Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 32
Dauðvona sjúklingar eru í fljótu bragði fráleitt burðarefni í gamanmynd … 39 » reykjavíkreykjavík Vorið er í augsýn og því er hryllilegherþjálfun tekin föstum flugutökumá hverjum morgni í Þrekhúsinu;ekki seinna vænna ef stelpa ætlar að spóka sig um Austurvöll í mínípilsi í sumar. Að lokinni þjálfun er svo volgu lýsinu sporðrennt ofan í sveittan skrokkinn með hálfum lítra af bjúglosandi birkisafablöndu. En þótt líkaminn sé í hers höndum er andinn frjáls eins og fluga… og andanum verður að sinna með nær- ingarríku sósíal-lífi með tilheyrandi barhoppi og tilbehör. Á slaginu sex á föstudaginn fór fluga í fylgd tveggja nautnaseggja á 101 hótel til að fá sér einn eftir vinnu, eins og vandaðir drykkjusiðir Íslendinga gera ráð fyrir. Þarna á hóteli höfðingjanna er nefnilega kúltíveringin í hávegum höfð; þar sitja langleggjaðar dömur með rándýrt hvítvín í glösum og stúdera jakkafötin sem ganga hjá. Dálítið öðrvísi en á lastabælinu Ölstofunni síðar sama dag þar sem krumpaðir blaðamenn og aðrir wannabe- bóhemar suðuðu syndsamlega í kór við aðrar bar- og dægurflugur. Ólafur Haukur Sím- onarson rithöfundur og Siggi Sigurjóns Spaugstofumaður sögðu hvor öðrum brandara fyrir utan Íslensku óperuna á fimmtudagseft- irmiðdaginn þegar fluga þeysti hjá á harða- spretti á eftir söngvaranum Birni Jörundi sem sló ekki af fyrr en hann var kominn í Pizza- verksmiðjuna í Lækjargötu, sem er reglulegur viðkomustaður kyntröllsins í dag. Enda var uppi á Birni typpið í Egilshöll á laugardags- kvöldið þar sem árshátíð Landsbankans var í fullu fjöri, keyrð áfram af honum, Páli Óskari, Dívunum og Ceres 4. … Borgarbragur á bæjarstjóra þótt eigi á Lloyds-skóm sé … Fjöllistamaðurinn fallegi Jón Sæmundur Auðarson opnaði sýninguna „Undraverður rafmagnaður talandi hellir“ á laugardaginn í Gallerí 101 á Hverfisgötunni. Hluti af heillandi vinnustofu Nonna var í galleríinu og í verkum af ýmsu tagi beraði sig undirvitund lista- mannsins, umvafin áhrifum búddisma, Jesú, reykelsum og rokki. Borgarbragurinn í Reykjavík var svipmikill í hádeginu á föstu- daginn þegar kaupsýslukapparnir stikuðu um miðbæinn á stífbónuðum lakk- og Lloyds- skóm í leit að góðum latte og prótínstykki. Svo klukkan eitt, eins og hendi væri veifað, hurfu miðbæjarmöppudýrin inn á skrifstofurnar. En fyrir utan Kaffi París stóð hugsandi á svip óð- alsbóndinn úr Kópavogi, Gunnar Birgisson bæjarstjóri, skammt frá skemmtistaðnum Óðali. Hann var ekki á Lloyds-skóm. Morgunblaðið/hag Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Krist- ín Guðnadóttir ræddu saman. Ólafur Gunnarsson rithöfundur og Ólafur Lárusson myndlistarmaður tóku verkin út. Kristín Ólafsdóttir og Hannes Halldórsson heilsuðu upp á listamanninn. Páll Heiðar Jónsson og Karel Örn Einarsson voru meðal gesta Sigurðar. Matthildur Maríasdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona. Morgunblaðið/Eggert Krummi í Mínus, Guðmundur Helldriver og Bogi Reynisson kvöddu Jakobínurínu. Sigrún Eiríksdóttir og Ester Bíbí Ásgeirs- dóttir voru á tónleikunum. Elsa Mjöll, Katarína Mogensen og Sigurður Kristinsson voru við kveðjustundina. Þórir Sturluson, Axel Árnason og Hrannar Ingimarsson ræddu saman. Elsa María Blöndal og Henrik Baldvin Björnsson voru í góðum gír. Flugan … Jesú, reykelsi og rokk … … Pizzaverksmiðjan er reglulegur viðkomustaður kyntröllsins … Sigurður G. Valgeirsson, djasstrommari með meiru, og Valgerður Stefánsdóttir. Þorsteinn J. Vilhjálmsson og sonur hans, Fylkismaðurinn Tómas J. Þorsteinsson. Samstarfsmennirnir Þorsteinn J., Hjörtur Svavarsson og Brian Fitzgibbon. Morgunblaðið/Ómar Birgir Snæbjörn Birgisson, Margrét Lísa Steingrímsdóttir og Sigrún Sigvaldadóttir. » Piltarnir í Jakobínurínukvöddu aðdáendur sína með stæl. Singapore Sling og Mammút komu einnig fram. » Listmálarinn góðkunni,Sigurður Örlygsson, opnaði sýningu, sem hann tileinkar konum, í Listasafni ASÍ. » Þorsteinn J. frumsýndi heimildakvikmyndina The Bohemiansum söngglaða Íra í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.