Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÚSNÆÐISMÁL Í HEILAN HRING? Upp úr miðri síðustu öld var eitthelzta slagorð Sjálfstæðis-flokksins: Eign fyrir alla. Í því slagorði fólst, að flokkurinn vildi berjast fyrir því, að hver fjölskylda gæti eignazt eigin íbúð en þyrfti ekki að vera leiguliði annarra. Sjálfstæð- ismenn þeirra tíma trúðu því, að stuðningur við flokk þeirra mundi aukast eftir því sem eigin eign fjöl- skyldna yrði meiri. Og höfðu vafa- laust rétt fyrir sér í því. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Á þeim tíma voru lífeyrissjóð- ir nánast ekki til og opinber húsnæð- islán af skornum skammti, þótt þau skiptu máli. Hins vegar var fólk þeim mun duglegra að byggja sjálft. Eigin vinna við nýbyggingar átti mikinn þátt í því, að hús risu og fólk eignaðist þak yfir höfuðið. Svo kom óðaverðbólgan á áttunda áratugnum, verðtrygging og frjálsir vextir á þeim níunda og Sigtúns- hreyfingin varð til, þegar húsbyggj- endur réðu hvorki við verðtryggingu né háa vexti. Efnahagslegur stöðugleiki tíunda áratugarins gjörbreytti þessari mynd og þegar bankarnir hófu veitingu húsnæðislána til 40 ára með lágum vöxtum, alla vega miðað við það, sem hér hafði tíðkazt, trúðu margir því, að nútíminn, eins og hann þekktist í út- löndum, væri kominn til sögunnar á húsnæðismarkaðnum á Íslandi. Ef marka má úttekt, sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær um hús- næðismarkaðinn, sýnist þetta hafa verið of mikil bjartsýni. Ný kynslóð Íslendinga, sem veit ekki hvað óða- verðbólgan var, skilur ekki hvernig stendur á því, að húsnæðislánin hækka en lækka ekki, þótt alltaf sé verið að borga af þeim. Tveggja herbergja íbúðir eru leigð- ar á 90-120 þúsund krónur á mánuði. Það er að verða erfitt fyrir láglauna- fólk að eignast húsnæði og það er að verða ómögulegt fyrir fólk að leigja íbúðir. Allt kerfið byggist svo á tveimur fyrirvinnum í hverri fjöl- skyldu. Einstæðir foreldrar, sem eru fyrst og fremst einstæðar mæður, eiga ekki margra kosta völ. Í raun og veru engra kosta völ. Fyrir mörgum árum birtist hér í blaðinu bréf eftir brezkan embættis- mann, sem hafði lengi starfað í Þýzkalandi. Hann bar saman brezka húsnæðislánakerfið og það þýzka og sagði muninn vera þann, að Þjóðverj- ar gætu gengið út frá því að vextir af húsnæðislánum þeirra væru alltaf fastir en í Bretlandi væru þeir breyti- legir. Og bætti við: Fólk getur þolað hvað sem er svo lengi, sem það er öruggt um að hafa þak yfir höfuðið. Við þurfum að finna leiðir til að skapa meiri festu og stöðugleika í húsnæðislánakerfi okkar. Það eitt mundi stuðla að þeim eftirsóknar- verða stöðugleika, sem við kynnt- umst síðari hluta tíunda áratugarins. SKÁKSETUR Það er góð hugmynd hjá GuðnaÁgústssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, að hér verði sett á stofn skáksetur til heiðurs Friðriki Ólafssyni og Bobby Fischer. Friðrik Ólafsson er annað og meira en fyrsti stórmeistari okkar Íslend- inga. Þegar hann kom fram á sjón- arsviðið nokkrum árum eftir lýðveld- isstofnun var hann einn af nokkrum ungum afreksmönnum, sem efldu sjálfstraust þjóðar, sem var nýbyrjuð að standa á eigin fótum. Afrek Frið- riks Ólafssonar í skáklistinni þá og alla tíð síðan og afrek nokkurra ann- arra ungra manna í íþróttum á al- þjóðavettvangi gerðu það að verkum, að þjóðin öðlaðist trú á sjálfa sig. Og þurfti á því að halda. Jafnframt því, sem þeir veittu æsku Íslands þeirra tíma innblástur og urðu æskufólki hvatning til að fylgja í kjölfar þeirra. Á nútímamáli má orða það svo, að Friðrik Ólafsson hafi verið ein helzta fyrirmynd ungra Íslendinga á sjötta áratugnum. Bobby Fischer átti eftir að tengj- ast Íslandi sterkum böndum. Hann átti mikinn þátt í því ásamt Spasskí að Reykjavík, höfuðborg Íslands, varð þekkt um allan heim. Ótrúlegt lífshlaup hans varð svo til þess að hann flutti hingað, bjó hér, gerðist íslenzkur ríkisborgari og dó hér. Hann fékk skjól á Íslandi síðustu æviár sín. Þegar til alls þessa er horft eru mjög sterk rök fyrir því að koma hug- mynd Guðna Ágústssonar í fram- kvæmd. Og sennilega ekki eins fjar- lægt og það virðist vera, að Ísland geti í framtíðinni orðið einhvers kon- ar miðpunktur skákheimsins. Veröld skákmanna er undarleg. Þar fer hóp- ur manna, sem hver og einn fer sínar eigin leiðir og tæpast hægt að finna mikla samstöðu á þeim bæ. Átökin, sem fram fara á milli skákmanna og í skákheiminum, eru nokkuð, sem venjulegt fólk getur ekki skilið. En einmitt af þeim sökum er vel hugsanlegt að hið litla, áhrifalausa Ísland geti gegnt þar einhverju raun- verulegu hlutverki. Friðrik Ólafsson mun alltaf eiga sinn sérstaka sess í sögu íslenzku þjóðarinnar. Bobby Fischer mun allt- af eiga sérstakan sess í hinum alþjóð- lega skákheimi. Skáksetur tengt nöfnum þeirra getur haft miklu hlutverki að gegna inn á við og út á við. Inn á við gæti það átt hlut í að festa í sessi frum- kvöðulsstarf Hrafns Jökulssonar í skákkennslu meðal ungra barna. Út á við getur það stuðlað að því að alþjóð- leg skákmót verði haldin hér með reglubundnum hætti. Væntanlega mun Alþingi taka til- lögu Guðna Ágústssonar og fleiri þingmanna, sem lögð verður fram í næstu viku, vel. Svo þarf að láta hendur standa fram úr ermum og koma skáksetrinu á stofn. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Boris Spasskí, fyrrverandiheimsmeistara í skák, var gríð-arlega vel fagnað þegar hannminntist vinar síns Bobbys Fischer á fjölmennri samkomu í Þjóð- menningarhúsinu í gær á 65. afmælisdegi Fischers. Spasskí var þess fullviss að andi vinar síns væri í salnum meðal fólks- ins og lagði mikla áherslu á hve góður vinur Fischer hefði verið. Samankomnir voru innlendir og erlendir stórmeistarar í skák ásamt Geir H. Haarde forsætis- ráðherra, Össuri Skarphéðinssyni iðn- aðarráðherra og embættismönnum. Spasskí kom til landsins í tilefni af Al- þjóðlegri skákhátíð í Reykjavík en í dag, mánudag, munu stórmeistararnir Lajos Portisch, Pal Benko, Vlastimil Hort og Friðrik Ólafsson tefla á sérstöku minn- ingarmóti um Fischer í Ráðhúsinu sam- hliða lokaumferð Alþjóðlega Reykjavík- urskákmótsins. Spasskí og William Lombardy, fyrrverandi aðstoðarmaður Fischers, verða skákskýrendur. Í gær var einnig undirritaður tveggja ára samstarfssamningur Glitnis og Skák- sambands Íslands af hálfu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, forseta Skák- sambandsins, og Lárusar Welding, for- stjóra Glitnis. Þrátt fyrir að Spasskí væri nýkominn úr aðgerð á auga og gengi þess vegna með sólgleraugu innandyra var létt yfir honum og minntist hann Fischers með mikilli hlýju. Sagði hann í nokkurri kerskni að Fischer hefði ráðlagt sér að leyfa læknum ekki að skipta sér af aug- anu en hann hefði samt ekki þegið þau ráð. Spasskí var hins vegar svartsýnn á stöðu nútímaskáklistar. „Tölvurnar eru nú að ganga af klassískri skák dauðri,“ sagði hann. „Við verðum því að standa að einhverskonar endurreisn (perestroika) hennar.“ Spasskí sagðist ekki tefla lengur en hinsvegar kenna börnum skák í Síberíu og Úralfjöllum. „Ég er að reyna að út- skýra fyrir þeim hvernig þau geta látið skáktölvurnar þjóna sér. En það er ekki hlaupið að því,“ bætti hann við. Um fremstu skákmenn heimsins í dag sagði Spasskí að líklega væru 5-6 ská- menn jafngóðir en enginn þeirra áber- andi bestur á toppnum eins og áður fyrr. Hann greip til líkingar við pýramída, þ.e. einn á toppnum og síðan fleiri og fleiri lakari eftir því sem neðar drægi. Nú væri slíkum píramýda ekki til að dreifa. Eftir heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972, sem lauk með ósigri Spasskís, fór Spasskí til síns heima í Sovétríkjanna og var honum bannað að tefla á alþjóðlegum skákmótum í 9 mánuði í refsingarskyni fyrir að tapa heimsmeistaratitlinum. Fischer stóð hins vegar uppi sem kon- ungur skáklistarinnar en rétt eins og í til- viki Spasskís var við ákveðin vandamál að etja þótt ólík væru. „Á þessum tíma var Bobby sá besti og tefldi betur en ég,“ sagði Spasskí. „En hann átti hins vegar við sálræna erfiðleika að etja.“ Spasskí sagði Fischer hafa verið á sinn hátt þrjóskan einstakling – en það kom ekki í veg fyrir að Spasskí bæði Fischer um að verða bróðir sinn. Þetta gerðist fyrir aðeins tveimur árum. Og hvernig brást Fischer við því? „ Mér líkaði vel svar hans,“ sagði Spasskí. „Eeeeeh,“ var svar hins dimmraddaða Bobbys sem Spasskí eignaðist sem sagt ekki fyrir bróður við þetta tækifæri. Spasskí fannst mjög skemmtilegt að rifja þetta upp en sagði síðan með virðulegri áherslu: „Hann var virkilega góður vinur.“ Bobby aðeins smástrákur Willam Lombardy kynntist Fischer 11 ára gömlum en þá var Lombardy orðinn New York-ríkismeistari í skák og með 10 bestu skákmönnum í Bandaríkjanna. Hinn ungi Bobby hafði komið í skák- klúbb Manhattan og beðið Lombardy um að koma í skák. Þeir tefldu nokkrar skák- ir og Lombardy vann allar. „Ég sagði honum að hann þyrfti að bæta endataflið sitt,“ rifjaði Lombardy upp, en síðar gerðist hann aðstoðarmaður Fischers og Boris Spasskí og fjöldi stórmeistara heiðra minnin Skákmenning sem tefla munu „Bobby var sá Móttökur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, tekur á móti þeim Boris og Marinu Spasskí við Þjóðmenningarhúsið í góða veðrinu í gær. Ungverji Pal B ingum rausnar Skákminjar Ma vígisfréttum Mo GEIR H. Haarde, forsætisráð- herra og skákáhugamaður, sagði í minningarerindi sínu um Bobby Fischer að heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík árið 1972 hefði mark- að djúp spor í sögu lands og þjóð- ar. Í tengslum við einvígið hefði skákáhugi breiðst út um landið og stórkostlegt hefði verið að verða vitni að því. Hefði velgengni ís- lenskra skákmanna á alþjóðavett- vangi jafnframt hrifið þjóðina og fyllt hana stolti. Heimsóknir Boris Spasskís og annarra stórmeistara til landsins væru einnig einstaklega ánægju- legar. „Bobbys Fischers verður ávallt minnst sem mikils skáksnillings þrátt fyrir þá erfiðleika sem hann Meistararnir komu Reykjav Morgunbla Djúp spor. „Augu heimsins beindust að Íslandi,“ sagði Geir Haar hann rifjaði upp heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík árið 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.