Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 15 MENNING ÍSLANDSDEILD Amnesty International stendur fyrir sýningu tveggja heim- ildakvikmynda annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20.00 í Hinu húsinu við Austurstræti. Sýningin er í tengslum við Al- þjóðlegan baráttudag kvenna. Sýndar verða kvikmynd- irnar Ekki bara orðin tóm og Verndum konur, verndum rétt- indi. Fyrri myndin fjallar um heimilisofbeldi á Spáni og sú síðari varpar ljósi á störf mannréttindafrömuða í fimm löndum, meðal annars í Kongó og Gvatemala. Myndirnar eru um klukkustund að lengd og eftir sýningu verða um- ræður. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndir Heimilisofbeldi og mannréttindi Komið er við í Gvatemala. OPNUNARTÓNLEIKAR nýrrar tónleikaraðar, Klassík á Kjarvalsstöðum, verða á mið- vikudagskvöldið klukan 20.00. Tónleikaröðin er nýtt sam- starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Félags ís- lenskra tónlistarmanna. Á árinu verða haldnir fernir tón- leikar undir þessari yfirskrift. Á þessum fyrstu tónleikum verður flutt tónlist eftir Svein- björn Sveinbjörnsson (1847-1927). Flytjendur eru Hamrahlíðarkórinn, Nína Margrét Grímsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Þóra Fríða Sæmunds- dóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Agn- arsson, Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm. Tónlist Klassík á Kjarvalsstöðum Sveinbjörn Svein- björnsson tónskáld SALBJÖRG Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri átaksins Þjóð gegn þunglyndi, heldur á morgun, þriðjudaginn 11. mars, klukkan 20.00 erindi um þunglyndi kvenna. Erindið flytur hún í húsakynnum bóka- forlagsins Sölku, Skipholti 50c, á jarðhæð. Á síðasta ári gaf Salka út myndskreytta daga- talsbók fyrir árið 2008, Konur eiga orðið allan ársins hring. Í henni eru hugleið- ingar eftir ýmsar konur, þar á meðal Salbjörgu. Erindið er það fyrsta í fyrirlestraröð Sölku þar sem unnið er úr efni bóka útgáfunnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Handbækur Fyrirlestraröð Sölku af stað Salbjörg Bjarnadóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VIÐ völdum það sem okkur langaði mest til að syngja. Á meðan við hríf- umst sjálf af tónlistinni, eru vonandi líkur á að hún nái einnig til áheyr- enda,“ segir Tómas Tómasson bari- tónsöngvari. Annað kvöld, þriðjudag klukkan 20, halda Tómas og rússnesk eiginkona hans, sópransöngkonan Ljúbov Stuchevskaya, söngtónleika í Salnum og flytja sönglög eftir Tosti og Rachmaninoff og aríur og dúetta eftir Verdi og Tsjækofskí. Með þeim leikur á píanóið Kurt Kopecky, tón- listarstjóri Íslensku óperunnar. Tómas hefur verið sjaldséður gest- ur á íslensku sviði, síðan hann hélt til framhaldsnáms í Englandi um miðj- an síðasta áratug. Þau hjónin eru hinsvegar bæði upptekin sem söngv- arar við óperuhús víða um lönd. Þessa dagana syngur Tómas hlut- verk Germonts í uppfærslu óp- erunnar á La Traviata og hefur feng- ið glimrandi dóma fyrir. Þá var ég bassi „Þetta hefur gengið vel – og gaman að því,“ segir Tómas þegar hann er spurður um uppfærsluna á La Trav- iata. Blaðamaður segist einhvern tím- ann fyrir hátt í 20 árum hafa heyrt Tómas syngja Sparifucile í Rigoletto. „Þá var ég bassi og ekki nema 24 ára,“ segir Tómas. „Ég var í óp- erukórnum og fékk tækifæri til að syngja Sparifucile í mörgum sýn- ingum. Ég fékk líka að prófa Sarastró í Töfraflautunni og Lodovico í Óþelló. Ég fór í framhaldsnám í Royal Col- lege, þar kynntumst við Ljúbov. Vor- ið 1994 söng ég í Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu, einu sinni söng ég í Jólaóratoríunni í Hallgrímskirkju og svo haustið 2002 í Sálumessu Moz- arts. Síðan hef ég ekki sungið hér heima.“ Áttum ekkert heimili Þegar þau Ljúbov eru spurð um vinnuna segjast þau alltaf vera á ferð- inni. „Í mörg ár áttum við ekkert heimili, vorum á endalausum ferða- lögum milli óperuhúsa. Það var af- skaplega lýjandi. Nú búum við í Suð- ur-Frakklandi. Þar er staður sem við getum horfið til, þótt ekki sé nema í þrjá, fjóra daga á milli ferðalaga. Og þar er gott loftslag.“ Stundum vinna þau á sitthvorum staðnum en segjast reyna að vera eins mikið saman og unnt er og þau fara akandi milli verkefna í Evrópu. Mikið af Wagner Hún syngur mest ítölsk sópr- anhlutverk en einnig talsvert á tón- leikum. „Það er svo mikið til af fal- legri rússneskri söngtónlist. Mér þykir afskaplega gaman að flytja þá tónlist, þótt það sé erfiðara en syngja í óperum. Einn á sviðinu getur maður ekki falið sig bakvið neitt. Maður er svolítið nakinn.“ Tómas gerir hinsvegar mest af því að syngja hlutverk í Wagner-óperum en einnig syngur hann ýmis hlutverk í 20. aldar tónlist, og í tónlist 21. ald- arinnar, splunkunýjum verkum. Upp á síðkastið hefur hann til að mynda sungið í Hollendingnum fljúgandi í Barselóna og Brussel, Wozzeck eftir Alban Berg í Nancy – og fékk glæs- lega dóma fyrir. Tomsky í Spaða- drottningunni hefur Tómas sungið í mörgum uppfærslum og framundan eru tvær aðrar þar sem hann syngur Tomsky, auk Tristans og Ísoldar í Barselóna og Hans Sachs í Meist- arasöngvurunum, árið 2010 í Kom- ische Oper í Berlín. Ekki má gleyma Rigolettó í Nancy í vor. Þegar hann er spurður að því hvort mörg Wag- ner-hlutverk þýði ekki að hann sé kröftugur söngvari er svarað með hlátri. „Þessi hlutverk reyna á mann. En það er ekkert mál. Þetta eru langar óperur og úthaldið þarf að vera í lagi. Eins og íþróttamaður þarf maður að hvílast vel, borða vel og æfa.“ Tómas og Ljúbov segja óperuna vera dásamlegt listform. Stundum líði hún fyrir slæmar uppsetningar eða slæma tónlist en útkoman fari eftir gæðum uppfærslunnar. „Þær raddir heyrast stundum að þetta sé ekki ýkja merkilegt listform en það er bull. Um allan heim elskar fólk að upplifa óperusýningar. Þetta er samspil svo margra skapandi þátta. Þegar óperur eru fluttar vel hrífast allir með.“ Dapurleg en falleg Ólíkt Ljúbov hefur Tómas lítið sungið á tónleikum. Þau fluttu sömu efnisskrá í liðinni viku í Grindavík og segja það hafa tekist vel. „Lög Rachmaninoffs eru nokkuð nostalgísk og tengjast okkur Tóm- asi,“ segir Ljúbov. „Við búum ekki í föðurlöndum okkar, ekki frekar en Rachmaninoff þegar hann samdi hana, í Frakklandi og Bandaríkj- unum. Hann var fjarri föðurlandinu – við skiljum þá heimþrá,“ segir hún og þau brosa bæði. „Í raun erum við alls staðar útlendingar.“ „Þegar ég hugsa út í það er þetta nokkuð dapurleg tónlist,“ bætir Tóm- as svo við hugsi. „En hún er mjög fal- leg.“ Erum alls staðar útlendingar Hjónin Tómas Tómasson og Ljúbov Stuchevskaya flytja sönglög, aríur og dúetta í Salnum annað kvöld  Þau skilja vel heimþrána í sumum sönglaganna þar sem þau búa ekki í föðurlöndum sínum Morgunblðaðið/Einar Falur Óperufólk „Lög Rachmaninoffs eru nokkuð nostalgísk,“ segir Ljúbov Stuchevskaya. Hún er hér með Tómasi og Kurt Kopecky meðleikara. Í HNOTSKURN » Tómas Tómasson hefur hlot-ið glimrandi dóma fyrir frammistöðu sína í La Traviata. » Tómas og Ljúbov Stuc-hevskaya, eiginkona hans, eru búsett í Suður-Frakklandi og syngja í óperuhúsum víða. » Stuchevskaya gerir talsvertaf því að koma fram á söng- tónleikum en Tómas hefur minna gert af því. Tómas hefur sungið í mörgum Wagner-óperum. FRUMKVÖÐLAR hins svokallaða „Seinni Vínarskóla“ – Arnold Schönberg (1875-1951) og nemendur hans Anton Webern (1883-1945) og Alban Berg (1885-1935) – voru í forgrunni á þokkalega vel sóttum rauðum tónleikum SÍ á fimmtudag. Fyrstu tveir þó aðeins óbeint, þ.e. í hlutverki umritara eða orkestra á eldri klass- ískum verkum. Aðalsegull kvöldsins var því líkast til Fiðlukonsert Bergs frá 1935 er þykir meðal fremstu fiðlukonserta fyrri hluta 20. aldar. Dró vart úr forvitni tónleikagesta að sól- istinn var hinn ástsæli orkugeislandi kons- ertmeistari SÍ, Sigrún Eðvaldsdóttir. Því þrátt fyrir gífurleg áhrif tólftónaaðferðar á seinni tónskáld, einkum 1945-70, hefur hún ekki enzt að sama skapi og stendur nú að mestu eftir sem botnlangi í vestrænni tónlistarþróun. Nálgun sem hafði, eftir á séð, það meginhlut- verk að losa um fornar viðjar á altari nýsköp- unar. Meðvitundin um þetta hlutverk virðist reyndar hafa verið forkólfum ljós frá upphafi. Þó að skelegg framúrstefna þeirra hafi óneit- anlega fólgið í sér hættu á að varpa barni hefð- ar út með baðvatninu, þá skildu þeir á milli með ótrúlega köldu blóði. Ekki aðeins í eigin verkum, heldur líka þegar þeir útsettu löngu viðurkennd meistaraverk barokks og róm- antíkur, eins og róttækast mátti heyra í or- kestrun Weberns á sex radda Ricercare eða fúgu Bachs úr Tónafórn hans til Friðriks mikla Prússakonungs. Svo óafsakanlega vildi til að ég hafði aldrei heyrt nafntogaða orkestrun Weberns á verki Bachs fyrr en þetta kvöld. Áhrifin urðu því nánast sem köld gusa í framan, ef ekki rakið menningarlost. Enda gat ég í fyrstu atrennu illa séð hverju stórkostleg fúgan varð bættari með linnu- lausri „brotinni vinnu“ We- berns er sískipti um hljóð- færi í miðjum hendingum stakra radda, að því er virt- ist til að gera raddfærsluna sem óljósasta. Hví ekki voru frekar dregnar fram t.d. hinar mismunandi pólý- fónísku útfærslur Bachs á konungsstefinu með andstæðum hljóðfæralitum var mér hulið. En þótt ekki skuli svarið fyrir að meðferð We- berns verki betur við ítrekaða heyrn, þá grun- aði mann líka pínu pons að mikilvæg forsenda væri talsvert nákvæmara og inngrónara sam- spil en hér gat að heilsa. Eftir þessa hálfdöpru frumreynslu lifnaði heldur yfir manni í Fiðlukonserti Bergs „til minningar um engil“, þ.e. Manon Gropius, dóttur Ölmu Gropius (fyrrum Mahler) er lézt 18 ára úr lömunarveiki. Ekki sízt þökk sé inn- lifaðri túlkun Sigrúnar og hljómsveitarinnar, og vitaskuld óháð hinu sorglega tilefni. Jafnvel þótt hljómsveitin, einkum pjátrið, bæri stund- um neistandi einleikinn svo ofurliði að varla gat verið í fullu samræmi við markmið höf- undar stóð þetta sérkennilega sumpart súr- realíska, sumpart launrómantíska, meist- araverk – með undirtónum frá næturlífi Berlínar og ógnarfyrirboða Þriðja ríkisins ásamt innblásinni lokatilvitnun í Est ist genug („Það er fullkomnað“) Bachs – óhikað fyrir öllu sínu. Dúndrandi undirtektirnar komu því fáum á óvart, og áttu þær einnig vel við hina viða- miklu hljómsveitarútsetningu Schönbergs á 1. píanókvartetti (+ fiðla, víóla og selló) Brahms frá 1859. Snemmfengið hugboð samtíma- manna Brahms um innbyggða sinfóníska möguleika kammerverksins náði fullum breið- tjaldsblóma í glæsilegri túlkun Rumons Gamba og SÍ er snerti innstu hjartastrengi áheyrenda, allt frá látlausustu mýkt til kraft- mestu tignar. Minning um engil TÓNLIST Háskólabíó J.S. Bach: Ricercare í orkestrun Weberns. Berg: Fiðlukonsert. Brahms: Píanókvartett í g í ork. Schönbergs. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla; Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudaginn 6. marz kl. 19:30. Sinfóníutónleikar bbbmn Sigrún Eðvaldsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson FINNSKI ljósmyndarinn Esko Männikkö hlaut hin virtu Deutsche Börse-ljósmyndaverðlaun fyrir 2008. Verðlaunaféð nemur 30.000 sterlingspundum eða um fjórum milljónum króna. Þrír aðrir listamenn voru til- nefndir til verðlaunanna, John Dav- ies, Jacob Holdt og Fazal Sheikh. Í ræðu formanns dómnefndar við úthlutunina, Brett Rogers stjórn- anda The Photographer’s Gallery í London, kom fram að áhættan sem Männikkö tæki í verkum sínum, að viðbættri ljóðrænni nálgun hans við sammannleg efni á borð við sjálfs- mynd einstaklingsins og einangrun, hefði haft mikil áhrif á dómnefndina. Männikkö verðlaunaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.