Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mikið er lífið ótrú- lega stutt og hvað tím- inn líður hratt jafnvel án þess að við áttum okkur fyllilega á því. Svo gerist eitthvað í lífi okkar sem fær okkur til að staldra við og hugleiða tilveruna, lífið og dauðann. Hugleiðingar sem þessar leita nú á hugann við andlát og útför mágs okkar og svila, Leifs Sveinbjörnssonar frá Hnausum. Hann kom inn í stóru fjölskylduna okkar fyrir hartnær fjörutíu og fjór- um árum. Elna systir hafði farið sem ráðskona norður í Vatnsdal með þrjú af fjórum börnum sínum, Sigurð Jak- ob, Önnu Kristínu og Andrés Ingi- berg. Elsta barnið, Tómas, varð eftir hjá foreldrum okkar. Fljótlega fór að kvisast að miðaldra piparsveinn, bóndi úr næstu sveit, væri farinn gera hosur sínar grænar fyrir stóru systur og að henni líkaði það alls ekki illa. Við trúðum þessum fréttum alveg mátulega, svo fráleitt fannst okkur að hún Elna færi að gift- ast bónda norður í landi. Við sáum hana alls ekki fyrir okkur í hlutverki bóndakonunnar. Auðvitað féll Elna fyrir Leifi, hvað annað, bóndinn á Hnausum var þann- ig gerður að hann heillaði alla sem kynntust honum. Hvað þá þegar hann lagði sig virkilega fram um það. Leif- ur var sannkallaður gentleman eins og Englendingar nefna menn sem mega ekki vamm sitt vita. Kurteis, samviskusamur, áhugasamur um líð- an annarra, skemmtilegur og fróður um allt milli himins og jarðar. Með þeim hjónum var jafnræði. Elna stóð sig með prýði sem bóndakona, hún blómstraði og dafnaði í önnum sveita- lífsins og elskar sveitina sína öðrum stöðum fremur. Leifur Sveinbjörnsson ✝ Leifur Svein-björnsson fædd- ist í Hnausum í Austur-Húnavatns- sýslu 2. október 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 22. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Þingeyrakirkju 29. febrúar. Samt getur það ekki hafa verið neitt áhlaupaverk sem Leif- ur tók sér fyrir hendur, að giftast ungri konu með fjögur börn sem öll voru innan við ferm- ingu. Brátt bættist fimmta barnið við, Kristín Björk. Elnu fylgdi einnig glaðlynd, hávær stórfjölskylda sem hún hafði gætt og hlúð að frá barnæsku. En Leifur tók okkur öllum opnum örmum. Árin liðu og við tóku ýmsir viðburð- ir innan fjölskyldunnar, m.a. ferming- ar barnanna okkar og veislur þeim tengdar. Þar var Leifur á heimavelli og aufúsugestur hvarvetna. Við minn- umst hans alveg sérstaklega þar sem hann gekk á milli gestanna, heilsaði öllum með handabandi, komst með hógværð að áhugasviði viðmælanda síns og hélt uppi samræðum rétt eins og hann hefði þekkt viðkomandi frá barnæsku. Ógleymdar eru allar ferðirnar norður við hin ýmsu tilefni, um sauð- burðinn, við heyskapinn, um réttirnar og í sláturtíðinni. Nóg var að gera á stóru heimili, við vorum ávallt vel- komin og alltaf mátti bæta við vinnu- fúsri hendi. Við kveðjum Leif Sveinbjörnsson með virðingu og þökk fyrir góð kynni. Elsku Elna og fjölskyldan öll, inni- legar samúðarkveðjur. Magnea Thomsen, Svala Thomsen og fjölskyldur. Elsku Leifur „afi“, ég man þegar ég hitti þig fyrst, þá vorum við mamma að flytja í Arnarásinn og þú og Elna komuð út og heilsuðuð upp á okkur og það fyrsta sem þú spurðir var: Hverra manna eruð þið? Þegar við svöruðum að við værum Húnvetn- ingar, þá gladdist Leifur því hann var sjálfur Húnvetningur. Það var alltaf gaman að vera með þér. Við spiluðum og oft hjálpaðir þú mér að læra og þú varst snillingur í landafræðinni. Það var alltaf gaman að heimsækja ykkur í sumarbústað- inn ykkar Lindahvamm og fá fisk að borða hjá ykkur Elnu sem eldaði allt- af svo góðan mat, sérstaklega fisk. Það sem var skemmtilegast af öllu var þegar þú bjóst til vísur og sumar þeirra gafstu mér sem ég mun alltaf geyma. Elsku Leifur afi minn, guð geymi þig. Ég kveð þig með þessum orðum: Lindarhvammur er fallegur, þar eru margir fuglar og þeir syngja um mig og þig alla sólardaga. Vatnsdalshólar eru margir, ekki er hægt að telja þá, þeir eru háir og smáir og við Leifur reyndum oft að telja þá. Þín Halldóra Björk. Leifur Sveinbjörnsson var einn fimm systkina og var fæddur og upp- alinn að Hnausum í Vatnsdal. Hann missti ungur föður sinn en árið 1967 hóf hann búskap á jörðinni eftir að móðir hans flutti til Reykjavíkur. Leifur giftist Elnu Thomsen og stóð hjónaband þeirra í hálfa öld og stóð Elna ávallt dyggilega við bakið á bónda sínum. Eftir langan búskap urðu þau frumkvöðlar í ferðaþjónustu bænda og störfuðu að henni um all- langt skeið. Eftir að þau hættu bú- skap og ferðaþjónustu héldu þau tryggð við Húnaþing. Þau byggðu sér vandað sumarhús á jörðinni og þar gisti ég hjá þeim í september 2006 og áttum við góðar stundir saman. Fyrstu kynni mín af Leifi voru sumarið 1973 þegar ég fór með Haf- steini afa og ömmu Stellu, sem er systir Leifs, í heimsókn að Hnausum. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá að dvelja sumarlangt hjá fjölskyldu Leifs í nokkur ár og kom ég þar ætíð við þegar leið mín lá um Norðurland. Sumarið 1990 vann ég á Hótel Eddu, Reykjum í Hrútafirði, og heimsótti ég þau þá og dvaldi hjá þeim á frívökt- um. Leifur hirti skepnurnar af alúð og dugnaði. Leifur var verklaginn af guðs náð og mjög úrræðagóður. Hann var ósérhlífinn, sérstaklega um sauðburðinn. Leifur hafði sérstakt yndi af hestum og stundaði ævinlega hestamennsku fram á elliár. Margir góðir gæðingar eru frá honum komn- ir. Síðasta samverustundin með Leifi var þegar við amma og Hafsteinn minn drukkum saman heitt súkkulaði með rjómatertu í september 2007. Leifur var mikill mannvinur og skartaði ætíð prúðmennsku og geð- prýði hvert sem hann fór. Hann var hjálpsamur og ávallt reiðubúinn að liðsinna öllum sem leið áttu um. Þess má geta að símstöð sýslunnar var á Hnausum svo áratugum skipti. Þá gat ýmislegt komið upp á sem Leifur leysti af stakri prýði og ósérhlífni. Við börnin hændumst að honum. Hann hafði góða nærveru og gaf sér ætíð tíma til að lesa sögur á kvöldin fyrir okkur börnin. Við hlustuðum af áhuga og sofnuðum út frá ljúfri rödd hans. Það var ávallt gestkvæmt á bænum og alltaf voru móttökurnar hlýlegar. Ég kveð þig, Leifur minn, með söknuði og það eru fáir sem geta fetað í fótspor þín. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér á lífsleiðinni. Guð geymi þig og varðveiti hjá móður þinni og Jakobi bróðir þínum. Við sem lifum enn mun- um hugsa til ykkar þremenninganna með ást og virðingu og senn kemur sá tími þar sem fundum okkar ber sam- an á ný. Ég votta Elnu og afkomend- um þeirra mína dýpstu samúð. Megi guð blessa ykkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Sigurlaug Hrafnkelsdóttir. Öll samfélög, ekki síst lítil sveitar- félög á landsbyggðinni, eiga sér mátt- arstólpa. Leifur í Hnausum var einn af þeim mönnum sem var stólpi síns samfélags þar fór traustur maður og trúverðugur. Feiknalega hraustur og var haft að viðmiði að Leifur gæti lyft þessu eða hinu sem meðalmenn hreyfðu vart. Um miðja öldina sem leið stundaði Leifur vörubílaakstur og fór gjarnan á haustin að loknum leitum ferðir til Reykjavíkur með kjöt af stórgripum sem hann höndlaði með fyrir bænd- urna. Þessi viðskipti voru sveitafólk- inu mikilvæg og allt stóð sem stafur á bók sem um var rætt. Leifur var félagsmálamaður og fé- lagslyndur. Sem sveitarstjórnarmað- ur ritaði hann jafnan mjög glöggar fundargjörðir. Munu framtíðarsveit- arstjórnarmenn sem í þær rýna átta sig á því glögga og gætna málfari sem þar má finna. Leifur hafði mjög mikið yndi að fara í göngurnar enda glöggur á land og leiðir. Á meðan gangnamenn reiddu með sér nesti og viðlegubúnað, fyrir tíma bílaumferðar yfir Stóra- sand hafði Leifur jafnan þrjá hesta í för. Einn undir trússið, teymdi annan við hlið sér en trússhesturinn var spöl á eftir, dálítið sérstakt en allir vissu hvað hver hafði til verks að vinna. Þegar ég fór að fara í göngurnar var Leifur þar. Hann var gangna- stjóri í undanreiðinni um langt árabil. Hann var ákaflega traustur og góður gangnaforingi. Hverfum aðeins afturábak á tíma talið. Hann ríður á undan suður sand- inn í norðan hragli. Töluvert greitt eða með jöfnum hraða. Við þokumst nær Krák á Stórasandi, vestan í Krákshalanum er göngum skipt til leitar niður í Fljótsdrög. Leifur skip- ar öllum á göngur, hverjum eftir sinni getu og við vissum auðvitað öll hvert með sínum hætti að við værum besta fólkið, hver á sínum stað. Alltaf var hann glaður og viss um allt gengi vel. Sagði svo að loknum degi: Jæja, þetta gekk nú vel. Hjá honum sem gangna- stjóra var fólkið, gangnamennirnir í fyrsta sæti og öryggi þeirra. Hestarn- ir í öðru svo þeir gætu glaðir skilað sínu dagsverki með eitthvað eftir. Síðan kindurnar og umfram allt að fara varlega með þær. Í náttstað gangna var Leifur hrókur alls fagn- aðar, sögu- og söngmaður ágætur, húmoristi sem hafði lag á að hætta hverjum leik þá hæst hann stóð og all- ir gengu glaðir til hvílu að hætti for- ingjans. Söngur þeirra félaga í Fljótsdrög- um, Leifs í Hnausum, Reynis í Hvammi, Sigurðar á Hnjúki og Jóns í Ási er minnisstæður og yljar. „Ískald- ur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér“. Þegar ég tók við sem gangnastjóri í undanreiðinni af Leifi, lét hann mig hafa mjög ítarlega skrá um smölunar- fyrirkomulag í Fljótsdrögum. Þar er öryggi fólks og fénaðar í fyrirrúmi og leitaröryggi án umhleypinga. Einnig skrá um örnefni er hann hafði gefið nafn, má þar nefna; Tvívörðuhól, Stigaás, Djúpagil og vörðuna Höllu. „Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt“. Við Halla sendum Elnu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um Leif Svein- björnsson mun banka uppá þegar góðs manns er getið. Magnús Pétursson, Miðhúsum. ✝ Páll Þor-steinsson múr- arameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu á Vífilsstöðum 24. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhanns- son bóndi, f. á Þverá í Blönduhlíð 18. mars 1887, d. 14. desember 1969, og Mínerva Sveinsdóttir, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 30. apríl 1885, d. 3. apríl 1971. Páll átti fimm systkin, þau voru: 1) Jóhann Sólberg, f. 6. mars 1910, d. 12. maí 2006, 2) Hall- fríður, f. 27. maí 1911, d. 1. apríl 1986, 3) Sveinn, f. 30. júlí 1912, d. 23. janúar 1991, 4) Jón, f. 26. mars 1914, d. 2. júlí 1985, og 5) Stein- grímur, f. 8. desember 1917, d. 25. júní 1988. Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söng- konu, f. í Reykjavík 26. júlí 1925, 2006, og e) Eggert Páll sölumaður, f. 7. maí 1984, sambýliskona Sig- urbjörg Erna Halldórsdóttir. 2) Eggert hljóðfæraleikari, f. 23. mars 1960. Börn hans eru Auður Vala nemi, f. 25. desember 1990, Einar Daði, f. 6. janúar 1993, Páll, f. 6. október 1997, og Jóhannes, f. 23. september 2002. 3) Valur hljóðfæraleikari, f. 31. október 1961, kvæntur Lauru Marie Steph- enson, f. 2. júlí 1961. Börn hans eru Jökull rithöfundur, f. 6. júní 1981, Katla Marie, f. 29. febrúar 1996, og Andri Hugh, f. 3. júlí 1998. Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múr- arafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameist- arafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands bygginga- manna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavík- ur 1957-1960, 1977 og síðar, í próf- nefnd og í verðskrárnefnd 1975- 1985. Hann starfaði sem múr- arameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri. Páll verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. d. 1. apríl 2003. For- eldrar hennar voru hjónin Eggert Krist- inn Jóhannesson, járnsmiður og trompetleikari, f. á Haga í Gnúpverja- hreppi 13. júní 1892, d. 31. maí 1940, og Halldóra Jónsdóttir, f. í Botni í Dýrafirði 4. júní 1894, d. 26. janúar 1985. Synir Páls og Margrétar eru: 1) Einar Ólafur múrari, f. 26. október 1950. Börn hans eru: a) Margrét innheimtufulltrúi, f. 7. mars 1973, sambýlismaður Tómas Guð- jónsson, sonur þeirra er Aron Freyr, f. 23. maí 2007, b) Gyða bókhaldsfulltrúi, f. 16. september 1974, sambýlismaður Einar Þor- bergur Tryggvason, dóttir hennar er Maren Erla, 12. október 1997, c) María nemi, f. 27. september 1978, sonur hennar er Kristófer Máni, f. 22. nóvember 2000, d) Freyja bók- ari, f. 17. nóvember 1982, dóttir hennar er Clara Rós, f. 29. apríl Endalausar minningar hafa streymt fram síðan afi Palli kvaddi þennan heim á konudaginn 24. febr- úar. Ég ásamt Margréti systur vorum svo heppnar að fá að eyða mjög mörgum góðum stundum hjá ömmu og afa í Hjálmholtinu, uppi í sumó og í Mánatúninu. Alltaf leið mér vel hjá þeim enda yndislegt fólk og alltaf var vel tekið á móti okkur og hugsað vel um okkur. Á sumrin var tætt á Lödunni upp í sumó á Stokkseyri og þar var ynd- islegt að vera, afi eyddi óteljandi stundum að dytta að bústaðnum og amma eyddi óteljandi stundum í eld- húsinu að töfra fram kræsingar enda var nóg um gestagang. Afi minn var góður og þakklátur maður og núna síðustu ár eftir að amma dó eyddum við mörgum stund- um í Mánatúninu að spjalla um dag- inn og veginn. Mikið á ég eftir að sakna hans en núna er hann loksins komin til ömmu. Í hjarta mínu á ég góðar minning- ar um gott fólk sem ég geymi alla ævi. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Gyða. Það er komið að kveðjustund. Mig langar að minnast afa með nokkrum orðum. Frá því ég var lítil hnáta, þá hafa afi og amma átt stóran þátt í lífi mínu. Allar yndislegu minningarnar, góðu stundirnar heima í Hjálmholt- inu, sumarbústaðnum á Stokkseyri og svo ótal heimsóknirnar í Mána- túnið. Ég og Gyða systir vorum svo heppnar að fá að njóta þess að vera mikið með þér, allar ferðirnar sem við fórum upp í sumó, hver ferð var þvílíkt ævintýri. Frábærar sögur sagðar á leiðinni. Alltaf varstu tilbú- inn að fara með okkur út á sjó á ára- bátnum. Þú varst alltaf eitthvað að dytta að, hvort sem það var heima eða í bústaðnum. Lengi vel hélt ég að þú ynnir ekki neitt þar sem þú sagð- ist alltaf þurfa að skreppa, en það þýddi víst að þú værir að fara í vinn- una. Síðustu ár höfum við átt svo góðar stundir saman, sérstaklega í fyrra þegar ég var í fæðingarorlofinu. Þá var það fastur liður eins og venjulega að kíkja í kaffi til afa. Það var guð- dómlegt að fylgjast með þér í kring- um litla strákinn minn, mikið varstu hrifinn af honum. Litli maðurinn eins og þú kallaðir hann fær að heyra góð- ar sögur af góðum langafa. Í lok síðasta árs fluttir þú á Vífils- staði, þar varstu ánægður að vera. Varst svo þakklátur fyrir að vera kominn á góðan stað. Ég vil færa starfsfólki sem hugsaði um þig mínar bestu þakkir. Með þessum orðum vil ég þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Kveð þið með söknuði, elsku afi minn. Þín Margrét. Fyrir örfáum árum fór Páll með nánustu fjölskyldu sinni á heimaslóð- ir sínar í Skagafirði. Það var okkur öllum ógleymanleg ferð, ekki aðeins skartaði sveitin sínu fegursta heldur lék Páll á als oddi, kominn heim eftir áratuga fjarveru. Og engu var líkara en hann hefði aldrei þaðan farið. Hann þekkti hvern hól í sveitinni, bæina og fjöllin, og ennþá voru nokk- ur skyldmenni að heilsa upp á. Í bað- stofunni í Glaumbæ sagði Páll frá fermingu sinni í kirkjunni, frá fólkinu á bænum, gömlum áhöldum og lítill afastrákur og nafni elti hann á rönd- um og hlustaði á frásögn hans með skagfirska blóðið í æðum. Páll var af þeirri kynslóð sem lifði ótrúlegar breytingar á íslensku sam- félagi. Hann fæddist rétt um það bil sem mikið umbrotatímabil hófst í ís- lensku sveitasamfélagi og lést eftir eitt mesta velmegunartímabil þjóð- arinnar. Ekki átti fyrir honum að liggja að setjast að í sveitinni og sinna búskap, þó að hugur hans hafi staðið til þess, heldur fluttist hann til Reykjavíkur, lærði múrverk, varð byggingameistari og tók þátt í að byggja upp borgina okkar í orðsins fyllstu merkingu. Páll Þorsteinsson hafði sterkan persónuleika og rætur hans í ís- lenskri menningu og samfélagi voru djúpar. Heimsóknir til Páls voru allt- af skemmtilegar, hann fylgdist ávallt með íslenskum þjóðmálum, hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum, og þegar hitnaði í samræð- unum var stutt í glettni og spaug. Umfram allt var þó Páll mikill fjöl- skyldumaður og ástríkur afi. Hann var alltaf boðinn og búinn að liðsinna ef kostur var á og barnabörnin hænd- ust að honum. Páll missti lífsförunaut sinn, Margréti Eggertsdóttur, fyrir nokkrum árum skömmu eftir að þau höfðu komið sér fyrir í nýrri íbúð í Mánatúni. Missir Páls var mikill og síðan fór heilsu hans sjálfs stöðugt hrakandi. Eftir lifa minningarnar um mikinn heiðursmann. Salvör Nordal. Páll Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.