Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á
meðan Kárahnjúkafárið
stóð sem hæst hlotnaðist
undirrituðum sá heiður að
halda ræðu á „æs-
ingafundi“ í Borgarleik-
húsinu og sagði þá meðal annars (með
leyfi fundarstjóra): „Sú efnahagslega
innspýting sem framkvæmdin veldur
mun aðeins vara í fjögur, fimm ár, þá
mun sjúklingurinn æpa sem aldrei
fyrr.“
Þetta var í janúar árið 2003.
Nú bið ég menn að halda ekki að ég sé
að rifja þetta upp til að sýna hvað ég sé
klár, heldur hitt að jafnvel maður eins
og ég gat séð þetta fyrir – og þá bið ég
menn jafnframt að hafa í huga að hinu
öndverða var einmitt haldið fram af
stjórnvöldum: að álverið á Reyðarfirði
væri „once in a lifetime“, ætlað til að
efna löngu gjaldfallið kosningaloforð þá-
verandi formanns Framsóknarflokks-
ins, framar yrði ekki hoggið í sama kné-
runn, „and they lived happily ever
after“.
Því er ég að rifja þetta upp hér að for-
sætisráðherra vor sagði einmitt í vik-
unni sem leið að hann útilokaði ekki nýtt
álver „til að blása í hratt kulnandi glæð-
ur“ efnahagslífsins. Og stóriðjuverin
bíða í röðum: Helguvík og Húsavík eru
þegar farnar að máta húfurnar og Olíu-
hreinsunarstöð er í startholunum þvert
ofan í fyrri heitstrengingar um „stór-
iðjulausa Vestfirði“.
Og það þarf ekki mikinn spámann til
að sjá fyrir framhaldið: spúandi verk-
smiðjur hringinn í kringum landið og
jafnvel enn skelfilegri er sú sýn sem þá
blasir við, því í hvaða skó verður migið
þegar búið er að míga í þá báða og kuld-
inn fer virkilega að bíta. Verður sett ál-
ver ofan á álver?
Nú bið ég menn að staldra ögn við og
hugleiða hvað gerist með tilkomu álvers.
Staður sem hefur fengið yfir sig álver er
dauðanum merktur. Menn flýta sér
fram hjá. Álverið í Straumsvík er fleinn í
holdi Hafnfirðinga, Hvalfjörðurinn er
ekki svipur hjá sjón eftir að ál-
blendiverksmiðjan var sett niður á
Grundartanga og þrátt fyrir álverið á
Reyðarfirði herma nýlegar fréttir að
fólk haldi áfram að streyma frá Austur-
landi – þvert ofan í kraftaverkið eða
kannski undan því?
Reyndust hin afleiddu störf eftir allt
saman vera afleit störf?
Og nú stendur til að bjóða einhverjum
mestu umhverfistossum jarðarinnar:
Rússum! að setja niður olíudrullustöð á
hinum magísku Vestfjörðum, sem þó
höfðu vonað að sleppa líkt og þeir
sluppu við Pestina árið 1494 – einir
landsmanna.
Að framansögðu má vera ljóst að hér
er hnípin þjóð í vanda. Og vandinn er
viðhald lífsstíls þar sem við getum hald-
ið áfram að vera skuldsettasta þjóð í
Evrópu og haldið áfram að magna hér
upp verðbólguspennu sem hótar að sópa
út í hafsauga sparifé landsmanna þegar
hún ríður af og keyra í enn harðari
fjötra þá sem voru svo ólánsamir að taka
verðtryggð bankalán. Haldið áfram að
dæla erlendu vinnuafli inn í landið til að
skapa óviðráðanleg félagsleg vandamál
á hratt komandi tíð, manna fangelsin
fyrir utan þá sem náðu að forða sér úr
landi og lesa um raðnauðganir í blaðinu
með morgunkaffinu.
Já, en segja menn, hvað á að koma í
staðinn? Þú verður að benda á eitthvað
annað. En það hvarflar ekki að mér,
ekki frekar en ég kæmi á slysstað þar
sem vímaður ökumaður hefði velt bíln-
um og bæði mig um aðstoð til að halda
keyrslunni áfram. Ég myndi segja: þú
ert kominn á leiðarenda, vinur, og horfa
í átt að bláum sírenuljósum sem nálg-
uðust óðfluga.
En næsta grein gæti heitið „Allt ann-
að“.
PISTILL » Já, en segja menn,
hvað á að koma í
staðinn? Þú verður að
benda á eitthvað annað.
En það hvarflar ekki að
mér, ekki frekar en ég
kæmi á slysstað þar
sem vímaður ökumaður
hefði velt bílnum og
bæði mig um aðstoð til
að halda keyrslunni
áfram. Ég myndi segja:
þú ert kominn á leið-
arenda, vinur, og horfa
í átt að bláum sírenu-
ljósum sem nálguðust
óðfluga.
Pétur
Gunnarsson
Hnípin þjóð í vanda
Hljóðpistlar Morgunblaðsins
Pétur Gunnarsson les pistilinn
Hljóðvarp | mbl.is
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
í New York
bab@mbl.is
„ÍSLENSKT efnahagslíf hefur ver-
ið undir álagi á undanförnum árum
og það er skiljanlegt að þeir sem
fylgjast með því utan frá þurfi að
einhverju leyti nánari útskýringa
við,“ sagði Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra, í framsögu sinni á ársfundi
Íslensk-ameríska verslunarráðsins
sem haldinn var í New York í gær.
„Það sem kemur í ljós við nánari
skoðun á þeim þáttum sem þarna
koma við sögu er að margt það sem
gerst hefur á sér frekar augljósar og
meinlausar útskýringar,“ sagði Geir
jafnframt og útskýrði í framhaldi af
þessu að stór hluti viðskiptahallans á
Íslandi væri til kominn vegna inn-
flutnings sem tengdist byggingu
virkjana og álvera og þeirri upp-
byggingu væri nú meira og minna
lokið. Hann sagðist sannfærður um
að það ójafnvægi sem hefði verið á
íslensku efnahagslífi yrði brátt úr
sögunni og efnahagsumhverfið í
heild yrði stöðugra.
Geir vék í máli sínu sérstaklega að
íslenska fjármálamarkaðnum og
sagði að eitt það markverðasta í þró-
un efnahagsmála á Íslandi að und-
anförnu væri vöxtur fjármálageir-
ans, sem nú stæði undir um 10% af
landsframleiðslu miðað við 6% árið
2000. Með einkavæðingu íslensku
bankanna hefðu þeir breyst úr inn-
lendum stofunum með hefðbundna
bankastarfsemi í sannkölluð alþjóð-
leg fjármálafyrirtæki.
„Þetta hefur verið kærkomin þró-
un og bætt mikilvægum þætti við
efnahagslífið, þætti sem stjórnvöld
vilja leggja allt kapp á að viðhalda og
styrkja enn frekar,“ sagði Geir og
bætti því við að íslensk stjórnvöld
ætluðu sér að tryggja að aðstæður
fyrir áframhaldandi velgengni ís-
lenska fjármálageirans yrðu áfram
góðar.
Hann benti á að íslensku bankarn-
ir hefðu vissulega fundið fyrir svipt-
ingum á alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum að undanförnu, sem hefðu
meðal annars haft það í för með sér
að það væri bæði erfiðara og dýrara
fyrir alþjóðlega banka að verða sér
úti um fjármagn. Aftur á móti væri
staða bankana sterk samkvæmt ís-
lenska Fjármálaeftirlitinu, sem benti
m.a. til sterkrar eiginfjárstöðu þeirra
og getu þeirra til að standast ströng
álagspróf sem eftirlitið framkvæmir
reglulega.
„Það bendir allt til þess að íslensku
bankarnir standi vel og ég er sann-
færður um að þeir munu standa af
sér núverandi storma á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.“
Forstjórar íslensku bankanna
greindu frá stöðu banka sinna og
hvernig þeir hygðust bregðast við
þeirri niðursveiflu sem blasir við í al-
þjóðlega efnahagsumhverfinu. Þeir
bentu á að íslensku bankarnir stæðu
á grunni alþjóðlegra viðskipta og
fjárfestinga og að dreifing áhættu
þegar kæmi að fjárfestingum væri
umtalsverð.
Þola niðursveiflu
Lárus Welding lagði í máli sínu
áherslu á norræna tengingu Glitnis,
og þá fyrst og fremst starfsemi bank-
ans í Noregi, og að norski fjármála-
markaðurinn væri einn sá sterkasti
sem fyrirfyndist um þessar mundir.
Hann benti einnig á að Glitnir stæði á
grunni fjárfestinga í tveimur geirum,
sjávarútvegi og endurnýjanlegrar
orku, og að hvort tveggja væru svið
þar sem engin niðursveifla væri í
vændum.
Hreiðar Már Sigurðsson greindi
frá stöðu Kaupþings m.a. banka í
Evrópu og að bankinn væri þar í öðru
sæti þegar kæmi að kostnaðarskil-
virkni. Áhersla yrði lögð á að viðhalda
þessari skilvirkni og áætlanir fyrir
árið 2008 gerðu ráð fyrir hóflegum
vexti bankans. Hann greindi einnig
frá því að greiningar Moody’s sýndu
fram á að Kaupþing gæti staðist tals-
verða niðursveiflu án þess að verða
fyrir verulegum neikvæðum áhrifum.
Sigurjón Árnason talaði á svipuð-
um nótum og Hreiðar Már þegar
áætlanir fyrir árið 2008 eru annars
vegar, það er að segja að Landsbank-
inn stefndi að hóflegum vexti. Sigur-
jón sagði að slíkt væri skynsamlegt í
viðskiptaumhverfinu eins og það
blasti við. Hann lagði áherslu á
sterka eiginfjárstöðu Landsbankans
og benti á að lausafé hefði sjaldan ef
nokkurn tíma verið jafn verðmætt og
nú og að verðmæti þess færi vaxandi.
Bankar yrðu að átta sig á þessu og
einnig þeim áhrifum sem hækkandi
orkuverð hefði og þá fyrst og fremst
olíuverð sem er í sögulegu hámarki.
Orðrómur getur
orðið að veruleika
Gregory Miller, prófessor við við-
skiptadeild Harvard-háskóla, fjallaði
í erindi sínu um hvernig íslenskt
efnahagsumhverfi kæmi fyrir sjónir
utan frá og að í þeim efnum stæðu tvö
lýsingarorð upp úr um þessar mund-
ir, óstöðugleiki og óvissa.
„Þegar utanaðkomandi aðilar líta á
stöðuna sjá þeir ekki þessa núansa
sem dregnir hafa verið upp hér í
dag,“ sagði Miller og vísaði þá til
framsagna forstjóra íslensku bank-
anna. „Fólk sér mikinn vöxt og gerir
ráð fyrir því að honum fylgi mikill
óstöðugleiki,“ sagði Miller og bætti
því við í framhaldinu að þegar fólk
færi að hafa áhyggjur, drægi það sig
út úr fjárfestingum.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, kynnti áætlanir Baugs um
stækkun á alþjóðavettvangi og þá
fyrst og fremst í Kína, á Indlandi og í
Rússlandi. Hann benti á að markaðir
í þessum löndum væru í örum vexti
og þróun og lýsti því hvernig fyrir-
tækið hygðist nýta þau tækifæri sem
þar væru til staðar. Jón Ásgeir var
spurður að því að lokinni framsögu
sinni hvers vegna hann væri fylgj-
andi aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu og hvort sú skoðun hans
byggðist á viðskiptalegum forsend-
um. Hann svaraði því til að eitt af
helstu vandamálum Íslands í alþjóða-
viðskiptum væri að fólk vissi ekki
hvað væri að gerast þar. „En ef við
gætum sagt að við séum hluti af ein-
hverju sem fólk þekkir og skilur al-
mennt, þá myndi að hjálpa okkur
mikið í að sækja fram,“ sagði Jón Ás-
geir.
Íslensk efnahagsmál rædd
við blaða- og fréttamenn
Að fundinum loknum og fram eftir
degi í gær veitti Geir Haarde blaða-
og fréttamönnum viðtöl til að ræða
stöðu íslenskra efnahagsmála. Meðal
þeirra miðla sem hann ræddi við
voru Financial Times, Newsweek,
Business Week, Bloomberg TV og
CNN. Í samtali við Morgunblaðið
síðdegis í gær sagðist hann finna fyr-
ir miklum áhuga umræddra frétta-
manna á íslenskum efnahagsmálum
og íslenska fjármálamarkaðnum.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu
mikill áhugi er á okkar málum,“ sagði
Geir. „Að einhverju leyti er fólk með
rangar upplýsingar eða gerir sér
ekki réttar hugmyndir um það sem
er í gangi heima og þá fær maður
tækifæri til að leiðrétta það. Og einn-
ig að koma á framfæri þessum al-
mennu sjónarmiðum um að íslenska
efnahagslífið standi mjög vel og að
það gangi vel á Íslandi. Einnig það að
við höfum búið til mjög samkeppn-
ishæft umhverfi og bjóðum erlend
fyrirtæki velkomin til Íslands til að
fjárfesta.
Íslensku bankarnir munu standa af
sér storma á fjármálamörkuðum
Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra ræddi íslenskt
viðskiptalíf á ársfundi Ís-
lensk-ameríska versl-
unarráðsins í New York.
Ljósmynd/Birna Anna
Viðskipti Forystumenn í íslensku viðskiptalífi kynntu sjónarmið sín á fundinum. Á myndinni má þekkja Hreiðar
Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, Sigurjón Árnason, bankastjóra LÍ, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis.
Í HNOTSKURN
»Auk forsætisráðherra hélduframsögur á fundinum þeir
Lárus Welding, forstjóri Glitnis,
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri Kaupþings, og Sigurjón
Árnason, bankastjóri Lands-
bankans, Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs, Gregory
Miller, prófessor við Harvard há-
skóla, og Torsten Slok, hagfræð-
ingur hjá Deutsche Bank.
»Einnig tóku til máls ÓlafurJóhann Ólafsson, formaður
Íslensk-ameríska verslunarráðs-
ins, sem stjórnaði fundinum, og
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, sem leiddi pall-
borðsumræður. Geir H. Haarde forsætisráðherra.