Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Silkijakkar Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 120 ÁRA fæðingarafmælis rithöfundarins Þór- bergs Þórðarsonar var minnst um helgina en Þórbergur fæddist í Suðursveit 12. mars 1888. Í tilefni þessa var haldin Þórbergssmiðja í Há- skóla Íslands á laugardag og sunnudag sem Hugvísindastofnun og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mímir, félag stúdenta í ís- lenskum fræðum, Forlagið og Morgunblaðið boðuðu til. Meðal þeirra sem tóku þátt í smiðjunni voru Vilborg Dagbjartsdóttir og Matthías Johann- essen, sem bæði þekktu Þórberg. Þau ræddu um þennan merka höfund en Þröstur Helga- son, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, stýrði umræðunum. Morgunblaðið/hag Smiðja í tilefni fæðingarafmælis Þórbergs NÝR valkostur, Sundagöng, er kynntur í tillögu að matsáætlun fyrir 1. áfanga Sundabrautar sem nú er til umfjöllunar og kynningar hjá Skipu- lagsstofnun. Einnig er búið að gera breytingu á áður framkomnum val- kosti, svonefndri Eyjalausn, sem hef- ur áður farið í mat á umhverfisáhrif- um. Lögð er til breyting á leiðinni sem felst í því að vegurinn liggi á fylling- um utan við Gufuneshöfða í stað þess að hann liggi í jarðgöngum í gegnum höfðann. Heildarframkvæmdakostn- aður Sundaganga er áætlaður um 24 milljarðar kr. en um 15 milljarðar við Eyjalausn. Sundagöng eru jarðgöng sem liggja eiga frá Laugarnesi í vestri, fara undir Kleppsvíkina og opnast í austri í Gufunesi. Í tillögunni sem nú er til umfjöllunar er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur umhverfismatsins auk þess að fjalla um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í matinu. Í frummatsskýrslu verða metin áhrif framkvæmdarinnar á haf- strauma, laxfiska, landslag og sjón- ræna þætti, útivist, fornleifar, nátt- úruminjar, hljóðvist, loftgæði, samgöngur og umhverfisáhrif á fram- kvæmdatíma. Tillöguna að matsáætluninni er m.a. hægt að skoða á vefsíðum Línu- hönnunar verkfræðistofu (www.lh.is) og Vegagerðarinnar (www.vegager- din.is). Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt í fyrrasumar og bárust þá athugasemdir frá átján aðilum. Frest- ur til að gera athugasemdir við tillög- una að matsáætlun rennur út 31. mars næstkomandi. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þær á að senda til Skipulagsstofnunar. Níu millj- arða munur Tveir kostir kynntir í matsáætlun fyrir 1. áfanga Sundabrautar SKÍÐAFÆRIÐ er með besta móti á landinu og hefur ekki verið jafn góður skíðasnjór á þessum árs- tíma um árabil. Umsjónarmenn skíðasvæða búast við því að margir bregði sér á skíði um komandi páska. Margt í Bláfjöllum Aðsókn á skíðasvæðum höfuð- borgarsvæðisins hefur verið góð en þó hefði mátt búast við mun fleira fólki á laugardag miðað við hvað veðrið var gott. Í gær var margt um manninn í Bláfjöllum og þokkaleg mæting í Skálafelli. Margir voru á gönguskíðum í Heiðinni há í gær, að sögn Magn- úsar Árnasonar, framkvæmda- stjóra skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins. Hann sagði að yrði gott veður um páskana mætti búast við miklum mann- fjölda á skíðum. Á Ísafirði var góð aðsókn í gær enda mikill snjór á svæðinu, að sögn Úlfs Guðmundssonar, for- stöðumanns skíðasvæðisins. Færra var á laugardag enda margir á Samféshátíðinni í Reykjavík og jarðarför í bænum. Þá var veður heldur ekki eins gott og það var í gær. Nú í vik- unni verður hægt að opna alþjóð- legar keppnisbrautir á Ísafirði en ekki hefur verið nægur snjór til þess nokkur undanfarin ár. Þá verður hægt að skíða mjög langar leiðir. Búist er við mörgum á skíði fyrir vestan um páskana enda færið og snjórinn með besta móti. Nóg pláss í Hlíðarfjalli Margt var um manninn í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina og raunar verið góð að- sókn í allan vetur, þótt ekki hafi farið að snjóa að ráði fyrir norð- an fyrr en nýlega að sögn Guð- mundar Karls Jónssonar, for- stöðumanns skíðasvæðisins. Fram að því var skíðað á framleiddum snjó. Guðmundur sagði aðstæður í Hlíðarfjalli nú með besta móti og ekki verið jafn gott skíðafæri í Hlíðarfjalli á þessum árstíma und- anfarin fimm ár. Guðmundur sagði svæðið anna fjölda skíða- fólks. Púðursnjór í Oddsskarði Dræm aðsókn almennings var í Oddsskarði á laugardag en góð í gær. Þar var haldið skíðamót um helgina og vill það heldur draga úr aðsókn almennings, að sögn Dagfinns Ómarssonar forstöðu- manns. Hann sagði helling af snjó í fjallinu og enn að bæta í. Það væri því líklegt að hægt yrði að skíða þar til lokað yrði í lok apríl. Gott skíðafæri og aðstæður óvenju góðar á skíðasvæðum landsins Morgunblaðið/hag Fjör Ragnar Már og Eva María Einarsbörn á sleða í Ártúnsbrekku Búist við að fjöldi fólks fari á skíði um páskana FÉLAG 100 kílómetra hlaupara á Íslandi mun standa fyrir fyrsta 100 kíló- metra keppnishlaupinu á Ís- landi 7. júní, á þessu ári. Hlaupnar verða 10 x 10 km „lykkjur“ um Fossvogsdal, Elliðaárdal og yfir í Bryggju- hverfi. Áætlað er að hefja hlaup kl. 7 að morgni. Kepp- endur skulu ljúka hlaupi á innan við 15 klukkustundum. Ein megináningarstöð verð- ur í miðri „hlaupalykkju“, þ.e. á 5 kílómetra fresti. Bráðabirgðaskráningu með upplýsingum um nafn, kyn, aldur, heimilisfang og hlaupaferil með tilliti til maraþonhlaups og ofurmara- þonhlaups má framkvæma í tölvupósti (til agust@hi.is). Frekari upplýsingar má fá með tölvupóstsamskiptum við sama póstfang. Vefsíða hlaupsins verður opnuð fljótlega undir vefsíðu „félags 100 km hlaupara á Ís- landi.“ Ágúst Kvaran pró- fessor er einn af þeim sem skipuleggja hlaupið. Hann segir að í 100 kílómetra klúbbnum séu 15 manns, en þegar hafi sex hlauparar skráð sig. Hann segist verða ánægður komist fjöldinn yfir tuginn, en hlaupið verður einnig kynnt á erlendum vef- síðum. Ekki er skilyrði að keppendur hafi áður hlaupið 100 kílómetra en maraþon eða ofurmaraþon er æskilegt. Hlaupa 100 km í sumar ♦♦♦ ÞRÁTT fyrir heldur rysjótt veð- urfar undanfarna daga hefur huðn- an Perla boðað komu vorsins. Fimmtudaginn 6. mars bar hún myndarlegum gráhöttóttum hafri og þar með fjölgaði íbúum Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins um einn. Meðgöngutími huðna er 5 mánuðir og þær eignast venjulega einn til tvo kiðlinga í einu. Geitburður hefst nú með fyrra falli en leita þarf aftur til ársins 1999 að kiðlingum svo snemma í marsmánuði hjá Húsdýragarðs- bændum. Geitur eiga sér langa sögu á Íslandi. Þær komu hingað með fyrstu landnámsmönnunum, líkt og nautgripir, hross og sauðfé. Nú eru fáar geitur eftir á Íslandi eða um 300 en í kringum 1930 voru þær um 3.000 talsins. Perla bar fyrsta kið- lingi vorsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.