Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÓÐ reynsla er af átaki Reykjavíkurborgar í að útvega eldra fólki störf, að sögn Sess- elju Ásgeirsdóttur verkefnis- stjóra. Verkefninu var hrundið af stað í byrjun október 2007. Þá var samþykkt í borgarráði heimild til að ráða 70 ára og eldri til starfa hjá borginni. Sesselja sagði fjölda fólks hafa leitað á skrifstofu hennar í Tjarnargötu 10a til að fá ráð um vinnu hjá Reykjavíkurborg. Hún sagði mikið af lausum stöðum hjá borginni sem eldra fólk gæti sinnt. Margir væru þegar komnir í vinnu, aðrir á leiðinni og svo ætluðu ýmsir að byrja síðar. Mis- jafnt er hvert starfshlutfallið er eða allt frá 33% fólk vill ekkert endilega hætta að vinna á þessum aldri. Aðrir hætta 65 eða 67 ára. Margir sem tala við mig búa einir og þykir mjög gott að komast út á meðal fólks til vinnu. Ég tel að það sé mjög hollt fyrir unga fólkið, t.d. í leikskólum, að fá þetta eldra fólk inn bæði til að vinna með þeim sem starfa þarna og vinna með börnunum,“ sagði Sesselja. Mikilvægt er að halda þessu starfi áfram, að mati Sesselju, sem telur fulla þörf á að starfrækja ráðningarskrifstofu fyrir eldra fólk. Búið er að rýmka enn reglur um tekjur fólks sem komið er á eftirlaunaaldur, að sögn Sesselju. Þó geta launa- tekjur haft áhrif á ýmsar bótagreiðslur. Hún sagði mikilvægt fyrir hvern og einn sem kominn væri á eftirlaun og langaði að fara aftur að vinna að kanna stöðu sína hjá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði sínum. starfi og upp í fullt starf. Sesselja kvaðst hafa heyrt að vinnuveitendur á hinum almenna mark- aði væru jákvæðari en áður fyrir því að ráða fólk með sveigjanlegan vinnutíma, þótt það væri orðið sjötugt. Sesselja sagði þetta eldra fólk fást við ýmis störf. Sumir hefðu farið að vinna í skólum þar sem 6-9 ára börn hafa viðveru utan eiginlegs skólatíma. Einnig ynni fólk á leikskólum og öðrum stofnunum borgarinnar svo sem félagsmiðstöðvum. Þá væri fólk við umönnun aldraðra, í mötuneytum og víðar. Sesselja sagði þetta starfsfólk hafa ólíkan bak- grunn, í þessum hópi mætti finna bæði háskóla- borgara, iðnaðarmenn og skrifstofufólk svo eitt- hvað væri nefnt. „Menn hætta kannski um sextugt út af einhverj- um starfslokakjörum hjá bönkum og víðar. Þetta Góð reynsla af eldri borg- urum í vinnu hjá borginni Margir óskað eftir ráðum um vinnu en starfshlutfall er frá 33% og upp í fullt starf Sesselja Ásgeirsdóttir „ÞAÐ hefur orðið algjör sprenging í þessu,“ sagði Valdemar Jónasson, framkvæmdastjóri hjá Mótormax. Fyrirtækið er stór innflytjandi á fjórhjólum, en slík hjól seljast nú eins og heitar lummur. Á síðasta ári voru nýskráð rúmlega 1.100 hundruð fjórhjól. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hafa selst 219 slík hjól en 82 sömu mánuðina í fyrra. Hægt er að fá götuskráningu á fjórhjól sem þýðir að aka má á þeim í byggð. Einnig er hægt að skrá þau sem torfæruhjól. Valdemar segir að það sé alls kyns fólk sem kaupi fjór- hjól. Margir kaupi þau til að leika sér á þeim, en einnig kaupi fólk þau til að ferðast á þeim. Fjórhjól hafa lengi verið vinsæl til sveita þar sem bænd- ur nota þau m.a. í smalamennskur. Æ fleiri þéttbýlisbúar kaupa núna fjórhjól. Verð á fjórhjólum er frá um einni milljón upp í tæplega tvær milljónir. Sprenging í sölu fjórhjóla Hjól Það eru margir sem eru að kaupa sér fjórhjól þessa dagana. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ÁRIÐ 2002 fóru 11% af öllu því fé, sem Bandaríkjamenn nota til heil- brigðismála, í kostnað vegna sykur- sýki og af því fór drjúgur hluti í fylgi- kvillana. Ef kostnaður vegna vinnutaps og örorku er talinn með er hlutfallið hvorki meira né minna en 15%. Þetta kemur fram í grein, sem Ástráður B. Hreiðarsson skrifar í Læknablaðið, en í henni fjallar hann sérstaklega um fylgikvilla sykursýk- innar. Segir hann, að augnsjúkdóm- ar af völdum sykursýki séu ein al- gengasta orsök blindu á Vesturlöndum og hún er helsta ástæða endastigs nýrnabilunar. Þá eru hjarta- og æðasjúkdómar tvö- til þrefalt algengari hjá sykursjúkum en öðrum og eru langalgengasta dánarorsökin. Segir Ástráður, að á síðustu 30 árum hafi tilfellum af syk- ursýki 2 fjölgað um 50%. Sykursýkin tekur toll BRAGI Þor- finnsson, alþjóð- legur meistari í skák, vann egypska heims- meistarann Ah- med Adly í sjö- undu umferð Reykjavíkur- skákmótsins, sem fram fór í gær. Ahmed Adly er núverandi heimsmeistari skákmanna 20 ára og yngri. Bragi hefur nú fimm vinninga og er í 4.- 11. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari gerði jafntefli við stiga- hæsta keppanda mótsins, stór- meistarann Wang Yue, og er í 2.-3. sæti með 5½ vinning. Efstur er annar Kínverji, Wang Hao stór- meistari, með sex vinninga. Meðal annarra úrslita má nefna að Björn Þorfinnsson, bróðir Braga, sigraði sambíska alþjóðlega meistarann Amon Simutowe og hefur 4½ vinning. Mótinu verður fram haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og hefst áttunda og næstsíðasta um- ferð 23. Reykjavíkurskákmótsins kl. 17. Bragi Þor- finnsson vann Adly Bragi Þorfinnsson ÚTFÖR Árna Helgasonar, heið- ursborgara Stykkishólmsbæjar, var gerð frá Stykkishólmskirkju sl. laugardag. Bæjarfulltrúar báru kistuna úr kirkju ásamt Ell- erti Kristinssyni frænda Árna: Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri, Davíð Sveinsson, Lárus Hann- esson, Ellert Kristinsson, Ólafur Guðmundsson, Berglind Axels- dóttir, Elísabet Björgvinsdóttir og Grétar Pálsson, forseti bæj- arstjórnar. Félagar Árna úr Lionsklúbbi Stykkishólms stóðu heiðursvörð. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson og sr. Eðvarð Ingólfs- son önnuðust útförina. Við at- höfnina voru meðal annars sung- in ljóð sem Árni orti um æsku- byggð sína, Eskifjörð, og um Stykkishólm. Útför Árna Helgasonar ♦♦♦ THOR Leifsson, sem býr í borginni Provo í Utah, hefur gefið Brigham Young-háskólanum eintak af Þor- láksbiblíu sem prentuð var á Hólum í Hjaltadal árið 1644. Þorláksbiblía kom út næst á eftir Guðbrandsbiblíu og er talin ein fágætasta útgáfa ís- lenskra Biblía. Thor Leifsson er fyrrverandi heið- urskonsúll Íslands og rekur ættir sínar til Íslands. Í frétt blaðsins Daily Herald af biblíugjöfinni kemur fram að fjölskylda trúboða, sem sneri forfeðrum Thors til Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (mormónatrúar) á 19. öld, hafi gefið J. Victor Leifsson, föður Thors, bók- ina. Blaðið hefur eftir Thor að faðir hans hafi talað íslensku reiprennandi og stundum lesið úr bókinni. Safnverðir bókasafns Brigham Young-háskólans sögðu Biblíuna ákaflega sjaldgæfa og töldu pappír- inn í bókinni óvenju mjúkan. Letrið er mjög skýrt og prentað með svörtu bleki sem enn heldur skerpu sinni. Gamla testamenti Biblíunnar var prentað 1643 og Nýja testamentið árið 1644 en Þorláksbiblía var prent- uð á Hólum á árunum 1637-1644. Átta blöð vantar í Biblíuna sem Thor færði Brigham Young-háskól- anum. Háskólinn bað Thor að láta bóksala sem selur fágætar bækur meta bókina. Hann gaf þessari út- gáfu hin bestu meðmæli og taldi hana standa fyllilega jafnfætis verk- um Tyndales, Lúters og Ulfila. Thor vildi ekki gefa upp matsverð bókar- innar, en verðmæti hennar er slíkt að hún verður geymd í læstum hvelf- ingum bókasafns háskólans. Gaf bandarískum háskóla Þorláksbiblíu Dýrmæt gjöf og ákaflega fágæt FARÞEGAR Icelandair og Iceland Express geta nú ritað sig inn í flug á netinu og valið sér sæti. Með því sleppa farþegar við biðraðir við inn- ritunarborðin. Hjá Icelandair geta farþegar svo skráð farangur sinn inn á sjálfsinnritunarstöðvum í Flug- stöðinni, en hjá Iceland Express gildir fyrirkomulagið um þá sem eru aðeins með handfarangur. „Farþegar skrá sig einfaldlega inn á netinu á heimasíðu okkar með bók- unarnúmeri og prenta út brottfarar- spjald sitt og fara með það beint í ör- yggishlið, losna þannig við hinar hefðbundnu biðraðir við innritunar- borðin. Þetta getur til dæmis komið sér vel fyrir þá sem eru að ferðast á síðustu stundu. Þeir bóka sig og kaupa sæti. Það eru svo alls konar hugmyndir um útfærslu á þessu í framtíðinni, þannig það þurfi jafnvel ekkert að prenta út. Þetta fyrir- komulag er nú til reynslu í Bretlandi og Þýzkalandi og við vonumst til að þetta verði komið á meginþorra áfangastaða á næstu mánuðum. Þetta er skemmtileg nýjung sem við tökum auðvitað upp til að bæta þjón- ustuna við farþega,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Í framtíðinni er ætlunin að fólk geti skráð farangur einnig og losað sig við hann á sérstöku afhending- arsvæði á vellinum. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að þessi nýj- ung miðist við að bæta þjónustuna við farþega og losa þá við hvimleiðar biðraðir við innritunarborðin. Þegar farþegi innriti sig á netinu fari hann inn á heimasíðu félagsins og skrái inn eftirnafn og bókunarnúmer. Þá geti þeir valdið sér sæti í vélinni á sérstakri yfirlitsmynd. Þeir farþegar sem eru með farangur geta svo skráð hann inn á sjálfsinnritunarstöðvun- um í flugstöðinni. Loks segir hann að þeir sem ekki séu með prentara heima geti prentað út brottfarar- spjaldið á þeim stöðvum líka. Boðið upp á innritun farþega í flug á netinu Nýjung sem ætlað er að losa farþega við hvimleiðar biðraðir Matthías Imsland Guðjón Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.