Morgunblaðið - 10.03.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.03.2008, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FYRIR nokkrum mánuðum hefði ég átt bágt með að trúa því að ég ætti eftir að taka að mér kennslu fullorðinna,“ sagði Hansína Margrét Halldórsdóttir, hjá Félagi eldri borgara á Eskifirði, á málþingi um íslensku- kennslu og móttöku útlendinga á Egils- stöðum sl. fimmtudag. „Á síðasta ári kom Laufey Eiríksdóttir, verkefnisstjóri hjá Þekkingarneti Austur- lands, að máli við okkur hjá félaginu til að at- huga hvort við hefðum áhuga á að taka að okkur nokkra starfsmenn, Pólverja, í ís- lenskukennslu. Mennirnir eru í vinnu hjá Tandrabergi. Þar sem félagið okkar sam- anstendur af dugnaðarfólki, að ég tali nú ekki um jákvæðu með eindæmum, töldum við þetta vel hugsandi og vorum til í slaginn.“ Mátti ekki á milli sjá hver var óstyrkari Hansína segir kennslu hafa farið fram frá kl. sjö að morgni til kl. níu tvisvar sinnum í viku í húsnæði félagsins, Melbæ. „Þannig höfðum við aðstöðu til að fá okkur kaffi og með því, vegna þess að nauðsynlegt var að rétta úr sér og slaka eilítið á. Salurinn okkar í Melbæ er notalegur íverustaður og stemn- ingin ábyggilega líkari heimakennslu eins og hún tíðkaðist á árum áður, þótt ég muni nú ekki eftir því. Það var erfitt að greina hver okkar voru óstyrkari, við eða þessir elsku- legu pólsku strákar, þegar fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Aldursmunur nemenda og kennara var nokkur, enda hefðu þessir ungu menn getað verið synir okkar eða son- arsynir. Eins og oft er skiptir aldur ekki máli og í þessu tilfelli var svo ekki, þannig að hóp- urinn náði vel saman.“ Þekkingarnetið, sem greiðir félaginu nokkra þóknun fyrir kennsluna, útvegaði að mestu námsefnið og löguðu fræðararnir það að hverjum og einum, enda fólkið allt frá því að vera nýkomið til landsins til þess að hafa dvalist hér í eitt og hálft ár. Hansína segir þó skorta fjölbreyttari og vinnutengdari náms- gögn. Hver fræðari var með 3-4 nemendur í sinni umsjón. „Við hófum hverja kennslu- stund á því að heilsast að gömlum og góðum sið og kynna okkur. Söngur var talsvert not- aður sem partur af kennslunni, t.d. Abcd og Afi minn og amma mín.“ Nemendur komu í tíma tvisvar í viku fyrir áramót og einu sinni í viku eftir áramót, í n.k. háskóla hjá fræðurum sínum. Félagið tók svo við nýjum hóp um miðjan janúar, fólki sem hefur ekki verið hér á landi áður og er því kennt tvisvar í viku. Hansína segir að best sé að hafa einn kennara á nemanda í kennslunni og skynsamlegt að þeir sem séu nýkomnir til landsins komi daglega í viku. Slíkt nýtist þeim enn betur. Hún segir mjög áberandi að nemendum sem vinna eingöngu með Íslend- ingum á vinnustað fari betur fram í íslensk- unni en þeim sem vinni bara með samlöndum sínum. Hansína segir árangur þessara kennslu- stunda hvorki verða mældan né metinn af kennurunum. Þeirra tilfinning sé samt sú að nemendurnir fari frá þeim örlítið fróðari. „Þessi vinna hefur veitt mér gleði og ég er ekki frá því að ég og við höfum gert nokkurt gagn í leiðinni.“ Gjörbreytti íslenskunámi til hins betra Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmda- stjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Tandrabergs á Eskifirði, segir meirihluta starfsmanna sinna pólskan. Undanfarin fjögur ár hafi ver- ið lögð áhersla á að þeir sæktu íslensku- námskeið, kvöldnámskeið, einu sinni í viku. Eftirtekjan hafi þó verið rýr. Mikilvægi ís- lenskukunnáttu verði seint fullmetið. Sam- starfið við Þekkingarnetið og eldri borgara á Eskifirði hafi hins vegar tekist frábærlega og viðhorf Pólverjanna til íslenskukennslunnar hafi tekið algerum stakkaskiptum. „Þessi kennsla er mjög mikilvæg sem fyrsta skrefið í íslenskunámi og nauðsynleg til að ná til út- lendinganna. Gætu ekki eldri borgarar þessa lands tekið að sér álíka verkefni, með ein- hverju stöðluðu námsefni sem yfirvöld myndu búa til og þjálfun kennara? Þetta gæti eflt starfsemi félaga eldri borgara í landinu og aukið við samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir Einar. Eldri borgarar á Eskifirði koma Pólverjum á skrið í nýju tungumáli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Alsæl Laufey Eiríksdóttir hjá Þekkingarneti Austurlands, Hansína M. Halldórsdóttir, Félagi eldri borgara á Eskifirði, og Einar B. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabergs. Ljósmynd/Helgi Garðarsson Íslenskukennsla Félag eldri borgara á Eskifirði hefur tekið að sér að kenna erlendum starfs- mönnum Tandrabergs í aðstöðu sinni Melbæ. Mikil gagnkvæm ánægja ríkir vegna þessa. Alúð og nærvera í íslenskukennslu Í HNOTSKURN »Félag eldri borgara á Eskfirði annastíslenskukennslu fyrir Pólverja sem vinna hjá fyrirtækinu Tandrabergi. »Kennslan hefur gengið framar björt-ustu vonum og skilar sér betur til nem- enda í byrjun en hefðbundin íslensku- námskeið. AUSTURLAND Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÉG hugsa að þetta endi með því að ég get aldrei hætt að spila. Ef ég hætti þá mun vinur minn Brynjar Sigurðsson halda áfram og ná leikja- metinu af mér. Þetta verður því stöðug baráttta eitthvað fram eftir þessari öld og við verðum án efa í fullu fjöri á fimmtugsaldrinum,“ seg- ir Jón Þór Þórðarson, körfuknatt- leiksmaður á Akranesi, en hann lék sinn 250. leik fyrir ÍA á dögunum gegn Árvakri í 2. deild Íslandsmóts- ins. Jón Þór var lykilmaður í liði ÍA þegar liðið var í úrvalsdeild á árun- um 1994-2000 en á undanförnum ár- um hafa Skagamenn verið í „felum“ í 2. deildinni. „Það eru ýmsir þættir sem hafa gert það verkum að körfu- boltinn hefur átt undir högg að sækja. Félagið var mjög skuldum vafið eftir veruna í úrvalsdeildinni. Það dró kraftinn úr þeim sem stóðu í því að útvega fé í reksturinn. Eins og staðan er í dag þá er mjög rólegt yfir körfuboltanum og aðeins tveir yngri flokkar auk meistaraflokksins. Hér á Akranesi er einnig mjög mikið um að vera á íþróttasviðinu. Margar grein- ar sem eru stundaðar í bæjarfélag- inu, knattspyrna, golf, fimleikar, sund, badminton, karate, box svo eitthvað sé nefnt. Það er því mikið í boði fyrir krakkana og karfan hefur einfaldlega orðið undir í þessari samkeppni. Það er í raun frekar dap- urt að yfir vetrartímann skuli ekki vera meira líf í boltaíþróttunum fyrir hinn almenna íbúa sem vill fylgjast með og fara á leiki. Vonandi á þetta eftir að breytast en til þess þarf fjár- magn til þess að reka meistaraflokk. Ég er á þeirri skoðun að án meist- araflokks sé nánast vonlaust að byggja upp yngri flokka. Við höfum prófað það hér á Akranesi og það hefur ekki gengið vel.“ Rochet-armbandsúr Það var ýmislegt gert á síðasta heimaleik ÍA til þess að minnast þeirra tímamóta að Jón Þór náði að leika sinn 250. leik en svo skemmti- lega vildi til að leikurinn fór fram á 36. afmælisdegi Jón Þórs, hinn 6. mars. „Ég fékk gjöf frá félaginu, mjög vandað Rochet-armbandsúr. Mér skilst að úrið sé vatnshelt en það var úrsmiðurinn Guðmundur B. Hannah sem gaf úrið með því skilyrði að því yrði ekki skilað aftur. Ég býst við að þetta úr sé núna orðið farandgripur. Brynjar fær það kannski ef hann nær að bæta leikjametið. Hann er með 228 leiki sjálfur en Dagur Þór- isson er með 237 leiki. Við erum allir að spila með liðinu í dag og úr þessu verðum við seint taldir ungir og efni- legir.“ Það eru kannski fáir sem vita það að Jón Þór og Shaquille O’Neal, mið- herji Phoenix Suns, fæddust báðir hinn 6. mars árið 1972. Jón Þór segir að líklega hafi æðri máttarvöld reynt að búa til tvo fullkomna körfubolta- menn á þessum degi. Reyndar er O’Neal 2,16 m á hæð en Jón Þór er aðeins lágvaxnari. „Það fór eitthvað úrskeiðis í skiptingunni á hæðinni en ég fékk hæfileikann til þess að skora úr vítaskotum en Shaq ekki.“ Ljósaleikurinn í „Höllinni“ Þegar Jón Þór er spurður að því hvaða einstaki leikur standi upp úr á ferlinum þarf hann að nefna nokkra. „Það er ekki hægt að taka einn leik úr. Það eru mjög margir minnis- stæðir. Bikarúrslitaleikurinn í Laug- ardalshöllinni árið 1996 gleymist seint. Þar voru ljósin slökkt í leik- mannakynningunni, reykur og ljósa- sjóv. Það gleymdist hins vegar að gera ráð fyrir því að það tekur um 45 mínútur að kveikja aftur ljósin í Laugardalshöllinni. Leikirnir gegn Grindavík í úrslitakeppninni árið 1994 eru einnig eftirminnilegir. Við vorum nýliðar í deildinni og kom- umst samt sem áður í fjögurra liða úrslit. Það voru um 1.500 áhorfendur á heimaleiknum á Akranesi og það verður seint leikið eftir,“ sagði Jón Þór Þórðarson methafi. „Get líklega aldrei hætt að spila“ Ljósmynd/Sigurður Elvar Methafi Ef allt gengur eftir áætlun munu feðgarnir Jón Þór Þórðarson og Þórður Freyr leika saman með körfuknattleiksliði ÍA eftir nokkur ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.