Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MEÐAL samþykkta á aðalfundi Kaupþings var heimild til stjórnar bankans um útgáfu breytanlegs skuldabréfs upp á 1,5 milljarða evra, jafnvirði ríflegra 150 millj- arða króna. Gildir heimildin til árs- ins 2013. Til að uppfylla skuldbind- ingar vegna skuldabréfsins, ef eigendur þess vilja nýta breytirétt- inn, var einnig samþykkt heimild fyrir hækkun hlutafjár um allt að 1.750 milljónir króna að nafnvirði. Þá var samþykkt að greiða hlut- höfum bankans arð upp á 14,8 millj- arða króna vegna rekstrarársins 2007, eða 20 krónur á hlut. Ein breyting varð á stjórn Kaup- þings. Lýður Guðmundsson kom inn í aðalstjórn í stað Antonios P. Yerolemou, sem tók sæti í vara- stjórn. Aðrir í stjórn bankans eru Sigurður Einarsson, sem er áfram starfandi stjórnarformaður, Ásgeir Thoroddsen, Bjarnfreður Ólafsson, Brynja Halldórsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Hjörleifur Jakobsson, Niels de Coninck-Smith frá Dan- mörku og Svíinn Tommy Persson. Heimild fyrir um 150 milljarða skuldabréfi Morgunblaðið/Kristinn Kaupþing Á aðalfundi voru m.a. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavar- ar, og forstjórar Exista, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson. SKÚLI J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, sagði á aðalfundi félagsins á föstudag að það væri mikið áhyggjuefni fyrir alla sem stund- uðu viðskipti hvernig staðan væri á fjármála- mörkuðum, bæði erlendis og hér á landi. Ekki síst væri áhyggjuefni hvernig hefði verið brugðist við stöðunni hér á landi, eða öllu heldur hvernig ekki hefði verið brugðist við. Á meðan skuldatryggingaálag íslensku bank- anna væri margfalt á við sambæri- lega banka í nágrannalöndunum skorti mikið á að fjármálastofnanir og stjórnvöld kæmu upplýsingum á framfæri sem gætu snúið þessari öfugþróun við. Skoraði hann á þessa aðila að bretta upp ermar og hefja með markvissum hætti að- gerðir til að hefja íslenskt atvinnulíf til vegs og virðingar á ný. „Menn eru nefnilega í kapphlaupi við tím- ann,“ sagði Skúli. Skorað á stjórnvöld Skúli J. Björnsson OPIN kerfi Group högnuðust um 169 milljónir króna á síðasta ári, eftir skatta og óreglulega starfsemi, borið saman við 76 milljóna hagnað árið áður. Heildarvelta félagsins nam 10,8 milljörðum króna, þar af nemur hlutdeild aflagðrar starfsemi 2,4 mil- lörðum króna. Vegna sölu á Opnum kerfum ehf. í október sl. fækkaði starfsmönnum úr 470 í 330. Eftir það eiga allar tekjur samstæðunnar upp- runa sinn í erlendri starfsemi. Árið áður var það hlutfall 75%. Eiginfjárhlutfallið var 43,7% í árs- lok og arðsemi eiginfjár 9%. Opin kerfi Group samanstanda nú af móðurfélaginu, tveimur eignar- haldsfélögum og tveimur rekstrar- félögum sem eru Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í Danmörku. Opin kerfi auka hagnað FORMAÐUR stjórnar ÍMARK, félags markaðsfólks á Íslandi, birtir yfirlýsingu á vef félagsins þar sem athugasemd er gerð við fréttatil- kynningu Glitnis, sem send var út í kjölfar ÍMARK-dagsins. Þar kom fram að markaðsfólk hefði valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins 2007, samkvæmt könnun Capacent fyrir ÍMARK. Í yfirlýsingunni, undirritaðri af Elísabetu Sveinsdóttur, segir að þetta sé langsótt ályktun hjá Glitni. Í könnuninni sé markaðsfólk spurt hvaða fyrirtæki komi því fyrst í hug sem hafi staðið sig vel í markaðs- málum. Glitnir hafi lent í fyrsta sæti með 9,1%, Landsbankinn í öðru með 9% og Síminn með 7,8%. Niðurstað- an sýni að Glitnir standi sig vel í markaðsmálum en sé ekki markaðs- fyrirtæki ársins. Á hverju ári velji ÍMARK það fyrirtæki með allt öðr- um hætti en þessum og í október sl. hafi verið tilkynnt um markaðsfyr- irtæki ársins 2007, sem hafi verið Landsbankinn en ekki Glitnir. „Langsótt hjá Glitni“ Morgunblaðið/Golli ÍMARK Markaðsfyrirtæki ársins var ekki valið á ÍMARK-deginum. ◆ ◆ Útgefandi Skipti hf., kt. 460207-0880, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Seljendur í hlutafjárútboðinu Kaupþing banki hf., kt. 560882-0419, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, og Exista hf., kt. 610601-2350, Ármúla 3, 108 Reykjavík. Umsjónaraðili útboðs og skráningar Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf., kt. 560882-0419. Lýsing Lýsing er gefin út á ensku undir heitinu Prospectus. Lýsingin er gefin út rafrænt á vef útgefanda, www.skipti.is. Lýsinguna má einnig nálgast á vef umsjónaraðila, www.kaupthing.is. Innbundin eintök liggja frammi frá 5. mars hjá Skiptum hf. að Ármúla 25 í Reykjavík og Kaupþingi banka hf. að Borgartúni 19 í Reykjavík. Verð Verð fyrir hvern hlut verður á bilinu 6,64 til 8,10 krónur. Ákvörðun um endanlegt verð verður tekin að lokinni áskriftarverðlagningu (e. bookbuilding) sem fer fram meðal fjárfesta sem vilja fjárfesta fyrir 25 milljónir króna eða meira. Ákvörðunin verður tilkynnt fyrir upphaf viðskiptadags föstudaginn 14. mars 2008. Skráning áskriftar þeirra sem vilja fjárfesta fyrir 25 milljónir króna eða meira Fjárfestar sem vilja fjárfesta fyrir 25 milljónir króna eða meira skulu hafa beint samband við umsjónaraðila. Áskrift þeirra er alfarið í höndum umsjónaraðila og seljenda. Skráning áskriftar þeirra sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 25 milljónir króna Fjárfestar sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 25 milljónir króna skulu skila áskriftum rafrænt á sérstöku formi á vef Kaupþings banka hf., www.kaupthing.is. Fyrir skráningu áskriftar þarf fjárfestir að gera grein fyrir sér með eftirfarandi aðgangsauðkennum á áskriftarforminu: 1. með notendanafni og lykilorði fyrir Netbanka Kaupþings banka; eða 2. með kennitölu og lykilorði sem fjárfestir pantar við upphaf áskriftar og fær sent um hæl með tölvupósti. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Staðfestingin er birt í lok áskriftar og hana má prenta út. Eftir að áskrift hefur verið gerð og fram til 30. maí 2008 er einnig hægt að nálgast staðfestinguna á vefsíðunni með því að nota sömu aðgangsauðkenni og við skráningu áskriftar. Einnig má nálgast staðfestinguna í Netbanka Kaupþings banka. Áskrift í útboðinu er bindandi fyrir áskrifanda en hann getur þó skilyrt áskriftina við ákveðið hámarksverð fyrir hlut. Seljendur geta krafist tryggingar frá fjárfestum sem vilja fjárfesta fyrir 5 milljónir króna eða meira. Áskrift í útboðinu er opin einstaklingum með íslenska kennitölu og lögaðilum sem hafa íslenska kennitölu, að því gefnu að þeim sé ekki meinuð þátttaka samkvæmt lögum. Úthlutun Komi til niðurskurðar á áskriftum þeirra fjárfesta sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 25 milljónir króna vegna þess að áskriftir í heild eru umfram þá 2.210.526.316 hluti sem boðnir eru í útboðinu þá verður hlutum úthlutað til þeirra fjárfesta með hlutfallslegum niðurskurði til áskrifenda. Úthlutun til fjárfesta sem vilja fjárfesta fyrir 25 milljónir króna eða meira er alfarið í höndum umsjónaraðila og seljenda. Útgáfa og afhending hluta Hlutir sem seldir verða í útboðinu hafa verið gefnir út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Hlutir verða afhentir hverjum og einum kaupanda gegn greiðslu fyrir kl. 17:00 þann 26. mars 2008. Greiðsla Frá og með 15. mars geta áskrifendur sem fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 25 milljónir króna nálgast tilkynningu um úthlutun til sín ásamt greiðslufyrirmælum á vef Kaupþings banka hf. með því að nota sömu aðgangsauðkenni og við skráningu áskriftar. Frá sama degi geta áskrifendur jafnframt nálgast greiðsluseðil vegna úthlutaðra hluta til sín í sínum netbanka. Greiðslufyrirmæli verða í formi greiðsluseðils sem greiða má í íslenskum banka, sparisjóði eða netbanka. Ekki verður tekið við greiðslu fyrr en eftir að hlutabréf Skipta hf. hafa verið tekin til viðskipta, eða eftir kl. 10:00 þann 19. mars 2008. Gjalddagi er 26. mars 2008 og skulu greiðslur inntar af hendi í samræmi við ofangreind greiðslufyrirmæli. Greiðslukvittun verður send til áskrifenda eftir að greiðsla frá þeim hefur borist með réttum hætti. Niðurstaða útboðs og taka hluta til viðskipta í kauphöll OMX Nordic Exchange Iceland hf. hefur samþykkt að taka hluti Skipta hf. til viðskipta. Óskað hefur verið eftir því að SKIPTI verði auðkenni félagsins og hluta þess hjá kauphöllinni. Viðskiptalota bréfanna verður 10.000 hlutir. Viðskiptavakt verður með hluti félagsins frá 27. mars 2008. Niðurstaða útboðsins verður tilkynnt OMX Nordic Exchange Iceland hf. og fjölmiðlum 14. mars 2008 og birt í fréttakerfi kauphallar fyrir upphaf viðskipta þann dag. Fyrirhugað er að taka hluti Skipta hf. til viðskipta í kauphöll 19. mars 2008, en endanleg dagsetning verður tilkynnt með hið minnsta eins dags fyrirvara í fréttakerfi kauphallarinnar. Reykjavík, 10. mars 2008 Útboð á hlutum í Skiptum hf. hefst mánudaginn 10. mars kl. 10:00 og stendur til fimmtudagsins 13. mars kl. 16:00. Þann 19. mars 2008 er fyrirhugað að taka hluti félagsins til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. Í útboðinu verða boðnir 2.210.526.316 hlutir í Skiptum hf. eða sem nemur 30% af heildarhlutafé félagsins. Skipti hf., kt. 460207-0880, er leiðandi fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi og hefur að undanförnu fært út starfsemi sína til Norðurlanda og Bretlands. Heildarvelta félagsins árið 2007 nam 32,7 milljörðum króna. og jókst um 30,7% frá árinu á undan. EBITDA félagsins var 9,4 milljarðar króna fyrir árið 2007, samanborið við 8,4 milljarða króna EBITDA fyrir árið 2006. Hlutafjárútboð 10. – 13. mars 2008 Ráðgjöf Kaupþings banka hf. veitir upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins í síma 444 7000 og tölvupósti skipti.ipo@kaupthing.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.