Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 17
|mánudagur|10. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf gefa blessuðum önd- unum brauð. x x x Meinið er að þóttstokkendur séu fallegar og virðist sak- leysislegar munu hóp- nauðganir vera fremur algengar á meðal þeirra. Og þegar við gefum öndunum brauð aukum við hættuna á því að kvenfuglarnir drukkni þegar stegg- irnir nauðga þeim. Í fréttinni er haft eftir Jan Pedersen, starfsmanni Náttúruverndarsamtaka Danmerk- ur, að ekki sé óalgengt að kvenfugl verði fyrir atlögum allt að sjö steggja á skömmum tíma. Stegg- irnir bíta sig fasta í hnakka koll- unnar og höfuð hennar fer þá oft of- an í vatnið. Þegar endurnar eru feitar getur þetta haft mjög alvarlegar afleið- ingar. „Sú stórfellda fóðrun með hvítu brauði, sem er algeng í bæj- unum, getur leitt til offitu á meðal andanna. Þegar steggirnir eru þungir eykur það hættuna á að koll- urnar séu svo lengi niðri í vatninu að þær drukkni,“ sagði Pedersen. Dönsku náttúruverndarsamtökin hvetja því fólk til að hætta að gefa öndunum brauð. Þótt góðmennska geti þannig stundum verið til óþurftar ætlar Víkverji að halda áfram að gefa smáfuglunum í garðinum sínum því ekki mun vera mikil hætta á því að þeir drepist af völdum offitu. x x x Víkverji er einna hrifnastur afauðnutittlingunum og hengir fóðrið þeirra upp í tré. Í fyrravetur voru þeir sólgnastir í fitubolta, sem Víkverji keypti í verslun einni, en í vetur hafa þeir varla litið við þeim og aðallega viljað hnetur. Fuglarnir hafa líka verið færri í garði Víkverja en í fyrra og vonandi er það vegna þess að vetrarfóðrun fugla er komin í tísku meðal garð- eigenda. Víkverji dagsinshefur haft mikið yndi af því að fara með dætrum sínum að Tjörninni eða stíflunni í Elliðaárdalnum til að gefa öndunum brauð. Samt hefur hann nú ákveðið að hætta því alveg og láta náttúr- una um að sjá önd- unum fyrir fæðu. Ástæðan er sú að Víkverji las á dög- unum fróðlega frétt á vef danska dagblaðs- ins Politiken þar sem fram kom meðal annars að það get- ur verið banvænn bjarnargreiði að       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Fríðu Björnsdóttir fridavob@islandia.is Tara er að verða ansi sigldurhundur. Hún hefur farið íflugvél, skip, báta, húsbílog situr í stafni þegar við ferðumst um á kajaknum okkar,“ segir Kristján Logason ljósmyndari. Tara er English springer spaniel tík, tíu ára gömul, sem hefur ferðast með Kristjáni og konu hans, Guðnýju Björk Guðjónsdóttur, hjúkrun- arfræðingi og grafíker frá Listahá- skólanum, undanfarin tæp tvö ár, allt frá Íslandi suður til Mið-Ameríku. Geri aðrir hundar betur. Hún er sannur ævintýrahundur. Kristján og Guðný áttu, að eigin sögn, gamlan, ljótan úrsérgenginn hjall við Skjólbraut í Kópavogi. Um fátt var að velja nema rífa hjallinn og byggja nýtt eða selja hann og … „Lóðin reyndist einhvers virði,“ segir Kristján svo söluleiðin var valin og þar með voru eigendurnir komnir með peninga í hendur sem þeir ákváðu að nota m.a. til þess að leyfa sér að fara í heimsreisu sem þá hafði lengi dreymt um. Norður- og Mið-Ameríka urðu fyr- ir valinu sem ferðastaður: „Við vor- um á því að með því að fara fyrst til enskumælandi lands, sem er til- tölulega hættulaust, yrði auðveldara að jafna sig á nýjum aðstæðum og læra inn á nýjan lífsmáta. Það reynd- ist vera rétt og góð ákvörðun,“ segir Kristján en þau hjón höfðu ákveðið að ferðast í tvö ár um á húsbíl sem þau festu kaup á í Houston. Tóku Töru með sér á endanum Upphafleg ferðaáætlun gerði ekki ráð fyrir hundinum. „En eftir að nær dró virtist tíkin Tara verða veik og við vorum eiginlega komin á þá skoð- un að kannski væri hún nú bara að fara. Í ljós kom þó að ekkert var að henni líkamlega en greinilegt að hún skynjaði breytingarnar og var því orðin þunglynd. Ætlun okkar að finna henni gott heimili gekk ekki eftir og við gátum ekki fyrir okkar litla líf látið svæfa hana.“ Á síðustu mínútu var ákveðið að taka Töru með og sú ákvörðun hefur sýnt sig að hafa verið aftar góð. „Tara hefur opnað okkur fleiri dyr en hún hefur lokað. Við höfðum lítinn tíma til umhugsunar og undir- búnings hvað varðaði Töru svo það var bara að hrökkva eða stökkva. Með heilsufarsvottorð og upplýs- ingar frá Helgu Finnsdóttur dýra- lækni fórum við yfir fyrstu landa- mærin eins og ekkert væri.“ Fyrsta landið sem Tara og eig- endur hennar komu til á heims- hornaflakkinu voru Bandaríkin og þar gekk allt vel. Önnur landamæri hafa verið misauðveld yfirferðar en ferðin hefur legið til Kanada, Mexikó, Belize, Guatemala, El Salva- dor og næst á dagskrá verður líklega Honduras og Panama. „Best er að vera alltaf með sem nýjast heilsu- farsvottorð og það má t.d. ekki vera eldra en eins mánaðar gamalt til að komast inn í Belize. Segja má að við höfum smyglað Töru inn til El Salva- dor, en enginn spurði um hana og við sögðu ekki frá henni. Allar upplýs- ingar varðandi þessi mál eru misvís- andi og erfitt að nálgast þær. Við vit- um ekki enn hvernig verður að komast inn í Honduras en höfum heyrt að það geti reynst erfitt. Í slík- um tilvikum þar sem landamæra- verðir eru „frekar spilltir“ verður að rétta þeim smá peninga undir borðið til að leysa málið.“ Blóðmaursfjárinn skeinuhættur Ætla mætti að Töru frá Íslandi reynist hitinn á suðlægum slóðum erfiður og Kristján segir að hann geti verið það og ekki síður skordýr og pöddur. „Hún hefur ekki vanist hit- anum almennilega. Þegar við komum til Bandaríkjanna lærðum við af þar- lendum dýralæknum hvað væri nauðsynlegt að gefa henni með reglulegu millibili af lyfjum og sprautum til að bægja frá henni öll- um pestum. Sum þessara lyfja hafa virkað vel, en önnur miður. Við feng- um t.d. ekki bestu vörnina við tick- eða blóðmaursfjáranum í Mexíkó svo hundurinn veiktist. Að auki hefur Tara þróað með sér örlítið meiri árásargirni hér en hún bjó yfir áður gagnvart öðrum hundum þegar þeir ógna henni. Hún er svo huguð að ekki skiptir máli hversu stórir hund- arnir eru, hún lætur þá heyra það! Hvað önnur dýr varðar þá er hún bara forvitin um þau en það getur boðið hættunni heim svo við verðum að reyna að passa hana. Hún mátti t.d. ekki fara inn í alla þjóðgarða sem við fórum í í Bandaríkjunum því styggð gæti komið að dýrunum þar og þá sérstaklega á svæðum þar sem eru birnir. Það er þekkt að jafnvel ró- legustu og best þjálfuðu hundar geta brjálast verði þeir varir við birni.“ Það hefur komið þeim Kristjáni og Guðnýju skemmtilega á óvart hvað fólk verður alltaf hrifið af Töru. „Hörðustu karlmenn bráðna og koma til okkar, fara að spjalla og kjá í hana. Í Mið-Ameríku er lítið um springer-hunda nema þá helst bandarísk cocker-afbrigði. Það hvað hún er falleg hefur orðið til þess að við höfum kynnst fólki, sem við hefð- um annars ekki náð sambandi við.“ Sagan um Benza Ferð þeirra Kristjáns, Guðnýjar og Töru hófst 14. júní árið 2006 svo hún hefur senn staðið í tvö ár. Þau flugu fyrst til Baltimore og óku það- an til Houston í Texas þar sem menn vildu ekki taka hund í flugvélarnar í innanlandsflugi á þessum árstíma. Töldu þeir farangursrýmin verða of heit og loftlaus að sumri til fyrir hunda og líklega er Tara of stór til að fara í farþegarými, eins og ekki er óvenjulegt um smáhunda í Banda- ríkjunum. Í Houston festu þau kaup á Benza, eins og þau kalla bílinn sinn, Mercedes Benz húsbíl, árgerð 1989. Hann er upphaflega 7,5 tonna trukk- ur en hafði verið breytt í húsbíl í kringum árið 2001. Fyrir áhugamenn um bíla má geta þess að hann er með 167 hestafla vél og var ekinn 220.000 km. Þetta er dísilbíll með 320 lítra tank og að auki 60 lítra varatank. Benzi er vel búinn öllu því sem þörf er fyrir á löngum ferðalögum, m.a. loftkælingu. En þótt Benzi virðist vera mesti þægindabíll viðurkenna þau Kristján og Guðný að dóttir þeirra hafi ekki viljað koma með þeim í þessa ferð. „Hún neitaði þrá- faldlega samvistum við okkur og Töru í tvö ár í litlum bíl og því erum við bara þrjú á ferð.“ Framtíð Töru Þegar hafa ferðalangarnir lagt undir sig, eins og fyrr segir, Kanada, Bandaríkin, Mexíkó, Belize, Gvate- mala og El Salvador en Honduras og Panama eru á næsta leiti, ef þau hafa ekki skotist fram úr okkur og kannski komin þangað nú þegar. Sambandið við Mið-Ameríku er ekki alltaf gott þótt á tækniöld sé og upp- lýsingaöflun flókin. Að því loknu koma þau heim til að vinna fyrir næstu ferð. En hver er framtíð Töru, spyrjum við því í lokin, enda er það hún sem við höfum reyndar mestan áhuga á. Mun hún eiga afturkvæmt til Ís- lands? Kristján hefur orð fyrir þeim hjón- um: „Þar sem Tara getur tekið upp á því að verða 15 ára gömul kemur hún heim með okkur en mun líklega ekki fara úr landi aftur. Hundar þurfa að fara í mánaðarsóttkví þegar þeir koma til Íslands. Tara er haldin frek- ar miklum aðskilnaðarkvíða þannig að við viljum ekki kvelja hana með því að ganga oft í gegnum sóttkví. Slíkt verður örugglega stöðugt erf- iðara fyrir hana eftir því sem hún verður eldri.“ Farið varlega Los Chorros de Calera fossarnir í Juayua í El Salvador eru erfiðir yfirferðar fyrir hunda og menn. Hjá lækni Tara í skoðun hjá lækni í Antigua í Gvatamala, en miklu skipir að heilsufarsvottorð hennar sé alltaf sem nýjast. Ljósmynd/ Kristján Logason Fjölskyldan Hér stendur fjölskyldan fyrir framan bílinn Benza einhvers staðar í Miða-Ameríku. Í skugganum Tara og kiðlingur hentu sér niður í skuggann af skólanum í Munearachi á Copper Canyon leiðinni. Tíkin Tara í heimsreisu www.benzi.is www.aurora.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.