Morgunblaðið - 10.03.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 10.03.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 21 fylgdi honum til Reykjavíkur 1972. Hann rifjaði upp að íslenska lögreglan hefði reyndar ekki áttað sig á að Fischer væri með aðstoðarmann með sér. Skömmu eftir að þeir stigu út úr flugvél- inni hefði Fischer því verið settur inn í lúxusbíl en Lombardy mátti þakka fyrir að sleppa ómeiddur úr þvögunni – og fékk ekki far með lúxusbílnum. „Ég kenndi Bobby frá því hann var ell- efu og hálfs árs gamall,“ sagði Lombardy í fréttasamtali við Morgunblaðið. „Ég var eini raunverulegi kennarinn hans. Hann fékk leiðbeiningar hjá hinum og þessum en þeir sem komu þar við sögu voru ekki raunverulegir kennarar. Þegar Bobby kom í skákklúbb Man- hattan árið 1954 hafði ég nýverið unnið fylkismeistaratitilinn, þá aðeins 16 ára gamall. Ég var fimm árum og þremur mánuðum eldri en Bobby og ég var undrabarnið en hann var aðeins smá- strákur,“ sagði Lombardy. En upp frá þessu tókst með þeim ævi- löng vinátta. Hann sagði að andlát Fischers hefði verið allt að því ástæðulaust og fregnin hefði valdið sér hugarangist. „En það var afar erfitt að fá hann til að huga að heils- unni. Hann hafði ekki trú á læknum, fannst þeir rukka of mikið og að rann- sóknir væru dýrar. Hann hafði að vísu rétt fyrir sér þar en það þýðir samt ekki að maður eigi að ganga svo langt að snið- ganga alla umönnun. Maður verður að finna einhvern milliveg. Bobby var hraustur frá náttúrunnar hendi en eng- inn er samt svo hraustur að hann geti endalaust staðið af sér slæma meðferð. Þegar fram líða stundir og við vanrækj- um heilsuna – sem er hluti af slæmri meðferð, þá hnignar manni og það var víst það sem gerðist,“ sagði Lombardy. „Að mínu mati ætti að minnast hans fyrir þrautseigju hans [á skáksviðinu] og vinnusemi. Hann gerði allt sem ég lagði fyrir hann og það var makalaust hvað hann var fljótur að læra, drengurinn.“ ngu Bobbys Fischers á 65. afmælisdegi hins látna meistara g Marina Spasskí ásamt Boris, manni sínum. Þá koma stórmeistararnir Vlastimil Hort, Pal Benko, Lajos Portisch, u í dag í Ráðhúsinu, og loks William Lombardy sem annast skákskýringar í félagi við Boris Spasskí. Morgunblaðið/Ómar Fögnuður Össur Skarphéðinsson og Júlíus Vífill Ingvarsson fögnuðu Spasskí vel. besti og tefldi betur en ég“ Benko þakkaði Íslend- rskap í garð Ungverja. Minning Stórmeistarinn Lajos Portisch flytur tölu um hinn látna meistara. Vinur Boris Spasskí lagði áherslu á vin- semd Bobbys Fischers í erindi sínu. Meistarar Friðrik Ólafsson stórmeistari heilsar Guðna Ágústssyni þingmanni sem náði jafntefli við meistarann haustið 1995. Meistari Boris Spasskí er í forgrunni. Skákdrottning Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir kynnti Skákminjasafn Íslands argrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við innrömmuðum ein- orgunblaðsins frá 1972 úr hendi Karls Blöndals aðstoðarritssjóra gekk í gegnum á síðustu æviárum sínum,“ sagði Geir en hann var blaðamaður á Morgunblaðinu þeg- ar einvígið var háð og skrifaði fréttir af mótinu í blaðið. Augu heimsins beindust að landinu og íbúunum „Á margvíslegan hátt settu Boris Spasskí og Bobby Fischer Reykja- vík á kortið með einvíginu. Augu heimsins beindust að Íslandi og fóru að taka eftir þessu litla landi og áhugaverðum íbúum þess. Ég tel að enn í dag séum við að upp- skera af þeirri athygli sem við fengum. Á vegferð okkar við að byggja upp ímynd þjóðarinnar og afla henni viðurkenningar hafa skákmenn haft mikilvægu hlut- verki að gegna.“ vík á kortið aðið/Ómar rde er JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, formað- ur menntasviðs Reykjavík- urborgar, tilkynnti í gær að Skáka- demía Reykjavíkur yrði sett á laggirnar 26. mars næstkomandi. Síðastliðið haust samþykkti borg- arráð Reykjavíkur tillögu borg- arstjóra um að borgin yrði stofn- aðili að skákakademíunni og veitti næstu fjögur árin 5 milljónir króna til starfseminnar á ári Júlíus Vífill sagði markmiðið að Reykjavík yrði höfuðborg skáklist- arinnar árið 2010. Akademíunni væri ætlað að starfa með grunn- skólunum, styrkja skáksamfélagið og starfa náið með Skáksambandi Íslands. „Það eru 15 þúsund börn í grunn- skólum Reykjavíkur og við ætlum að ná til þeirra allra,“ sagði Júlíus Vífill. Með sterkri skákhefð, vax- andi skákáhuga með fulltingi einka- geirans væru borgaryfirvöld sann- færð um að setja mætti markið hátt. Júlíus Vífill sagði skák frábæran leik fyrir börn til að byggja upp sjálfsmynd og sjálfstraust og mik- ilvægt væri að kynna skák fyrir börnum. Skólasérfræðingar hefðu einnig bent á að skákiðkun yki lestrargetu barna, stærðfræðileikni þeirra og loks sköpunarhæfni. Viðamiklar rannsóknir víða um lönd sýndu jafnframt að skákíþrótt- in tæki öðrum greinum fram við að auka námsgetu barna í nánast hverju sem væri. „Skákin er öflugt kennslutæki því hún leggur grunn að svo mörgu síðar á lífsleiðinni.“ Skákin byggir upp sjálfsmynd barna Morgunblaðið/Ómar Kennslutæki Skákiðkun eykur lestrargetu barna, stærðfræðileikni þeirra og loks sköpunarhæfni, sagði Júlíus Vífill Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.