Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERNIG ÁTTI ÉG AÐ VITA AÐ ÉG ÆTTI AÐ HAFA HLJÓÐ Á MEÐAN BALLETTSÝNINGUNNI STÆÐI? AF HVERJU MEGA ÁHORFENDURNIR EKKI TAKA SMÁ ÞÁTT Í SÝNINGUNNI? LÍTUR ÚT FYRIR AÐ LITLA, LJÓTA ANDAR- UNGANUM HAFI VERIÐ HLEYPT Á SVANAVATNIÐ HALTU ÞÉR SAMAN HÆTTU ÞESSU! ÞAÐ ER ERFITT AÐ KUNNA EKKI AÐ MALA MAMMA, VISSIR ÞÚ AÐ Í GEIMNUM VIRKAR ÞYNGDARAFLIÐ EINS OG GEIMURINN VÆRI FLATUR OG MJÚKUR ÞUNGIR HLUTIR EINS OG PLÁNETUR SÖKKVA Í YFIR- BORÐIÐ OG ÞEGAR EITTHVAÐ Á LEIÐ HJÁ EINS OG TIL DÆMIS LJÓS VELTUR LJÓSIÐ Í ÁTTINA AÐ HOLUNNI Í GEIMNUM SEM PLÁNETAN BJÓ TIL. LJÓSIÐ ENDURVARPAST ÞVÍ AF ÞYNGDARAFLINU TALANDI UM ÞYNGDARAFL... ÉG HELTI NIÐUR KÖNNU AF SAFA ÞEGAR ÉG RANN Á HJÓLASKAUTUNUM MÍNUM HVERNIG GETA BÖRN VERIÐ SVONA KLÁR EN SAMT SVONA VITLAUS? HVERNIG FINNST ÞÉR NÝJA HEIMILIÐ? ÉG HELD AÐ VIÐ HÖFUM GERT MISTÖK. FÓLKIÐ Í HVERFINU ER ALLT OF ÓKURTEIST AF HVERJU SEGIR ÞÚ ÞAÐ? ÞEGAR FÓLKIÐ Í HVERFINU BAUÐ OKKUR VELKOMIÐ SAGÐI ÞAÐ AÐ VIÐ VÆRUM EKKI VELKOMIN DRÍFÐU ÞIG GRÍMUR, Í DAG ER FYRSTI DAGURINN ÞINN Í NÝJA HLÝÐNISSKÓLANUM! ÉG FER EKKI FET! AF HVEJRU EKKI? ÞETTA ER MJÖG GÓÐUR OG ÞEKKTUR HLÝÐNISSKÓLI! MÉR FINNST ÉG VERA FEITUR Í SKÓLABÚNINGNUM ÞETTA VAR FLOTT HJÁ MÖMMU ÞINNI. HÚN VAR ROSALEGA FLJÓT AÐ FINNA SÉR ÍBÚÐ EFTIR AÐ HÚN KOM HINGAÐ ÞAÐ LÍTUR EKKI ÚT FYRIR AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ HAFA MIKLAR ÁHYGGJUR AF HENNI EFTIR ALLT SAMAN NEMA VIÐ VILJUM... KLUKKAN ER ORÐIN TÍU HVAR GETUR HÚN VERIÐ! ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ MAÐURINN ÞINN HAFI GLEYMT MYNDAVÉLINNI SINNI HEIMA! Á MEÐAN ER DR. OCTOPUS AÐ FREMJA RÁN Í GÖTUNNI! ÉG VIL KÓNGULÓARMANNINN ÞESSI MAÐUR VEIT HVERNIG Á AÐ NÁ SÉR Í ATHYGLI dagbók|velvakandi Hinn þögli faraldur í Reykjavík SKELFILEGUR innbrotafaraldur hefur tröllriðið Reykjavíkursvæðinu hér í vetur. En svo virðist sem ekk- ert megi tala eða skrifa um það í fjöl- miðlum. Hverjum er verið að hlífa? Fyrir þrem vikum var brotist inn hjá mér og öllum verðmætum stolið. En ég veit um þrjú önnur innbrot í einbýlishús þennan sama dag eða morgun, því öll innbrotin voru fram- in fyrir hádegi. Þetta eru árrisulir menn, en fyrsta verk þeirra er víst að setja öryggiskeðjurnar á hurð- unum fyrir svo enginn vaði nú inn á þá að störfum. Svo fara þeir út um bakdyr og kemst húsráðandi ekki inn nema hafa verið svo forsjáll að hafa lykil t.d. að þvottahúsi á sér. Eitt enn hefur vakið athygli mína, hvort það sé tilviljun að húsráðendur í tveim húsum voru á leið til útlanda daginn eftir? Og þar með var allur gjaldeyririnn og ferðagögn tekin. Er það tilviljun að þegar útlendingar fóru að bera út blöð og vinna við sorp og keyra út pitsur, og höfðu þar með góða aðstöðu til að kynna sér hlutina, varð breyting? Af tilviljun fannst götukort af hverfi hér í Reykjavík þar var búið að setja x við öll þau hús sem hundar voru í. Björn Bjarnason ráðherra og lögreglan hafa undanfarin ár haft áhyggjur af að austur-evrópska mafían myndi ná hér fótfestu. En þegar mafian virðist vera komin og búin að ná fótfestu, þá loka yfirvöld augunum. Björn Bjarnason ráðherra virðist einn örfárra ráðamanna gera sér sterka grein fyrir að aðgát skuli höfð, en hann þarf eitthvað að rúlla yfir lög og reglugerðir. Það er hlegið að lögum á Íslandi, bara játa strax og þú ert laus. Í versta falli að vera sendur í lúxusvistun á Litla-Hrauni segja þeir. Íslendingar, vöknum, vöknum, látum ekki glæpagengi yfirtaka landið. Við erum það lítil þjóð að þingmenn, lögregla og almenningur geta tekið saman höndum og flokkað strax svörtu sauðina frá og sent þá úr landi. Hlúum að hinum sem við bjóðum velkomin, en frumskilyrði er að læra málið. Hvergi í nágrannalöndum okkar fengi þetta fólk vinnu t.d. á sjúkra- húsum, verslunum eða veitinga- húsum nema geta gert sig skilj- anlegt á tungumálinu. P.S. Tek það skýrt fram að ég hef ekkert á móti erlendu fólki. Þorbjörg. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VEIÐIBÚÐIN í Hafnarfirði er vel í sveit sett, rétt við Lækinn. Hér er Björn Rúnarsson verslunarstjóra að fylgjast með viðskiptavini prófa veiðistöng. Morgunblaðið/Golli Eru þeir að fá’ann? FRÉTTIR INDVERSKUR jógameistari og munkur, Swami Ashutosh Muni að nafni, býður til námskeiðs í Íþrótta- húsinu á Varmá í Mosfellsbæ helgina 14.-16. mars. Hann kemur hingað á eigin kostnað fyrir tilverknað ís- lenskra jógakennara sem numið hafa fræðin hjá honum á Indlandi. Námskeiðið í Mosfellsbæ verður öllum opið og mun fólk eiga kost á því að sitja það allt eða einungis hluta þess. Það stendur frá kl. 19 á föstudeginum til kl. 14 á sunnudag- inn. Aðgangseyrir verður í samræmi við það sem hver og einn gestur telur sig aflögufæran um. Að sögn Kristbjargar Krist- mundsdóttur jógakennara, sem er meðal þeirra sem standa að komu Ashutosh Muni til landsins mun hann leiðbeina fólki um þá grunn- krafta sem ráða ríkjum í lífi þess, hvernig þeir virka og hvernig þá má virkja. Þá mun hann fræða fólk um leiðina til innri friðar og sannrar hamingju og hvernig skapa á frið- sælt og kærleiksríkt líf í nútímasam- félagi. Hann er menntaður sem læknir, ayur-vediskur læknir og sálfræðing- ur, en stórum hluta ævi sinnar hefur hann varið í að öðlast andlegt frelsi. M.a. var hann 27 ár í einangrun frá umheiminum, þar af í algjörri þögn í tvö og hálft ár við ástundun jóga og hugleiðslu. „Hann geislar af kærleika og krafti og vill leiðbeina og styðja við alla þá sem leita andlegs frelsis og hugljómunar,“ segir Kristbjörg, sem fór með nemendur sína til Indlands að hitta hann í janúar síðastliðinn. Laugardagskvöldið 15. mars verð- ur frítt inn fyrir alla, bæði gleði, dans og söngur frá kl. 19-21, þar sem m.a. jógamöntrur verða kyrjaðar og ynd- isleg söngkona tekur lagið. Jógaveisla í Mosfellsbæ AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 26. mars 2007. Fund- urinn verður í húsakynnum félagsins í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20.00, að því er segir í tilkynningu. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum flytur Eiríkur Jóns- son, yfirlæknir á þvagfæraskurð- deild Landspítalans, erindi sem hann nefnir „Að hafa val um meðferð vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli“. Val á erindi tengist átaki sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir í mars um „Karlmenn og krabba- mein“ (www.karlmennogkrabba- mein.is). Kaffiveitingar verða í boði á fund- inum og eru nýir félagsmenn vel- komnir. Rætt verður um blöðruhálskrabbamein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.