Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 69. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is VÍÐFÖRULL VOFFI TARA LAGÐIST Í FERÐALÖG MEÐ HÚSBÆNDUN- UM ENDA SANNKALLAÐUR ÆVINTÝRAHUNDUR >> 17 GOSI >> 33 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu Nýr A4 mars 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÁKVÆÐI er um það í nýju kjara- samningunum að launþegar geti ósk- að eftir því að fá hlut launa sinna í er- lendum gjaldmiðli og er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hver ávinningurinn er af því, og jafnvel hver áhrif geng- issveiflna krón- unnar verða á laun og um leið skattgreiðslur. Gefum okkur að launþegi sé með, eða hygg- ist taka, íbúða- lán í evrum og sé með mánaðarlega 400 evra afborgun. Séu laun launþeg- ans eingöngu greidd í krónum getur afborgunin, sem hlutfall af laun- unum, sveiflast töluvert – sem dæmi má nefna hafi viðkomandi tekið lán í byrjun síðasta árs hefði 400 evra af- borgun í krónum talið numið um 37 þúsund krónum en í gær hefði sá hinn sami þurft að greiða tæpar 42 þúsund krónur sem er 13,4% hækk- un (taka ber fram að í þessu dæmi er litið framhjá öllum öðrum breytum). Skattur í krónum Nú getur launþegi, með t.d. 300 þúsund krónur í mánaðarlaun, hins vegar samið um að mánaðarlega séu honum greiddar 400 evrur sem hluti af launum. Segjum að gengi evr- unnar þegar samningurinn er gerður sé 95 krónur. Þá fær viðkomandi 262 þúsund í íslenskum krónum og 400 evrur í laun. Þannig hefur launþeg- inn fest sér upphæð sem jafngildir afborguninni af láninu og um leið varið sig gegn sveiflum á gengi krón- unnar því þótt evran verði dýrari mun launþeginn engu að síður fá 400 evrur auk 262 þúsund króna í laun. Launþeginn hefur því tryggt sig gegn gengissveiflunni og er ávinn- ingurinn að því leyti augljós. Um leið hækka launin sem nemur veikingu krónunnar og má því segja að með því að taka hluta launa í evr- um hafi sá hluti þeirra verið verð- tryggður. Á móti kemur reyndar að styrkist gengi krónunnar lækka launin sem því nemur. Þess ber að geta að þegar kemur að útreikningi skatts eru allar upphæðir reiknaðar í íslenskum krónum og því hækkar skattgreiðslan þegar krónan veikist og lækkar þegar hún styrkist. Við 13,4% hækkkun evru, sem nefnd er hér að framan, hækka launin um u.þ.b. 5.000 krónur – sé greiðslan 400 evrur – og skatturinn um 1.760 krón- ur. Trygg- ing gegn sveiflum Ávinningur af laun- um í erlendri mynt BORIS Spasskí, fyrrverandi heims- meistari í skák, sem tapaði heims- meistaraeinvíginu í skák við vin sinn Bobby Fischer í Reykjavík árið 1972, heiðraði minningu Fischers í gær á 65. afmælisdegi hins látna skákmeistara. Spasskí þótti afar vænt um Fischer og vildi að þeir yrðu bræður. Bobby tók þessu til- boði á sinn sérstæða hátt sem Spasskí fannst einstaklega eft- irminnilegt. Morgunblaðið/Ómar Óskaði bræðrabanda MIKIÐ verður um dýrðir í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, mánudag, þegar heimsþekktir stórmeistarar af eldri kynslóðinni tefla á sérstöku minn- ingarmóti um Bobby Fischer, fyrr- verandi heimsmeistara í skák. Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari, sér um skákskýringar ásamt öðrum snillingi, William Lombardy, sem var kennari Fischers og síðar að- stoðarmaður hans. Þeir sem tefla eru stórmeistararn- ir Portisch, Benko, Hort og Friðrik Ólafsson. Boris Spasskí lýsti í gær efasemd- um um að skáklistin væri á réttri leið með tilkomu tölva sem væru að drepa hina klassísku skák. Hann fæst nú við að kenna börnum skák í Síberíu og Úralfjöllum og tekst einn- ig á við það vandasama hlutverk að kenna þeim að umgangast tölvur með það fyrir augum að nota þær sem þarfa þjóna. Þrátt fyrir svart- sýni sína í þessum efnum segist Spasskí, sem hættur er að tefla, lifa sem bjartsýnismaður að eðlisfari. Áhrifin stórkostleg Hátíðardagskrá með skákskýring- um, tónlistarflutningi og minningar- erindum um Bobby Fischer var haldin í Þjóðmenningarhúsi í gær. Þar rifjaði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra upp heimsmeistaraeinvígið 1972 og sagði stórkostlegt hve mikil áhrif atburðurinn hefði haft. Spasskí og Fischer hefðu komið Reykjavík á kortið á margvíslegan hátt. Augu heimsbyggðarinnar hefðu beinst að Íslandi vegna einvíg- isins. Enn nyti þjóðin áhrifanna. Á hátíðardagskránni í gær var flutt tónverk eftir 18. aldar tónskáld- ið François-André Danican Philodor sem var líka einn fremsti skáksnill- ingur sinnar tíðar. Vann hann sér það til frægðar m.a. að sigra „Skák- tyrkjann“ sem var víðfrægt evrópskt svindlvélmenni í skák á sinni tíð. Var þetta í fyrsta sinn sem tónverk eftir Philodor heyrist flutt hér á landi. Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í skák, sem hófst 3. mars, lýkur á morgun, 11. mars. | Miðopna Spasskí og Lombardy skýra skákir UNGVERSK- bandaríski stór- meistarinn Pal Benko ræddi við Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, skömmu fyrir andlát hans og orðaði við hann tilboð um að tefla við Judith Polgar, sterk- ustu skákkonu frá upphafi, á þriggja daga atskákmóti gegn einnar og hálfrar milljónar dollara (102 milljóna króna) greiðslu. Þótti Fischer upphæðin of lág. Benko sagði í ávarpi á samkomu í tilefni af afmæli Fischers í Þjóð- menningarhúsinu í gær að hann hefði þá gert Fischer grein fyrir því að miðað við þann fjölda skáka, sem ætla mætti að þau myndu tefla, mætti gera ráð fyrir því að þessi greiðsla samsvaraði þrjú þús- und dollurum (rúmlega 200 þúsund krónum) fyrir hvern leik. Þegar Fischer haggaðist ekki spurði Benko hvað mikið þyrfti til og svaraði hann þá tíu milljónir dollara (um 680 milljónir króna). Sagðist Benko þá hafa sagt að hann teldi ólíklegt að af mótinu yrði. 3.000 dollarar á leik ekki nóg Pal Benko JOSE Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í gær. „Spænska þjóðin hefur talað skýrt og ákveðið að hefja nýtt tímabil án spennu, án átaka,“ sagði Zapatero við stuðningsmenn flokksins í höfuðstöðvum hans í Madríd. „Ég ætla að stjórna með það að leiðarljósi að bæta það sem við gerðum vel og leiðrétta mistök okkar.“ Þegar 93% atkvæðanna höfðu verið talin seint í gær- kvöldi var Sósíalistaflokknum spáð 168 sætum af 350 á þinginu og Þjóðarflokknum 154. Sósíalistaflokkurinn fékk 164 sæti í þingkosningunum fyrir fjórum árum og þurfti að fá 176 sæti til að ná meirihluta á þinginu. Flest benti því til þess í gær- kvöldi að sósíalistar þyrftu aftur að leita eftir stuðningi þjóðernissinnaðra flokka í héruðum sem berjast fyrir auknum sjálfstjórnarréttindum. | 14 Boðar „nýtt tímabil án átaka“ á Spáni Zapatero fagnar kosningasigrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.