Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Alicante 9. apríl og frá Alicante 9. maí. Flogið er í beinu leiguflugi. Njóttu vorsólarinnar við Alicante. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti - takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante 9. apríl frá kr. 17.990 Flugsæti - aðra leið! Verð kr. 17.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með skötttum. Síðustu sætin. Takmarkaður fjöldi sæta í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LOÐNUVEIÐAR standa nú sem hæst og er veiðin á Faxaflóa. Í gær hafði um helmingur loðnukvótans verið veiddur, eða um 75.000 tonn. Gera má ráð fyrir að vertíðin standi eitthvað fram eftir mánuðinum. „Við vorum bara að koma á Faxaflóann og vorum að klára að dæla fyrsta kastinu, um 350 tonn- um,“ sagði Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá voru um sjö skip á bleyðunni. „Það eru alltaf margir á siglingu eða að landa og allir að keppast við að veiða fyrir hrognatöku. Loðnan núna er alveg að detta í hrygningu. Það er mjög stutt í það og orðið laust í henni. Mjög góð loðna og hentar mjög vel í hrognin. Við löndum alltaf heima á Eskifirði, en erum reyndar í síðasta túr. Kvótinn hjá Eskju er að klárast og Aðalsteinn Jónsson SU á eftir einn túr. Þá förum við á kol- munna,“ segir Grétar. Hann segir að verðið á hrogn- unum sé gott núna og því sé þokka- legt upp úr þessu að hafa. „Bátarnir eru svolítið dreifðir um Faxaflóann og það virðist vera nóg enn af loðnu. Við erum hérna með þeim syðstu. Þetta er bara eins og maður hefur oft séð þetta áður. Hvorki meira né minna,“ sagði Grét- ar og var ánægður með blíðuna í gær. Vonast eftir vestangöngu Skipin eru öll að veiðum úr fremsta hluta göngunnar, en þar eru hrognin í loðnunni mest þroskuð og henta vel fyrir markaðinn í Japan. Enginn er því enn að veiða úr seinni göngunni en menn fylgjast með henni á ferðum sínum austur og vestur með Suðurlandinu. Enn virð- ist ekkert bóla á vestangöngu, en menn gera sér þó vonir um að loðnan komi þaðan líka, en þá hrygnir hún mest á Breiðafirðinum. Gangan að vestan kemur venjulega seinna en sú að austan, komi hún á annað borð. Flotinn að veiðum á Faxaflóa Um helmingur loðnukvótans hef- ur verið veiddur Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Veiðar Strákarnir á Jóni Kjartanssyni eru ánægðir með gott verð á loðnu- hrognunum en þeir eru í síðasta túr og fara síðan á kolmunnann. HÚN Íris Anna Gísladóttir hafði mikinn áhuga á verð- launagripunum á Íslandsmótinu í borðtennis, sem lauk í gær. Kannski hefur hún séð sjálfa sig í anda hampa þeim á verðlaunapalli og viljað prófa hvernig þeir færu í hendi en starfsmanni mótsins fannst hún aðeins of fljót á sér. Hann hjálpaði henni við að koma bikurunum aftur á borðið og nú er bara að bíða og sjá hvort hún Ír- is á eftir að gera garðinn frægan á þessum vettvangi. Morgunblaðið/hag Gaman að fá verðlaun RÁÐSTEFNA verður haldin í Reykjanesbæ í sumar þar sem stefnt verður að undirritun samninga um jarðhitarannsóknir og tækniþróun og um aðgerðir til að auka hlutdeild jarðvarma í orkukerfum. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu, en í síðustu viku var fram haldið í Washington viðræðum undir forystu Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra og Alexand- ers Karsners, aðstoðarorkumálaráð- herra Bandaríkjanna, um samstarf í orkumálum. Í tilkynningunni segir að bryddað hafi verið upp á þessum viðræðum á sl. ári í Reykjavík „og fengu þær viðspyrnu í orkulögum sem afgreidd voru á Bandaríkjaþingi skömmu fyrir sl. áramót þar sem sérstaklega er tekið fram að efla skuli samstarf á sviði jarðhitamála við Ísland og fleiri lönd“. „Gríðarlegir möguleikar eru á aukinni notkun jarðhita í Bandaríkj- unum og talið að hægt væri að mæta um 10% af orkuþörfinni þar í landi með jarðhitavirkjunum.“ Orkumál rædd vest- anhafs Stefnt að samningi um jarðhitarannsóknir HAGNAÐUR af rekstri samstæðu Landsvirkjunar var 28,5 milljarðar króna árið 2007, að því er fram kem- ur í tilkynningu sem send var Kaup- höll Íslands. Í árslok námu heildareignir fyr- irtækisins 318,8 milljörðum króna en eigið fé nam 99,2 milljörðum króna og jókst á árinu um 28,4 millj- arða króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok 2007 31,1%. Ársreikningur Landsvirkj- unar er gerður í samræmi við al- þjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið stað- festir af Evrópusambandinu og er þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið gerir ársreikning sinn með þeim hætti, að því er segir í tilkynning- unni. Heildaráhrif breyttra reiknings- skila á eigið fé samstæðunnar eru þau að bókfært eigið fé í ársbyrjun 2007 hækkar um 8.127 milljónir króna eða úr 61.107 milljónum króna í 69.234 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningunni að hagnaður Landsvirkjunar jókst samtals um 17.465 milljónir króna miðað við fyrra ár. Aukning rekstr- artekna var að verulegu leyti vegna sölu til Fjarðaáls sem hófst á árinu. Rekstrarkostnaður án afskrifta nam 6.559 milljónum króna en var 6.374 milljónir króna árið áður. Fjár- munatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 27.630 milljónum króna sem skýrist aðallega af gengishagnaði af langtímalánum og gangvirðisbreyt- ingum afleiðusamninga. Geng- ishagnaðurinn og gangvirðisbreyt- ingar eru að mestu leyti óinnleyst og segir í tilkynningunni til Kauphall- arinnar að hafa verði það í huga við mat á afkomu fyrirtækisins. Landsvirkjun hagnaðist um 28,5 milljarða UMFERÐARÓHAPP varð á Reykjanesbrautinni á Strand- arheiði rétt vestan við Kúagerði í gærmorgun. Þar mun ökumaður hafa sofnað undir stýri og lent utan í sendiferðabifreið sem hann ók á eftir, að því er sagði á vef lögregl- unnar. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum Sofnaði undir stýri og ók á KRISTINN Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjáls fjárfestingarbankans, segir að athugun sem bankinn hafi gert sýni að vanskil á erlendum lánum séu ekki meiri en á öðrum lánum. Frjálsi fjárfestingarbankinn hafði ákveðna forystu um að bjóða almenningi hér á landi lán í erlendri mynt. Þessar lántökur hófust að einhverju marki fyrir um tveimur árum. Kristinn segir að bankinn hafi látið kanna hvernig vanskil á erlendum lánum væru í sam- anburði við önnur lán. Niðurstaðan væri sú að van- skilin væru ekki meiri en í öðrum lánum. Hann segir að þessi niðurstaða hafi komið sér á óvart því fyr- irfram hefði hann gert ráð fyrir annarri niðurstöðu. Hann segir að reynslan sýni að flestir þeirra sem fari á annað borð í vanskil geri það stuttu eftir að lánin hafi verið tekin. Erlendu lánin eru jafngreiðslulán sem þýðir að af- borganir eru stífari á fyrstu árum lántímans. Það þýð- ir aftur á móti að fólk greiðir niður höfuðstólinn frá fyrstu greiðslu. Eftir fjögur ár hefur lántakandi greitt niður 10% af höfuðstólnum. Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafa- stofu um fjármál heimilanna, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins, að vanskil vegna erlendra lána einstaklinga væru farin að berast inn á borð til hennar. Þá væru fyrirspurnir um lántökur í erlendri mynt meira áberandi en áður. Hún sagði mikilvægt að efla fræðslu um fjármál. Þess má geta að erlend lán heimilanna nema núna yfir 150 milljörðum en þau meira en tvöfölduðust á síðasta ári. Erlend lán heimilanna eru því núna miklu stærri hluti af lánum heimilanna en fyrir einu til tveimur árum. Vanskil af erlendum lánum svipuð og af öðrum lánum Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.