarínu liggur flatur, alveg búinn eins og sveitin öll. Í sviðsljósinu Jakobínarínar buðu upp á rokkaða keyrslu. Jakobínarína hætti með látum Tár og sviti Piltarnir í Jakobín- arínu voru ekkert að slá af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.