Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 10. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Heimsþekktar skák- kempur etja kappi  Heimsþekktir stórmeistarar af eldri kynslóðinni tefla á sérstöku minningarmóti um Bobby Fischer í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hátíð- ardagskrá með skákskýringu, tón- listarflutningi og minningarerindum um Fischer var haldin í Þjómenning- arhúsi í gær. » Forsíða, miðopna Ræddu verslun með lyf  „Mér finnst mikill heiður fyrir okkur að fyrsti færeyski utanrík- isráðherrann skuli fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til Íslands,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra eftir fund með Høgna Hoydal, utanríkisráðherra Færeyja. Þau ræddu meðal annars þann möguleika að opna fyrir versl- un með lyf milli landanna. » 2 Sósíalistar sigruðu  Sósíalistaflokkurinn á Spáni fékk mest fylgi í þingkosningum í gær. Honum var spáð 168 þingsætum, en hann fékk 164 sæti í síðustu kosn- ingum og þurfti 176 til að ná meiri- hluta á þinginu. » Forsíða, 14 SKOÐANIR» Ljósvakinn. Skemmtilegri á skján- umStaksteinar: Sjálfstæði Skota Forystugreinar: Húsnæðismál í heil- an hring? | Skásetur UMRÆÐAN» Fjármálakreppa eða verðbólga Mannréttindakyndill – Ísland á leik Afsláttarkort almanaksárið, af hverju? Velta á markaði Ofnlokar „Hann sáði, hann sáði“ Hitablásari er ofnotað hitatæki FASTEIGNIR» Langleggjaðar döm- ur, fjöllistamaður og krumpaðir blaða- menn urðu á vegi Flugunnar um helgina. » 32 FLUGAN» Loydsskór og hótelbar TÓNLIST» Bólið sigraði í Söngva- keppni Samfés. » 37 Sérfræðingurinn í leikjaheimum rýnir í Stríðsguði, Patapon og Tveggja manna her og hleður á þá stjörnum. » 35 TÖLVULEIKIR» Vanabind- andi leikir TÓNLIST» Músiktilraunir að hefjast enn og aftur. » 36 TÓNLIST» Jakobínarína hætti með miklum látum. » 34 reykjavíkreykjavík 1. Margar fjölskyldur í óvissu 2. Reynt að brotlenda farþegavél 3. Mútað með vodka og pítsu 4. Ekki allt sem sýnist í sjónvarpinu 20 % m eira magn - sam a verð ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 VEÐUR» Heitast 2° C | Kaldast -4° C Norðaustan 5-10 m/s norðvestanlands en annars hægviðri. Skýj- að og víða él, þokuloft við na-ströndina. » 10 »VEÐUR mbl.is GUÐMUNDUR E. Stephensen og Lilja Rós Jóhann- esdóttir úr Vík- ingi fögnuðu sigri í einliðaleik á Ís- landsmótinu í borðtennis í gær. Þetta var 15. sig- ur Guðmundar í röð en Lilja Rós vissi ekki af því að Íslandsmótið væri á dagskrá nokkrum dögum áður en keppnin hófst. „Ég hef ekki æft í fjögur ár og ég vissi ekki einu sinni af þessu móti fyrr en það var hringt í mig og ég hvött til að vera með,“ sagði Lilja Rós en hún er ekki viss um að hún hefji æfingar að nýju. | Íþróttir Meistari án þess að æfa Lilja Rós Jóhannesdóttir Vissi ekki að mótið væri á dagskrá FÍKNIEFNALEIT hefur farið fram nokkuð reglulega í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti (FB) sl. 3-4 ár. Það er hins vegar fagnaðarefni, að ekkert hefur fundist að því er fram kom hjá Bjarna Gauk Þórmunds- syni, félagsstarfaráðunaut FB. Fíkniefnalögreglan hefur verið mjög fús að aðstoða við leitina og sent lögreglumenn með leitarhunda. Bjarni sagði þessa leit bæði hafa ver- ið gerða að frumkvæði skólayfir- valda og að beiðni nemendaráðs. Fíkniefnahundurinn var fyrst kallað- ur til þegar Bjarni var nýorðinn for- varnafulltrúi og nefndir í félagsstarfi nemenda voru að fara í vinnuferð. Fyrstu viðbrögð voru þau að fáeinir einstaklingar urðu „alveg brjálaðir“ en þeir sömu höfðu legið undir grun um að hafa fíkniefni undir höndum. Þegar fíkniefnaleit hafði verið fram- kvæmd í nokkur skipti voru lang- flestir nemendur ákaflega ánægðir með þetta framtak, að sögn Bjarna. „Við hugsum þetta sem forvarn- arstarf og sýnum að við fylgjumst með þessu. Ef þetta verður of reglu- lega teljum við að fólk hætti að kippa sér upp við það,“ sagði Bjarni. „Ef krakkarnir eru að fara í ferðir og þá grunar að einhverjir ætli með eitt- hvað með sér biðja þau um hundinn að fyrra bragði.“ Bjarni kvaðst ekki hafa orðið mik- ið var við fíkniefnanotkun á skemmt- unum skólans eða annars staðar í skólastarfinu. Erfitt væri að komast inn á dansleiki því ókunnugir þekkt- ust strax úr. Þá hefðu Sniglarnir, sem annast öryggisgæslu á böllum FB, haft á orði að þau færu vel fram og nemendur væru mjög rólegir. Bjarni vissi ekki til að aðrir fram- haldsskólar hefðu sama hátt á og FB varðandi fíkniefnaleit. Ekkert fundist Fíkniefnaleit er gerð í samvinnu við lögreglu í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti tvisvar til þrisvar á hverri önn Í HNOTSKURN »Fíkniefnaleit hefur veriðframkvæmd í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti tvisvar til þrisvar á hverri önn und- anfarin 3-4 ár. »Forvarnafulltrúi fram-fylgir forvarnastefnu FB og sér um fræðslu til nem- enda, foreldra og kennara. »Almennar forvarnir miðaað því að koma í veg fyrir eða seinka neyslu áfengis, tób- aks og annarra fíkniefna. „ÉG er alveg sallaánægður,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra- Hálsi í Kjós um nytina í kúnum sínum, en hann og kona hans, Dóra Ruf, hafa um árabil rekið lífrænan búskap. Þau eru með 39 mjólkandi kýr sem aðeins eru grasfóðraðar. Mjólkin sem úr kúnum kemur fer að mestu leyti í lífræna jógúrt sem fyrirtækið Bíóbú framleiðir. Kristján segir áhuga neytenda á lífrænum búvörum mikinn, en inn- an við 1% bænda stundar lífrænan landbúnað. „En það sem vantar hér hjá okkur er að stjórnvöld og for- ysta landbúnaðarins fari að mæla með þessu og beina fjármagni inn í þetta,“ segir Kristján. | 8 Á bænum Neðri-Hálsi í Kjós er framleidd lífræn mjólk Bíta bara íslenska grasið Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.