Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 39 Miðasala í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000 og á midi.is 6 Strengir ehf. og Eyjólfur Kristjánsson kynna Fram koma: Björgvin Halldórsson Stefán Hilmarsson Friðrik Ómar Sigurjón Brink Eyjólfur Kristjánsson Davíð Smári Félagar úr Gospelkór Reykjavíkur ásamt 12 manna hljómsveit og bakröddum EAGLES heiðurstónleikar Borgarleikhúsinu 19. mars, 2008 Kynnir: Sigmundu r „Eagles“ Rúnarsson ATH! Tvennir tónleikarkl. 20 & 22.30 EDWARD Cole (Nicholson) og Car- ter Chambers (Freeman) lenda sam- an í herbergi á sjúkrahúsi þar sem þeir hafa greinst með ólæknandi krabbamein. Annað eiga þeir tæpast sameiginlegt. Cole er margfráskil- inn, vellauðugur kaupsýslumaður (hann á m.a. spítalann) sem hefur einangrast í hroka og græðgi og var farinn að hala inn stórfé þegar á tán- ingsaldri. Carter er þeldökkur bif- vélavirki sem hefur stritað allt sitt líf til að framfleyta fjölskyldunni ásamt hjúkrunarfræðingnum konu sinni (Todd) og kosta börnin til náms. Jarðbundinn skarpur karl sem kemst fljótlega inn fyrir skelina á Cole og bendir honum á hvernig hann hefur málað sig út í horn í líf- inu. „Það vill enginn deyja einn,“ segir Carter. The Bucket list er með dauðann í baksýnisspeglinum. Cole kemst að því að Carter hefur engin efni haft á því að lifa lífinu utan veggja heimilis- ins og hann sjálfur hefur ekki haft mikinn tíma aflögu frá auðsöfn- uninni. Saman leggja þeir heiminn undir einkaþotuvængi auðjöfursins, setja óskir sínar á „móðulistann“, þ.e. hluti sem maður vill gera áður en haldið er yfir móðuna miklu. Dauðvona sjúklingar eru í fljótu bragði fráleitt burðarefni í gam- anmynd og sjálfsagt eiga einhverjir erfitt með að kyngja því. Það hjálpar örugglega að hafa kynnst af eigin raun spítalalífi, hér er gert púra grín að hlutum sem ergja að öllu jöfnu legufólk, eins og endalaust leiðslu- fargan og lyfjagjafir, það er öllum hollt að skoða slíkar aðstæður í kóm- ísku ljósi til tilbreytingar. Vissa sjúkdóma hefur aldrei mátt nefna öðruvísi en undir fyrirfram skýrt mörkuðum kringumstæðum, slíkar bannhelgar eru mélbrotnar í The Bucket List og það er oft af hinu góða. Vissulega er dansað á mörkum væmninnar og lítið gefið fyrir raun- veruleikann á köflum, hann verður einfaldlega að sniðganga í myndum sem þessari. Það sem upp úr stendur er nýstár- leg sýn á vandmeðfarið efni og frá- bær leikur gamlingjanna tveggja sem lóðsa áhorfandann yfir ambögur handritsins og úr verður skrítnasta gamanmynd ársins með sínum kost- um og göllum. Mikilvægi góðrar vin- áttu og fjölskyldubanda vegur þungt, líkt og heiður og lífsgleði. Ef grannt er skoðað er persóna Carters mun betur unnin og trúverðugri, þar er heilsteyptur karl á ferð – að því undanskildu að slíkur einstaklingur er ekki líklegur til að hlaupa frá konu og fjölskyldu á banabeðnum. Eyða dýrmætum síðustu vikum lífs- ins í heimsreisu og lystisemdir, eða hvað? Cole virðist frekar hannaður að kunnri kvikmyndaímynd Nichol- sons. Besta mynd Reiners í áraraðir, en það segir reyndar ekki mikið. Umhverfis jörðina með eilífðina á hælunum Sjúklingar Jack Nicholson og Morgan Freeman í Móðulistanum. KVIKMYND Sambíóin Leikstjóri: Rob Reiner. Aðalleikarar: Jack Nicholson, Morgan Freeman, Sean Ha- yes, Beverly Todd. 100 mín. Bandaríkin 2008. Móðulistinn – The Bucket List bbbnn Sæbjörn Valdimarsson BRESKI dæg- urlagasöngv- arinn Robbie Williams, sem fór víst ekkert alltof glaður frá Ís- landi um árið, heldur því fram að í þrígang hafi hann séð fljúg- andi furðuhluti. Í útvarpsviðtali í Bretlandi mun hann hafa sagst ætla að hætta að syngja til að helga sig rannsóknum á verum utan úr geimnum. Hann var drengur þegar hann sá fljúgandi furðuhlut í fyrsta skipti og í annað skiptið sá hann fyr- irbærið fyrir ofan hótel í Holly- wood. „Ég lá í sólstól úti um nóttina. Fyrir ofan mig birtist ferkantaður hlutur sem sveif þögull áfram og skaust svo burtu,“ sagði hann. Síðast þegar Williams sá fljúg- andi furðuhlut stóð hann úti á svöl- um við svefnherbergið sitt og hafði nýlokið við að semja lag um sam- band við geimverur. Stór, gylltur hnöttur lýsti allt upp á svölunum, að hans sögn. Williams sagðist einnig trúa á drauga og bætti svo við: „Fólk held- ur eflaust að ég sé brjálaður og ég er það.“ Williams sér fljúgandi furðuhluti HIN siðavanda og vel látna leik- kona Julie And- rews, sem er nú 72 ára gömul, mun greina frá því í æviminn- ingum sínum, sem koma senn á markað, að hún sé ávöxtur ástarsambands sem móðir hannar átti utan hjónabands. The Sunday Times segir frá þessu um helgina. Stjarnan úr Mary Poppins mun segja frá því að Barbara móðir hennar átti ástríðufullt ævintýri með „manni við fallegt stöðuvatn nærri Walton-On-Thames“. Á þeim tíma var móðir Andrews gift handavinnukennaranum Ted Wells, sem Andrews taldi vera föð- ur sinn. Hún komst að sannleik- anum á unglingsárunum en hélt honum leyndum í 58 ár. Andrews lýsir í minningunum til- finningunum þegar hún, 14 ára gömul, hitti raunverulegan föður sinn. „Ég man að ég fann fara á milli okkar rafstraum sem ég gat ekki útskýrt,“ skrifar hún. Ávöxtur framhjá- halds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.