Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 29 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, boccia kl. 10, félagsvist (4 skipta keppni) kl. 13.30. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin handa- vinnu- og smíðastofa kl. 9-16, söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbburinn kl. 13.30. Al- menn handavinna, lífsrokuleikfimi, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin kl. 10-11.30. Sími 554-1226. Fé- lagsvist í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffi- tár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, samkvæm- isdans: byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, leiðbeinandi til hádegis, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, lomber og canasta kl. 13, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Fræðsluerindi Glóðar um mismunandi fæðufitu verður á morgun kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10 og síðan hádegisverður, handa- vinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45, 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30, boccia kl. 10.30, gönguhópur kl. 11, glerskurður kl. 13, Biblíulestur kl. 13. Skrán- ing í 5 daga Vestfjarðarferð – örfá sæti eftir. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, Skattstofan veitir framtalsaðstoð kl. 9-14, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.20. Uppl. á staðnum og síma 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9-16.30, út- skurður kl. 9-12, bænastund kl. 10-10.30, hádeg- ismatur, myndlist kl. 13-16, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga og hand- mennt–gler kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, hand- mennt–gler kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, kortagerð, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Hádegisverður. Spilað kl. 13-16. Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Íslands- söguspjall, myndlist, bókmenntir, framsögn og framkoma, Bör Börson, söngur, páfagaukar, hlát- urhópur, Skapandi skrif, postulín, Þegar amma var ung, hugmyndabanki, Müllersæfingar, nýstárleg hönnun fermingarkorta, Vorferð á vit skálda o.fl. Sími 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu kl. 9.30- 11.30. Uppl. í síma 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.30, handverks- og bókastofa kl. 13, kaffiveit- ingar. Söng og samverustund kl. 15. Sjálfsbjörg | Brids kl. 19 í félagheimili Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Skattstjórinn í Reykjavík veitir framtalsaðstoð kl. 9-12. Nánari uppl. og skráning í síma 535-2740. Hárgreiðsla kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl. 11, leikfimi kl. 11.45, hádeg- isverður, kóræfing kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl. 8.30, bók- band og bútasaumur kl. 9, morgunstund, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinna og spil kl. 13. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, boccia kl. 14. Kaffiveitingar. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Ragnheiður Ríkharðsdóttir al- þingismaður les 24. passíusálm kl. 18. TTT fyrir 10-12 ára í Grafarvogskirkju og Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvogskirkju. Hallgrímskirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 12.15. Umsjón hefur Sigrún V. Ásgeirsdóttir. dagbók Í dag er mánudagur 10. mars, 70. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt.“ (Mk. 10, 27.) Sagnfræðingafélag Íslandsbýður til hádegisfyr-irlestrar á morgun, þriðju-dag, kl. 12.05 í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafnsins. Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur og forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns, mun þar flytja fyr- irlesturinn Hver gætir hagsmuna minna? – Um notkun og aðgengi að einkaskjölum í Landsbókasafni. „Hlutverk Landsbókasafns er m.a. að safna handritum og einka- skjölum, varðveita þau og gera að- gengileg fyrir rannsakendur,“ út- skýrir Örn. „Um aðgengi og notkun á einkaskjölum gilda þó önnur lögmál en t.d. um opinber skjöl, og fer ég í erindinu yfir sér- stöðu þessara skjala.“ Örn nefnir að í einkaskjalasöfn- um sé að finna persónuleg gögn eins og sendibréf, og að þær skoð- anir og upplýsingar sem lýst er í slíkum gögnum séu stundum við- kvæmar og bréfritari hafi aldrei ætlast til þess að bréfið yrði öllum aðgengilegt: „Það lagaumhverfi sem við búum við í dag gefur skýr- ar reglur um meðferð opinberra skjala og persónuupplýsinga, en slíkt regluverk skortir um einka- skjalasöfn, og þarf að skoða sér- staklega hvort, og hvernig, megi heimfæra ákvæði laganna yfir á einkaskjalasöfn, og þá m.a. með hliðsjón af lögum um friðhelgi einkalífs, persónuvernd og æru,“ segir Örn. Örn segir söfn þurfa að gefa því gaum á hvaða forsendum tekið er við gögnum til varðveislu: „Sá sem afhendir gögnin hefur nærri fullt frelsi um þau skilyrði sem fylgja varðveislu gagnanna og aðgengi að þeim. Sú vinnuhefð hefur skapast að þegar okkur á handritadeild er boðið skjalasafn til eignar er farið yfir innihald safnsins og í fram- haldinu unnið með gefanda að því að ákveða hvernig aðgengi að gögnunum skuli háttað, og á hvaða forsendum.“ Með erindi sínu segist Örn ekki síst vilja kalla eftir skoðunum og viðbrögðum: „Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem traust rík- ir milli þess sem afhendir gögn og þess sem varðveitir þau. Skilyrðin þurfa að vera skýr og í samræmi við innihald gagnanna og ekki má gleyma að gæta hagsmuna og einkaskoðana annarra.“ Sjá nánar á sagnfraedinga- felag.net. Hugvísindi | Fjallað um álitaefni við vörslu einkaskjalasafna á þriðjudag Vandmeðfarin einkaskjöl  Örn Hrafnkels- son fæddist í Reykjavík 1967. Hann lauk stúd- entsprófi frá Flensborgarskól- anum 1987, BA í sagnfræði frá HÍ 1993, MA-prófi frá sama skóla 1998 og MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu 2006. Örn hóf störf hjá Landsbókasafni Íslands 1993 og hefur verið forstöðumaður hand- ritadeildar frá 2003. Sambýliskona Arnar er Þórunn Njálsdóttir leik- skólakennari og eiga þau tvö börn. Fyrirlestrar og fundir Styrkur | Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra, verður með fræðslufund í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík, 11. mars kl. 20. Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur fjallar um karlmenn og krabbamein. Kaffiveitingar. HUNDUR af tegundinni Bedlington Terrier sýndi nýj- ustu strauma í hundahártískunni á Crufts-hundasýn- ingunni í Bretlandi í gær. Sýningin hefur verið haldin frá árinu 1891 og þykir ein sú merkasta. Ekki fer nein- um sögum af frammistöðu hundsins en eigandinn sá ástæðu til að verðlauna hann með rjómaís. Reuters Dekrað við hundspottið FRÉTTIR FYRSTA Opna hús skógrækt- arfélaganna verður í kvöld, þriðjudaginn 11. mars, og hefst kl. 19.30 í Öskju, náttúrufræða- húsi Háskóla Íslands í Vatnsmýr- inni. Þar munu Brynjólfur Jónsson og Barbara Stanzeit segja í máli og myndum frá hópferð til Sviss, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir á síðasta ári. Ferðasagan verður rakin og sagt frá skógum og áhugaverðum trjátegundum í fjallahéruðum Sviss. Opnu húsin eru hluti af fræðslusamstarfi Skógrækt- arfélags Íslands og Kaupþings. Aðgangur er ókeypis og boðið er upp á kaffi. Nánari upplýs- ingar má nálgast á heimasíðunni www.skog.is. Opið hús Rætt verður um skógana í Sviss og áhugaverðar trjátegundir. Sagt frá hópferð til Sviss NEYÐARLÍNAN hefur samið við Vodafone um að fyrirtækið veiti Neyðarlínunni heildarfjar- skiptaþjónustu næstu þrjú árin. Samningur þess efnis var handsal- aður á hálendi Íslands, samhliða því að samgönguráðherra opnaði fyrir GSM-þjónustu Vodafone á Kili. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vodafone hafi á undanförnum mánuðum unnið að uppbyggingu GSM-þjónustu á svæðum þar sem slík þjónusta hefur ekki áður verið í boði, m.a. á hálendi Íslands. Þann- ig hefur Vodafone tryggt viðskipta- vinum sínum GSM-samband víðar á landinu en aðrir. Þó skal tekið fram, að þótt viðskiptavinir Voda- fone geti einir nýtt sér þjónustuna til almennra nota, þá geta allir GSM-notendur hringt í neyðarnúm- erið 112 og óskað eftir hjálp þar sem GSM-samband er fyrir hendi. Neyðarlínan veitir almenningi al- hliða neyðarþjónustu í neyðarnúm- erinu 112, auk þess sem hún hefur annast rekstur stjórnstöðvar Sec- uritas um árabil. Neyðarlínan ann- ast rekstur vaktstöðvar siglinga, sem áður var tilkynningarskyldan og fjarskiptastöðin í Gufunesi. Einnig annast Neyðarlínan rekstur öryggisfjarskiptakerfisins Tetra. Á fjöllum Að lokinni undirritun samningsins, f.v. Árni Pétur Jónsson, for- stjóri Vodafone, Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján L. Möller samgönguráðherra. Neyðarlínan semur við Vodafone

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.