Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hvar?? verið þið bara róleg, ég finn einhvert krummaskuð handa ykkur. Það er ekkert minna en skoplegtað fylgjast með því hvernig hægt er að gera sér mat úr því sem ekkert er – nákvæmlega ekkert.     Þannig var frétt hér í Morg-unblaðinu í gær undir fyrirsögn- inni „Misvirkir viðmælendur“ og efn- islega var fréttin um mælingar eða úttekt fyrirtækisins Creditinfo Ís- land á því hve oft ráðherrar birtast sem viðmælendur í ljósvakafréttum. Mælingin kallast Ráðherrapúlsinn og eru nið- urstöður birtar tvisvar á ári.     Í fréttinnigreindi frá því að „virkni“ ráðherranna í ljósvaka- fréttum hefði verið mæld frá því rík- isstjórn Geirs H. Haarde tók við í maí sl. til áramóta.     Og ráðherrann sem mældist meðmestu „virknina“ á þessu tíma- bili reyndist vera viðskiptaráðherr- ann, Björgvin G. Sigurðsson, en hann kom fram í yfir 50% ljósvaka- frétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti.     Sjálfsagt gleðja þessar upplýsingarviðskiptaráðherrann óumræði- lega, en hvaða aðra þýðingu hafa svona mælingar? Þær hafa nákvæmlega enga þýð- ingu!     Þær æsa upp hégómleika og kyndaundir sýndar- og yfirborðs- mennsku. Er það þetta sem við þurf- um á að halda?     Ekki er verið að mæla hversu mik-ilvæg ummæli ráðherranna voru eða hvaða máli þau skiptu.     Skipta þau kannski engu máli? STAKSTEINAR Björgvin G. Sigurðsson Ráðherrapúlsinn bla, bla, bla! VEÐUR SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                         !" "   !" "   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         # $    %&& %&&   !'&        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "    "  " " ("  "(   " " " " " (" (" (" " (" "                          *$BC                        !  "#  $  %  &       '   ( " *! $$ B *! ) *#+ *'   $, <2 <! <2 <! <2 )+ - & ./0  D               )       #  !  !   B   " 2  )      *     # )+  +  ,        +( "  -  -  %  &   '  /       $(   #"      #       + "   .     %     " 1%  22 $ 3' $- & Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Dofri Hermannsson | 13. mars 1,8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu Eins og Davíð Oddsson hefur bent á munu stór- iðjuframkvæmdir fresta lækkunarferli stýri- vaxta. Í nýlegri skýrslu OECD er sömu rök að finna en þar segir að til hins ýtrasta ætti að fresta öllum stór- iðjuframkvæmdum þangað til búið er að ná jafnvægi í efnahagslífinu. Af einhverjum undarlegum ástæðum … Meira: dofri.blog.is Ívar Pálsson | 13. mars Laun þín 2008: mínus 15-17% Krónulaun þín 2008 rýrnuðu um 15-17% á þessu ári, 2008 mínus þær launahækkanir sem þú hefur fengið. Gengisfellingin er slík. Ef þú tókst lán í erlendum gjaldeyri á þessum 10 vikum hafa þau hækkað um 1,7% fyrir hverja viku sem liðin er síðan það gerðist, þó langmest síðustu daga. Kostnaður rýkur einnig upp, bensín fór yfir 150 kr. á lítra í dag, en matvæli eiga enn ... Meira: astromix.blog.is Gestur Guðjónsson | 13. mars Peningum kastað út um gluggann í óðagoti Það er gott að til standi að fara í þessar fram- kvæmdir, en ég vissi reyndar ekki til þess að lög um Samgönguáætl- un gerðu ráð fyrir við- aukum og ég hefði áhuga á að vita hvaða framkvæmdum er ýtt aftar í forgangsröðina í leiðinni og á hvaða forsendum. Þessi gjörningur er nefnilega enn ein staðfestingin á því öngstræti sem vegamálin eru í og hafa verið í. ... Meira: gesturgudjonsson.blog.is Hjörtur J. Guðmundsson | 13. mars Evrópusambandið krefst þess að fá að veiða á viðkvæmum svæðum í lögsögu Króatíu Stjórnvöld í Króatíu hafa ákveðið að láta undan kröfum Evrópusam- bandsins um að heimila fiskiskipum frá Ítalíu, Slóveníu og öðrum Evr- ópusambandsríkjum að stunda áfram veiðar á svæðum í lög- sögu landsins sem þau höfðu áður lýst yfir að draga þyrfti úr veiðum á til að vernda fiskistofna og minnka mengun. Evrópusambandið gerði kró- atískum stjórnvöldum ljóst að ef þau myndu láta verða af þeim áformum myndi það tefja fyrir viðræðum um að- ild Króatíu að sambandinu, sérstak- lega í ljósi þess að Slóvenar fara nú með forsætið í sambandinu. Það er athyglisvert að Evrópusam- bandið skuli ekki bera meiri virðingu fyrir nauðsyn þess að vernda fiski- stofna og draga úr mengun. Það kemur þó ekki á óvart ef litið er til þess hvernig ástandið er í efna- hagslögsögu sambandsins þar sem fiskistofnar eru víða að hruni komnir vegna ofveiði og almennt slæmrar umgengni á liðnum árum. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið í auknum mæli sóst eftir því að fá aðgang að lögsögum annarra ríkja fyrir fiskiskipa- flota sína, ekki síst í Vestur-Afríku þar sem þeir hafa gengið hart að mörgum miðum að sögn heimamanna. Þegar við Íslendingar sömdum um EES-samninginn gerði Evrópusam- bandið kröfu um að fiskiskip þess fengju að veiða ákveðið mikið hér við land þrátt fyrir að samningurinn hafi ekkert með sjávarútvegsmál að gera. Íslensk stjórnvöld samþykktu að lok- um að heimila takmarkaðar slíkar veiðar. Halda menn svo virkilega að Evrópusambandið myndi sætta sig við það til lengri tíma að aðeins Ís- lendingar fengju að veiða í fyrrum lög- sögu Íslands kæmi til aðildar að sam- bandinu? Einnig má rifja það upp í þessu sambandi þegar sænsk stjórn- völd hugðust í byrjun árs 2003 tak- marka veiðar á ákveðnum svæðum í fyrrum efnahagslögsögu Svíþjóðar til að vernda fiskistofna og draga úr mengun, rétt eins og króatísk stjórn- völd ætluðu sér nú. ... Meira: sveiflan.blog.is BLOG.IS FJÖGURRA manna hópur á vegum Skákfélagsins Hróksins lagði á mið- vikudagaf stað til Ittoqqortoormit á Grænlandi, öðru nafni Scoresby- sund. Tilgangur ferðarinnar er að aðstoða við skákkennslu í grunn- skólanum á staðnum auk þess að haldin verða þar minnst þrjú skák- mót. Þetta er tólfta ferðin til Græn- lands á vegum Hróksins þar sem skáklistin er kynnt innfæddum og tengsl landanna styrkt. Fyrsta ferð- in var fyrir fimm árum til Qaqortoq á Suður-Grænlandi, en síðan þá hef- ur Hrókurinn einbeitt sér að aust- urströndinni þar sem lífið er nokkru harðara og félagsleg vandamál og atvinnuleysi töluvert. Fréttir af förinni verða settar inn á Grænlandssíðu Hróksins, god- urgranni.blog.is Morgunblaðið/Ómar Lagt af stað Við brottförina afhenti Hrafn Jökulsson Guðmundi Sigurðs- syni skákborð áritað af Garry Kasparov. Aðrir í för eru Robert Lagerman, Þórður Sveinsson, Arnar Valgeirsson og Andri Thorsteinsson. Hróksmenn kenna börn- um í Ittoqqortoormit skák

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.